Morgunblaðið - 04.10.2022, Side 13

Morgunblaðið - 04.10.2022, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2022 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Úkraínumenn héldu í gær áfram gagnsóknum sínum í suður- og aust- urhluta landsins, degi eftir að her- sveitir þeirra náðu að frelsa borgina Líman í Donetsk-héraði. Héldu þeir þaðan áfram sókn sinni í gær og sóttu að borgunum Svatove og Kreminna í Lúhansk-héraði. Svatove er sögð sérstaklega mikilvæg fyrir Úkraínumenn, ætli þeir sér að frelsa norðausturhluta Lúhansk-héraðs, og Kreminna er á leiðinni að borgunum Lísítsjansk og Severodonetsk, sem Rússar hertóku fyrr í sumar með miklum tilkostn- aði. Þá var sókn Úkraínumanna í Ker- son-héraði sögð hafa náð sínum besta árangri frá upphafi gagnsókn- arinnar þar, þar sem skriðdreka- sveitir þeirra voru sagðar sækja hratt meðfram Dnípró-ánni og ógna þannig birgðalínum Rússa í hér- aðinu. Stjórnvöld í Kænugarði vildu lítið tjá sig í gær um gagnsóknina í Ker- son, en Vladimír Saldó, leppstjóri Rússa í héraðinu, viðurkenndi að Úkraínumenn hefðu náð að brjótast í gegnum varnarlínur Rússa og væru þeir að sækja fram í nágrenni við þorpið Dúdtsjaní, en það er um 40 kílómetra frá þeim stað þar sem víglínan var í fyrradag. Dúman staðfesti innlimun Rússneska dúman samþykkti ein- róma í gær að héruðin fjögur í Úkraínu, sem Vladimír Pútín Rúss- landsforseti innlimaði á föstudaginn, yrðu tekin inn í rússneska sam- bandsríkið. Var enginn meðlimur dúmunnar fjarverandi og enginn greiddi atkvæði á móti ákvörðun- inni. Einungis var litið á samþykkt dúmunnar sem formsatriði, enda fylgir hún nær alfarið vilja Pútíns í einu og öllu. Sergei Lavrov, utanrík- isráðherra Rússlands, ávarpaði þingfundinn og sagði nauðsynlegt að samþykkja innlimunina til að verja „rússneska tungu, menningu og landamæri“. Enn er þó á huldu hvaða landa- mæri tvö af „innlimuðu“ héruðunum eigi að hafa, þar sem Rússar hafa ekki full völd yfir Kerson-héraði eða Saporísja-héraði. Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns, sagði í gær að endanleg landamæri þessara héraða yrðu ákveðin í samráði við íbúa þeirra. Sækja hratt fram í suðri og austri - Úkraínumenn halda áfram gagnsóknum sínum eftir að hafa frelsað Líman - Ná nýrri fótfestu í Lúhansk-héraði - Sótt fram um 40 kílómetra á einum degi - „Landamærin“ ákveðin í samráði við íbúa AFP/Anatolii Stepanov Gagnsókn Úkraínskt eldflaugakerfi af gerðinni BM-21 Grad sést hér skjóta á varnarstöður Rússa í Donetsk-héraði í gær til að styðja við gagnsóknina. Ljóst var í gærmorgun að halda þyrfti aðra umferð í forsetakosning- unum í Brasilíu, þar sem enginn frambjóðandi hafði náð meirihluta atkvæða í fyrri umferðinni sem hald- in var á sunnudaginn. Luiz Inácio Lula da Silva, sem var forseti á ár- unum 2003-2010, hlaut 48,4% at- kvæða, en Jair Bolsonaro, sitjandi forseti hlaut 43,2%. Verður nú kosið á milli þeirra tveggja, en frambjóð- endur annarra flokka detta út. Fylgi Bolsonaros var mun hærra en skoðanakannanir höfðu