Morgunblaðið - 04.10.2022, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2022
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is
Jóladagatölin eru komin!
VIÐ erumRÆKTENDUR BREYTINGA
Tildra var það
Ranglega kom fram í texta með
fuglamynd á bls. 2 í blaðinu í gær að
þar hefði sendlingur verið á ferð.
Hið rétta er að þar sást til tildru.
Beðist er velvirðingar á mistök-
unum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
LEIÐRÉTT
Bjargey Anna ráðin
framkvæmdastýra
Gleipnis-setursins
Bjargey Anna
Guðbrandsdóttir
hefur verið ráð-
in fram-
kvæmdastýra
Gleipnis, ný-
sköpunar- og
þróunarseturs á
Vesturlandi.
Bjargey er líf-
fræðingur og er
með meistara-
gráðu í stjórnun og stefnumótun.
Hún er frá Staðarhrauni á Mýrum.
Fram kemur í tilkynningu frá
Gleipni að Bjargey hafi viðamikla
reynslu af verkefnastjórnun, við-
burðastjórnun og þverfaglegu
starfi. Síðastliðin ár hefur hún
haldið utan um alþjóðlegt fram-
haldsnám í umhverfis- og auð-
lindafræði og skipulagt fjölda við-
burða við Háskóla Íslands. Áður
starfaði hún hjá ORF Líftækni.
Gleipnir er sjálfseignarstofnun
sem stofnuð var í vor. Stofnaðilar
eru sveitarfélög, háskólar, þróun-
arfélög og ýmis fyrirtæki og stofn-
anir. Markmiðið er að skapa um-
hverfi fyrir samvinnu, þróun og
miðlun ólíkrar þekkingar á sviði
rannsókna, nýsköpunar og sjálf-
bærni með það að leiðarljósi að
styrkja samkeppnisstöðu íslensks
samfélags, efla atvinnu og
byggðaþróun og auka lífsgæði í
landinu.
Bjargey Anna
Guðbrandsdóttir
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
„Þessi styrkur tryggir fjármögnun
til langs tíma, sem er það sem
vísindamenn þurfa til að geta sinnt
flóknum rannsóknum og er þess
vegna alveg frábært,“ segir Pétur
Orri Heiðarsson um styrkinn sem
hann var að fá frá Evrópska rann-
sóknarráðinu upp á 200 milljónir
króna nýverið til þess að rannsaka
hvernig hægt er að öðlast meiri
skilning á því hvernig mögulegt sé að
breyta einni tegund frumu í aðra.
Það er verkefni sem gæti leitt til
mikilla tækifæra á sviði sjúkdóms-
greininga, lyfjaþróunar og lækn-
ismeðferða í framtíðinni.
„Þetta er einn af stærstu styrkj-
unum sem hægt er að fá í Evrópu og
fyrir vísindamenn á mínu sviði. Til að
setja af stað svona stórar rannsóknir
eru svona veglegir styrkir alveg
grundvallaratriði og maður getur
farið í áhættusæknari rannsóknir en
ella. Það er mjög mikilvægt að geta
útvíkkað sviðið og verið með fram-
sæknar hugmyndir og séð hvort það
gangi upp.“
Uppbygging á gólfinu
Oddur Ingólfsson, prófessor og
stjórnarformaður Raunvísindastofn-
unar, segir að meginhlutverk stofn-
milljónir. Svo vorum við að fá til okk-
ar mjög sterkan stjarneðlisfræðing,
Jón Emil Guðmundsson, sem kemur
til starfa með styrk frá Evrópska
rannsóknarráðinu með sér. Þetta eru
styrkir sem fara beint í uppbyggingu
hér á gólfinu, en eiga síðan eftir að
skila sér út í samfélagið með einum
eða öðrum hætti.“
Oddur segir rannsóknir innan
stofnunarinnar vera grunninn að
framförum í læknavísindum, lyfja-
fræði og á fjölmörgum öðrum svið-
um. „Við náum aldrei neinum fram-
förum án grunnrannsókna. Það
finnst mér stundum gleymast í um-
ræðunni.“
Forsenda framfara
Raunvísindastofnun hefur verið
við lýði frá 1966 og er í rauninni rótin
að öllu raunvísindastarfi á Íslandi,
segir Oddur. Hann bætir að hægt sé
að nefna óteljandi dæmi um að
grunnrannsóknir hafi verið nýttar
bæði á tæknilegan máta og í lækna-
vísindum og víðar og bendir m.a. á
Marel og Carbfix sem eiga rætur sín-
ar að rekja til stofnunarinnar.
„Það gleymist svo oft hvað það er
mikilvægt að hafa vettvang til að
geta stundað þessar grunnrann-
sóknir. Maður uppsker ekki eitthvað
sem maður er ekki búinn að sá.“
Meira samstarf háskóla
Oddur segir að Raunvísinda-
stofnun gæti gegnt enn stærra hlut-
verki í vísindasamfélaginu en hún
gerir nú. „Ég tek alveg heilshugar
undir sjónarmið Áslaugar Örnu Sig-
urbjörnsdóttur, vísinda-, iðnaðar- og
nýsköpunarráðherra, um að auka
samstarfið á milli háskóla landsins.
Við erum bara lítil þjóð og við náum
engum landvinningum nema með
sterkri samvinnu.“ Hann segir að
sterk Raunvísindastofnun sé nauð-
synleg á okkar tímum og sem sjálf-
stæð stofnun getur hún leikið mik-
ilvægt hlutverk sem samvinnu-
vettvangur. Oddur segir að lokum að
gaman sé að benda á hve jarðfræðin
sé öflug innan stofnunarinnar. „ Í síð-
asta hefti vísindatímaritsins Nature
voru tvær greinar eftir vísindamenn
frá okkur. Það er mjög sjaldan sem
Nature birtir tvær greinar leiddar af
sömu stofnun í sama hefti. Það gefur
vísbendingu um það góða starf sem
er unnið hérna.“
Engin framþróun án grunnrannsókna
- 200 milljóna króna styrkur - Möguleiki á meiri áhættusækni - Raunvísindastofnun vagga grunn-
rannsókna - Rekin að 2/3 hlutum með sjálfsaflafé - Meira samstarf háskóla styrkir rannsóknarstarf
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Vísindi Mörg fyrirtæki landsins hófu vegferð sína í Raunvísindastofnun.
Oddur
Ingólfsson
Pétur Orri
Heiðarsson
unarinnar sé að tryggja innviði til að
gera svona rannsóknarhópum kleift
að stunda rannsóknir og afla þeirra
styrkja sem þeir þurfi til starfsins.
„Þetta vinnur allt saman og þegar við
erum með góðan vísindamann eins
og Pétur Orra, þá eykst styrkur
stofnunarinnar og orðspor hennar út
á við. Það er samt mikilvægt að
benda á að rannsóknir eru ekki
mældar í peningum heldur í innvið-
unum sem byggjast upp með starf-
inu,“ segir Oddur og bendir á að
stofnunin sæki tvo þriðju síns rekstr-
arfjár með sjálfsaflafé. „Það kemur
að hluta til úr íslenskum samkeppn-
issjóðum og síðan í formi styrkja eða
samstarfsverkefna erlendis frá og þá
mest frá Evrópulöndum. Sjálfur er
ég núna að loka samstarfsverkefni á
sviði örtækni með 13 löndum þar sem
fyrirtæki, stofnanir og háskólar tóku
þátt, en það var styrkt upp á 500