Morgunblaðið - 08.10.2022, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 08.10.2022, Qupperneq 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2022 ✝ Sigríður Karól- ína Jónsdóttir fæddist 25. febrúar 1925 á Mið-Grund, V-Eyjafjallahreppi, Rangárvallasýslu. Hún lést á dvalar- heimilinu Kirkju- hvoli Hvolsvelli 20. september 2022. Hún var dóttir hjónanna Jóns Eyj- ólfssonar, f. 14.4. 1886, d. 19.2. 1969, bónda á Mið- Grund, og Þorgerðar Hróbjarts- dóttur húsfreyju, f. 27.1. 1880, d. 10.11. 1957. Systkini Sigríðar voru hálfbróðir, Jón Guðmann Bjarnason, f. 30.3. 1910, d. 26.2. 2005, og alsystkini: Jóhanna Bjarnheiður, f. 11.3. 1920, d. 20.11. 1954, og Hróbjartur, f. 29.3. 1922, d. 26.9. 1947. Sigríður giftist Guðmundi Jóni Árnasyni frá Ólafsvík og 1956, á hann fjögur börn, þar af þrjú á lífi, fjögur barnabörn og tvö barnabarnabörn. 7) Guð- björg, f. 1959, vinur Halldór Valdemarsson, f. 1951, hún á þrjú börn, sex barnabörn og eitt barnabarnabarn. Einnig ólst upp á heimilinu Hróbjartur Jón Gunnlaugsson, f. 1947, og á hann eitt barn og tvö barnabörn. Fjöldi afkomenda er 94 (91 á lífi, þrír látnir). Sigríður tók við búi foreldra sinna, ásamt eiginmanni sínum, 1953 til ársins 1975 er hún brá búi og fór að vinna í virkjunum uppi á hálendinu, fyrst við Sig- öldu, síðan í Hrauneyjafoss- virkjun. Eftir það flutti hún til Reykjavíkur og gerðist matráðs- kona í Stálvík og að lokum vann hún á Vífilsstöðum þar til hún varð 70 ára. Í Stálvík kynntist hún samferðamanni sínum til 15 ára, Benedikt Egilssyni, f. 12.2. 1922, þar til hann lést 17.1. 2010. Útförin fer fram frá Ásólfs- skálakirkju Vestur-Eyjafjöllum í dag, 8. október 2022, klukkan 14. Streymt verður frá útför Sigríðar: https://promynd.is/sigridurk síðar á Ísafirði, f. 8.10. 1924, d. 6.8. 1962. Börn þeirra eru: 1) Þorgerður Jóna, f. 1946, gift Viðari Bjarnasyni, f. 1944, eiga þau fjögur börn, 16 barnabörn og 12 barnabarnabörn. 2) Kristín Áslaug, f. 1947, d. 1948. 3) Kristín Áslaug, f. 1950, gift Diðriki Ísleifssyni, f. 1946, eiga þau þrjú börn, níu barnabörn og fimm barna- barnabörn. 4) Bára, f. 1951, gift Lárusi E. Hjaltested, f. 1937, eiga þau fimm börn, þar af fjög- ur á lífi, 11 barnabörn og þrjú barnabarnabörn. 5) Jóhann Bergmann, f. 1956, giftur Thongmat Nonthakhamjan, f. 1974, eiga þau tvö börn og tvö barnabörn. 6) Róbert Bragi, f. Elsku mamma mín, nú ert þú farin yfir í sumarlandið þar sem stór hluti fjölskyldu þinnar tekur á móti þér. Þar á meðal pabbi, litla dóttir þín, dótturdóttir og sonarsonur sem þú missir fyrir mörgum árum síðan. Það er táknrænt að jarðarför- ina þín ber upp á afmælisdag pabba. Lífshlaup þitt er markað miklum sorgum, stórum verk- efnum og sigrum. Þú misstir aldrei móðinn hvað mikið sem á móti blés, enda lífsglöð, glaðvær og hugrökk með afbrigðum. Miklir skipulagshæfileikar sem þú varst gædd hjálpuðu þér í gegn um ólgusjó lífsbaráttunnar, enda sögðum við oft að þú hefðir átt að verða verkfræðingur. Ein stóðst þú uppi með barna- hópinn þinn aðeins 38 ára gömul. Elsta 16 ára og yngsta þriggja ára alls sjö börn ásamt öldruðum föður þínum. Minningarnar hrannast upp. Minningin um þig að þvo á mér hendurnar. Ég kannski svona fjögurra ára. Hendurnar þínar svo stórar og traustvekjandi, eða var það vegna þess að hendurnar mínar voru svo litlar? Minningin um mig að lesa upp úr blöðunum