bent til, en þær sýndu að Lula væri með um 50% fylgi á móti 36% fylgi Bolson- aros. Þá gekk flokki Bolsonaros bet- ur en gert var ráð fyrir í öðrum kosn- ingum, en einnig var kosið til þings og héraðsstjórna um helgina. Seinni umferðin fer fram 30. októ- ber, og gera stjórnmálaskýrendur í Brasilíu ráð fyrir mjög harðri og erf- iðri kosningabaráttu, þar sem Lula er fulltrúi vinstri aflanna í landinu en Bolsonaro þeirra til hægri. Leonardo Paz, ráðgjafi International Crisis Group í málefnum Brasilíu, sagði við AFP-fréttastofuna að hann teldi að kosningabaráttan myndi reynast mjög stressandi fyrir Brasilíumenn. „Bolsonaro og Lula munu ráðast hvor á annan, og ég held að Bolson- aro muni enn bæta í þær ásakanir að kerfið sé á móti honum,“ sagði Paz. Vísaði Paz þar meðal annars til þess að Bolsonaro réðst í kosninga- baráttu sinni ítrekað á hið rafræna kosningakerfi sem notað var í for- setakosningunum, og sagði að skoð- anakannanir sem sýndu hann langt fyrir aftan Lula væru rangar. Sagði Paz að nú þegar það hefði reynst raunin gæti fjölgað í hópi þeirra sem tryðu því sem Bolsonaro væri að segja. Hyggist ekki viðurkenna ósigur Þá hefur Bolsonaro einnig gefið til kynna að hann muni ekki viðurkenna ósigur, fari það svo að Lula beri sigur úr býtum, og hefur það vakið áhyggj- ur um að pólitískur óstöðugleiki muni taka við eftir kosningarnar ef hann tapar, líkt og gerðist í forseta- kosningunum 2020 í Bandaríkjunum. Antony Blinken, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sem nú er á ferðalagi um Rómönsku Ameríku, sagði í gær, spurður um þann mögu- leika að Bolsonaro myndi ekki við- urkenna ósigur, að Bandaríkjastjórn hefði sömu væntingar og Brasilíu- menn að „seinni umferðin yrði haldin í sama anda friðar og þegnskyldu“ og hin fyrri“. Spurningin felur þó í sér að Bol- sonaro muni bíða lægri hlut, en þeir stjórnmálaskýrendur sem AFP ræddi við sögðu að það væri alls ekki gefið. Stjórnmálafræðingurinn Guil- herme Casaroes sagði til dæmis að nú fengi Bolsonaro mánuð til viðbót- ar til þess að æsa upp stuðnings- menn sína. „Hverjar þær efasemdir sem hann getur varpað á kosninga- kerfið munu vinna með honum,“ sagði Casaroes og bætti við að áhrif- in yrðu ekki síst þau að draga úr vilja kjósenda Lula til þess að fara á kjör- stað. Þá væri það vel hugsanlegt að Bol- sonaro myndi vilja minna kjósendur á galla Lula, en hann var meðal ann- ars á sínum tíma sakfelldur fyrir peningaþvætti og spillingu og fang- elsaður í 18 mánuði, áður en Hæsti- réttur komst að þeirri niðurstöðu að dómarinn sem sakfelldi hann hefði ekki haft rétta lögsögu, auk þess sem að ekki hefði verið rétt að senda Lula í fangelsi áður en áfrýjun hans var lokið. Lula hefur því fengið uppreist æru fyrir augum laganna, en það er önnur spurning hvort almenningur sé sömu skoðunar. Mun Lula höfða til miðjunnar? Hinn möguleikinn er þó sá að stuðningsmenn Lula sem og þeir sem vilja alls ekki sjá Bolsonaro fá annað kjörtímabil muni taka hönd- um saman í seinni umferðinni til