Morgunblaðið - 04.10.2022, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 04.10.2022, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er al- kunna að kálið er ekki sopið þótt í ausuna sé komið. Liz Truss, for- sætisráðherra Breta, finnur fyrir því. Þegar þingmenn Íhaldsflokksins gerðu samsæri um að bola Bor- is burt úr leiðtogahlutverki hófst atburðarás skv. flokks- reglum um að velja eftirmann hans og um leið nýjan forsætis- ráðherra. Aðferðin er ekki gallalaus. Þarna var allmörgum leiðtoga- efnum att í slag og með fárra daga bili kaus þingflokkur íhaldsmanna á milli þeirra og duttu keppinautarnir smám saman út eftir reglunum. Að- ferðin er býsna persónuleg og koma fáir ósærðir frá illum leik. Loks þegar tveir standa eftir þá kemur til kasta flokks- bundinna í Íhaldsflokknum, sem sagt er að séu um 200.000, og höfðu þeir lokaorðið um hvort Truss utanríkisráðherra eða Sunak fjármálaráðherra úr nýslátraðri stjórn Borisar skyldi taka við löskuðum kyndli hans. Þá var að sjálf- sögðu gerð könnun um hvort þeirra væri sigurstranglegra og var mjótt á munum. En þá var spurt hvernig flokks- bundnir hefðu kosið væri Boris Johnson í framboði gegn öðru hvoru hinna. Þá kom í ljós að um 63-64 prósent hefðu kosið Boris og rétt rúmlega 30 prósent Truss eða Sunak. Könnunin sýndi að almennir flokksmenn vildu ekkert hafa að gera með svika- brölt þingflokksins. En sem sagt, það varð sem allir vita nú, að Truss vann. Hún myndaði stjórn á fáum dögum og svo var gripið til gerðar aukafjárlaga vegna slakrar þróunar efnahagslífs- ins á Bretlandi síðasta miss- erið. Meðal tillagna þar var at- riði sem var veigalítill þáttur þeirra, þar sem hæsta skatt- þrep var lækkað um 5% frá því sem það hefur verið í. Tillagan var gripin fegins- hendi sem ótvírætt merki þess að hin nýja stjórn gengi erinda hinna efnaðri, á kostnað þeirra lakar settu, sem lá þó fjarri því í augum uppi. Gove, fyrrver- andi ráðherra í ríkisstjórn Borisar „vinar hans“, var nýbúinn að pússa kuta sinn á ný og lagði honum nú til Truss. Hún stóðst ekki þrýstinginn og frestaði ákvörðuninni. Var þá sleggja Járnfrúarinnar rifjuð upp: „To those waiting with bated breath for that favourite media catchphrase, the ’U-turn’, I have only one thing to say: ’You turn’ [U-turn] if you want to. The lady’s not for turning!“ Er nýi forsætisráð- herrann úr plasti eftir allt saman, en ekki járni?} Sláandi en ósanngjarnt Þingmenn Vinstri- grænna hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar „um eflingu fé- lagslega hluta fisk- veiðistjórnarkerfisins“. Með „félagslega“ hlutanum er átt við smærri útgerðir, einkum strandveiðarnar, sem þing- mennirnir telja vel heppnaða aðgerð. Nú er hlutdeild þessa hluta fiskveiðistjórnarkerfisins 5,3% heildaraflans, en þing- mennirnir vilja auka hana í 8,3%. Þetta er veruleg aukning og mundi vitaskuld hafa áhrif á aðra hluta sjávarútvegsins, rétt eins og slíkar aðgerðir hingað til hafa gert. Aðgerðir af þessu tagi eru hins vegar þess eðlis, eins og inngrip rík- isins eru gjarnan, að afleiðing- arnar sjást ekki vel, eins og Pétur Hafsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík, fjallaði um í grein hér í blaðinu í gær. Pétur benti á að við það að búa til 5,3% pottinn fækkaði fyrirtækjum og starfsfólki í þeim hluta kerfisins sem til- heyrði ekki pottinum. Þetta gleymist gjarnan í umræðunni um þau störf sem verða til við að búa til pott- inn. Þá vill líka gleymast að störfin sem búin eru til með pottinum eru gjarnan sumarstörf en á móti tapast heilsársstörf, eða eins og Pétur nefndi: „Uppbygging með öruggum heilsársstörfum, tæknivæðingu, fjárfestingu í betri skipum, hámörkun afla- verðmætis og markaðsstarfi sem tryggir afhendingu afurða allt árið.