Morgunblaðið - 08.10.2022, Page 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2022
ferð sem gengi vel. En fyrir
stuttu greindist hún einnig með
annan alvarlegan sjúkdóm sem
dró hana að endalokum. Hún
var skýr í hugsun alveg fram að
andláti og lést umvafin fjöl-
skyldu sinni sátt við guð og
menn. Að leiðarlokum flytjum
við Magnús og fjölskylda Krist-
mundi, Maríu Ósk, Sigmari og
fjölskyldum þeirra sem og
systkinum Jóhönnu samúðar-
kveðjur. Innilegar þakkir fyrir
dýrmæta vináttu og samfylgd,
blessuð sé minning Jóhönnu
Ingibjargar Sigmarsdóttur.
Sigrún Lind
Egilsdóttir.
Góð vinkona og samverka-
kona er fallin frá og hennar er
saknað.
Leiðir okkar Jóhönnu lágu
fyrst saman í Menntaskólanum
á Akureyri á árunum 1961-1964.
Að Akureyrarárunum liðnum
skildi leiðir okkar, báðar fórum
við að sinna námi og störfum og
ýmsum hugðarefnum.
En leiðir okkar lágu saman á
nýjan leik og þá í guðfræðideild
HÍ og lukum við báðar námi
okkar þar undir lok 10. áratug-
arins.
Og svo vildi til austur á Hér-
aði að tveir höfðingjar úr
prestastétt létu af störfum fyrir
aldurs sakir á svipuðum tíma.
Þangað lágu leiðir okkar
beggja.
Undirrituð vígðist til Val-
þjófsstaðarprestakalls og Jó-
hanna til Eiðaprestakalls nokkr-
um mánuðum seinna. Þar með
hófst langt og farsælt samstarf
okkar í þjónustu kirkjunnar og
nutum við handleiðslu og vin-
áttu samverkamanns okkar á
svæðinu, sr. Vigfúsar I. Ingv-
arssonar.
Ég held að við höfum báðar
haldið að nú værum við að setj-
ast í nokkuð hæg sæti þar sem
mögulegt væri að glugga enn
betur í guðfræðibækurnar. En
svo reyndist nú ekki. Þótt
prestaköllin væru ekki fjölmenn
þá voru þau víðfeðm og óskir
sóknarbarna um þjónustu og
þátttöku kirkjunnar á ýmsum
vettvangi komu skemmtilega á
óvart.
Með okkur þróaðist samstarf,
einkum hugsað til að nýta þekk-
ingu hvers okkar og efla skipu-
lag og þjónustu.
Jóhanna tók við embætti pró-
fasts í Múlaprófastsdæmi og
þar komu vel í ljós hæfileikar
hennar í að efla samtakamátt og
deila fræðslu – hún boðaði
reglulega til funda með okkur
prestum – funda til að fræðast
en ekki síður til að efla okkur í
samstarfi.
Einn af mörgum sérstökum
hæfileikum Jóhönnu var hversu
auðvelt hún átti með að tengja
saman fólk og ættir, hæfileiki
sem oft kom sér vel að geta leit-
að til.
Við Jóhanna létum af störfum
okkar fyrir aldurs sakir á svip-
uðum tíma, en sambandið slitn-
aði ekki, við áttum mörg löng
og góð símtöl – það síðasta um
miðjan ágúst síðastliðinn, þá var
hún á leið á Hólahátíð. Ekkert í
því símtali gaf til kynna það
sem fram undan var.
Ég kveð vinkonu mín og sam-
verkakonu, sr. Jóhönnu Ingi-
björgu Sigmarsdóttur, með ein-
lægri þökk fyrir allar góðar
stundir og bið henni Guðs bless-
unar.
Fjölskyldu Jóhönnu færi ég
innilegar samúðarkveðjur og bið
góðan Guð að styðja þau og
styrkja á göngunni fram undan.
Lára G. Oddsdóttir,
fv. sóknarprestur í
Valþjófsstaðar-
prestakalli.