þess að tryggja þá niðurstöðu. Ljóst er að Bolsonaro, sem eitt sinn var kallaður „hinn brasilíski Trump“, hefur verið mjög umdeildur í forsetatíð sinni, ekki síst hvað varð- ar viðbrögð hans við heimsfaraldri kórónuveirunnar. Um 680.000 Bras- ilíumenn hafa farist í faraldrinum, og skrifa margir þá niðurstöðu á við- brögð Bolsonaros, sem streittist á móti því að setja á samkomubann og grímuskyldu. Það er þó vandrötuð leið fyrir Lula, því að hann kann að þurfa að höfða meira til miðjunnar en hann gerði í fyrri umferð baráttunnar, sem aftur gæti fælt róttækari kjós- endur frá honum. Það eru því ýmsar breytur sem hann mun þurfa að hafa í huga til þess að tryggja sér sigurinn í seinni umferðinni. Stefnir í enn harðari kosningabaráttu - Kosið verður aftur í Brasilíu á milli Lula og Bolsonaros Frambjóðendur í seinni umferðinni, 30. október 2022 Fyrr. forseti Brasilíu (2003-2010) Fyrsti þjóðhöfðingi Brasilíu af verkamannastétt Beitti sér einkum fyrir því að lyfta lægra settum Brasiliíumönnum upp úr fátækt Dæmdur fyrir spillingu árið 2017, fangelsaður í apríl 2018 og sleppt úr haldi í nóvember 2019 Býður sig fram til þriðja kjörtímabilsins, var meinað að bjóða sig fram árið 2018 Núv. forseti Brasilíu frá árinu 2019 Fyrrverandi höfuðsmaður í hernum, hefur lýst yfir söknuði eftir herforingja- stjórninni sem ríkti 1964-1985 Þykir orðhvatur sem höfðar mjög til helstu stuðningsmanna hans. Oft sakaður um rangfærslur Forsetatíð hans var skekin af heims- faraldrinum, þar sem 680.000 Brasilíu- menn hafa farist Ákvað að auka mjög styrki og bætur til að auka fylgi sitt meðal fátækari kjósenda AFP Myndir BRASILÍSKU FORSETAKOSNINGARNAR LUIZ INÁCIO LULA DA SILVA JAIR BOLSONARO 76 ára Verkamannaflokkurinn (vinstri) Frjálslyndi flokkurinn (hægri) 67 ára Ali Khamenei erkiklerkur Írans sakaði í gær Bandaríkjastjórn og Ísraelsmenn um að hafa valdið óeirðunum sem skekið hafa landið frá því að siðferðislögregla landsins myrti kúrdísku stúlkuna Mahsa Amini, en hún hafði brotið gegn slæðulöggjöf Írans. Dauði hennar hefur valdið hörð- um mótmælum í Íran og brutu ír- anskar öryggissveitir mótmæli há- skólastúdenta við Sharif-tækni- háskólann í Teheran á bak aftur með valdi um helgina. Sagði Khamenei að lögreglan yrði að „standa gegn glæpamönnum“ og að ekki væri rétt að ráðast gegn lög- reglunni. Karine Jean-Pierre, talskona Bi- dens Bandaríkjaforseta, sagði í gær að Bandaríkjastjórn væri hneyksluð á ofbeldinu sem háskólastúdent- arnir hefðu verið beittir. Þá lýsti Melanie Joly, utanríkis- ráðherra Kanada, yfir að stjórnvöld þar hygðust setja nýjar refsiaðgerð- ir á Íran vegna grófra mannrétt- indabrota stjórnvalda þar, ekki síst þeirra sem framin væru af „hinni svokölluðu siðferðislögreglu“. AFP/Niklas Halle’n Mótmæli Efnt var til samstöðumótmæla víða um heim um helgina, þar á meðal í Lundúnum, þar sem haldið var á skiltum við Trafalgartorg. Skellir skuldinni á Bandaríkjamenn - Kanada setur refsiaðgerðir á Íran

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.