Morgunblaðið - 08.10.2022, Side 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2022
STOFNAÐ 1956
Glæsileg íslensk
hönnun og smíði
á skrifstofuna
Bæjarlind 8–10
201 Kópavogur
Sími 510 7300
www.ag.is
ag@ag.is
Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir
arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi
sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni
klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem
er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni.
Í fréttum 29. sept-
ember 2022 kom fram
að heilbrigðisráðherra
hefði skrifað undir
samninga um kaup á
30.000 fermetrum af
útveggjum fyrir með-
ferðarkjarna á nýjum
Landspítala sem hefur
verið í framkvæmdum
um árabil. Útboðsferli
og forval hefur staðið í
nokkur ár og liggur nú fyrir samn-
ingur við fyrirtækið Staticus í Lithá-
en. Fyrirtækið er framleiðandi á ut-
anhússklæðningum og er til húsa í
Vilnius í Litháen. Einhver vandræði
virðast vera milli Íslendinga og fram-
leiðandans í Litháen, þar sem samn-
ingurinn virðist vera gerður við um-
boðsmann Staticus í Noregi en ekki
beint við framleiðandann. Ljóst er að
milliliðir lækka ekki kostnað við inn-
kaup en heildarsamningur verkefn-
isins er í fréttum talinn vera 47 millj-
ónir evra eða um 6,6 milljarðar
íslenskra króna.
Í fréttum 3. mars 2022 kom fram
að á annað hundrað manns væru að
vinna við uppsteypu á meðferðar-
kjarna Landspítalans, sem virðist í
ósamræmi við að það er núna, að
sögn ráðherra, verið að kaupa 30.000
fermetra af útveggjum af erlendu
fyrirtæki. Þetta er ruglingsleg upp-
lýsingagjöf, sérstaklega með opin-
bert mannvirki sem af einhverjum
ástæðum stefnir í að verða lengur í
byggingarferli en píramídarnir í
Egyptalandi fyrir nærri 5.000 árum.
Á samlokufundi hjá Verkfræðinga-
félagi Íslands í fyrravor var kynnt
uppbygging útveggjanna og þar kom
fram að þeir væru byggðir upp á
hefðbundinn hátt með staðsteyptum
súlum og er þá eftir að klæða húsið að
utan eins og er algengt í dag. Í tilfelli
Landspítalans virðist gert ráð fyrir
samfelldum gluggarömmum, gleri og
gluggum allan hringinn, nema þá að
einföld útveggjaklæðning komi utan
á steypta útveggi þar sem engir
gluggar eru. Þetta er því í raun ekk-
ert flókið – fyrr en flækjan var búin
til.
Þegar betur er lesið í fréttatilkynn-
ingar og heimasíður Staticus kemur í
ljós að umræddur 30.000 fermetra út-
veggjasamningur er um kaup á
gluggarömmum og að því er virðist
um 30.000 fermetrum af klæðningum
og gleri miðað við það sem fram kem-
ur á heimasíðu Staticus, enda er það
sérgrein fyrirtækisins. Tilboðsverðið
er um 220.000 krónur á hvern fer-
metra af klæðningunni, sem virðist
vera samsett úr gluggarömmum og
gleri. Nokkur sjúkrahús á Norður-
löndum hafa nýtt sér þjónustu Static-
us og klætt spítala sína utan með
klæðningum frá þeim.
Á heimasíðu Staticus kemur fram
að þeir þurfi að beita sér af mikilli
snilld í þessu verkefni til að mæta
nýjum kröfum vegna loftslagsbreyt-
inga en þeir reikna líklega með að
sólin skíni inn um 30.000 fermetra af
gleri að deginum til allt árið. Hluta úr
ári er frost á nóttunni
og þá flæðir kuldinn
inn. Mögulega má þá
kaupa 30.000 fermetra
af gardínum til að
hengja innan á glugg-
ana til að trufla ekki
meðferð sjúklinganna!
Kæling í gegnum
gler er margföld miðað
við venjulega einangr-
aða útveggi þannig að
upphitunarkostnaður
mun margfaldast í
þessu gríðarlega mannvirki miðað við
að notast við venjulega gerð út-
veggja.
Einnig kemur fram að Staticus
hafi ekki áður staðið að byggingar-
framkvæmdum á Íslandi né teiknað
nein mannvirki þar og segir að þeir
þurfi að setja sig alveg sérstaklega
inn í aðstæður á þessari norðlægu
eyju. Mögulega þurfa þeir að glugga í
byggingarreglugerðina því þar
stendur að einungis hönnuðir með
réttindi á Íslandi megi hanna íslensk
mannvirki. Auk þess þurfa bygging-
armeistarar og byggingarstjórar
með íslensk réttindi að bera ábyrgð á
verkefni þessara erlendu aðila.