Fyrr en varir er hinsta
kveðjustund upp runnin. Jafnan
þegar fundum bar saman var
iðulega ástæða til að minnast
liðsemdar sr. Jóhönnu og um-
hyggju hennar fyrir kirkjulífi á
Austurlandi. Sameiginlegt hugð-
arefni var kirkjustarfið og fram-
gangur þess og var jafnan glatt
á hjalla ekki síst þegar vel mið-
aði og áfangasigrar í höfn. Hún
glaðsinna og spaugsöm og auð-
fundinn einlægur áhugi hannar
á þessum vettvangi og átti hann
reyndar ekki langt að sækja. Ég
varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
kynnast foreldrum sr. Jóhönnu
að öllu góðu og virti trúmennsku
þeirra og alúð er þau sýndu
samfélaginu á Bakkafirði og í
sveitinni í kring. Bæði vandað
fólk og ósínkt á sína krafta, með
skýra framtíðarsýn og opin fyrir
möguleikum smárrar og af-
skekktrar byggðar.
Þar bar hæst velvild, áhuga
og afstöðu sem var til fyrir-
myndar og þau óhagganleg í
þeirri sannfæringu sinni að
blómlegt mannlíf og reisn gæti
þrifist með ágætum og á hvaða
landshorni sem væri, ef svigrúm
fengist til.
Þetta veganesti fannst mér
sr. Jóhanna taka með sér úr for-
eldrahúsum og virkja ekki síst á
kirkjulegum vettvangi. Eftir að
hún gerðist sóknarprestur á
Eiðum og síðar prófastur gerði
hún sig strax gildandi í því mik-
ilvæga og árangursríka upp-
byggingarstarfi sem unnið var í
barna- og æskulýðsmálum í
sóknum á Austurlandi.
Starfsemi Kirkjumiðstöðvar-
innar, sameiginlegur vettvangur
sókna á Austurlandi, varð henni
að sérstöku áhugamáli. Búsetan
á Eiðum gerði henni auðveldara
fyrir og fengu sóknir á Austur-
landi sannarlega að njóta góðs
af. Hafði hún umsjón og eftirlit
með byggingum og útleigu.
Lagði sumarbúðunum með ýms-
um hætti sitt lið og gerði það
mikilvæga starf farsælla og
betra. Hugmyndarík og lausna-
miðuð. Sá um reikningshald fyr-
ir Kirkjumiðstöðina eftir að hún
lét af embætti, ráðholl og gott
til hennar að leita.
Í hennar embættistíð hér
eystra gegndi ég formennsku í
stjórn Kirkjumiðstöðvarinnar og
mat hennar áhuga og framlag
mikils. Rökræðan bar okkur
ávallt að farsælli niðurstöðu,
vináttan einlæg og bar aldrei
skugga á. Um leið og ég þakka
Guði dygga þjónustu við kirkju
og kristni vil ég votta aðstand-
endum öllum mína dýpstu sam-
úð. Blessuð sé minning hennar.
Davíð Baldursson.
„Lofa þú Drottin, sála mín, og
allt sem í mér er, hans heilaga
nafn“ (Sl. 103.2).
Séra Jóhanna var áhrifavald-
ur í lífi okkar hjóna og við áttum
henni margt að þakka. Við hefð-
um sennilega ekki flutt til Egils-
staða á sínum tíma, árið 2008,
nema vegna þess að Jóhanna
hringdi í Þorgeir til að bjóða
honum að sækja um starf
fræðslufulltrúa í þáverandi Mú-
laprófastsdæmi. Reyndar hefði
það starf trúlega ekki orðið til
nema vegna þess að Jóhanna,
sem þá var prófastur, hafði haft
forgöngu um að útvega fjár-
magn og koma því á laggirnar
til að efla æskulýðs- og barna-
starf kirkjunnar hér eystra.
Þetta framtak lýsir því vel hvað
Jóhanna var drífandi og fram-
takssöm í störfum sínum fyrir
kirkjuna.
Hlín hafði þó kynnst Jóhönnu
þegar sumarið 1999, þegar hún
kom fyrst austur til að starfa
sem leiðtogi í sumarbúðum
Kirkjumiðstöðvar Austurlands
við Eiðavatn. Jóhanna var þá
nýtekin við sem sóknarprestur í
Eiðaprestakalli, en því starfi
fylgdi framkvæmdastjórn
Kirkjumiðstöðvarinnar. Það er
óhætt að segja að frá fyrsta degi
á Eiðum og til æviloka hafi Jó-
hanna verið vakin og sofin yfir
sumarbúðastarfinu og borið hag
Kirkjumiðstöðvarinnar fyrir
brjósti. Eftir hefðbundin starfs-
lok tók Jóhanna nefnilega sæti í
stjórn KMA, var gjaldkeri þar
til æviloka og lagði á sig gríð-
arlega mikla og óeigingjarna
sjálfboðavinnu í þágu starfsins
við Eiðavatn, þar sem reknar
eru einu sumarbúðir þjóðkirkj-
unnar á landinu.
