Morgunblaðið - 08.10.2022, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 08.10.2022, Qupperneq 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2022 Örugg og traust þjónusta í fasteignaviðskiptum í áratugi arsalir@arsalir.is, s. 533 4200 Hagstætt verð. Glæsilegt skrifstofuhúsnæði. Sér inngangur. Tangarhöfði 6 - 2. hæð - 110 RVK ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN 533 4200 TIL LEIGU Djúp minninga nefnist sýning sem Gréta Mjöll Bjarnadóttir, Margrét Eymundardóttir og Ólöf Ágústína Stefánsdóttir opna í Grafík- salnum í Hafnar- húsinu að Tryggvagötu 17 í dag kl. 16. „Hver og einn ein- staklingur fæðist með minningar forfeðra sinna og -mæðra í frum- unum. Eftir því sem á ævina líður hlaðast upp minningar, lifaðar og sögur frá öðrum. Þær hafa áhrif á okkur sem manneskjur. […] Á sýn- ingunni Djúp minninga deilum við hver og ein minningum okkar í sam- eiginlegu rými sem mögulega kalla fram persónulegar minningar hjá áhorfandanum.“ Opið er frá mið- vikudegi til sunnudags kl. 14-17. Djúp minninga í Grafíksalnum Gréta Mjöll Bjarnadóttir Plássið, ástar- þríhyrningar og bandarískar bók- menntir er yfir- skrift dagskrár á Gljúfrasteini á morgun kl. 15. Þar flytja Haukur Ingvarsson og Jenna Sciuto erindi um Sölku Völku. Fjallað verður m.a. um plássið og samskipti kynjanna auk þess sem Salka Valka verður sett í samhengi við bandarísk- ar bókmenntir. Haukur fjallar um „Plássið hennar Sölku“ og tengir við smábæjarbyltinguna í bandarískum bókmenntum. Erindi Jennu Sciuto er flutt á ensku og nefnist „Gender Dynamics and Love Triangles in Hall- dór Laxness’s Salka Valka and Willi- am Faulkner’s Sanctuary“. Jón Karl Helgason stýrir umræðum að loknum erindum. Frítt er inn á viðburðinn. Tvö erindi um Sölku Völku Haukur Ingvarsson Rumskarar nefn- ist sýning sem Guðrún Vera opn- ar í Höggmynda- garðinum í dag kl. 15. „Rumskari verður til þegar skynfæri, eins og nef, tekur sér ból- festu á steini líkt og fléttur eða skófir. Rumskarar geta orðið til víð- ast hvar á landinu, en í höggmynda- garðinum standa tólf Rumskarar sem allir koma frá Vogabyggð í Reykjavík þar sem verið er að byggja nýtt íbúðarhverfi. Þeir eru steinbrot úr bergi sem nýverið var sprengt til að koma upp grunni fyrir nýbyggingu. Þessir steinar eru í raun eins og nýburar, huldir jarð- leir, líkt og nýfædd börn með ung- barnafitu, þegar þeir voru teknir úr hrúgum, enn sárir og rispaðir eftir ofbeldisfulla sundrung bergsins.“ Rumskarar í Högg- myndagarðinum Guðrún Vera Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Ég er listamaður. Ekki leikkona í þröngri skil- greiningu þess orðs – þótt ég virði auðvitað leikkonur fyrir það sem þær gera,“ segir Rossy de Palma og bankar ákveðið á handarbakið á mér þegar ég spyr hana út í leiklistarferilinn. Og þegar ég minnist á að hún sé komin til landsins sem heiðursgestur kvikmynda- hátíðarinnar RIFF í ár, þar sem sérstöku kast- ljósi er beint að spænskri kvikmyndagerð, og hún sé því væntanlega hér sem fulltrúi þeirrar spænsku kvikmyndagerðar, þá hnussar í henni og hún segist, og bankar á handabakið á mér því til áréttingar, ekki trúa á það að vera fulltrúi einhvers svæðis í einu eða neinu. „Einu landamærin sem ég trúi á tengjast matargerð! Og mín matargerð er frá Miðjarðarhafssvæð- inu,“ segir hún og hlær. Þessi bráðskemmtilega kona, Rossy de Palma, er vissulega, og hvað sem hún segir, eitt kunnasta andlit spænskrar kvikmyndagerðar. Og það ekki síst fyrir snilldarleik í fjölmörgum kvikmyndum leikstjórans Pedros Almodóvars, eins dáðasta leikstjóra samtímans. De Palma birtist fyrst í La ley del deseo árið 1987, í litlu hlutverki, en í framhaldinu í stærri hlutverkum í Konur á barmi taugaáfalls (1988) og Átame! (1989). Hún sló í gegn með leik sínum í þessum myndum