Morgunblaðið - 08.10.2022, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2022
Stífluþjónusta
Íslenska gámafélagsins
Íslenska gámafélagið býður upp á stífluþjónustu fyrir
einstaklinga og fyrirtæki.
Losun fitu-, sand-og olíuskilja, hreinsun niðurfalla og stíflulosun.
www.gamafelagid.is sími: 577 5757
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
V
ið gleymum stundum að
það eru ekki allir frískir,
það geta ekki allir hjól-
að, gengið á fjöll eða
komið sér einfaldlega að
verki. Eins geta komið tímabil í lífi
fólks þar sem það getur ekki gert
það sem það gat áður, það hef ég
reynt á eigin skinni. Ég hef alltaf
verið sjálfstæð en í gegnum mín lífs-
ins verkefni hef ég lært að þiggja af
mörgum úr ólíkum áttum,“ segir Pál-
ína Vagnsdóttir, sem stofnaði fyrir-
tækið Stoð og styttu, en það gengur
út að styðja og aðstoða, eins og nafn-
ið gefur til kynna.
„Ég hef einfaldlega áhuga á vel-
ferð samferðafólks míns, að það hafi
það sem best. Í mínum eigin verk-
efnum kviknaði þessi hugmynd að
stofna lítið fyrirtæki sem gæti veitt
þessa þjónustu. Eftir að ég bar hug-
myndina upp við fjölskyldu mína og
nánustu vini fékk ég þannig meðbyr
að ég ákvað að láta hana verða að
veruleika. Stoð og stytta veitir fólki
hverskonar aðstoð við afmörkuð
verkefni og ég býð einnig upp á fé-
lagsskap og samveru. Þetta er ekki
hjúkrunarþjónusta, aðstoð við böðun
eða þrif, því sú þjónusta er þegar í
boði, heldur snýst þetta um aðstoð
við annarskonar afmörkuð hvers-
dagleg verkefni. Ég er að vinna með
fólki, ekki fyrir fólk, í verkefnum sem
fólk treystir sér kannski ekki í aleitt
af einhverjum ástæðum, til dæmis að
taka til og sortera í fataskápum,
geymslum eða bílskúrum. Við-
skiptavinurinn ákveður hvert ég fer
með það sem ekki er lengur þörf fyr-
ir, hvort sem það er fatnaður eða
annað smálegt, í Konukot, Rauða
krossinn eða verslanir sem selja not-
aðar vörur til styrktar ýmsum mál-
efnum. Þetta snýst um eina ferð sem
kemst í bílinn minn. Fólki er létt
þegar búið er að ljúka verkefni sem
kannski hefur lengi staðið til að
sinna,“ segir Pálína og bætir við að
þörf fyrir slíka aðstoð sé sannarlega
fyrir hendi.
„Margir eiga engan að og vant-
ar aðstoð við ólíkustu verkefni. Þeir
sem eiga einhvern að vilja kannski
ekki kvabba í sínum nánustu af því
að nútímafólk er mjög upptekið, að-
standendur eru kannski með lítil
börn og í fullri vinnu. Stundum finnst
fólki líka gott að fá aðra en ættingja
og vini til að aðstoða sig, til dæmis
við að undirbúa veislu.“
Einmanaleiki er þjóðarmein
Hin hliðin á þjónustunni sem
Pálína býður upp á hjá Stoð og styttu
er félagsskapur og samvera, að
styðja við, stytta stundir, spjalla og
hvetja.
„Ég segi stundum: Einmana-
leiki er þjóðarmein á Íslandi nú-
tímans. Margt fólk hefur löngun til
að fara eitthvað og gera eitthvað, til
dæmis að fara í leikhús, bíó eða á
kaffihús, en hefur engan til að fara
með. Mín þjónusta getur líka falist í
því að ég lesi upphátt fyrir fólk,
syngi með því eða fyrir það. Ég get
líka aðstoðað eldri konur við að und-
irbúa sig áður en þær fara að hitta
vinkonur sínar, blása hárið, velja föt
og svo framvegis. Ég hef oft gert það
fyrir mömmu mína, af hverju ætti ég
ekki að geta gert það fyrir annað
fólk? Ég vann um tíma í heimaþjón-
ustu og ég veit að það er oft erfitt
fyrir fólk að biðja um aðstoð við ein-
földustu hluti, líka fyrir karla, en
karlar eiga oft miklu erfiðara með að
biðja um aðstoð. Fólk missir oft sín
félagslegu tengsl við bindandi
umönnun maka árum saman, en þeg-
ar sá veiki fer á hjúkrunarheimili eða
fellur frá, þá getur verið gott að fá
ókunnan aðila til að fara yfir tengsla-
netið. Kannski var fólk með teng-
ingu við einhvern eða einhverja sem
það langar að vekja upp aftur, þá get
ég aðstoðað fólk við að bjóða vinum
eða ættingjum í kaffi eða koma á
hittingi.“
Fyrir fólk á öllum aldri
Pálína segist vera að byrja frá
grunni með fyrirtækið sitt Stoð og
styttu, og að hún sé að þreifa sig
áfram.
