Morgunblaðið - 08.10.2022, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2022
Atvinnuauglýsingar 569 1100
Umsóknarfrestur er til og með 20. október nk.
Upplýsingar veita Jóhannes Þorkelsson,
johannes@hagvangur.is, og Katrín S.
Óladóttir, katrin@hagvangur.is.
Umsóknum þarf að fylgja ítarleg ferilskrá
og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir
hæfni í starfið.
Lögfræðingur á kjaradeild
Lögfræðingur Sameykis hefur það hlutverk að sinna almennri þjónustu
við félagsmenn auk þess að undirbúa mál, skila álitsgerðum og taka
flóknari mál til frekari úrlausnar í teymisstarfimeð öðrum sérfræðingum
kjaradeildar. Auk þess tekur lögfræðingur félagsins þátt í kjarasamnings- og
stofnanasamningsgerð við samningsaðila Sameykis. Þá vaktar lögfræðingur
félagsins þær lagalegu breytingar sem geta haft áhrif á réttindi og skyldur
félagsmanna Sameykis og veitir umsögn um réttindalega stöðu þeirra m.a.
í samstarfi við réttindanefnd BSRB.
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Kjaramál, réttindi, samningar og túlkun þeirra
• Fyrirsvar í síma og tölvupósti vegna réttindatengdra málefna og samskipta
félagsmanna sem leita álits og stuðnings til kjaradeildar
• Upplýsingagjöf, úrvinnsla og eftirfylgd réttindatengdra málefna félagsmanna
• Vinna með samninganefndum og samstarfsnefndum félagsins gagnvart
viðsemjendum við gerð og eftirfylgni kjarasamninga
• Þátttaka í vinnslu og gerð stofnanasamninga
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólapróf í lögum og ríkur áhugi á vinnumarkaðsmálum
• Þekking á starfsemi stéttarfélaga, kjaramálum og reynsla af ráðgjöf og
teymisvinnu
• Framúrskarandi hæfni til að greina álitamál og leita uppi fordæmi við álitamál
• Frumkvæði og ríkt sjálfstæði í starfi
• Mikil lipurð í samskiptum og samvinnu að lausnamiðuðum ákvörðunum
hagvangur.is
Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu er
stærst aðildarfélaga BSRB með um 12 þúsund
félaga og þriðja stærsta stéttarfélag landsins.
Hlutverk félagsins er að vinna að hagsmunum
félagsfólks og standa vörð um réttindi þeirra.
Félagið er með 21 virkan kjarasamning við
opinbera aðila og fyrirtæki í þeirra eigu auk
þess að koma að um 150 stofnanasamningum
um allt land.
Sótt er um starfið
á hagvangur.is
Við leitum að öflugum og framsæknum einstaklingi til
að sinna starfi viðskiptastjóra í sameinuðu fyrirtæki
Logoflex-Áberandi.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Þjónusta og samskipti við viðskiptavini fyrirtækisins.
• Móttaka og úrvinnsla verkefna, frágangur og eftirfylgni.
• Sala og tilboðsgerð til viðskiptavina
• Hönnun og forvinnsla prentskjala
Menntunar- og hæfniskröfur
• Góð kunnátta í Illustrator og Photoshop, reynsla af
umbúðahönnun er kostur
• Góð almenn tölvukunnátta
• Frumkvæði í starfi
• Góð aðlögunarhæfni til að vinna sjálfstætt og skipuleggja
verkefni
• Metnaðarfullur, fjölhæfur og laginn einstaklingur með gott
verkvit og lausnamiðaða kunnáttu
• Lipur þjónustulund og góð mannleg samskipti eru mjög
mikilvæg
• Góður liðsmaður sem vinnur vel í hóp
Sótt um með því að senda ferilskrá og kynningarbréf á
atvinna@logoflex.is
Smiðshöfða 9, 110 Rvk. 577 7701 ---&!"%",'+&$.
Vesturvör 30a, 200 Kóp. 414 1900 ---&*('/*#)$&$.
Viðskiptastjóri/
hönnuður
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is