og fór í framhaldinu að leika í kvik- myndum fleiri leikstjóra og það víða um lönd, meðal annars í Prêt-à-Porter Roberts Altmans (1994) og allmörgum ítölskum kvikmyndum; hún hefur nú leikið í um 70 kvikmyndum og mörgum sjónvarpsþáttaröðum að auki. En De Rossi hefur haldið áfram að vera fastagestur í kvikmyndum Almodovars, hefur leikið í níu alls, nú síðast í hinni frábæru Madres paralelas (2021) þar sem hún leikur á móti Penélope Cruz. Og hún er líka ljósmyndari, ljóðskáld, tískufyrirsæta og söngkona í hljómsveitum. Eins og hún segir – listamaður. Verður alltaf að vera að skapa eitthvað „Veistu, ég er eiginlega orðin leið á að vera spurð alltaf sömu spurninganna um kvikmynd- ir,“ segir Rossy de Palma þegar við erum sest niður til að ræða um einmitt það viðfangsefni. Allt í lagi, segi ég, tölum þá um ljósmyndun. Þú verður líka heiðursgestur á Paris Photo í næsta mánuði, þeirri miklu ljósmyndakaupstefnu. „Já, ég elska ljósmyndir og ljósmyndara,“ segir hún áköf, „og er ljósmyndari sjálf. Nýlega var ég í New York og tók þar bara pola- roid-myndir. Myndaði mikið í Washington Square-garðinum því mannlífið er svo litríkt þar, ég myndaði skákmennina þar, heimilis- laust fólk sem er allt heimspekingar, stráka í körfubolta – þar er öll mannlífsflóran. Ég tók tvær myndir af öllum, hélt þeirri betri fyrir mig og gaf fyrirsætunum hina. Og svo spjallaði ég við alla, myndavélin tengir fólk saman. Einn daginn fór ég lengst upp í Bronx- hverfið, að leiði Billie Holiday. Það var sko ekk- ert líkt leiði Jims Morrison í París sem er þakið blómum og gjöfum. Leiði Billie er svo dapur- legt. Hún hvílir þar með mömmu sinni og á leið- inu voru nokkur tjásuleg plastblóm. Ég tók mynd af leiðinu þannig en setti svo á það vasa með vendi af hvítum blómum sem ég kom með og þá kom einn stakur sólargeisli sem lýsti gröfina upp. Það var mjög fallegt. Mér fannst þá eins og Billie Holiday brosti.“ Og samtalið um ljósmyndun fer um víðan völl. De Palma sýnir mér í síma sínum úrval mynda ýmissa þekktra ljósmyndara sem verða á sýningum á Paris Photo í nóvember og hún hefur valið sem gestasýningarstjóri. Og hún sýnir líka myndir sem ólíkir ljósmyndarar hafa tekið af henni í samvinnu sem hún segir alltaf hafa verið gefandi og ánægjulega. „Ég hef unn- ið með mörgum frábærum ljósmyndurum og skemmti mér við að sitja fyrir hjá þeim. Ég verð alltaf að vera að skapa eitthvað, það er mér eðlislægt. Og mér finnst best þegar eitt- hvað óvænt gerist í sköpunarferlinu, rétt eins og í raunveruleikanum þar sem alltaf verða uppákomur og óvæntir atburðir. Ég er hrifin af hverskonar spuna, vil hella mér út í óvissu í sköpunarferlinu.“ Listamenn bara farvegir fyrir listina Í sambandi við spunann kem ég að spurningu um kvikmyndagerðina; að við tökur sé De Palma bara einn þátttakandi af mörgum, heftir það ekki frelsið sem hún dáir svo mjög? „Ég reyni alltaf að halda í frelsið. Vegna þess að ég þori! Ég óttast aldrei að prufa eitthvað nýtt og takast á við það óvænta. Stundum segir persónan sem ég á að túlka mér eitthvað um hvernig ég eigi að láta eða bregðast við, því ég er í raun ekki leikkona – eins og ég sagði þá ber ég mikla virðingu fyrir leikkonum og leik- konum en er sjálf listamaður. Er skáld og skapa allskyns hluti. Ég get verið túlkandi, eins og vinkona mín Tilda Swinton. Hún hefur held- ur aldrei skilgreint sig sem leikkonu, við erum túlkendur, fágætir fuglar. Ég hef enga aðferð við túlkun, aðra en að hverfa! Til að geta túlkað aðra persónu verður mitt sjálf að hverfa úr lík- amanum og þá má ekki vera neitt egó, engin hégómleiki að þvælast fyrir.