Morgunblaðið - 04.10.2022, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2022
Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi,
rauðvíni, sítrus og ryði. Dekton þolir að það slettist á það
Blettaþolið SýruþoliðHögg- og
rispuþolið
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
HÁTT
HITAÞOL
Morgunblaðið gerði
þessari spurningu skil
í fimmtudagsblaðinu
22. sept. 2022. Um-
fjöllunin var um kafla
í bók sr. Þórhalls
Heimissonar, prests í
Svíþjóð, „Allt sem þú
vilt vita um Biblíuna“!
Ég las greinina og í
kynningu segir:
„…leiðir Þórhallur
Heimisson lesendur í
gegnum hina mörgu torræðu kafla
Biblíunnar.“
Í greininni fullyrðir höfundur
bókarinnar að „til dæmis minnist
Jesús Kristur aldrei á samkyn-
hneigð eða samkynhneigða. Hann
talar reyndar aldrei um kynhneigð
manna til eða frá. Honum var slétt
sama hvort menn væru samkyn-
hneigðir eða gagnkynhneigðir eða
eitthvað allt annað“.
Þessi framsetning klerksins
bendir til að höfundur skauti fram
hjá mjög merkilegum þáttum
meistarans frá Nasa-
ret og gerir um leið
bókina ónýta til ætl-
unarverksins að
„leiða lesendur í
gegnum hina mörgu
torræðu kafla Bibl-
íunnar“.
Við erum með þrjú
guðspjöll sem rituð
eru af sjónarvottum
og lærisveinum Jesú
frá Nasaret og okkur
er hollast að treysta
frásögn þeirra.
Kenndi Jesús aldrei um „kyn-
hneigð manna“?
Í guðspjalli Mattheusar er að
finna kennslu Jesú um það sem
býr innra með manninum. Matth-
eus notar hálfan 15. kafla um efn-
ið. Í versi 19 segir og tekið orðrétt
frá munni Jesú Krists: „Því að frá
hjartanu koma illar hugsanir,
manndráp, hórdómur, saurlifnað-
ur, þjófnaður, ljúgvitni, lastmælgi.
Þetta er það sem saurgar mann-
inn.“
Flestir þekkja til orðanna „hór-
dómur og saurlifnaður“ og tengja
þau við kynhegðun manna.
Kaflinn hjá Mattheusi er því
býsna ábyggileg heimild um
kennslu Jesú og fjallar talsvert um
kynlíf og kynhneigð manna, þvert á
fullyrðingar sr. Þórhalls.
Hér sjá lesendur að nýyrðið
„samkynhneigð“ kemur hvergi fyr-
ir og þarf engan að undra.
Guðspjöllin voru þegar komin
fram um 180 e.Kr. og strax viður-
kennd sem ritningar gefnar af
Guði, samkvæmt því sem Ireneus
af Lyon fullyrti.
Hvaða orð voru notuð í grísku?
Fyrir hórdóm var notað „moikea“.
Þetta orð kemur einnig fram hjá
Jóhannesi guðspjallamanni þegar
hann greinir frá bersyndugu kon-
unni sem átti að grýta fyrir hórdóm
eða „moikea“ (Jóh. 8:3). Fyrir
„saurlifnað“ notar gríski textinn
orðið „porneia“. Þetta orð má finna
víða í Nýja testamentinu í
tengslum við kynlíf og skurðgoða-
dýrkun, svo sem í Postulasögunni
15:21. Enn fremur má sjá notkun
Páls postula á orðinu „porneia“ í
Rómverjabréfinu 1:29. Þýðandi Nt.
frá 1540 notaði orðið frillulífi (sjá
Nt. Odds) og í Biblíunni 2007 er
sagt saurlífi.
Gríska orðið „porneia“ var notað
yfir kynlíf við dýr, börn, samkynja
manneskjur og skurðgoð. Þess
vegna hefur gríska orðið víðtækari
merkingu en almennt er haft sem
þýðing þessa orðs á íslensku. Við
þýðum „pornea“ gjarnan sem
„klám“!
Mér þykir guðfræðingurinn fara
heldur illa að ráði sínu að fullyrða
að Jesús hafi aldrei fjallað um sam-
kynhneigð þegar orðið „porneia“
var notað um þennan lífsmáta. Jes-
ús notaði orðið skv. Mattheusi.