“ Það vill nefnilega gleymast að sjávarútvegur snýst um fleira en draga fisk úr sjó þó að það sé vissulega nauðsynleg forsenda starfseminnar. Sjáv- arútvegur, að minnsta kosti eins og hann er stundaður hjá þeim útgerðum hér á landi sem ekki eru í „félagslega“ hlut- anum, byggist meðal annars á mikilli fjárfestingu í tækni, tækniþekkingu og öflugu markaðsstarfi erlendis. Slíkur rekstur þarf stöðugt rekstrar- umhverfi og við þær aðstæður skilar hann starfsfólki sínu, byggðunum og þjóðfélaginu í heild miklum ávinningi. Stækkun „félags- lega“ hluta sjávar- útvegsins er ekki án afleiðinga} Tillaga um auknar tilfærslur V aldaframsal varð þegar Alþingi sam- þykkti þriðja orkupakkann og innleið- ingu á ESB-lögum um raforku- viðskipti yfir landamæri og aðild að Samstarfsstofnun ESB um raforku- viðskipti. Ísland samþykkti orkusamvinnu með EES- samningnum, ekki aðild að orkusambandi. Sam- starf í orkumálum var einn af hornsteinum Kola- og stálbandalagsins 1951. Lissabon-sáttmálinn 2009 kveður á um markmið um orkustefnu ESB og orkusamband. Aðildarríki ESB samþykktu Lissa- bon-sáttmálann líkt og aðra ESB-sáttmála. EFTA- ríki EES-samningsins gerðu það ekki. Sam- runaþróun ESB getur ekki breytt EES-samn- ingnum í grundvallaratriðum án aðkomu Íslands. Ódýr raforka getur fært Íslandi hlutfallslega yfirburði í atvinnuuppbyggingu. Tvær mikilvægar atvinnustefnur byggjast á nýtingu raforku; stóriðjustefnan og byggðastefnan að hluta. Raforka er orkugjafi upplýs- ingabyltingarinnar. Ódýr raforka á Íslandi á að móta at- vinnustefnu sem skapar verðmæt hálaunastörf í upplýs- ingatækni. Það verður einungis gert með fullveldi Íslands í orkumálum. Noregur stjórnar ekki raforkusölu frá landinu vegna orkustefnu ESB. Árlegur orkumarkaður ESB er 20.000 teravattsstundir (tWh,) raforkumarkaður ESB er 3.500 tWh. Norðmenn selja 15 tWh með sæstrengjum til ESB. Örlítil sala í samhengi ESB veldur gríðarlegum verðhækk- unum í Suður-Noregi. Norðmenn byggðu upp stórfyrir- tæki á borð við Hydro, Yara og Elkem eftir að þeir tóku völdin í orkumálum sínum. Nú er talað um hrun iðnaðar (industridød). Orkustefna ESB er gjaldþrota. Vegna verðhækkana vinnur ESB nú að neyðarinn- gripi og skipulagsbreytingum á raforku- markaði ESB. Endurskoða á verðröð- unarkerfið sem ákveður raforkuverð en raforkukerfið notar fyrst ódýrustu raforkuna og síðast þá dýrustu. Raforkuverð er sett frá jaðarverði dýrustu rafstöðvanna. Reynt er að selja raforku sem verðbréf, þrátt fyrir að raf- orkumarkaður sé markaður heildsala og smá- sala, sem selur til neytenda. Með raforkukauphöll opnaði norskur raforkumarkaður fyrir 130 raforkuselj- endum. Það er mikilvæg ástæða verðhækk- ana þótt engin sé verðmætasköpunin og óþarfur hlekkur í virðiskeðjunni. Þrír stærstu seljendurnir högnuðust 2020 um 15 milljarða króna. Norskir neytendur borga brúsann. Ísland framleiddi 19,1 tWh af grænni raforku 2020; vatnsorku (69%) og jarðhita (31%). Sala upprunaábyrgða til ESB olli að 87% raforku á Íslandi voru framleidd með jarðefnaeldsneyti (57%) og kjarnorku (30%). Fyrirtæki ESB skreyta sig með hreinni raforku Íslands og kola- og kjarnorkumengunin skrifast á okkur. Ísland hjálpar ESB að menga. Staðreyndin er að búseta í Norður-Evrópu og á eyju í Norður-Atlantshafi byggist á ódýrri orku. Hún verður einungis tryggð með algjöru fullveldi Íslands í orku- málum. Ísland á enga samleið með gjaldþrota orkustefnu ESB. eyjolfur.armannsson@althingi.is Pistill Orkumálin eru sjálfstæðismál Höfundur er alþingismaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi og formaður Orkunnar okkar. Eyjólfur Ármannsson STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is E kki eru öll sveitarfélög með þannig skipulagt, mannað, menntað og þjálfað slökkvilið að það geti leyst af hendi lögbundin verk- efni með fullnægjandi hætti. Slökkviliðin hafa ekki öll fullnægj- andi búnað til að geta sinnt verk- efnum sínum. Um helmingur slökkviliðanna uppfyllir ekki settar kröfur til að geta sinnt reykköfun og slökkvistarfi