“ En væntanlega þarf Rossy de Palma fyrst að lesa handritið og byggja túlkun á því? „Vissulega, ég les það. Ég skil karakterinn sem ég túlka, hvaðan hún er, hvert hún er að fara og hvað kemur fyrir hana, en annars hef ég ekki hugmynd um hvað muni gerast við tök- urnar. Ég þarf að skilja hvað gerist í hverri senu en hef aldrei áhyggjur af æfingum. Í raun- verulegu lífi höfum við aldrei tækifæri til að æfa neitt! Þar er allt organískt og þannig vil ég hafa það þegar ég túlka annað fólk.“ De Palma hefur ekki lært leiklist en hún var uppgötvuð tvítug af Almodóvar í Madríd, þegar hún var komin til borgarinnar með níu manna hljómsveit sinni, Peor imposible – Hin verstu mögulegu – og hefur verið að leika síðan í kvik- myndum og á sviði og segist byggja á innsæinu. Henni finnst ekkert erfitt að leika á móti lærð- um leikurum, segist virða það sem þeir kunna og geta og í leiknum standi allir með sínum per- sónum. „Sumir beita einhverri aðferð – method – og ná með því lífrænum leik. Fyrir mig er það of mikil strategía, of mikið kerfi; dagsdaglega er ég raunsæismanneskja en í leik byggi ég al- farið á innsæinu. Ég veit ekki hvað mun gerast og vil ekki vita það. Vil bara sjá hvað gerist. Eins og ég sagði þá verður minn eigin per- sónuleiki að víkja úr líkamanum, ég legg hann undir persónuna sem kemur inn í mig. Og af- raksturinn getur verið undarlegur. Ég hef horft á sjálfa mig í kvikmyndum og undrast hvernig ég tala eða hreyfi hendurnar. En kar- akterinn hefur tekið mig yfir. Að leika hlutverk er eins og að leika sér – ég læt bara vaða. Ég vil heldur ekki hugsa um listamenn sem einhverja snillinga. Við erum bara farvegir fyr- ir listina. Og þá getur maður heldur ekki borið neina ábyrgð á því þótt afraksturinn verði ekk- ert sérstakur.“ Kann að meta minni hlutverkin Rossy de Palma er vægast sagt eftirsótt leik- kona eins og sést á því að hún leikur í þremur til fimm kvikmyndum á ári. „Já, en það eru ekki burðarhlutverk. Ég kann vel að meta minni hlutverkin,“ segir hún og brosir breitt. „Mér finnst gaman að koma á tökustað og taka stemninguna inn, gaman að vera með þeim sem eru við tökurnar og gaman að gleðja fólkið í kringum mig. Ævintýrið allt er mér mikilvægt, ekki bara það sem gerist fyrir framan tökuvélina. Á tíunda áratugnum lék ég til dæmis í mörgum lélegum ítölskum kvik- myndum en ég lærði ítölsku, fékk að búa í Róm og skemmti mér konunglega! Mér er alveg sama þótt kvikmyndir sem ég leik í þyki ekki góðar – þótt ég kjósi að þær séu það! Lykil- atriðið er að lífið er ævintýri.“ Og aftur hallar hún sér að mér og bankar á handarbak mitt máli sínu til áréttingar. En þegar Almodóvar hefur samband og vill að hún leiki í nýrri mynd, leggur hún þá allt annað til hliðar? „Já, allt er sérstakt þegar Pedro á í hlut. Það er einstaklega gaman að vinna með honum. Hann hefur líka gefið mér ótal ráð; alveg frá byrjun hef ég notið þess að sjá hann vinna. Allt er svo lífrænt í tökuferlinu og útkoman svo raunveruleg. Í Madres paralelas er hlutverk mitt lítið en samt svo áhrifaríkt og skapað af mikilli næmni af hans hálfu. Og þótt hlutverkið sé lítið þá legg ég mig alla fram við að gæða það raunverulegum tilfinningum. Pedro veit að ég er eins og jóker í spilastokk, hann kallar og ég geri hvað sem hann biður um.“ Lykilatriði að lífið er ævintýri - Spænska leikkonan Rossy de Palma er heiðursgestur alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar RIFF - Var uppgötvuð af Pedro Almodovar og sló í gegn með leik í mörgum mynda leikstjórans dáða Morgunblaðið/Einar Falur Dáir óvissu „Mér finnst best þegar eitthvað óvænt gerist í sköpunarferlinu, rétt eins og í raun- veruleikanum þar sem alltaf verða uppákomur og óvæntir atburðir,“ segir Rossy de Palma. Í „masterclass“-dagskrá í Háskólabíói í dag, laugardag, kl. 15.30 mun Halldóra Geirharðs- dóttir leikkona ræða við Rossy de Palma um feril hennar og konur í kvikmyndum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.