fyrir þig við eldhúsborðið á með- an þú sinnir eldhús verkum, vegna þess að þú hafðir engan tíma til þess að setjast niður til þess að fara yfir blöðin og svo kannski í leiðinni ein aðferð þín við að láta mig læra að lesa. Enda komst ég fljótt í lesturinn. Sé þig fyrir mér hnoða brauð- deigið, laga matinn, vaska upp, hlaða hlóðir úti til þess að baka flatkökur, sitja við sauma langt fram eftir nóttu, eða stoppa í plöggin. Öll fötin á okkur heima saumuð. Allt gerðir þú þetta af mikilli natni og röskleika enda afburða vinnuforkur í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Það voru ekki bara húsverkin. Kúm og kindum þurfti að sinna í hvernig veðrum sem var. Þessi verk inntir þú af kostgæfni með aðstoð barnahópsins. Þú kallaðir ekki allt ömmu þína þegar þú þurftir ein að glíma við ofsaveð- ur eins og þau gerast verst undir fjöllunum. Mikið verk var við að heyja handa skepnunum. Settar niður kartöflur fyrir vetrarforð- ann. Haustverkin með slátur- gerð fyrir marga munna, reykt, saltað, sultað og saftað. Öll þessi verk voru á þínum herðum þar sem enginn var samferðamaður- inn. Á fullorðinsaldri ákvaðst þú að taka bílpróf, lexíurnar lærðir þú með því að hafa bókina við eldhúsvaskinn og lærðir um leið og unnið var í eldhúsinu. Þegar prófið var í höfn, keyptir þú þér nýjan bíl, enda lengi búin að öngla saman fyrir honum. Ofurkonan mamma mín þú tókst þig síðan upp. Fórst að vinna sem ráðskona við virkjan- ir. Landsvirkjun hefur ekki verið svikið af störfum þínum. Þarna fórst þú að leggja fyrir til þess að geta keypt þér íbúð. Það tókst þér og í nokkrum skrefum varst þú komin með parhús í Garðabæ þar sem þér leið vel. Síðan eign- aðist þú sumarbústaðinn Litlu- Grund sem veitti þér mikinn un- að. Ég man að þú sagðir mér eft- ir að þú hættir störfum, hvað það væri dásamlegt að vakna á morgnana, til þess að geta lagst á hina hliðina og sofnað aftur. Já þú áttir það svo sannanlega skil- ið að geta loksins slappað af í erli lífs þíns. Elsku mamma mín minning þín mun lifa i hjörtum allra okk- ar sem þig þekktuð. Farðu í friði. Kristín Áslaug Guðmundsdóttir. Elskuleg móðir mín Sigríður Karólína Jónsdóttir fékk hvíld- ina snemma morguns hinn 20. september, södd lífdaga, en hún náði 97 ára aldri og sjö mán- uðum betur. Sagt er að hláturinn lengi lífið og það gerði hann svo sannarlega hjá henni því oft voru mikil hlátrasköll í kringum hana og gleði. Hún varð ung ekkja en pabbi lést ungur að aldri, tæp- lega 38 ára. 37 ára stóð mamma uppi ein með okkur sex systkinin og búskapinn í sveitinni, ég yngst þriggja ára og elst 16 ára ásamt systursyni hennar, sem ólst upp með okkur, 15 ára. Árið 1948 misstu foreldrar mínir næstelsta barnið sitt, Kristínu Áslaugu, úr heilahimnu- bólgu aðeins eins árs að aldri, þá voru þau sest að í Reykjavík og byrjuð að byggja sér hús í Teiga- gerði 12. Bróðir mömmu lést snögglega 25 ára gamall en það stóð til að hann tæki við búskap hjá föður þeirra (afa) Jóni Eyj- ólfssyni á Mið-Grund undir Eyjafjöllum sem var þá orðinn ekkill. Það þurfti mikla þraut- seigju og elju hjá ungri ekkju ár- ið 1962 að standa sína plikt svo allt gengi upp, þetta gerði hún með sóma, ein og hjálparlaust því ekki tíðkaðist aðstoð frá ríki eða bæ í þá daga. Eftir að pabbi dó svaf ég uppi í hjá mömmu og ósjaldan heyrði ég í fótstiginni saumavél þar sem mamma sat við að