Morgunblaðið - 08.10.2022, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 08.10.2022, Qupperneq 46
46 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2022 Bio-Oil® er háþróuð húðolía og ein sú mest selda í Bretlandi • Bætir ásýnd húðslita og öra • Dregur úr líkum á húðslitum • Hefur gríðarleg áhrif á öldrun og raka húðar Hægt er að finna nánari upplýsingar og niðurstöður úr klínískum rannsóknum inn á bio-oil.com Er fáanlegt í öllum p , barnavöruverslunum, Hagkaup, Fjarðarkaup og á heimkaup.is 40 ÁRA Björgvin er frá Fá- skrúðsfirði en býr í Neskaupstað. Hann er húsasmíðameistari og einn eigenda Nestaks ehf. Hann hefur verið í stjórn stangveiði- félagsins Sjóness frá 2011. Áhuga- mál hans eru alls konar útivist, fjallgöngur, smalamennska, hjól- reiðar, kajakróður og fleira. FJÖLSKYLDA Eiginkona Björg- vins er Sigurveig Halldóra Dag- bjartsdóttir, f. 1982, aðstoðarleik- skólastjóri á Eyrarvöllum. Börn þeirra eru Ísak Örn, f. 2005, Fann- ar Sölvi, f. 2010, Harpa Margrét, f. 2015, og Ari Þór, f. 2019. Foreldrar Björgvins eru Eyþór Friðbergsson, f. 1952, húsasmíðameistari og fv. hús- vörður í grunnskólanum á Fáskrúðsfirði, og Margrét Friðriksdóttir, f. 1954, fv. fiskvinnslukona og skólaliði í grunnskólanum á Fáskrúðsfirði. Björgvin Mar Eyþórsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Maður á að rétta öðrum hjálparhönd af því að mann langar til þess en ekki til þess að hljóta einhver laun fyrir. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú ert að bíða eftir rétta augnablikinu til að taka virkilega á. Ef þú hefur efni á því þá skaltu láta það eftir þér. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú veltir fyrir þér lífinu og tilver- unni þessa dagana. Allir hafa gott af því að víkka út sjóndeildarhring sinn. Reyndu að sýna þínar bestu hliðar í erfiðum aðstæðum. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Ekki standa of fast á þínu varðandi skiptingu eigna eða ábyrgðar í dag. Farðu þér hægt í nýjum kynnum. Sígandi lukka er sögð best. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þið þurfið að huga að því hvernig þið getið bætt samskipti ykkar við aðra í fjöl- skyldunni. Slík naflaskoðun gerir þér bara gott og býr þig undir framhaldið. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Nú er þér óhætt að setja markið hátt ef þú gætir þess að ganga ekki fram af þér. Ef þú lætur sem ekkert sé gefast keppinaut- ar þínir fljótt upp. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú hefur orðið fyrir djúpum áhrifum frá nýjum kunningja. Gættu þess að fara með rétt mál og efna þau loforð sem þú gefur. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú átt auðvelt með að koma þér beint að efninu og gildir þá einu hver í hlut á. Yfirburðafærni á félagssviðinu hjálpar til við að lægja öldurnar. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Næstu vikur verða fullar af alls kyns skemmtilegri afþreyingu. En þegar þú kemur auga á tækifæri að til gera heim þinn flottari og frábærari smellirðu fingrum með stæl. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú rekst illa í samstarfi þessa dagana svo þú ættir að koma því þannig fyr- ir að þú getir unnið sem mest einn. Sam- ræður við maka eru ákafar og innilegar. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú finnur til glaðværðar og bjart- sýni sem nýtist vel til þess að ná árangri í nánast hverju sem er. Haltu samt ró þinni og láttu velgengnina ekki stíga þér til höfuðs. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Hversdagslegum verkum lýkur um um leið og vaktin er búin. Bara ef fjölskyldu- meðlimum kæmi jafn vel saman hverjum við annan. vinnuþróunarverkefni á Héraði sem síðar var yfirfært á allt landið, og framkvæmdastjóri Skógræktar- félags Reykjavíkur 2004-2020, sem hefur m.a. umsjón með Heiðmörk- inni. Frá 2020 hefur Helgi verið sveitarstjóri Fljótsdalshrepps. „Ég vildi komast heim í dalinn aftur og bý á sennilega veðursæl- asta stað landsins. Eitt af því sem lokkaði mig aftur er umhverfið en líka sveitamenningin sem mér finnst mun líkari fiskifræði og gengur út á lífmassa, að taka ávallt minna út úr vistkerfinu en það getur framleitt. Sjálfbærni er þar leiðarstefið. Ég var fyrst kúasmali, sem er ágætis fyrsta starf,“ segir Helgi um starfsferilinn. Hann vann ýmis sum- arstörf og síðan skógræktarstörf hér heima og erlendis meðan á há- skólanáminu stóð. Hann var síðan framkvæmdastjóri Héraðsskóga 1990-2004, sem eru byggða- og at- H elgi Gíslason er fædd- ur 8. október 1962 á Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað, en ólst upp á Helgafelli í Fellum við kúabú og sauð- fjárbúskap. Hann æfði frjálsar íþróttir eins og vinsælt var á þessum tíma. „En það eru engin afrek þar,“ segir Helgi. „Eða jú, ég varð einu sinni Austfjarðameistari í hástökki án atrennu, en sennilega var ég þá eini keppandinn.“ Helgi gekk í barnaskólann á Hall- ormsstað, síðan á Egilsstöðum og á Eiðum. „Nokkrir hreppir voru með Hallormsstaðaskóla en svo þegar Fellabær kúplaði sig út lenti ég á Egilsstöðum. Ég hafði verið í heima- vist á Hallormsstað og ég kunni illa við svona lausagönguskóla eins og á Egilsstöðum og linnti ekki látum fyrr en ég komst á Eiða sem var heimavistarskóli.“ Helgi er skóg- fræðingur frá Sveriges Lantbruks- universitet í Värnamo og lauk því námi 1989. „Skógfræði er fag sem Íslendingar þekkja frekar lítið og tengja gjarnan saman við garð- yrkju. Garðyrkjumenn eru lista- menn, en það er ég ekki og nánast óhæfur í garðyrkju. Skógfræði er mjög aðlaðandi. Fljótsdalshreppur er mjög landstórt sveitarfélag, 1.500 km2, en hér búa 103 manns, en við fáum á hverju ári til okkar 200.000 gesti og höfum innviði til að taka á móti þeim. Þetta er framleiðslu- sveitarfélag en svo erum við með þrjár öflugar stofnanir, Gunn- arsstofnun er á Skriðuklaustri, Vatnajökulsþjóðgarður er í Snæ- fellsstofu og Landsvirkjun sem er með sína starfsemi í Fljótsdalsstofu. Fljótsdalshreppur hefur breyst á skömmum tíma úr tiltölulega ein- hæfu bændasamfélagi, þá á ég við atvinnulega séð, yfir í afar fjöl- breytt atvinnulíf. Hér eru nokkur frábær sprotafyrirtæki eins og Sauðagull sem framleiðir osta, sæl- gæti og ís. Könglar er annað sem framleiðir drykki úr ýmsum jurtum sem hér vaxa og fyrirtækið Skógar- afurðir framleiðir timburvöru úr ís- lenskum trjám, s.s parket og panel og utanhússklæðningar. Hér er líka blómleg ferðaþjónusta.“ Helgi hefur verið virkur í félags- málum gegnum tíðina. Hann var formaður skólanefndar Mennta- skólans á Egilsstöðum 1996-2000, formaður stjórnar Gunnarsstofn- unar 1999-2006 og sat í sveitar- Helgi Gíslason, sveitarstjóri Fljótsdalshrepps – 60 ára Með afkomendum Helgi ásamt Tinnu Björk, Sylvíu og Önnu Viktoríu. Kúasmalinn sneri aftur Á Helgafelli Helgi á ættaróðalinu sínu sem hann er að gera upp. Í Austurríki Urður og Helgi stödd við höllina Esterházy. Albert Kemp, Fáskrúðs- firði, á 85 ára afmæli í dag. Hann heldur upp á daginn með Þórunni Pálsdóttur, konu sinni. 85 ára Árnað heilla Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.