Þetta að því er virðist ólöglega
verkefni mun kosta ríkið a.m.k. 6,6
milljarða og eru þá ótalin óþægindin
og kostnaðurinn við sérhæfða
gluggaþvottamenn að þrífa alla þessa
glugga. Á heimasíðu Staticus má lesa
að um hreint tilraunaverkefni sé að
ræða. Ekkert er talað um hver beri
tjónið ef tilraunin misheppnast eins
og gerðist með Orkuveituhúsið.
Bresku lögmennirnir hafa áreið-
anlega getað orðað það á þægilegan
hátt.
Þótt Staticus segist hafa um 100
verkfræðinga í sinni þjónustu þá
dugði sú þekking ekki til að þeir gætu
ráðið við að reikna út klæðninguna
utan á meðferðarkjarna Landspítal-
ans. Því var leitað til bresku verk-
fræðistofunnar Buro Happold í
London til að unnt væri að reikna
verkefnið. Íslenskir verkfræðingar
eru bara settir út í kuldann.
Auk þess var breska lögfræði-
stofan Bird & Bird fengin til að negla
Íslendingana niður í þessi sérstöku
6,6 milljarða gler-viðskipti. Voru ekki
til lögmenn á Íslandi?
Við blasir að ekki eru öll kurl kom-
in til grafar með kostnaðinn á þessari
utanhússklæðningu þar sem Staticus
hefur líklega áskilið sér rétt til að sjá
um allt viðhald og rekstur á klæðn-
ingunni um ókomna framtíð. Þar
gætu leynst bakreikningar fyrir gríð-
arlegar ófyrirséðar fjárhæðir.
Það er líklega ekki nægilega langt
síðan nýja Orkuveituhúsið var byggt
en húsið lak allt og myglaði þrátt fyr-
ir gríðarlega kostnaðarsamt viðhald á
annan áratug. Á endanum var húsið
nær rifið til grunna og er endurbygg-
ing enn í gangi.
Við blasir að gallarnir í Orkuveitu-
húsverkefninu sem Íslandsmeistarar
okkar í íslenskri byggingartækni
byggðu og eru raktir í skýrslum dóm-
kvaddra matsmanna eru enn óleystir
í verkefni Staticus fyrir nýja Land-
spítalann.
Útveggir ráðherrans
Sigurður
Sigurðsson
» Við blasir að gallarn-
ir í Orkuveituhús-
verkefninu sem eru
raktir í skýrslum dóm-
kvaddra matsmanna eru
enn óleystir í utanhúss-
klæðningu nýja Land-
spítalans.
Sigurður Sigurðsson
Höfundur er B.Sc. M.Phil.
byggingaverkfræðingur.
Á árinu 1908, fæð-
ingarári Steins, spratt
upp ný stefna í trú-
málum á Íslandi sem
jafnan var kennd við þá
Einar Hjörleifsson
Kvaran og Harald
Níelsson, prófessor við
guðfræðideild Háskól-
ans.
Á þessum tíma hafði
fólk samband við miðla
því þeir voru taldir geta náð sambandi
við annan heim.
Segja má að þeir sem þarna komu
við sögu og þá sérstaklega miðlarnir
væru búnir einstakri gáfu og skarp-
skyggni en þó umfram allt því innsæi
sem af bar. Að nokkru líkist það
innsæi væntanlega þeirri gáfu að geta
sagt fyrir um óorðna atburði.
Þær ástæður sem hér eru teknar til
svo rækilega eru viðtal sem Illugi
Jökulsson, blaðamaður og rithöf-
undur, átti við Steinunni Guðmunds-
dóttur, húsmóður í Miklagarði í
Saurbæ, en þar dvaldist Steinn um
stund. Þar kemur einmitt fram þetta
sama viðhorf til Steins sem svo oft-
lega kom upp í hugum manna á þess-
um tíma og það hvað sem leið rökrefj-
um og orðasefjun í ljóðum hans: „En
hann var sjáandi, hann sá það sem
aðrir sáu ekki,“ segir Steinunn og rifj-
ar upp fyrir sér löngu liðnar stundir
þá er Steinn fór gjarna einförum eða
virtist velta fyrir sér flestu öðru en
þeirri vinnu sem honum var ætlað að
inna af hendi.
En þá er þess að geta að í rithönd
Steins kemur einmitt fram þetta meg-
ineinkenni þeirra sem þessum gáfum
eru gæddir eins og glöggt má sjá af
undirskrift hans. Ber þar saman öll-
um bókum sem um efnið fjalla hvort
heldur á Englandi eða í Þýzkalandi.
Eins og sjá má á meðfylgjandi
mynd þá eru allar slaufur opnar sem
myndast í lágstöfum á grunnlínu
þessa sýnishorns. Þetta er jafnan talið
megineinkenni þeirra sem búa yfir yf-
irburðahæfileikum og þá einkum á
sviði dulfræða.
