Morgunblaðið - 08.10.2022, Side 4

Morgunblaðið - 08.10.2022, Side 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2022 Hjelle www.vest.is • Ármúli 17 • Sími: 620 7200 Vönduð norsk hönnunartákn sem standast tímans tönn. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íbúum höfuðborgarsvæðisins hefur fjölgað á tíu mánuðum um tæplega fimm þúsund. Er fjölgunin meiri en nemur íbúafjölda margra meðal- stórra bæja og sveitarfélaga, svo sem Seltjarnarness, Borgarbyggð- ar, Ísafjarðarbæjar, Skagafjarðar og Vestmannaeyja. Þrátt fyrir það er fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu undir meðaltali landsins, eða 2,1% á móti 2,8% á landinu í heild. Íbúum landsins fjölgaði um 9.021 frá 1. desember á síðasta ári til 1. október í ár, eða síðustu tíu mánuði, samkvæmt samantekt Þjóðskrár. Þeir eru nú 385 þúsund alls. Aukn- ingin svarar til 2,8%. Flestir íbúar bætast við í Reykjavíkurborg, nærri þrjú þúsund á tímabilinu, sem er 2,1% aukning, 743 í Hafnarfirði og 653 í Kópavogi. Víðast hvar fjölgun Íbúum fjölgar í öllum landshlut- um nema á Norðurlandi vestra þar sem fækkar um tvo einstaklinga. Hlutfallslega mest hefur fjölgunin verið á Suðurnesjum eða um 5,8% sem er fjölgun um 1.673 íbúa. Reykjanesbær leiðir fjölgunina þar því það bætist 1.431 íbúi við sem svarar til 7% fjölgunar. Íbúum á Suðurlandi fjölgar um 1.136 sem svarar til 3,5% fjölgunar. Fjölgar umtalsvert í flestum sveitarfélögum í landshlutanum en mestu munar um fleiri íbúa í Árborg og Hveragerðis- bæ. Ef litið er til 64 núverandi sveitar- félaga fækkar íbúum í tíu sveitar- félögum en fjölgar eða stendur í stað í 54 sveitarfélögum. Mesta hlutfalls- lega fjölgunin er í Kjósarhreppi, 12,7%, þótt aðeins bætist við 31 íbúi. Mesta hlutfallslega fækkunin er í Skorradalshreppi og Fljótsdals- hreppi, 5%, þótt aðeins séu þrír og fimm íbúar á bak við þá fækkun. Fjölgar á landinu um 9 þúsund manns Íbúafjölgun frá 1. desember 2021 til 1. október 2022 eftir landshlutum Sveitarfélög þar sem íbúum fækk- aði um 10 eða fleiri á tímabilinu Sveitarfélög með mesta fjölgun frá 1. des. 2021 til 1. okt. 2022 Heimild: Þjóðskrá Sveitarfélag Fjölgun Reykjavík 2.952 2,2% Reykjanesbær 1.431 7,0% Hafnarfjörður 743 2,5% Kópavogur 653 1,7% Garðabær 367 2,0% Árborg 307 2,8% Mosfellsbær 274 2,1% Akureyri 266 1,4% Hveragerði 179 6,0% Borgarbyggð 164 4,2% Sveitarfélag Fækkun Seltjarnarnes -39 -0,8% Húnabyggð -10 -0,8% Skagafjörður -10 -0,2% Höfuðborgar- svæðið Suðurnes Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland 4.981 1.673 349 118 -2 600 166 1.136 2.952 653 -39 367 743 274 31 9.021 fleiri íbúar eru á landinu nú en 1. desember 2021 4.981 fleiri búa á höfuð- borgasvæðinu nú en 1. desember 2021 Sem er 55% af heildaríbúafjölgun á landinu á tímabilinu Hlutfallslega mest fjölgun á tímabilinu Kjósarhreppur 31 12,7% Súðavíkurhreppur 26 12,2% Reykjavík Kópavogur Seltjarnarnes Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Kjósarhreppur Íbúafjölgun á höfuðborgarsvæðinu frá 1. desember 2021 til 1. október 2022 eftir sveitarfélögum Fjölgar um 5 þúsund á höfuðborgarsvæði - Fjölgunin svarar til allra íbúa Seltjarnarness eða Ísafjarðar Tökin á björgunarbát voru þjálfuð á æfingu við Slysavarnaskóla sjó- manna nú í vikunni. Frá hausti til vors sæka um 200 manns í hverj- um mánuði námskeið skólans. Stór hluti af þeim eru sjómenn í starfi sem þurfa að sækja öryggis- fræðslu og endurmenntun á fimm ára fresti. Einnig koma margir í nýliðamenntun, en hún er for- senda þess að fá lögskráningu á skip. „Áhuginn sjómanna er mikill og árangur af starfinu góður. Sú staðreynd sést best á því hve slys- um til sjós hefur fækkað mikið síð- ustu áratugina,“ segir Hilmar Snorrason skólastjóri í samtali við Morgunblaðið. Aðsetur Slysavarnaskóla sjó- manna er í skipinu Sæbjörgu, sem í sumar var eftir fimmtán ára við- legu í austurhöfninni í Reykjavík flutt að Bótarbryggju við Granda- garð. Þar er fer verklegi þátt- urinn í kennslu skólans fram og sá bóklegi að nokkru, enda þótt fjar- nám yfir netið, til dæmis í endurmenntun, sé nú orðin ráð- andi. „Starfið er fjölbreytt, en á nám- skrá okkar eru alls um 30 mis- munandi námskeið. Allt byggist þetta á áætlunum, en nú sýnist mér hvert pláss í skólanum skipað alveg fram í mars á næsta ári,“ segir Hilmar Snorrason. Sjómenn í endurmenntun æfðu björgun - Sæbjörgin nú við Bótarbryggju á Grandanum Morgunblaðið/Eggert Frá ársbyrjun 2021 hefur faglærður starfsmaður starfað nær einvörð- ungu við úttektir og skoðanir á íbúðum Félagsbústaða í Reykjavík þar sem leigjendur telja að þörf sé á miklu viðhaldi vegna raka, myglu eða af öðrum ástæðum. Á síðasta ári, 2021, fór viðkomandi starfsmað- ur í u.þ.b. 260 úttektir. Þetta kemur fram í svari Reykja- víkurborgar við fyrirspurn Sönnu Magdalenu Mörtudóttur borgarfull- trúa, sem lagt var fram á fundi vel- ferðarráðs borgarinnar í vikunni. Fram kemur í svarinu að um 6% skoðana, eða alls 15 tilfelli, hafi ver- ið þess eðlis að talið var best að leigjandi flytti út varanlega eða tímabundið á meðan viðgerðir færu fram vegna lekakemmda eða myglu. Þessar íbúðir dreifðust jafnt milli hverfa borgarinnar. Í sumum til- vikum fluttu leigjendur út tíma- bundið en í öðrum var milliflutn- ingur í annað húsnæði hjá Félagsbústöðum. 12 íbúða hús rýmt Þá komu á síðasta ári fram ábendingar frá starfsfólki velferðar- sviðs sem veitir þjónustu til leigj- enda í 12 íbúða húsi um að mögu- lega kynni að vera mygla í húsnæðinu. Ákveðið var að rýma húsið og ráðast í umfangsmikið við- hald á íbúðunum, s.s tilfærslur á veggjum, breytingar á loftun, end- urnýjun á baðherbergjum, gólfefna- skipti, málun o.fl. Áætlað er að endurbótum ljúki í þessum mánuði. 260 úttektir og skoð- anir á síðasta ári - 12 íbúða hús Félagsbústaða rýmt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.