Morgunblaðið - 04.10.2022, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.10.2022, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2022 ✝ Jón Ingvar Jónsson fædd- ist 4. febrúar 1957 á Akureyri. Hann lést 26. ágúst 2022 í Hamborg. Foreldrar Jóns Ingvars voru Jón Hafsteinn Jónsson stærðfræðikennari, f. 22.3. 1928, d. 17.10. 2018, og Soffía Guðmunds- dóttir tónlistarkennari, f. 25.1. 1927, d. 8.12. 2011. Systkini Jóns Ingvars eru Guðmundur Karl, f. 12.12. 1951, Olga Björg, f. 20.3. 1954, og Nanna Ingibjörg, f. 7.10. 1955. Jón Ingvar var giftur Brigitte M. Jónsson, f. 12.2. 1959. Þeirra börn eru Jón Stefán, f. 21.10. 1981, og Christiane, f. 21.10. 1981, d. 28.10. 1981. Eiginkona Jóns Stefáns er Eva Sólan, f. 1972. Börn þeirra eru Bríet háskólanám. Í Dresden hitti Jón Ingvar Brigitte, sem átti eftir að verða eiginkona hans og lífs- förunautur til síðasta dags. Þau hófu sína sambúð í Dresden og eignuðust þar tvö börn árið 1981, Jón Stefán og Christiane, sem lést vikugömul. Fjölskyldan flutti til Íslands 1983. Jón Ingvar starfaði um skeið sem forritari hjá Fast- eignamati ríkisins, EJS og Haf- rannsóknastofnun en lengst af og sér í lagi hin síðari ár starfaði hann við sitt helsta áhugamál, leiðsögn, sem hann hafði stund- að meðfram öðrum störfum frá árinu 1992. Jón Ingvar hafði einstaka frá- sagnargáfu og ástríðu fyrir leið- sagnarhlutverkinu. Hann lék sér alla tíð með orð, var hnyttinn og hafði gaman af að fara hárfínt yfir strikið. Var hagyrðingur og var m.a. meðlimur í Kvæða- mannafélaginu Iðunni. Jón Ingv- ar var einnig bankastjóri Rím- bankans og var lénsherra en hann átti lénið heimskringla.net. Útför Jóns Ingvars fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 4. október 2022, og hefst klukkan 13. Helga og Yrsa Röfn, f. 2013. Jón Ingvar fædd- ist og ólst upp á Ak- ureyri og hóf sína skólagöngu þar fimm ára gamall. Veturinn 1965-1966 bjó hann hjá föður- bróður sínum Ingv- ari Gýgjari og Sig- þrúði konu hans á Gýgjarhóli í Skaga- firði og gekk þar í barnaskóla. Ávallt var mikill samgangur og kærleikur milli bræðranna Jóns Hafsteins og Ingvars og voru fjölskyldur þeirra samankomnar í Skagafirði flest sumur fram á unglingsár Jóns Ingvars. Jón Ingvar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1977. Sama ár fór hann utan til náms í Leipzig í Austur- Þýskalandi og því næst, árið 1978, lá leið hans til Dresden í Ég hef alveg afleit gen, enda fól og glanni, rætinn, þver og illgjarn en annars gull af manni. Þannig orti Jón Ingvar einu sinni um sjálfan sig og vissulega var hann gull af manni en hinar lyndiseinkunnirnar kannast ég ekki við. Vísan er hins vegar dæmigerð fyrir þann yndislega húmor sem Jón bjó yfir. Við Jón kynntumst almenni- lega þegar við hófum nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri haustið 1970, höfðum reyndar vitað hvor af öðrum áður, enda stutt á milli æskuheimilanna okkar. Í Gagganum urðum við strax miklir mátar og enn nán- ari í MA. Ég varð heimagangur á heimili hans í Þórunnarstræt- inu og þangað var gott að koma. Foreldrar Jóns voru lista- og menningarsinnuð, móðir hans, Soffía, tónlistarkennari og faðir hans, Jón Hafstein, stærðfræði- kennari í MA. Hann kenndi okkur Jóni í þrjá vetur. Það fannst mér skemmtilegt en ekki Jóni. Í MA tilheyrðum við Jón Ingvar hinum víðfræga