Morgunblaðið - 04.10.2022, Side 27

Morgunblaðið - 04.10.2022, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2022 skora tvö mörk og leggja upp enn fleiri í sjö deildarleikjum með Stjörnunni. Kraftleysi og mæði Á síðasta tímabili lék hún aðeins einn leik með Stjörnunni í efstu deild eftir að hafa verið lykilmaður hjá liðinu sumarið 2020 og í stóru hlutverki sumarið á undan, þegar Aníta var aðeins 16 ára gömul. Hver var ástæðan fyrir fjarveru hennar á síðasta tímabili og í byrj- un nýafstaðins tímabils? „Ég var sem sagt með einhver óeðlileg einkenni. Ég byrjaði að finna fyrir kraftleysi og mæði við áreynslu sumarið 2020. Þá fór ég og hitti fullt af læknum, fór í fullt af rannsóknum og eitthvert alls konar vesen. Þannig að ég er bara búin að vera svolítið í því,“ útskýrði hún. Spurð hvort hún væri búin að fá bót meina sinna sagði Aníta: „Það er ekki beint búið að finna almennilega ástæðu fyrir þessu eða komast að niðurstöðu en ég er búin að fá ágætis ráð og þetta hefur lagast eitthvað. Ég er ekki 100 pró- sent en ég er samt á leiðinni þang- að, þetta er allt að koma. Ég er náttúrlega bara nýkomin aftur.“ Kristján hefur staðið með mér Samningur Anítu rennur út um áramótin en sjálf kvaðst hún ekki vita hvað framtíðin bæri í skauti sér. „Ég er bara ekki alveg viss. Ég er allavega ánægð með Kristján og Stjörnuna, mér finnst þetta geggjað lið. Svo er Kristján líka búinn að standa með mér í þessum meiðslum, hefur haft trú á mér og spilað mér þrátt fyrir að ég sé kannski ekkert búin að vera 100 prósent. Mér líður allavega vel í Stjörnunni en ég veit ekki hvað verður.“ Þrátt fyrir það sagði Aníta að viðræður um nýjan samning hefðu átt sér stað en óvissan í kringum líkamlegt ástand hennar hefði ef- laust haft eitthvað með það að gera að ekkert er klappað og klárt í þeim efnum. Eins langt og ég kemst „Við erum alveg eitthvað búin að ræða um nýjan samning en ég bara var ekki viss hver staðan á mér væri og hvað ég ætlaði að gera,“ útskýrði hún. Aníta er þó þess fullviss að hún vilji ná eins langt og hún mögulega getur í knattspyrnunni þar sem hana dreymir um að spila fyrir ís- lenska A-landsliðið og komast út í atvinnumennsku. „Mig langar að fara eins langt og ég kemst. Ég elska að spila fótbolta og vona að ég nái sem lengst,“ sagði Aníta að lokum í samtali við Morgunblaðið. Elska að spila fótbolta - Aníta sneri aftur á völlinn í sumar eftir mikla og langvarandi óvissu - Lét vel til sín taka er Stjarnan tryggði sér Evrópusæti - Vonast til að ná sem lengst Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Umkringd Hálft lið Aftureldingar reynir að hafa hemil á Anítu Ýri Þorvaldsdóttur í viðureign liðanna á dögunum. BEST Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is „Ég er ánægð með eigin frammi- stöðu á tímabilinu en það var náttúrlega leiðinlegt að ná ekki meira af því en þetta. Annars er ég bara ánægð með að vera komin aft- ur,“ sagði Aníta Ýr Þorvaldsdóttir, kantmaður Stjörnunnar í knatt- spyrnu kvenna, í samtali við Morg- unblaðið. Hún lék frábærlega með liðinu síðari hluta tímabilsins og hjálpaði því að krækja í 2. sæti Bestu deild- ar kvenna, sem gaf Garðabæjarlið- inu sæti í undankeppni Meist- aradeildar Evrópu á næsta tímabili þar sem það náði að komast upp fyrir Breiðablik á lokasprettinum. „Það