Fyrir mér kemur Þórhallur út
sem lélegur fræðimaður og í stað
þess að gerast leiðsögumaður villir
hann lesendur sína um lendur Bibl-
íunnar. Bókin og fræðimaðurinn fá
því falleinkunn. Reynist þetta
dæmi um lélega fræðimennsku höf-
undar má væntanlega vantreysta
mörgu öðru sem hann leggur fram
fyrir lesandann. Það er skaði
hverjum rithöfundi að standast
ekki skoðun þegar verk er gefið út.
Því má einnig bæta við að Jesús
talar í Opinberunarbók Jóhann-
esar um kynhegðun, kynhneigð og
afleiðingar þessa lifnaðar. Þar
kemur fram í Op. 21:8 (og Op.
22:15) hver örlög verða fyrir skurð-
goðadýrkendur og frillulífismenn
sem ekki gera iðrun. Það er hollt
fyrir guðfræðinginn að kynna sér
efni þeirrar bókar áður en lengra
er haldið með útgáfu á Öllu sem þú
vilt vita um Biblíuna.
Er samkynhneigð synd?
Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson
»Kaflinn hjá
Mattheusi er því
býsna ábyggileg heimild
um kennslu Jesú og
fjallar talsvert um kynlíf
og kynhneigð manna,
þvert á fullyrðingar!
Höfundur var safnaðarhirðir hvíta-
sunnusafnaða og kennari í grunn-
skólum og framhaldsskóla.
Eftir fall vinstri-
flokkanna í Reykjavík
stóðu stuðningsmenn
flugvallarins í Vatns-
mýri uppi sem sigur-
vegarar að loknum
borgarstjórnarkosn-
ingunum. Krafan um
að reist verði íbúðar-
byggð á SV-NA-
brautinni snýst um að
skoðanabræður Dags
B. Eggertssonar geti
fundið sér tilefni til að stefna öryggi
sjúkraflugsins í pólitískt uppnám og
óþarfa hættu þegar alvarleg neyð-
artilfelli koma upp á landsbyggðinni.
Fullyrðingar um að nýtingarhlutfall
Reykjavíkurflugvallar verði viðun-
andi án SV-NA-flugbrautarinnar eru
ótrúverðugar og úr tengslum við
raunveruleikann.
Fimmtudaginn 8. maí
2015 skrifaði Bjarni
Gunnarsson verkfræð-
ingur grein í Frétta-
blaðið um styttingu N-
S- og A-V-flugbraut-
anna sem þýðir að í 50
km fjarlægð frá Kefla-
víkurflugvelli yrði eng-
inn varaflugvöllur. Til-
lagan um að í Vatnsmýri
verði aðeins tvær flug-
brautir flytur öllum
landsmönnum tilefnis-
laus falsrök um að flug-
samgöngur innanlands
eigi engan rétt á sér, og þar fær
sjúkraflugið ekki að hvíla í friði. Búið
er að sníða þessa tillögu eftir duttl-
ungum núverandi borgarstjóra, sem
vill beygja meirihluta Reykvíkinga
undir sinn vilja, til að ákveða endalok
innanlandsflugsins, í óþökk allra
landsmanna.
Allt tal verkfræðingsins um að í
Vatnsmýri verði aðeins tvær flug-
brautir til frambúðar, sem er ábyrgð-
arlaust, snýst um að Reykjavíkur-
flugvöllur hafi engum skyldum að
gegna gagnvart öllum landsmönnum.
Alltaf ræðst borgarstjórnarmeiri-
hlutinn án nokkurs tilefnis á sjúkra-
flugið og flugmenn Mýflugs á Akur-
eyri í þeim tilgangi að leika sér með
fleiri mannslíf þegar fárveikur maður
úti á landi þarf hið að komast undir
læknishendur í Reykjavík.
Það er stefna Dags B. Eggerts-
sonar og nýja borgarstjórnarmeiri-
hlutans að miðstöð sjúkraflugsins
verði strax á þessu kjörtímabili flutt
frá Akureyrarflugvelli til Suðurnesja
til þess að enn erfiðara verði fyrir alla
landsmenn að treysta á þessa neyð-
arþjónustu. Skipulagsruglið í borg-
arstjórn Reykjavíkur hafa Dagur B.,
Jón Gnarr og skoðanabræður þeirra
notað til að ráðast af minnsta tilefni á
lífæð allra landsmanna í Vatnsmýri,
sem er og verður um ókomin ár mik-
ilvæg öryggiskeðja fyrir sjúkra-
flugið.
