Morgunblaðið - 04.10.2022, Qupperneq 32
ELDRI BORGARAR:
Aðventurferðir til
Kaupmannahafnar 2022
Innifalið eru flug með Icelandair, skattar, gisting,
m/morgunverði á Hotel Skt. Petri 5*, rútuferðir,
kvöldverðir og annað samkvæmt dagskrá.
Fagþegar fá vildarpunkta fyrir ferðina, einnig er
hægt að greiða hluta ferðar með punktum
! ! ! ! !
1. ferð: 20.-23. nóvember
2. ferð: 27.-30. nóvember
3. ferð: 4.-7. desember – UPPSELT
Verð: 179.000 kr. á mann í tvíbýli.
Aukagjald v/gistingar í einbýli er 34.900 kr.
Niko ehf | Austurvegi 6 | 800 Selfoss | kt. 590110-1750
Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ferðaskrifstofu
eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301,
einnig með tölvupósti í gegnum netfangið
hotel@hotelbokanir.is og á
www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is
Gist er á hinu glæsilega Hotel Skt. Petri 5* sem er staðsett í miðborg
Kaupmannahafnar.
Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá
Sunnudagur: Flogið með Icelandair snemma morguns og lent í
Kaupmannahöfn á hádegi. Gisting á hinu glæsilega Hotel Skt.
Petri í miðborg Kaupmannahafnar. Um kvöldið er snæddur ekta
danskur matur á veitingastaðnum Karla sem er í göngufæri frá
hótelinu.
Mánudagur: Skoðunarferð um gamla bæinn með Ástu Stefáns-
dóttur leiðsögumanni sem gengur um slóðir Fjölnismanna og
fræðir farþega um sögu Kaupmannahafnar.
Þriðjudagur: Heimsókn í Jónshús, þar sem staðarhaldarinn Halla
Benediktsdóttir tekur á móti hópnum og fræðir um sögu hússins.
Um kvöldið er snæddur „Julefrokost“ í Tivoli á veitingastaðnum
Grøften. Eftir kvöldverðinn er hægt að skoða sig um í Tivoli sem
hefur verið breytt í „Juleland“ á Aðventunni.
Miðvikudagur: Sigling um síkin og Christianshavn meðan
hljómsveit Michael Bøving og félaga leikur jazztónlist og vana-
lega ríkir mikil stemning í þessum ferðum. Brottför frá hóteli á
Kastrup flugvöll síðdegis og flug til Íslands um kvöldið.
Fararstjóri: Sigurður K. Kolbeinsson
Hörn Hrafnsdóttir messósópran kemur fram á
hádegistónleikum í Hafnarborg í dag, ásamt Antoníu
Hevesi, píanóleikara. Tónleikarnir hefjast klukkan 12.
Yfirskrift tónleikanna er „Stelpur og stéttaskipt-
ing“. Á efnisskránni eru aríur úr óperum eftir tón-
skáldin Bizet, Ponchielli, Verdi
og Saint-Saëns. Hörn nam
í Söngskólanum í Reykja-
vík og í sótti í kjölfarið
einkatíma hjá söngv-
urum hér á landi og er-
lendis. Árið 2007 vann
Hörn svo til fyrstu verð-
launa í alþjóðlegri söng-
keppni. Auk þess að koma
fram á fjölda einsöngs-
tónleika hefur Hörn sungið
hlutverk hjá Íslensku óp-
erunni og til að mynda
sungið í Óp-hópnum.
Hörn Hrafnsdóttir syngur á
hádegistónleikum í Hafnarborg
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 277. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Leikmenn Breiðabliks geta farið að huga að því í hvaða
tegund af kampavíni þeir ætla að skála þegar Íslands-
meistaratitilinn er kominn í höfn. Liðið vann sannfær-
andi 3:0-sigur á Stjörnunni á Kópavogsvelli í Bestu
deild karla í fótbolta í gærkvöldi og náði fyrir vikið átta
stiga forskoti á toppnum, þegar aðeins fjórar umferðir
eru eftir.