var frábært að ná því. Þetta er geggjað lið og geggjað að ná þessu. Þetta var markmiðið hjá okkur og við erum ánægðar með að það hafi náðst,“ sagði Aníta, sem er leikmaður septembermánaðar sam- kvæmt M-gjöf Morgunblaðsins. Fyrri hluta tímabilsins lék hún sem lánsmaður hjá venslafélagi Stjörnunnar, Álftanesi, í 2. deild kvenna. Spurð hvað hafi komið til að hún fór að láni í þriðju efstu deild sagði Aníta: „Ég er náttúrlega búin að vera að glíma við meiðsli og missti af öllu tímabilinu í fyrra. Ég var bara að byrja að æfa aftur núna í byrjun árs þannig að ég vildi prófa að spila einhverja leiki og gerði það með Álftanesi til þess að koma mér í gang.“ Kölluð til baka ef mér liði vel Stjarnan og Álftanes eiga í nánu samstarfi þar sem sameiginlegt lið þeirra leikur til að mynda í 2. flokki kvenna og Stjarnan/KFG/Álftanes í 2. flokki karla. Aníta sagði að á meðan hún var að koma sér aftur af stað hefði það legið beinast við að skipta yfir til nágrannanna, þar sem hún skoraði fjögur mörk í fjór- um leikjum í 2. deild. „Það var einmitt planið. Ég ræddi það við Kristján [Guðmunds- son þjálfara] og fannst sniðugt að prófa það. Svo yrði ég þá bara köll- uð til baka ef mér liði vel.“ Sem var og gert og lauk Aníta nýafstöðnu tímabili með því að Aníta Ýr Þorvaldsdóttir, 19 ára kantmaður Stjörnunnar, var besti leik- maður Bestu deildar kvenna í fótbolta í septembermánuði samkvæmt ein- kunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni. Aníta kom mjög öflug inn í lið Stjörnunnar í sjö síðustu leikjum liðsins á Íslandsmótinu. Í leikjunum fimm sem Garðabæjarliðið spilaði í september fékk hún samtals 6 M fyrir frammistöðu sína auk þess að vera valin í lið umferðarinnar í þremur síðustu umferðum deildarinnar. Tveir aðrir leikmenn fengu 6 M í september en það voru Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Íslandsmeistari með Val, og Agla María Albertsdóttir úr Breiðabliki. Þá fengu fimm leikmenn 5 M eins og sjá má á úrvalsliði sept- embermánaðar hér til hliðar. Þórdís og Danielle þrisvar í byrjunarliði Þórdís Hrönn og Danielle Marcano úr Þrótti eru báðar í byrjunarliði mánaðar í þriðja skipti af fjórum á tímabilinu 2022. Olga Sevcova úr ÍBV hefur verið í liðinu í öllum fjórum mánuðum tímabilsins, tvisvar í byrj- unarliðinu og tvisvar á varamannabekknum. Þær Agla María Albertsdóttir og Gyða Kristín Gunnarsdóttir úr Stjörnunni eru báðar í byrjunarliði í ann- að sinn og Gyða hefur auk þess verið einu sinni á varamannabekk. Sif Atla- dóttir frá Selfossi er í 18 manna liðinu í þriðja sinn. Hún var tvisvar á vara- mannabekknum en er nú í byrjunarliðinu. Stjarnan fékk langflest M í september Stjarnan fékk langflest M samanlagt í septembermánuði (lokaumferðin 1. október er talin með september). Stjarnan fékk alls 35 M í fimm leikjum. Valur fékk 27 M, Selfoss 27, Breiðablik 23, Þróttur R. 21, ÍBV 21, Þór/KA 18, Keflavík 18, KR 14 og Afturelding 14. Lið septembermánaðar hjá Morgunblaðinu í Bestu deild kvenna 2022 Íris Dögg Gunnarsdóttir 3 Þróttur R. Anna Rakel Pétursdóttir 2 3 Valur Karitas Tómasdóttir 1 4 Breiðablik Jasmín Erla Ingadóttir 1 4 Stjarnan Bergrós Ásgeirsdóttir 1 4 Selfoss Hildur K. Gunnarsdóttir 1 4 Afturelding Ólöf Sigríður Kristinsdóttir 1 5 Þróttur R. 3-4-3 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar í ágúst 2 Fjöldi sem leikmaður fékk í ágúst 2Cornelia Sundelius KR Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir Valur Aníta Ýr Þorvaldsdóttir Stjarnan Miranda Nild SelfossGyða Kristín Gunnarsdóttir Stjarnan Olga Sevcova ÍBV Danielle Marcano Þróttur R. Kristrún Ýr Holm Keflavík Sif Atladóttir Selfoss Agla María Albertsdóttir Breiðablik Haley Thomas ÍBV VARAMENN 3 1 4 4 1 1 5 1 5 5 11 6 2 6 3 5 2 6 2 4 1 Aníta Ýr sú besta í deildinni í september Ég játa að ég skil ekki full- komlega norska knattspyrnu- manninn Erling Haaland. Skil ekki hvernig er hægt að vera þetta góður í að skora mörk. Það er svolítið eins og Man- chester City, sem fyrir var besta lið Englands, hafi nælt sér í svindlkarl. Ég tala nú ekki um þegar Kevin De Bruyne, besti sendingamaður heims, er fyrir hjá liðinu og setur boltann svo til alltaf á réttan stað. Það er ágætt fyrir sóknarmann eins og Haa- land sem virðist varla geta tekið rangt hlaup. Að skora 14 mörk í átta fyrstu leikjunum þínum í ensku úrvals- deildinni er magnað afrek. Ekki síður magnað er það að skora þrennu þrívegis í þessum átta leikjum. Haaland er þá fyrsti leik- maðurinn í 30 ára sögu úrvals- deildarinnar til að skora þrennu í þremur heimaleikjum í röð. Til þess að setja það að skora þrennu þrisvar í fyrstu átta leikj- um sínum í deildinni í samhengi má líta til þess að Michael Owen er í öðru sæti yfir það afrek. Hann var fljótur að ná því að skora þrennu þrívegis fyrir Liver- pool undir lok síðustu aldar en þurfti hins vegar til þess 48 leiki! Annar samanburður hefur dúkkað upp að undanförnu. Haa- land er aðeins 22 ára gamall og hefur á ferlinum skorað 172 mörk í öllum keppnum fyrir fé- lagslið sín. Tveir bestu leikmenn og drjúgustu markaskorarar allra tíma, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo, höfðu til samanburðar skorað færri mörk til samans þegar þeir voru 22 ára; Messi 91 mark og Ronaldo 47. Ef fram heldur sem horfir mun Haaland slá öll möguleg markamet og kæmi það fáum á óvart. BAKVÖRÐUR Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Eitt ogannað _ Jón Axel Guðmundsson, landsliðs- maður í körfuknattleik, skoðar þann möguleika að spila í bandarísku G- deildinni í vetur en liðin sem leika þar eru nokkurs konar varalið NBA- félaganna. Jón æfði í vikutíma með meistaraliðinu Golden State Warriors á dögunum og staðfesti við Morgun- blaðið að varalið þess, Santa Cruz Warriors, væri eitt þeirra liða sem kæmu til greina. Hann væri með til- boð þaðan, sem og frá varaliðum Miami Heat, Brooklyn Nets, Milwau- kee Bucks og Chicago Bulls. _ Christopher Harrington hyggst hætta sem þjálfari kvennaliðs KR í knattspyrnu. Arnar Páll Garðarsson, sem þjálfaði liðið ásamt Harrington, verður ekki heldur áfram. Harrington staðfesti tíðindin í samtali við Fót- bolta.net í gær. KR féll úr efstu deild á dögunum undir þeirra stjórn. _ Langhlauparinn Baldvin Þór Magn- ússon bætti sinn besta árangur í átta kílómetra víðavangshlaupi er hann hljóp vegalengdina á 23:44,3 mín- útum í Lousiville í Kentucky um helgina. Er þetta annað víðavangs- hlaup Baldvins á tímabilinu en hann hljóp 5 kílómetra í Michigan í byrjun september, kom fyrstur í mark og bætti sinn besta árangur um tæpa mínútu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.