Morgunblaðið - 04.10.2022, Side 25

Morgunblaðið - 04.10.2022, Side 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2022 110 „VIÐ HÖFUM VERIÐ GIFT Í 38 ÁR OG HANN SPURÐI MIG „NOTARÐU MJÓLK Í KAFFIÐ?“.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... kossar og knús. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann LÍFIÐ HEFUR ENGAN TILGANG PÍTSUSNÚÐARNIR ERU TILBÚNIR! OG ÞAR KOM ÞAÐ! HERBERGIÐ HANS AMLÓÐA ER ALGER SVÍNASTÍA! ÞÚ ÆTTIR AÐ KENNA HONUM AÐ GANGA FRÁ EFTIR SIG! ÞÚ HEFUR NÓG AÐ GERA VIÐ AÐ HIRÐA UPP EFTIR MIG! KRAFTLYFTINGAR ingafélags Íslands í dómnefnd um skipulagsverðlaun. Hann hefur skrif- að fjölmargar blaðagreinar um sam- göngumál. Þórarinn lauk störfum hjá Verkís 2017 og sinnir nú áhugamálunum, sem eru m.a. lax- og silungsveiðar, brids og skák. Hann er í Rótarýklúbbnum Þinghól. Einnig hafa þau hjónin mjög mikla ánægju af ferðalögum en þau eru núna stödd á Ítalíu. Fjölskylda Eiginkona Þórarins er Halla Hall- dórsdóttir, f. 25.3. 1948, ljósmóðir, hjúkrunarfræðingur, lýðheilsufræð- ingur og markþjálfi. Foreldrar henn- ar voru hjónin Halldór Finnsson, sparisjóðsstjóri og sveitarstjóri í Grundarfirði, f. 2.5. 1924, d. 7.4. 2001, og Pálína Gísladóttir, kaupmaður og húsmóðir í Grundarfirði, f. 27.1. 1929, d. 12.4. 2022. Börn Þórarins og Höllu eru: 1) Hjalti, f. 29.1. 1975, tölvunarfræðingur og MBA. Hann er framkvæmdastjóri Marel Innova. Hjalti er kvæntur Ernu Margréti Geirsdóttur, kennara og listamanni, og eiga þau þrjú börn, Andreu Ósk, Þórarin Orra og Óliver Daða. Þau eru búsett í Kirkland á Seattlesvæðinu, BNA; 2) Freyja Vil- borg, f. 30.7. 1980, stjórnmálafræð- ingur, lögfræðingur og hagfræð- ingur. Hún er stofnandi og fram- kvæmdastjóri GemmaQ. Hún er gift Magnúsi Halldórssyni, starfsmanni Eyris Venture Management, og eiga þau tvo syni, Heimi Andra og Halldór Elí. Þau eru búsett í Kirkland á Seattlesvæðinu, BNA. Systkini Þórarins eru: Oddur Carl Gunnlaugur, f. 12.6. 1949, tæknifræð- ingur í Reykjavík; Sigríður, f. 17.10. 1951, lífeindafræðingur og listamað- ur, búsett í Naples í BNA; Hrólfur f. 20.2. 1953, viðskiptafræðingur í Reykjavík; Gunnlaug, f. 7.8. 1954, líf- eindafræðingur í Reykjavík. Foreldrar Þórarins voru hjónin Hjalti Þórarinsson, f. 23.3. 1920, d. 23.4. 2008, yfirlæknir á Landspít- alanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, og Alma Anna Þór- arinsson, f. 12.8. 1922, d. 9.7. 2011, svæfingarlæknir á Hvítabandinu og Landakoti, yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands og síðast geðlæknir á Kleppi og Landspít- alanum. Þórarinn Hjaltason Hólmfríður Árnadóttir húsfreyja á Hvassafelli Bjarni Júlíus Gunnlaugsson bóndi á Hvassafelli í Eyjafirði Gunnlaug Júlíusdóttir Thorarensen húsfreyja á Akureyri Oddur Carl Thorarensen lyfsali á Akureyri Alma Anna Þórarinsson læknir í Reykjavík Alma Clara Margrethe Schiöth húsfreyja á Akureyri Oddur Carl Thorarensen lyfsali á Akureyri Hansína Sigurbjörg Þorgrímsdóttir húsfreyja í Hofteigi og víðar Þorvaldur Ásgeirsson prestur í Hofteigi á Jökuldal og víðar Sigríður Þorvaldsdóttir húsfreyja á Hjaltabakka Þórarinn Jónsson bóndi og alþingismaður á Hjaltabakka á Ásum,A-Hún. Margrét Jóhannsdóttir húsfreyja í Geitagerði og víðar Jón Þórarinsson bóndi í Geitagerði og víðar í Skagafirði Ætt Þórarins Hjaltasonar Hjalti Þórarinsson yfirlæknir og prófessor í Reykjavík Ingólfur Ómar gaukaði að mér stöku: Fuglahljómur fjarri er fölva blómin skarta. Senn í dróma foldin fer finn ég tóm í hjarta. Á Boðnarmiði segir Hallmundur Guðmundsson:„Fyrir fáum árum var staðan svona“. Aumt og lasið er mitt grand; er að –drepast- í bakinu. Allt mitt væri annað stand ef endað hefði í lakinu. Davíð Hjálmar Haraldsson skrif- ar: Ég er ekki hestamaður og yrki sjaldan um hesta. En nýlega sá ég slíkan gæðing að hann á skilið vísu: Valinn bestur, fráleitt fer fremri honum margur. Talinn mestur, aldrei er umfram vonir kargur. Svo vel vill til að ekki þarf annað en að lesa vísuna aftur á bak, þá er þar komin nákvæm lýsing á knap- anum. Eru þetta ekki kölluð ref- hverf sléttubönd? Kargur vonir umfram er, aldrei mestur talinn. Margur honum fremri fer, fráleitt bestur valinn. Guðmundur Arnfinnsson yrkir: Óveður (sléttubönd hringhent) Gnötrar húsið, vindar væla, vermir krúsar lögur. Nötrar músin, skvísur skæla, skáldin knúsa mögur. Öfugt: Mögur knúsa skáldin, skæla skvísur, músin nötrar. Lögur krúsar vermir, væla vindar, húsið gnötrar. Tryggvi Jónsson yrkir: Haltur á báðum með hausinn snúinn heilsunni er ég næstum alveg rúinn. Skeggjaður er og í skapi fúinn skrönglast ég um lífið lúinn. Friðrik Steingrímsson spyr: „Öfugmæli?“ Aldrei Trump með fleipur fer friðelskandi maður, lítið hælir sjálfum sér sífellt hress og glaður. Jón Atli Játvarðarson yrkir „haustvísur úr sveitalífinu“: Lægðin kom með léttan vind, lúpínu beit gömul kind, fyllti skurðinn liðtæk lind, laus úr viðjum erfðasynd. Bágindi með búmarkið, bregst mér aftur fjórhjólið. Folinn beisli fúlsar við, farið aftur rafmagnið. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Haltur á báðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.