sauma þegar aðrir voru farnir að sofa því þá var besta næðið. Mamma var ákveðin og sjálf- stæð kona og hafði mikla skipu- lagshæfileika, vildi ekki að aðrir væru að hafa mikið fyrir sér. Þurftum við því ekki að hafa fyr- ir því þegar hún að eigin frum- kvæði ákvað að sækja um á dvalaheimilinu á Hvolsvelli og það gerði hún árið 2010 og fékk inni 2011. Þá seldi hún litla fal- lega raðhúsið sitt í Brekkubyggð 51 í Garðabæ og flutti austur þar sem hún keyrði sig sjálf á litla rauð eins og hún kallaði bílinn sinn. Árið 2015 ákvað hún að nú væri tímabært og ekki forsvar- anlegt að keyra lengur og seldi bílinn og lagði skírteininu. Mamma var hjá okkur fjöl- skyldunni á aðfangadagskvöld í 35 ár en treysti sér ekki lengur í Kópavoginn eftir að hún flutti austur fyrir fjall en mikið vant- aði þegar við nutum hennar ekki lengur þetta kvöld, svo mikið að börnunum mínum fannst vanta eitthvað á jólaborðið, en við þökkum fyrir þann tíma sem hún gaf okkur. Að lokum finnst mér við hæfi til heiðurs móður minni að láta þessar ljóðlínur fylgja þar sem hún ól svo til allan sinn aldur í skjóli Eyjafjalla. Blessuð sé minning hennar. Við glæsta hátign Vestur-Eyjafjalla er æsku vorrar bundin hver. Við elskum vötnin, græna hlíðarhjalla og hvítan jökul, sveitin kær hjá þér. Þar bernskuleikir fóru fram í næði í faðmi þínum margan hlýjan dag og gleðjumst ennþá vaxin við þín gæði. Oss vinna er skyld að þínum sæmdarhag. (Höf. ók.) Söknuður verður mikill en minningin lifir í hjarta okkar. Takk fyrir allt elsku mamma. Guðbjörg. Alltaf líður að leiðarlokum og nú kom að því hjá henni tengda- móður minni, Sigríði K. Jóns- dóttur. Hún lést 20. september sl. í hárri elli á Kirkjuhvoli í Hvolsvelli. Við erum búin að eiga samleið í 57 ár, eða frá því að ég byrjaði að eltast við hana Stínu mína 15 ára gamla og fékk nú ekkert sér- staklega mjúkar móttökur í fyrstu, enda stelpan langt undir lögaldri. Sigga lét aldrei eiga neitt hjá sér og varð sjaldan orða vant. Mjög fljótlega fór okkur að semja ágætlega og hefur það haldist alla tíð síðan og þróast með okkur góður vinskapur. Sigga var hávær kona og kjarn- yrt og ekki fór fram hjá neinum ef hún var á staðnum, þó get ég fullyrt að hún átti sér enga óvild- armenn heldur bara vini. Stærst- an þátt í því hve vinsæl hún var var hennar einstaka létta lund og hláturmildi. Dugnað og harð- fylgi átti hún í ótrúlegum ofur- skömmtum og þurfti vafalaust oft að kafa nokkuð djúpt í orku- brunninn til þess að halda dampi i lífsins ólgusjó. Sigga hafði líka mjög góða skipulagshæfileika og býsnaðist ef henni þótti illa að verki staðið og sá strax hvað bet- ur mætti gera. Dóttir hennar sagði oft að hún væri fæddur verkfræðingur. Ég get ekki ann- að en þakkað langa og farsæla samfylgd og vottað öllum afkom- endum hennar samúð mína. Í lokin kemur hér minning um það þegar Sigga flutti úr Garðabæ á Kirkjuhvol. Á Kirkjuhvoli nú kætist lundin því komin er þangað fjallahrundin. Í húsinu kveða við hlátrasköll svo heyrast þau út um víðan völl. Þinn einlægur tengdasonur, Diðrik Ísleifsson. Veturinn gleymist er vorsól blikar skær, vaxa á grundunum blóm. Kliðmjúka hörpuna hamrabúinn slær, heyrir þú lokkandi óm. Og þó að hljóðni fuglasöngur þegar húmið færist að er hreimurinn í berginu enn á sínum stað. Straumþungi tímans og stjörnunóttin vær stöðva ei bergmálsins hljóm. (Benedikt Egilsson/ Jóhannes Benjamínsson) Blessuð sértu sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín, yndislega sveitin mín, heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína, þakkarklökkva kveðjugjörð, kveð ég líf þitt, móðir jörð. Móðir bæði mild og hörð, mig þú tak í arma þína. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína. (Sigurður Jónsson) Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Enn og aftur ástarþakkir fyrir það sem þú varst föður mínum Benedikt Egilssyni síðustu ævi- árin hans og ástarþakkir fyrir alla vináttuna síðustu áratugi. Takk fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Þín Guðrún Benediktsdóttir. Lengi munum við minnast þessarar dugmiklu konu sem ekkert virtist buga hvorki erf- iðleikar né mótlæti. Fyrir hug- skotssjónum stendur glaðlegt bros og bjartur hlátur í hvert skipti sem við komum að Mið- Grund. Það var gæfa að eiga yndislegar stundir mörg sumur á uppvaxtarárum, stundir sem mótuðu æskuna. Þar lærðust handtök og verklag sveitavinn- unnar og það var eins og hinn mildi fjallaþeyr Eyjafjallanna og suðursólin settu svið sinn á heim- ilislífið á Mið-Grund. Sigga Lína ólst upp hjá for- eldrum sínum Jóni Eyjólfssyni og Þorgerði Hróbjartsdóttur í blómlegri sveit sem þar bjuggu sæmdarbúi. Þessi fallega unga stúlka flutti til Reykjavíkur þar sem hún kynntist manni sínum og stofnuðu þau heimili á möl- inni. Örlögin höguðu því svo að hjónin fluttu síðar með börn sín að Mið-Grund og hófu þar bú- skap með foreldrum Sigríðar. Foreldrar Sigríðar voru þá farin að eldast og höfðu misst son sinn Hróbjart í hörmulegu bíl- slysi. Sigga Lína lét ekki sveiflur lífsins né mótvind hafa áhrif á sig. Ótrúlegt þrek einkenndi lífs- hlaup þessarar konu og hjarta- hlýja. Segja má að öllum sem kynntust henni hafi þótt vænt um hana. Eftir að hún missti mann sinn sá hún um búskapinn. Ævi hennar kann að virðast hversdagssaga, ævi íslenskrar sveitakonu. Hún var engin æv- intýrakona, alin upp við alvöru og skyldur. Hreinlynd og trygglynd. Við þökkum fyrir árin og minningarnar frá Mið-Grund. Ylurinn frá Siggu Línu og sveitalífinu þarna undir Fjöllun- um mun fylgja þeim sem voru þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast henni og umhverfinu á Mið-Grund. En nú er komin nótt. Öllum börnum hennar og ætt- ingjum sendum við okkar sam- úðarkveðjur, Anna Björg og Guðmundur G. Sigríður Karólína Jónsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Móðir okkar, HANNA S. SIGURÐARDÓTTIR, áður til heimilis á Melateig 29, Akureyri, er látin. Kveðjuathöfn hefur farið fram. Fyrir hönd aðstandenda, Svanbjörg Sverrisdóttir og Halldór Magni Sverrisson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, VILHELMÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR, Sogavegi 77, lést 29. september. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 13. október klukkan 13. Auðun Ólafsson Róbert Ólafur Jónsson Sæmundur Ólafsson Oddrún Ólafsdóttir Jón Páll Fortune og barnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF B. JÓNSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 2. október. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 14. október klukkan 10. Magnús Atli Guðmundsson Guðrún Torfhildur Gísladóttir Jón Pálmi Guðmundsson Þórhildur Lilja Ólafsdóttir og ömmubörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.