Skammarlegt er að pólitískir öfga-
hópar geti þegar þeim hentar haft að
engu sjónarmið 73% Reykvíkinga
sem viðurkenna þá staðreynd að
flugvöllurinn komi öllum lands-
mönnum við, hvort sem búið er á höf-
uðborgarsvæðinu eða landsbyggð-
inni. Áður hafa fjölmiðlar birt fréttir
af því að sorp hafi verið urðað á öllu
flugvallarsvæðinu sem borgarstjórn-
armeirihlutinn vill taka undir íbúða-
byggð, þrátt fyrir allar aðvaranir um
mengaðan jarðveg í Vatnsmýri. Eng-
um kemur á óvart að fráfarandi borg-
arstjóri og formaður borgarráðs
haldi áfram að svara þessum aðvör-
unum með útúrsnúningi og upphróp-
unum. Engar áhyggjur hafa and-
stæðingar flugvallarins ef fjárfest-
ingar á menguðum jarðvegi stór-
skaða fasteignakaupendur sem geta
undirbúið skaðabótakröfur gegn
borginni. Ég spyr: Er Heilbrigðiseft-
irlit Reykjavíkur nógu vitlaust til að
styðja kröfu núverandi borgarstjórn-
armeirihluta sem vill strax ráðast í
framkvæmdir við nýja íbúðabyggð á
þessum hættulega jarðvegi, sem er
fullur af heilsuspillandi efnum, án
þess að kannað verði fyrst hvort af-
leiðingarnar geti stórskaðað von-
svikna fasteignakaupendur?
Um miðjan apríl 2015 vöruðu
stuðningsmenn Reykjavíkurflug-
vallar við því að leifar af menguðum
jarðvegi væru í Öskjuhlíð og Vatns-
mýri, sem Jón Gnarr og Dagur B.
þræta fyrir. Margir verkfræðingar
ítrekuðu árangurslaust að áform um
uppbyggingu á báðum svæðunum
krefðust þess að fyrst yrði skipt um
jarðveg. Sjálfgefið er það ekki að
fjármagn fáist í þetta verkefni þegar
í ljós kemur hver kostnaðurinn verð-
ur, sem íslenska ríkið ræður aldrei
við án þess að vinnandi fjölskyldur
með heimili verði skattpíndar meira
en góðu hófi gegnir. Mengunin í jarð-
veginum tengist veru hersins á svæð-
inu og flugvallarstarfseminni sem
þar hefur verið í áratugi. Nógu mikil
er áhættan í Vatnsmýri til þess að
kaupendur fasteigna á þessu meng-
aða svæði stórskaðist án þess að þeir
fái tjón sitt að fullu bætt. Til Íslands
eiga járnbrautarlestir ekkert erindi.
Látum SV-NA-brautina og flug-
samgöngurnar í friði.
Sorp var urðað í Vatnsmýri
Guðmundur Karl
Jónsson
Guðmundur Karl
Jónsson
» Tillagan um að í
Vatnsmýri verði að-
eins tvær flugbrautir
flytur öllum lands-
mönnum tilefnislaus
falsrök um að flugsam-
göngur innanlands eigi
engan rétt á sér
Höfundur er farandverkamaður.
Fjölmargar íbúðir skipta um eig-
endur dag og nótt, má segja. Allar
hafa þær kosti og líka galla, sem
vegnir eru og metnir af væntan-
legum kaupendum.
Svo getur eitthvað óvænt og
ófyrirséð gerst. Einhver hyggur
gott til útsýnis en lendir í því eftir
kaup að borgin leyfir nýja bygg-
ingu sem tekur fyrir þráð víðsýni.
Eins er götumynd oft breytt að
íbúum forspurðum og bygginga-
magn aukið og þannig eykst um-
ferð og ónæði. Stórar blokkir geta
verið mörg ár í byggingu og á með-
an er hverfið í hers höndum og
langt frá því óskaumhverfi sem
dreymt var um. Þetta getur bæði
verðfellt húsnæðið og gert íbúana
óánægða.
Þá er ótalið að íbúðaeigendur
geta verið, og eru, sviptir bílastæð-
um sem þeir hafa notið í góðri trú,
og framkvæmdir hafnar án nokk-
urrar viðvörunar. Markmið sveit-
arstjórna ætti þó að vera að stuðla
að góðu samfélagi í samvinnu við
íbúana, en ekki deila og drottna
eftir mottóinu „ég á’ða, ég má’ða“,
þó að langt sé til næstu borgar-
stjórnarkosninga og sjóræningja-
bragur sé á mörgu.
Sunnlendingur
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Hverful hlunnindi
Morgunblaðið/Kristinn
Skipulag Þau eru víða, skugga-
hverfin, í Reykjavík.
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is