Í sumarbúðunum sáum við
vel kærleika hennar til bæði
starfsfólksins og barnanna á
staðnum, þar sem hún kom
reglulega í heimsókn, gætti að
öllu mögulegu, spjallaði við börn
og starfsmenn og vildi tryggja
að öllum liði vel á staðnum. Hún
vissi að dvöl í kristilegum sum-
arbúðum gæti haft djúp og já-
kvæð áhrif á líf barnanna.
Séra Jóhanna vígðist til
prests eftir fimmtugt og fjöl-
breytt reynsla hennar og bak-
grunnur hefur örugglega nýst
henni vel í kirkjulegri þjónustu.
Hún var prestur af lífi og sál,
kona með djúpa trúarsannfær-
ingu, sálusorgari, einstaklega
vinnusöm og sístarfandi, ákveðin
og einbeitt. Helgihaldið var
henni hjartans mál, að guðs-
þjónustan og aðrar kirkjulegar
athafnir færu fram með fegurð
og lotningu, og hún vildi hefja
altarisgönguna til vegs og virð-
ingar í söfnuðum sínum. Hún
varð fyrsti sóknarpresturinn í
sameinuðu Egilsstaðaprestakalli
árið 2011 og gegndi því embætti
í rúm þrjú ár. Eftir að hún fór á
eftirlaun tók hún áfram virkan
þátt í kirkjulífi á Héraði, söng til
dæmis með Kór Egilsstaða-
kirkju og sótti vikulegar hádeg-
isbænastundir.
Ekki má gleyma árlegri sum-
armessu í Klyppstaðarkirkju í
eyðibyggðinni Loðmundarfirði,
en Jóhanna beitti sér sem sókn-
arprestur fyrir að koma á þeirri
hefð, sem hefur notið mikilla
vinsælda, og tók áfram þátt í
henni nánast öll sumrin sem hún
átti ólifuð.
Síðustu vikurnar sem Jó-
hanna lifði kom berlega í ljós
hversu mögnuð manneskja hún
var. Þá mætti hún andláti sínu
með einlægum trúarstyrk, und-
irbjó útför sína, kvaddi vini og
vandamenn og átti dýrmætan
tíma með sínum nánustu. Við
biðjum Guð að gefa þeim styrk
og blessa minningu Jóhönnu.
Hlín Stefánsdóttir
og Þorgeir Arason.
Ég veit ekki hvort þú hefur
huga þinn við það fest
að fegursta gjöf sem þú gefur
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlega hlær,
hlýja í handartaki,
hjarta sem örar slær.
Allt sem þú hugsar í hljóði
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði
sakleysi, fegurð og yl.
(Úlfur Ragnarsson)
Þetta fallega ljóð, Gjöfin, eftir
Úlf Ragnarsson kemur í hugann
núna þegar við kveðjum kæra
vinkonu sem við höfum átt
marga góða daga með. Jóhanna
Sigmarsdóttir gekk til liðs við
Soroptimistaklúbb Reykjavíkur
1994 meðan hún bjó hér sunnan
heiða en þegar hún flutti til
Eiða stofnaði hún Soroptimista-
klúbb Austurlands 2003 og varð
fyrsti formaður þess klúbbs. Jó-
hanna var einstaklega bóngóð
og hjálpfús. Aldrei heyrðist hún
kvarta yfir erfiðleikum lífsins og
gaf endalaust af sálarsjóði sín-
um til góðs fyrir samferðamenn
sína. Þótt við værum samtíma í
Menntaskólanum á Akureyri þá
er mín kærasta minning um
hana þegar hún bauð mér með
sér til Loðmundarfjarðar en þar
predikaði hún í Klyppstaða-
kirkju einu sinni á sumri. Jó-
hanna keyrði sjálf yfir illfæran
fjallveginn á Subaru-bílnum sín-
um með hempuna í tösku og allt
sem til þurfti til að halda helgi-
stund í þessum eyðifirði. Mér
þykir ákaflega vænt um þessa
minningu og þá samheldni sem
sýnd var þennan sunnudag.