vinahópi Flokki fríðra sveina. Nokkrir úr þeim hópi fengu brennandi áhuga á bragfræði og vísnagerð og fóru að reyna sig við yrk- ingar. Jón varð strax langbest- ur af okkur í vísnagerð og þeg- ar fram liðu stundir varð hann með betri hagyrðingum lands- ins. Um þá ljúfu fræðigrein, stærðfræðina orti Jón: Gaman er að diffra dátt, draga kvaðratrætur, integrere, greina þátt, grimmar vetrarnætur. Og á svipuðum tíma fékk hann birta eftir sig vísu í Þjóð- viljanum: Öld sem pínir í sig vín umsögn mína kanni. Vitið týnist, virðing dvín, verður svín úr manni. Að loknu stúdentsprófi hélt Jón Ingvar til náms í Austur- Þýskalandi, var þar í góðu yf- irlæti í nokkur ár, nam verk- fræði en lagði jafnframt stund á hin marxísku fræði. Þar kynnt- ist hann Brigitte og eignaðist soninn Jón Stefán. Á þessum árum skrifuðumst við Jón á og þá voru bréfin oft uppfull af ein- hvers konar vísnavitleysu sem við höfðum gaman af. Við tók- um hins vegar eftir því að bréf- in höfðu verið rifin upp og væntanlega lesin af einhverjum fulltrúa austur-þýsku leyniþjón- ustunnar. Við sáum alveg í anda fyrir okkur svipinn á viðkom- andi þegar hann hefur reynt að stauta sig fram úr vísunum okk- ar. Seinna gerði Jón svo upp við þennan tíma: Óx úr grasi, argaþrasi, urg og masi vandist þá. Ýmsu brasi oft hjá STASI yfir glasi sagði frá. Mikill fjöldi vísna og kvæða af margvíslegu tagi liggur eftir Jón sem margir hafa haft gam- an af og hann orti eina skemmtilegustu limru sem ort hefur verið: Limran svo langt sem hún nær er ljóðform með skammhendur tvær. En þessi er ekki með þær. Við Jón vorum góðvinir og fylgdumst að alla ævi. Hittumst reglulega við ýmis tækifæri, brölluðum eitt og annað og hin síðari ár töluðumst við oft lengi við í síma. Þá dugðu ekki minna en 2-3 klukkutímar og þá var mikið hlegið og hent að mörgu gaman. Jón Ingvar var einstak- lega skemmtilegur maður, fróð- ur og glöggur á margt en um- fram allt yndislega góður drengur. Hann fór allt of fljótt og hans verður sárt saknað af mörgum. Kæra Brigitte og fjöl- skylda, við í Flokki fríðra sveina vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Elsku vinur, takk fyrir sam- fylgdina gegnum lífið, farnist þér vel á guðs vegum. Símon Jón Jóhannsson. Það er undur og kraftaverk íslensks máls að hafa í aldanna rás hlúð að og viðhaldið orð- kynngi sinni og orðaforða ásamt hagmælsku og braglist sem á engan sinn líka í víðri veröld. Hvað veldur þessu undri? Það er ekki síst ástundun kveð- skapar. Hann hefur varðveitt mál feðranna, aukið og slípað víðfeðman orðaforða, gerst líf- gjafi og litauki kjarngóðrar fyrnsku – og verið almennings- eign. Hefðin hefur enn sem komið er ekki lokast inni í hóp- um sérvitringa eða fræðimanna, er lifandi veruleiki meðal vor. Þess vegna skuldum við skáldum og hagyrðingum mikið. Enn þann dag í dag er þessi vopnglaða sveit við lýði og læt- ur að sér kveða eins og í þessari vísu: Vetur eru vorri þjóð vissulega kaldir. Þetta snotra litla ljóð lifir þúsund aldir. (JIJ) Nýlega féll frá – allt of snemma – ötull liðsmaður þess- arar lífvarðarsveitar íslenskrar tungu, hagyrðingurinn og kvæðamaðurinn Jón Ingvar Jónsson. Það skarð verður ekki auðfyllt, enda standa nú mörg spjót og ljót á móðurmálinu. Jón var skarpur – og beittur. Hann gat veitt heimsósóma og andlegri vesöld stór högg