Dagur Dan Þórhallsson kom Breiðabliki á bragðið á
12. mínútu og þeir Gísli Eyjólfsson og Jason Daði Svan-
þórsson bættu við mörkum í seinni hálfleik. »26
Átta stiga forskot Breiðabliks
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Haustið 1974 tóku átta strákar sig
saman og byrjuðu að spila körfu-
bolta eitt kvöld í viku í íþróttahúsi
Austurbæjarskóla. Á 48 árum hafa
orðið nokkrar mannabreytingar og
æfingarnar flust í íþróttahús Mela-
skóla, Breiðagerðisskóla og Laug-
arnesskóla, þar sem þær hafa verið
lengst af, en þrír úr fyrsta hópnum,
bræðurnir Sveinbjörn og Þorvaldur
Egilssynir og Ólafur Jóhannsson,
hafa verið með allan tímann. „Um 25
manns í heildina hafa tekið þátt í æf-
ingunum, allir eru lifandi og hreyf-
ingin hefur verið af hinu góða,“ segir
Ólafur.
Strákarnir höfðu allir áhuga á
íþróttum en æfðu ekki lengur hjá
íþróttafélögum. „Þetta var kunn-
ingja- og vinahópur sem tengdist í
gegnum tónlist og partíhald, aðeins
einn eða tveir okkar höfðu æft og
spilað körfubolta, en við völdum
körfuna vegna þess að auðvelt var að
fá inni í litlum sölum,“ segir Ólafur
um átakið. Þegar hann hugsi til baka
sjái hann líka að þetta hafi verið til-
tölulega hættulaus tómstund. „Við
höfum fengið góða æfingu fyrir
arma og fætur út úr þessu sprikli og
enginn hefur meiðst alvarlega.“
Hann hafi alltaf verið sendur í sveit
á sumrin þegar hann var strákur og
því ekki getað æft og spilað með fé-
lögunum, sem margir hafi þurft að
glíma við gömul meiðsl á efri árum.
„Ég komst enda sjaldan í lið og fékk
því ekki tækifæri til þess að meið-
ast!“
Alltaf sami maturinn
Fyrir um 15 árum byrjaði Ólafur
að spila fótbolta vikulega með öðrum
áhugamannahópi. „Þar eru meðal
annars fyrrverandi meistaraflokks-
menn í körfubolta,“ segir Ólafur.
Sófus Guðjónsson hafi fengið sig í
hópinn, sem spilar fótbolta síðdegis
á laugardögum, og hann hafi launað
honum það með því að taka hann inn
í körfuna á þriðjudagskvöldum. „Ég
hef alla anga úti til að halda körfunni
gangandi og ekki er verra að fá
menn með reynslu.“
Nýlega byrjaði Ólafur í leikfimi á
mánudags- og föstudagsmorgnum
fyrir 60 ára og eldri. „Ég geri allt
sem ég get til þess að viðhalda góðri
heilsu og takast á við vandamál
hvers líðandi dags,“ segir hann með
mikilli áherslu á gildi hreyfingar fyr-
ir sál og líkama.
Fótboltahópurinn heldur árshátíð
árlega. „Sófus er formaður og ég
varaformaður og við einir vitum
hvert skal haldið saman eftir æfingu
einu sinni á vetri,“ segir Ólafur. „Við
veljum veitingastaðinn hverju sinni
en rétturinn er alltaf sá sami; hum-
ar- eða sjávarréttasúpa og síðan
nautalund með béarnaise-sósu. Áður
hitum við upp með því að fara í gufu-
bað og fáum okkur síðan samlokur
og bjór á meðan við horfum á einn
gamlan þátt af Spaugstofunni.“
Morgunblaðið/Eggert
Í körfubolta Á æfingu í liðinni viku. Frá vinstri: Kjartan Kjartansson, Gunnar Gunnarsson, Ólafur Jóhannsson,
Þorvaldur Egilsson, Sveinbjörn Egilsson, Smári Ólafsson og Sveinn Guðnason.
Tekst á við vandamál
með líkamsræktinni
- Ólafur Jóhannsson í „bumbubolta“ í bráðum hálfa öld