innanhúss, ýmist vegna búnaðar, þjálfunar, menntunar eða hæfnisskilyrða starfsmanna. Þá þarfnast húsnæði slökkviliða í flestum landshlutum einhverra úr- bóta með tilliti til baðaðstöðu starfs- manna og geymslu og þrifa á hlífð- arfatnaði og búnaði. Þetta kemur fram í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um stöðu slökkviliða á Ís- landi. Hún var skrifuð í framhaldi af úttektum HMS á starfsemi slökkvi- liða árið 2021 og kynnt í gær. Slökkviliðin voru heimsótt á innan við ári og var starfsemi þeirra skoðuð með tilliti til krafna gildandi laga og reglugerða sem þau starfa eftir. Þá voru 34 slökkvilið á Íslandi og náðu yfir 68 sveitarfélög. Áhersla var lögð á taka út rekstur slökkvilið- anna og húsnæði þeirra, þjálfunar- og menntunarmál slökkviliðsmanna, ástand hlífðarfatnaðar, búnaðar, ökutækja og stöðu eldvarnaeftirlits. Á Íslandi eru fjögur slökkvilið sem hafa sólarhringsviðveru mann- skapar á stöð. Fimm eru með mann- aða dagvakt og 24 eingöngu mönnuð útkallsliði. Brunavarnaáætlanir vantar Brunavarnaáætlun á að liggja fyrir á hverju starfssvæði slökkvi- liðs. „Við úttektirnar voru 64% slökkviliða ekki með samþykkta brunavarnaáætlun,“ segir í skýrsl- unni. „Staða brunavarnaáætlana var hvað lökust á Vestfjörðum og Norð- vesturlandi þar sem aðeins tvö slökkvilið höfðu gilda áætlun.“ HMS hefur gert átak til að fylgja eftir gerð brunavarnaáætlana. Það hefur skilað þeim árangri að nú er hlutfall samþykktra áætlana um 60%. Níu slökkvilið voru með slökkvi- liðsstjóra í 35% starfshlutfalli eða lægra þegar úttektin var gerð. Þó hefur starfshlutfall slökkviliðsstjóra í fullu starfi hækkað frá árunum 2013-2015. „Í ljósi ábyrgðarhlut- verks skal slökkviliðsstjóri eða stað- gengill hans ávallt vera á vakt eða bakvakt og til staðar á starfssvæði slökkviliðsins. Hjá 30% slökkviliða landsins eru slíkar stjórnendavaktir ekki tryggðar.“ Þá töldu 55% slökkviliðsstjóra þörf á að gera úrbætur á vatnsveitu og dreifikerfi á sínu svæði til að tryggja nægt vatn og vatnsþrýsting til slökkvistarfs. Skoðaðar voru 72 starfsstöðvar slökkviliða. Þær uppfylltu kröfur varðandi brunahólfun, starfsemi og brunahana í meirihluta tilvika. Menntun slökkviliðsmanna var metin almennt góð í 73% tilvika en hjá 9% slökkviliða þótti mennt- unarstig slökkviliðsmanna ekki vera í lagi og ekki í samræmi við þjón- ustustig umræddra slökkviliða. Ástand hlífðarfatnaðar var met- ið í lagi í meirihluta tilvika. Á þrem- ur starfssvæðum voru kröfur um búnað til að bjarga fastklemmdu fólki úr mannvirkjum og farar- tækjum ekki uppfylltar. Þá vantaði víða upp á búnað til að bregðast við mengunaróhöppum. Ýmsu ábótavant hjá slökkviliðum landsins Þjálfunar- og menntunarmál slökkviliða Niðurstöður úttekta HMS á starfsemi slökkviliða árið 2021 Í lagi Ekki í lagi Þarfnast úrbóta Lítið frávik Æfingaskylda slökkviliðs Menntunarstig slökkviliðs Þol- og styrktarpróf Læknisskoðun Réttindi til reykköfunar 52% 73% 27% 52% 52% 39% 61% 48% 48%48% Heimild: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun HMS gerir ýmsar tillögur um úr- bætur. M.a. að ráðist verði í nán- ari greiningu á starfsemi slökkvi- liða á grundvelli fyrirliggjandi úttekta og unnið að því að sam- ræma og samþætta brunavarnir og önnur verkefni. Sveitarfélög þurfa að huga að frekara samstarfi og sameiningu minni slökkviliða sem hafa ekki burði til að uppfylla lögbundnar kröfur. Áfram verði unnið að eftir- fylgni með gerð brunavarnaáætl- ana og að starfað verði í sam- ræmi við þær. Vinna þarf að því að stjórnendavaktir séu tryggðar á öllum starfssvæðum slökkvi- liða og að starfshlutfall slökkvi- liðsstjóra sé í samræmi við ábyrgð hans og valdheimildir. Stuðlað verði að gerð bað- og afeitrunaraðstöðu slökkviliða og aðstöðu til þrifa á búnaði. Tillögur um úrbætur HÚSNÆÐIS- OG MANNVIRKJASTOFNUN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.