og þung, var atkvæðaskáld svo af bar. En hann átti fleiri strengi í hörpu sinni, bros og glettni, stundum stórkarlalega og óprúttna, eins um eigin per- sónu. Margt af mögnuðustu at- kvæðum hans á tæpast heima í minningargrein, en þau eru vel geymd og ekki gleymd. Í Iðunnarferð: Yfir kæra frónið fríða furðu léttir enn gúmmídekkjagriðung ríða gamlir kvæðamenn. Limran svo langt sem hún nær er ljóðform með skammlínur tvær. En þessi er ekki með þær. Það kveikti jólaskap hverju sinni er nýr tölvupóstur barst frá Jóni með vísum og kvæðum. Mikið hefði þá verið malað ef menn væru kettir. Þökk sé Jóni fyrir þá lífs- nautn sem kynnin við hann veittu og munu veita enn. Hann er farinn en atgeir hans liggur eftir og blikar á eggina. Við skulum ekki láta ryð á hann falla. Systkinum, vinum og öðru venslafólki vottum við hjartans samúð. Helgi Haraldsson prófessor og Guðmundur Ólafsson hagfræðingur. Mig setti hljóðan er ég frétti af ótímabæru fráfalli Jóns Ingv- ars. Við vorum vísnafélagar á lokuðum vísnavef á netinu sem kallaðist Leir, og síðast nú á Fésbók. Einnig vorum við fé- lagar í Vísnabýsn sem Jón stofnaði um okkar kveðskap. Fóru þeir fundir fram símleiðis. Þótt ekki væru þeir margir voru þeir skemmtilegir. Á Leir var hann svokölluð Leirlögga sem lét í sér heyra ef illa var ort. Naut hann virðingar hag- yrðinga fyrir þekkingu sína á vel ortum vísum. Sjálfur var Jón einstaklega húmorískur í sínum kveðskap eins og flestar hans vísur bera vott um, og fengu Leirverjar og Fésbókar- vinir að njóta þess. Einnig átti hann til að yrkja vísur í alvar- legri tón. Oft mig þjakar eymd og beygur, einsemd, þvæla og rugl. Ég er ekki orðinn fleygur, aðeins lítill fugl. Einu sinni ákváðum við að yrkja fyrir fram erfiljóð hvor um annan. Tókst okkur allvel upp í þeim vísnaleik. Það er of plássfrekt að birta þau ljóð hér. Eitt sinn er Jón heimsótti mig sagðist ég einungis geta boðið upp á staðið og vont kaffi. „Vont kaffi er gott ef maður er nógu kaffiþyrstur,“ svaraði Jón og saup á eins og um nýja uppá- hellingu væri að ræða. Við hringdumst á og töluðum lengi saman um allt og ekkert, sér- staklega þó vísur og almennan kveðskap. Jón las yfir handrit að vísnabók sem ég sendi hon- um og skrifaði í framhaldinu umsögn aftan á kápuna. Þar fór hann svo lofsamlegum orðum um kveðskapinn að ég roðnaði. En Jón orti mikið sjálfur, t.d.: Æ, mig langar inn á Vog, er þess nokkur vegur? vera gegn og góður og guði þóknanlegur. Svo orti Jón um íslenska sumarið: Veðurfarið okkar á engu nýju lumar. Nú er Esjan orðin grá, enda komið sumar. Og þessa sjálfslýsingu: Ég hef alveg afleit gen, enda fól og glanni, rætinn, þver og illgjarn en annars gull af manni. Og þessa limru m.a.: Er Friðrekur jarðskjálftann fann á flótta þá óðar hann rann og barðist á millum bóka úr hillum uns biblían rotaði hann. Afmælisvísu fékk ég eitt sinn senda frá honum: Sést í glyrnum að hann er ógurlegur þrjótur og ekki vel af guði ger gamall, þrár og ljótur. Þykir mér afar vænt um þessa vísu. Í raun þyrfti að koma öllum hans frábæra kveð- skap á bók, sú bók yrði vinsæl. Jóns Ingvars verður sárt sakn- að. Ég þakka honum fyrir dásamlega kynningu í gegnum árin og allar vísnagletturnar. Ég votta fjölskyldu hans mína dýpstu samúð. Fækkar enn í ljóðaliði, lífsins hefur slitnað band. Kæri vinur far í friði