Steinunni Guðmundsdóttur frá
Miklagarði verður það seint full-
þakkað og Illuga Jökulssyni fyrir að
leiðrétta þá villu er fram kemur í bók-
menntasögu Kristins E. Andréssonar
um „visinn handlegg“ sem hann eign-
ar Steini en var alrangt. Fyrir það
fyrsta þá stundaði Steinn sjóinn á sín-
um yngri árum og erfiðisvinnu sem til
féll sem hann aldrei hefði getað ef ein-
hverju hefði verið áfátt í líkamlegum
burðum.
Steinunn segir í viðtalinu „… hann
var svo þybbinn og þéttur á velli,
hann Steinn, og þykkur undir hönd-
ina, – ólíkt því sem hann síðar varð á
ævinni“. Og síðan: „Ég held að veik-
indin hafi farið ákaflega illa með
hann.“ Hér vísar Steinunn til veikinda
Steins þá er hann var á Korpúlfs-
stöðum en afl í handlegg var minna
eftir veikindin.
Ekki verður undan því vikist að
Tíminn og vatnið kunni einnig að hafa
verið skilgetið afkvæmi yfirburða vits
og hæfileika á sviði skáldskapar sem
enginn fær dulist að sjá við lestur
bóka hans.
Í merkum viðtölum við Stein má
nefna Matthías Johannessen, skáld og
ritstjóra. Bregður ósjaldan fyrir
nokkurri glettni í þessum viðtölum og
Steinn ekki beint við eina fjölina felld-
ur í svörum sínum. Hann kallar t.d. að
ljóðaflokkurinn Tíminn og vatnið sé
að formi til terzína en fjarri er það öllu
lagi en mætti ef til vill kalla þríhendu.
Enginn vafi er í mínum huga að
ljóðaflokkurinn í heild sinni er ástar-
óður út í gegn þar sem þær systur ást,
von og síðan kærleikur skipa aðal-
hlutverkið. Og ekki ætti að þurfa að
segja það nokkrum manni að í þeim
systrum kristallast allt sem mannlegt
er, uppspretta og aflvaki allrar
skepnu frá upphafi vega; lífið sjálft í
sinni tærustu mynd: Kærleikurinn
megnar síðan allt, getur allt.
En um leið og þetta er skrifað má
ekki gleymast að Steinn gat brugðið
fyrir sig gráglettni og var svo alla tíð.
Ég tel að þessari glettni bregði fyr-
ir í Tímanum og hennar gæti einna
helst þar sem sízt var von. Frumgerð
þessa kvæðis má finna í Dvalið hjá
djúpu vatni. Þessi erindi jafnt sem
þau er síðar komu fram hafa öll verið
orðtekin og kemur þá í ljós að viðbótin
er burðarminni með tilliti til þeirra
orðflokka sem gefa kvæðum lit og
áherslur.
Flest kvæði Steins eru innblásin
karlmannlegum þrótti og þeirri ákefð
sem jafnan prýðir unga menn en þó
öðrum þræði vissri beiskju með því að
foreldrar hans neyddust til að senda
hann frá sér til vandalausra sökum
ómegðar.
Í þættinum Frjálsar hendur, sem
Illugi Jökulsson annast, fjallar einn
þátturinn um virðingarverða tilraun
Magnúsar Jónssonar listmálara til
þess að höfuðskáld íslenskrar tungu,
Einar Benediktsson og Steinn, hittust
í a.m.k. eitt sinni og gætu borið saman
bækur sínar. En sú tilraun misheppn-
aðist með öllu og bað Einar listmál-
arann þeirra síðustu orða að koma
aldrei með þetta h…. aftur!
Minnti þáttur þessi á allt um Góða
dátann Svejk e. Jaroslaw Hasek er
hann reyndi hið ómögulega að sætta
kanarífugl og fress nokkurt og með
viðlíka hörmulegum afleiðingum;
staðfest djúp skyldi haldast milli teg-
unda rétt eins og þegar hliðum í
Edens grænum garði var skellt í lás.
Þeim fækkar sem kunna að nefna
Einar en sýnu fleiri muna Stein og
þannig er sú hringekja öld fram af öld
og uppsprettan er sú sama sem unnið
er úr en duttlungar örlaganna ráða
hvað af verður og þá ævinlega að sam-
tíma og aldarhætti, – þó oft bless-
unarlega gangi það aftur!
Steinn Steinarr – Sjáandi?
Guðni
Björgólfsson
Guðni Björgólfsson
» „En hann var sjáandi, hann sá það sem
aðrir sáu ekki,“ segir Steinunn.
Höfundur er kennari.
Dulrænir hæfileikar Opnar slaufur sem myndast í lágstöfum á
grunnlínu eru taldar megineinkenni þeirra sem búa yfir yfir-
burðahæfileikum á sviði dulfræða.
Velvakandi
Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Þingmenn eru að
drukkna í upplýs-
ingum um mál,
sem þeir gætu, og
ættu að vera löngu
búnir að leysa.
Kristján Hall.
Alþingi
Allt um sjávarútveg