Morgunblaðið - 08.10.2022, Qupperneq 34
34 MESSUR
Á morgu
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2022
Töfrar eldamennskunnar
byrja með Eirvík
Við hjá Eirvík trúum því að eldhúsið sé hjarta heimilisins.
Innanhússarkítektar og sérfræðingar í heimilistækjum
keppast við að hanna hágæða eldhús sem standast
tímans tönn, með virkni, gæði og sveigjanleika að
leiðarljósi. Eldhúsið er fjárfesting til framtíðar
– tryggðu þér raunveruleg gæði á hagstæðu verði.
Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, 588 0200, eirvik.is.
Opnunartími mánudaga - föstudaga 10.00-17.30
AKRANESKIRKJA | Bleikur sunnudagaskóli
kl. 11. Kvöldmessa kl. 20. Sr. Þóra Björg
þjónar fyrir altari, Kór Akraneskirkju leiðir
söng og Hilmar Örn Agnarsson er organisti.
ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta
sunnudag kl. 11. Biblíusaga, brúðuleikhús og
söngur. Ingunn Björk Jónsdóttir djákni og sr.
Þór Hauksson leiða stundina. Aðalheiður Þor-
steinsdóttir leikur á flygilinn. Blaðrarinn kem-
ur í heimsókn og gerir blöðrulistaverk með
börnunum. Kaffi og djús í lokin.
ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 13
sunnudag. Guðbjörg Jóhannesdóttir prédikar
og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, org-
anisti er Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi eftir
messu.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli kl.
11 í Brekkuskógum 1. Umsjón með stundinni
hafa Sigrún Ósk, Þórarinn og Þórey María.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta Breið-
holtssafnaðar kl. 11. Prestur er Jón Ómar
Gunnarsson. Kór Breiðholtskirkju syngur undir
stjórn Arnars Magnússonar organista. Kaffi
og te eftir guðsþjónustuna.
Guðsþjónusta Alþjóðlega safnaðarins ICB kl.
14. Prestar eru Toshiki Toma og Ása Laufey
Sæmundsdóttir. Organisti er Örn Magnússon.
Barnagæsla. Te og kaffi eftir guðsþjónustuna.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Eva,
Kata og Jónas Þórir þjóna. Guðsþjónusta kl.
13 með tónlist frá nýja heiminum. Bandarísk
tónlist, sálmar, gospel og blús verða í fyr-
irrúmi í Bolvíkingamessu. Kammerkór Bú-
staðakirkju og einsöngvarar úr kórnum syngja.
Tónlistin er í umsjá Jónas Þórir kantors og sr.
Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar ásamt
messuþjónum.
DIGRANESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Prestur er Bryndís Malla Elídóttir. Organisti er
Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Gunnar Böðvars-
son leikur á gítar og sönghópurinn Vinir Digra-
neskirkju syngja. Hressing í safnaðarheimilinu
að guðsþjónustu lokinni. Sunnudagaskóli í
umsjá Ásdísar og Hálfdánar á sama tíma með
skemmtilegum söng, Biblíusögu og brúðuleik-
riti.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Elínborg
Sturludóttir þjónar fyrir altari og prédikar, Pét-
ur Nói Stefánsson leikur á orgelið og Dómkór-
inn syngur.
FELLA- og Hólakirkja | Messa sunnudag kl.
17. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar fyrir alt-
ari og prédikar. Arnhildur Valgarðsdóttir org-
anisti leiðir tónlistina ásamt félögum úr kór
Fella- og Hólakirkju. Barnastarf á sama tíma í
kennslustofunni. Léttur kvöldverður eftir
stundina.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta
sunnudag kl. 14. Sr. Hjörtur Magni Jóhanns-
son safnaðarprestur Fríkirkjunnar leiðir stund-
ina. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við
Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunn-
arssyni. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra
eru hvött til að mæta.
GRAFARVOGSKIRKJA |
Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Grétar
Helgason þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir
söng. Orgainsti er Lára Bryndís Harðardóttir.
Sunnudagaskóli á sama tíma á neðri hæð
kirkjunnar. Umsjón hafa Ásta Jóhanna Harð-
ardóttir og Kristín Kristjánsdóttir djákni. Sel-
messa kl. 13.
Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar. Vox Po-
puli leiðir söng. Undirleikari er Lára Bryndís
Eggertsdóttir.
GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta með alt-
arisgöngu sunnudag kl. 11. Kirkjukór Grens-
áskirkju syngur undir stjórn Ástu Haraldsdótt-
ur kantors. Guðspjall dagsins er úr
Lúkasarguðspjalli og fjallar m.a. um spurn-
ingu Jesú um hvort lækna megi á hvíldardegi.
Sr. Þorvaldur Víðisson þjónar ásamt messu-
þjónum.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili |
Guðsþjónusta í umsjón Félags fyrrum þjón-
andi presta, sunnudag kl. 14 í hátíðarsal
Grundar. Prestur er Örn Bárður Jónsson. Dag-
björt Andrésdóttir syngur einsöng og félagar
úr Grundarkórnum leiða samsöng undir stjórn
Kristínar Waage organista.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðs-
þjónusta og sunnudagaskóli sunnudag kl. 11.
Prestur er Sigurjón Árni Eyjólfsson sem pré-
dikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Arnhild-
ur Valgarðsdóttir, Kvennakór Guðríðarkirkju
syngur.
Sunnudagaskólinn í safnarheimilinu í umsjá
Önnu Elísu og Írisar Rósar.
Kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdóttir. Kaffi-
sopi í boði eftir messuna.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf
kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og
þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Fé-
lagar úr Kór Hallgrímskirkju syngja. Organisti
er Björn Steinar Sólbergsson. Kristný Rós
Gústafsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir sjá
um barnastarfið.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er
Eiríkur Jóhannson. Organisti er Kristín Jóhann-
esdóttir. Kórinn að þessu sinni er Valskórinn
undir stjórn Báru Grímsdóttur. Kaffisopi í boði
eftir messu.
Þriðjudagur 11. október: Gæðastund, sam-
vera eldri borgara í safnaðarheimili.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam-
koma kl. 11. Service. Translation into English.
Samkoma á ensku kl. 14. English speaking
service.
Samkoma á spænsku kl. 16. Reuniónes en
español.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Fjölskyldumessa 9.
okt. kl. 11. Flutt verða frægustu orgelverk
sögunnar. Eurovisionslagarar og leynigestir.
Orgelkrakkavinnusmiðja í Kirkjulundi og org-
elspunasmiðja í kirkju kl. 12.30 og 13.30.
Börn setja saman pípuorgel frá grunni og leika
á það í lok stundar. Þá þau að semja tónlistar-
ævintýri á orgel Keflavíkurkirkju. Hentar
stórum og smáum hvort sem þau kunna á
hljóðfæri eða ekki. Skráning í smiðjur á:
orgelkrakkar@gmail.com
KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Selmessa sunnu-
dag kl. 13. Sr. Sigurður Grétar Helgason þjón-
ar. Vox Populi leiðir söng. Undirleikari er Lára
Bryndís Eggertsdóttir.
KÓPAVOGSKIRKJA | Bleik guðsþjónusta kl.
11. Sr. Sigurður Arnarson sóknarprestur þjón-
ar fyrir altari. Dr. Sigríður Gunnarsdóttir for-
stöðumaður rannsókna- og skráningarseturs
hjá Krabbameinsfélaginu og prófessor í
krabbameinshjúkrun við Háskóla Íslands flyt-
ur hugleiðingu. Konur lesa ritningarlestra. Fé-
lagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir
stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn í
safnaðarheimilinu Borgum á sama tíma.
LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11.
Kammerkórinn Huldur annast tónlistarflutn-
ing. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar. Sunnudaga-
skóli í safnaðarheimilinu á meðan. Kaffi á eft-
ir.
Kvöldmessa kl. 20. Þórður Árnason gítarleik-
ari og Jón Rafnsson bassaleikari flytja tónlist
fyrir stundina og í messunni. Sr. Davíð Þór
þjónar.
12. október. Foreldrasamvera í Safnaðarheim-
ilinu kl. 10-12. Félagsmiðstöðin Dalbraut 18-
20. Helgistund með sr. Davíð Þór kl. 14.
13. október. Hásalurinn, Hátúni 10. Helgi-
stund með sr. Davíð Þór.
LÁGAFELLSKIRKJA | Bíó og popp sunnu-
dagaskóli kl. 13. Aðgangseyrir: 1 steinn!
Söngur, bíó, popp og djús.
Kvöldmessa kl. 20. Sr. Arndís Linn prédikar
og þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar
syngur undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdótt-
ur. Meðhjálpari er Andrea Gréta Axelsdóttir.
NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11.
Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju
leiða safnaðarsöng. Organisti er Steingrímur
Þórhallsson. Prestur er Skúli S. Ólafsson.
Söngur, sögur og gleði í sunnudagaskólanum.
Umsjón Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agn-
arsson. Hressing eftir stundirnar á Torginu.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Galdramessa
sunnudag kl. 14. Sr. Pétur þjónar fyrir altari,
Kristján sér um tónlistina og Óháði kórinn um
sönginn. Gunnar Kr. Sigurjónsson töframaður
mætir. Eftir messu verður kaffisala Óháða
kórsins.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11,
Siggi Már og Bára leiða stundina. Helgi Hann-
esson spilar á píanóið.
Guðsþjónusta kl. 13, sr. Sigurður Már Hann-
esson prédikar og þjónar fyrir altari og félagar
úr kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng. Org-
anisti er Sveinn Arnar Sæmundsson.
SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorg-
unn kl. 10. Þorlákur helgi. Ásdís Egilsdóttir,
prófessor emeritus, talar. Guðsþjónusta og
sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Jón Ásgeir Sig-
urvinsson, héraðsprestur, þjónar. Friðrik Vign-
ir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kamm-
erkór Seltjarnarneskirkju syngja.
Kaffiveitingar og samfélag í safnaðarheimilinu
eftir athöfn. Sýning á verkum Louisu Matthías-
dóttur stendur yfir í kirkjunni. Morgunkaffi kl.
9 og kyrrðarstund kl. 12 á miðvikudag.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11.
Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti
prédikar og þjónar fyrir altari. Jón Bjarnason
leiðir almennan safnaðarsöng og leikur undir.
SÓLHEIMAKIRKJA | Sr. Kristján Björnsson
vígslubiskup í Skálholti prédikar og þjónar fyrir
altari. Meðhjálpari Sólheimakirkju hlýtur fyr-
irbæn og blessun.
VÍDALÍNSKIRKJA | Sunnudagaskóli í Urr-
iðaholti kl. 10 og í safnaðarheimilinu kl. 11.
Brúðuleikrit, söngur og gleði. Messa í Vídal-
ínskirkju kl. 11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir pré-
dikar og þjónar fyrir altari. Félagar í kór Vídal-
ínskirkju syngja og organisti er Jóhann
Baldvinsson. Messukaffi að lokinni athöfn.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Sunnu-
dagaskóli kl. 10 í umsjá Benna og Dísu. Fjöl-
skylduhátíð kl. 11. Fjölbreytt og skemmtileg
dagskrá. Kaffihressing á eftir.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Valþjófsstaðarkirkja