frjáls í dýrðlegt sumarland. Pétur Stefánsson. Einn af þeim allra skemmti- legustu leiðsögumönnum sem ég hefi kynnst á 30 ára ferli mínum á þessu sviði var Jón Ingvar Jónsson. Við hittumst oft í dagsferðum með skipa- farþega, ýmist á Skarfabakka eða einhvers staðar þar sem ferðamönnum er kynnt fagra landið okkar. Oft var spjallað smástund og ætíð var létt yfir Jóni Ingvari. Hann fór oft með gamanmál. Það var því ætíð gaman að hitta Jón á förnum vegi. Jón Ingvar fékkst við rit- stjórn félagsblaðsins okkar í Félagi leiðsögumanna eða Leið- sögn eins og félagið okkar nefn- ist nú. Um margra ára skeið birtust í því blaði góðar fræð- andi greinar byggðar á fagleg- um sjónarmiðum. Átti ég oft góð samskipti við hann og með- ritstjóra en um aldamótin tók ég ásamt Friðriki Brekkan við blaðinu um nokkur misseri við ritstjórn. Voru það endalokin á blaðaútgáfu félagsins og er það miður. En þannig enda margir góðir draumar. Jón Ingvar reyndist öllum vel sem við hann áttu samskipti. Við söknum góðs félaga sem deyr allt of snemma. Jón skilur eftir sig góðan sagnaarf í lausu sem bundnu máli en hann átti þann einstaka hæfileika að geta orðað gagnorða hugsun í bundnu máli. Fjölskyldu, ættingjum og vinum er vottuð innileg samúð við fráfall hans. Við eigum góð- ar minningar um frábæran fé- laga. Guðjón Jensson. Jón Ingvar Jónsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSRÚN HELGA KRISTINSDÓTTIR lést á Skógarbæ föstudaginn 30. september. Útförin verður auglýst síðar. Sigurbjörg Jónsdóttir Hilmar Þór Hauksson Sigmundur Jónsson Nanna Guðrún Yngvadóttir Reynir Jónsson Bentína Þórðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæra, KRISTÍN JOHANSEN Efri-Reykjum, andaðist í faðmi fjölskyldu og vina á Fossheimum fimmtudaginn 29. september. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Eva, Rúnar og fjölskylda, aðstandendur og vinir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLGRÍMUR ODDSSON lést 27. september á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Útför hans fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 6. október klukkan 13. Matthea Guðný Ólafsdóttir Þorgrímur Hallgrímsson Gyða Jónsdóttir Oddur Hallgrímsson Sigríður Kristín Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, VILHELMÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR Sogavegi 77, varð bráðkvödd fimmtudaginn 29. september. Útför verður auglýst síðar. Auðun Ólafsson Róbert Ólafur Jónsson Sæmundur Ólafsson Oddrún Ólafsdóttir Jón Páll Fortune og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AGLA BJARNADÓTTIR Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum laugardaginn 1. október. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Bjarni Arnarson Sigurlaug Hrefna Sverrisdóttir Agnar Helgi Arnarson Lilja Ólöf Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Elsku hjartans eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANNES B. HELGASON, Lundi 3, Kópavogi, áður Hamri, Þverárhlíð, sem lést á hjartadeild Landspítala sunnudaginn 25. september, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 5. október klukkan 13. Anna J. Hallgrímsdóttir Hrefna Björk, Harpa Dís og Anna Sara Hallgrímur, Ásdís Elva, Ísabella Ýrr og Kormákur Logi Líney, Hafþór og Anna Karólína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.