Morgunblaðið - 08.10.2022, Page 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2022
Þingmennirnir Helga Vala Helga-
dóttir og Arndís Anna Krist-
ínardóttir Gunnarsdóttir, úr Sam-
fylkingu og Pírötum, eru nýkomnar
úr ferð allsherjarnefndar Alþingis til
Danmerkur og Noregs að kynna sér
innflytjendamál.
Þær virðast ekki
hafa áhyggjur af
stöðunni hér í þess-
um málaflokki, en
Björn Bjarnason,
fyrrverandi dóms-
málaráðherra, víkur
að sjónarmiðum
þeirra í pistli og
bendir til dæmis á að
þær virðist hneyksl-
aðar á því að „í Dan-
mörku skoði yfirvöld
farsíma hælisleitenda
til að sannreyna frá-
sagnir þeirra.
Reynslan sýnir að
hælisleitendur fara oft vísvitandi með
rangt mál þegar þeir segja eigin sögu
eða upplýsa um aldur sinn. Upplýs-
ingar í farsíma kunna að auðvelda
yfirvöldum að komast að hinu sanna.
Þeir sem telja það hælisleitendum til
framdráttar að blekkja yfirvöld
landsins, þar sem þeir sækja um hæli,
vilja að sjálfsögðu auðvelda þeim
blekkingariðjuna.
- - -
Við rannsóknir af þessu tagi kem-
ur einnig oft í ljós hvernig staðið
er að för fólksins. Evrópulögreglan,
Europol, hefur upplýst að í miklum
meirihluta tilvika sé um skipulagða
glæpastarfsemi að ræða, hún gefi
jafnvel meira í aðra hönd en smygl á
fíkniefnum.
- - -
Hér voru opnaðar dyr fyrir hæl-
isleitendum frá Venesúela sem
þeim eru ekki opnar annars staðar og
nú er látið eins og ekki sé unnt að
loka þeim.
Helga Vala stendur í þeirri trú að
fólk frá Venesúela komi hingað beint
„að vestan“ og „af því að millilend-
ingin er í Keflavík og þá fer fólk út úr
vélinni og sækir um hæli,“ segir hún.
Staðreynd er að fólkið kemur hingað
um Spán.“
Helga Vala
Helgadóttir
Á að trúa öllu?
STAKSTEINAR
Arndís Anna K.
Gunnarsdóttir
Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is
Við vinnum að sölu á
eftirtöldum félögum
• Vinsæll veitingastaður á Laugavegi. Veitingastaðurinn er
staðsettur neðarlega á Laugaveginum þ.e. á besta stað.
Gríðarlegir möguleikar fyrir öfluga veitingamenn.
• Eigendur Glit www.glit.is hafa beðið okkur að annast sölu
á fyrirtækinu. Glit er gamalgróið og þjóðþekkt fyrirtæki sem
flytur inn allt til leirgerðar auk fleiri vara. Félagið þjónar
leirgerðarfólki, listafólki, skólum og stofnunum. Góður rekstur
og gott tækifæri.
• Fyrirtæki á sviði heilsumeðferðar fyrir íþróttafólk.
• Veitingahúsakeðja með um 600 milljón króna veltu. Afkoma
er góð og stöðugur vöxtur í veltu og afkomu. Góður
fjárfestingakostur.
• Við leitum að fjárfestum áhugasömum um ferðaþjónustu,
við vinnum að sölu á ferðabílaleigu, bílaleigu, hestatengdri
ferðaþjónustu, allt eru þetta fyrirtæki í góðum rekstri.
• Lítinn rekstur sem býður upp á nýja og spennandi
valkosti þegar kemur að því að bjóða upp á lausnir sem
auðvelda fólki sem hefur í hug að fara í nám að taka þátt í
alþjóðasamfélaginu.
• Öflug heildverslun, b2b. velta um 600 milljónir. Góð afkoma.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Fjöldi flóttafólks á Íslandi hefur
margfaldast á síðustu mánuðum.
Það hefur kallað á skjót viðbrögð við
útvegun húsnæðis, að sögn stjórn-
valda.
Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir
(FSRE) hefur undanfarna mánuði
útvegað um 1.600 manns á flótta hús-
næði. Flestir hafa komið frá Úkra-
ínu. Búið er að afla tuttugu staða fyr-
ir flóttafólkið og hefur það m.a.
fengið inni í gistiheimilum og íbúð-
um. Til staðar eru gistirými fyrir
1.200 manns í svokölluðu fyrsta úr-
ræði. Gert er ráð fyrir að fólk dvelji
þar að hámarki í átta vikur.
Alls hafa 450 flóttamenn komið til
landsins frá 9. september. Það er
mikil fjölgun frá sumarmánuðunum.
Einungis 67 hafa flutt úr fyrsta úr-
ræði á sama tíma. Stjórnvöld óskuðu
eftir því fyrr í vikunni að Rauði
krossinn myndi opna fjöldahjálpar-
stöð. FSRE brást hratt við því. Hús-
næði í eigu ríkisins í Borgartúni var
breytt á einum sólarhring þannig að
þar væri hægt að taka á móti fólki til
skammtímadvalar.
FSRE leitar að húsnæði sem
hentar sem fyrsta úrræði. Nánari
upplýsingar er að finna á vefslóðinni:
https://www.fsre.is/ukraina/skamm-
timahusnaedi-fyrir-flottafolk.
gudni@mbl.is
Útvega húsnæði fyrir fólk á flótta
- Húsnæði fyrir 1.600 manns undan-
farna mánuði - Vantar meira húsnæði
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fjöldahjálparstöð Þar bíður fólk
eftir varanlegra húsnæðisúrræði.
Umhverfisstofnun telur að langvar-
andi efnistaka í Litla-Sandfelli í Ölf-
usi, ásamt mikilli umferð vörubíla
um Þrengslaveg, muni hafa umtals-
verð umhverfisáhrif, bæði sjónrænt
sem og vegna aukins álags á innviði í
þrjá áratugi. Kemur þetta fram í
áliti stofnunarinnar vegna
umhverfismats á efnistöku úr Litla-
Sandfelli vegna vinnslu móbergs í
Þorlákshöfn og útflutnings.
Umhverfisstofnun telur að í um-
hverfismatsskýrslu hefði þurft að
líta til samlegðaráhrifa vegna stór-
felldrar efnistöku sem fara mun
fram í Lambafelli, í nágrenni Litla-
Sandfells, um ókomna framtíð.
Tveir valkostir eru tilgreindir í
umhverfismatsskýrslunni. Val-
kostur A hefur þau áhrif að nánast
allt fellið verði fjarlægt á 30 árum.
Kostur að fækka ferðum
Í skýrslunni er valkostur B nefnd-
ur. Þar verði efnistakan ekki eins
mikil og í nokkru hvarfi frá
Þrengslavegi. Fyrirtækið, sem
stendur fyrir efnistökunni, telur
kost B ekki fýsilegan þar sem þá
þurfi að ráðast í efnistöku á öðrum
svæðum til að uppfylla lágmarks-
þörf. Umhverfisstofnun telur val-
kost B skárri en valkost A og þá sér-
staklega ef unnt verði að fækka
ferðum frá námunni með lengri
vinnslutíma og minni sjónrænum
áhrifum efnistökunnar í Litla-
Sandfelli.
Umhverfisstofnun ítrekar það álit
sitt, sem fram kom í áliti á umhverf-
ismati vegna efnistöku og útflutn-
ings á gjalli af Mýrdalssandi, að
loftslagsávinningur sem ætlað er að
komi fram í öðru landi geti ekki tal-
ist rökstuðningur fyrir umtals-
verðum umhverfisáhrifum á Íslandi
nema fyrir liggi alþjóðlegir samn-
ingar þar um. helgi@mbl.is
Umtalsverð áhrif af efnistöku
- Talinn verri kostur að nánast fjarlægja allt Litla-Sandfell
Ljósmynd/Umhverfisstofnun
Litla-Sandfell Skiptar skoðanir eru á lofti um hversu bratt skuli farið í efnistöku í Litla-Sandfelli í Ölfusi.