„Ég hlakka til að komast að því
hverskonar verkefni þetta færir
mér, því fólk getur stungið upp á
nánast hverju sem er sem það þarfn-
ast stuðnings við og við vinnum sam-
an úr því, til dæmis einföld tæknimál
heima fyrir. Þetta snýst um samtal
milli mín og þess sem þarf á þjónust-
unni að halda. Ég vil mæta fólki á
þeim stað sem það er,“ segir Pálína
og tekur fram að þjónustan sem hún
bjóði upp á sé alls ekki ætluð ein-
vörðungu eldri borgarum og ör-
yrkjum.
„Hún er fyrir fólk á öllum aldri,
enda getur fólk á hvaða aldri sem er
þurft að takast á við krefjandi tíma-
bil, óvenjumikið álag eða það er ekki
við góða heilsu, og þá þarf kannski
tímabundna hjálparhellu. Við ráðum
ekki hvaða verkefni við fáum í lífinu
og hvaða erfiðleikum við mætum, en
við getum reynt að milda og hjálpa til
við það sem hægt er, svo lífið verði
einstaklingnum sem bærilegast,“
segir Pálína sem hefur þegar farið í
nokkur verkefni á vegum nýja fyrir-
tækisins.
„Ég er að þreifa mig áfram og
fyrirtækið mitt mun mótast af því
fólki sem ég kem til með að vinna
með. Ég vona sannarlega að eftir-
spurn verði svo mikil að ég geti skap-
að fólki vinnu í framtíðinni hjá Stoð
og styttu. Ég sé allskonar mögu-
leika, kannski stofna ég sjóð til að
styrkja ungt fólk til menntunar, hver
veit. Ég ætla að þróa hugmyndina
jafn óðum og ég vinn hana áfram,“
segir Pálína sem býður fólki líka að
kaupa gjafabréf hjá Stoð og styttu,
sem það getur gefið ástvinum eða
öðrum sem það veit að vantar aðstoð.
„Fólk velur hversu marga
klukkutíma það kýs að gefa, en ég
tek fram að ég vinn ekki svart. Ég er
með ákveðna gjaldskrá, tímakaup,
sem er alltaf það sama hvert sem
verkefnið er. Þetta snýst um að auka
vellíðan, von, virkni og bjartsýni. Þá
þarf að sýna nærgætni og virðingu
fyrir lífshlaupi fólks. Ég tel mig vera
góða í að setja mig í spor annarra, ég
er úrræðagóð, hjartahlý og lausna-
miðuð og ég þekki af eigin raun ýms-
ar erfiðar aðstæður í lífinu.“
Þegar Pálína er spurð að því
hvert fólk snúi sér sem vill leita eftir
hennar þjónustu, segir hún að fólk
geti einfaldlega hringt í hana. Síminn
hjá Stoð og styttu er: 848-6019.
Ekki eiga allir einhvern að
„Ég hlakka til að komast að því hverskonar verkefni
þetta færir mér, því fólk getur stungið upp á nánast
hverju sem er sem það þarfnast stuðnings við og við
vinnum saman úr því,“ segir Pálína Vagnsdóttir sem
stofnaði fyrirtæki sem heitir Stoð og stytta.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Pálína Ég vann í heimaþjónustu og ég veit að það er oft erfitt fyrir fólk að biðja um aðstoða við einföldustu hluti.
„Það gerist eitthvað við það að
syngja. Söngurinn losar um gleðiefni
í líkamanum og maður fyllist orku.
Það er græðandi að syngja og manni
líður vel á eftir,“ sagði Anna Sigríður
Helgadóttir söngkona í viðtali sem
birtist í Árbæjarblaðinu. Hún ætlar
nk. mánudag, 10. október, að leiða
samsöng í Borgarbókasafninu í Árbæ
við undirleik Arnar Arnarsonar gítar-
leikara. „Lögin sem sungin eru ættu
að vera flestum kunn og er textanum
varpað á skjá svo ekkert ætti að
stöðva söngelskandi gesti safnsins.
Öll velkomin og engrar söngreynslu
krafist. Hver syngur með sínu nefi og
höfum gaman af,“ segir í tilkynningu.
Anna Sigríður er lærð söngkona og
hefur tekið þátt í margs konar tón-
listarflutningi, t.d einsöngstón-
leikum, óperu- og óperettupp-
færslum, djass- og gospeltónleikum.
Hún hefur sungið með sönghópunum
Hljómeyki, Emil og Bjargræðis-
kvartettinum. Örn er tónlistarstjóri
Fríkirkjunnar í Hafnarfirði og hefur
starfað þar frá árinu 2003. Hann hef-
ur tekið þátt í ýmiss konar tónlistar-
viðburðum. Söngstundin hefst kl. 17
og stendur í 45 mínútur.
Söngstund fyrir alla í bókasafninu í Árbænum
Engrar söngreynslu krafist,
hver syngur með sínu nefi
Söngelsk Anna Sigríður og Örn ætla að leiða samsöng næsta mánudag.