Kirkjukaffið var undirbúið af
klúbbsystrum í Borgarfirði
eystri sem komu með svartan
plastpoka fullan af nýbökuðum
kleinum til að hafa með kaffinu.
Í kirkjukaffið komu líka smiðir
sem voru að reisa hús fyrir
Ferðafélagið. Allir voru vel-
komnir og kirkjan full.
Jóhanna var ein að þeim per-
sónum sem auðguðu líf þeirra
sem kynntust henni og við
kveðjum góða vinkonu með
söknuði.
Innilegar samúðarkveðjur til
eiginmanns og fjölskyldu.
Blessuð sé minning Jóhönnu
Sigmarsdóttur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Sigrún Klara og aðrar
systur úr Soroptimista-
klúbbi Reykjavíkur.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Sálm. 86.7
biblian.is
Þegar ég er í
nauðum staddur
ákalla ég þig
því að þú
bænheyrir mig.
Elsku hjartans eiginmaður minn, pabbi
okkar, tengdapabbi og afi,
GÍSLI J. FRIÐJÓNSSON,
Lundi 4, Kópavogi,
lést á Landspítalanum Fossvogi
laugardaginn 1. október.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. október
klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Alzheimersamtökin, https://www.alzheimer.is/minningarkort.
Hafdís Alexandersdóttir
Guðrún Gísladóttir Þórður Ágústsson
Kolbrún Edda Gísladóttir Jón Halldór Guðmundsson
Ragnhildur Edda Þórðard. Leonharð Þorgeir Harðarson
Hafdís Hera Arnþórsdóttir
Gísli Gottskálk Þórðarson
Aron Fannar Jónsson
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURSTEINN JÓSEFSSON,
Fögrubrekku 33,
Kópavogi,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
við Hringbraut föstudaginn 30. september.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 12. október
klukkan 15.
Ólöf Heiða Hilmarsdóttir
Hilmar Rúnar Sigursteinsson Helga G. Skúladóttir
Sigrún Kristín Sigursteinsd. Jóhann Ólafur Benjamínsson
Arndís Birta Sigursteinsd.
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og
langafi,
AÐALSTEINN HERMANNSSON,
Frostafold 18-20,
lést sunnudaginn 25. september.
Útför hefur farið fram í kyrrþey og
minningargreinar vinsamlega afþakkaðar að ósk hins látna.
Jóhanna Þórarinsdóttir
Jóhann Freyr, Gúa og börn
Aðalbjörg Drífa, börn og barnabarn
Svana, Viðar og börn
Hans og börn
Már og börn
Ástkær sambýlismaðurinn minn, faðir
okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,
BJÖRN S. BENEDIKTSSON
frá Fáskrúðsfirði,
lést á Skógarbæ 25. september.
Hann verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
mánudaginn 17. október klukkan 13.
Margrét Kristín Finnbogadóttir
Benedikt Björnsson Sunnefa Lindudóttir
Óskar Hafþórsson
Bergey Hafþórsdóttir
Finnbogi Hafþórsson Þorbjörg Ása Kristinsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
UNNUR EINARSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir,
Smárahvammi 11, Hafnarfirði,
lést á deild 11G Landspítala, fimmtudaginn
29. september. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni
í Hafnarfirði þriðjudaginn 11. október klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hennar er bent á Einstök börn.
Jón Ragnar Guðmundsson Hulda Ólafsdóttir
Elín Guðmundsdóttir Kristinn Frímann Kristinsson
Lárus Jón Guðmundsson Aðalheiður Ó. Skarphéðinsd.
Hólmfríður Guðmundsdóttir
Einar Bjarki Guðmundsson Amanda Jean Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn
LEIÐRÉTT
Rangt ártal í
minningargrein
Í minningargrein um Stefán
Brynjólfsson í blaðinu í gær
var ranglega nefnd dagsetn-
ingin 28. júní 2021. Hið rétta
er að þar átti að standa 28.
júní 2020.