Morgunblaðið - 08.10.2022, Qupperneq 52
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2022
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Nýtt íslenskt leikrit, Nokkur
augnablik um nótt, eftir Adolf
Smára Unnarsson, verður frumsýnt
í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í
kvöld. „Á dásamlegu sumarkvöldi
uppi í bústað, yfir glóðheitu grill-
inu, kynnir Björk nýja kærastann
fyrir Ragnhildi, stóru systur, og
manninum hennar. Þær systurnar
ólust upp á brotnu heimili og hafa
farið ólíkar leiðir í lífinu. Ragnhild-
ur stefnir óðfluga inn á þing og er
gift fyrrverandi fótboltakappanum
Magnúsi sem nú gerir það gott í
fjárfestingum. Björk er alveg við
það að meika það í músíkinni og er
nýbúin að kynnast Óskari, sem er
bara „lowkey“ fínn gaur. Þetta
verður örugglega alveg yndisleg og
afslöppuð bústaðarferð,“ segir um
verkið á vef leikhússins. Leikstjóri
sýningarinnar er Ólafur Egill
Egilsson og leikararnir fjórir í
verkinu eru Björn Thors, Ebba
Katrín Finnsdóttir, Hilmar Guð-
jónsson og Vigdís Hrefna Páls-
dóttir.
Afkastamikill og frjór
Adolf hefur hin síðustu ár vakið
athygli sem rithöfundur, leikskáld
og leikstjóri og hlaut í fyrra þrjár
Grímutilnefningar fyrir óperuna
Ekkert er sorglegra en mann-
eskjan. Hann á að baki nám við
sviðslistadeild Listaháskóla Íslands
og lauk í haust þriggja ára meist-
aranámi í leikstjórn við DAMU,
leiklistarháskólann í Prag. Útskrift-
arsýning hans þar, á verki Josefs
Topols, Koèka na kolejích, var
frumsýnd í mars en almennar sýn-
ingar hófust aftur í gær í leikhúsinu
DISK í Prag. Tvær skáldsögur eft-
ir Adolf hafa verið gefnar út, Um
lífsspeki Abba og Tolteka (Eða líf
mitt sem Olof Palme) árið 2017 og
Auðlesin á þessu ári. Og þá eru að-
eins nokkur verk upp talin frá þess-
um afkastamikla og frjóa höfundi.
Fyrsta verkið í Þjóðleikhúsinu
Blaðamaður hitti Adolf á kaffi-
húsi viku fyrir frumsýningu og var
hann þá nýkominn frá Tékklandi og
hafði enga æfingu séð á leikriti sínu
í Þjóðleikhúsinu. Leikritið er það
fyrsta eftir Adolf sem sett er á svið
í því leikhúsi og líka fyrsta hefð-
bundna dramað sem hann skrifar
fyrir leiksvið. „Þetta er frumraun
mín í Þjóðleikhúsinu sem hefð-
bundið leikskáld en ekki frumraun
mín sem sviðslistamaður,“ bendir
Adolf á.
Segir hann Nokkur augnablik um
nótt hefðbundið drama, sam-
tímalega tragedíu. „Þetta fylgir
nánast þeim reglum til hins ítrasta
og ég reyni að nota dramaformið til
að koma mínum hugmyndum til
skila,“ segir Adolf og er í framhaldi
spurður að því hvaða eiginleika
dramaformið hafi. „Við notum
dramað til að skoða manneskjur á
sviði fyrir framan okkur, lifandi.
Leikarar leika manneskjur og við
horfum á þykjustuleikinn og reyn-
um að láta skemmta okkur, fræða
okkur eða uppgötva eitthvað nýtt
innra með okkur um samfélagið.
Ég er að fara þangað því ég held að
hin nýja kynslóð sviðslistafólks sé
dálítið hrædd við þetta drama, vilji
frekar gera sýningar um að gera
sýningar eða sýningar sem fjalla
meira um leikhúsið sjálft. En ég fer
alla leið í þykjustuleikinn.“
Adolf segir umfjöllunarefnin
nokkuð sem fólk glími við í samtím-
anum. „Þess vegna er drama svo
nátengt lýðræðinu. Við setjum per-
sónur í ákveðnar kringumstæður
og horfum á þær taka ákvarðanir,“
útskýrir hann.
Dramaformið er ævafornt, eldra
en Jesús Kristur, bendir Adolf á,
þegar hann er spurður að því hvort
verkið sé dálítið gamaldags. „Við
vorum farin að gera leikrit sem eru
ennþá sýnd í dag áður en Jesús
fæddist. Leikritið mitt er samt ekki
gamaldags, ég myndi ekki segja
það. Ég myndi segja að ég væri
með ferskar hugmyndir en formið
sjálft, leikhúsið, er náttúrlega eld-
gamalt.“
Persónur með brostna drauma
Líkt og lýst var í upphafi fjallar
leikritið um tvö pör í sumarbústað
og leikskáldið er spurt að því hvort
verkið sé stofudrama. „Já, smá
stofudrama, ég held að sumar-
bústaðurinn sé okkar stofa,“ svarar
Adolf kíminn. Bústaðurinn hafi ver-
ið notaður í fleiri íslenskum verkum
og sé því nánast orðinn klisju-
kenndur en hann sé að reyna að
gera verk í anda bandarísku verk-
anna frá sjötta áratugnum, eftir
höfunda á borð við Tennessee Willi-
ams og Arthur Miller. „Við horfum
á einhverjar manneskjur, þetta er
þeirra saga en um leið saga sam-
félagsins. Það er einhver stærri
saga í þessu öllu. Við erum að horfa
á persónur með brostna drauma.
Sjálfsmynd þeirra er týnd, þau vita
ekkert hvar þau eru og eru að
reyna að ríghalda í einhverja
ímynd. Þetta erum við öll að glíma
við og líka Evrópa og Ísland,“
útskýrir Adolf.
Hann er beðinn um að segja nán-
ar frá persónum verksins, kynna
þær fyrir lesendum. „Þarna eru
tvær systur, Björk og Ragnhildur.
Þær ólust upp á brotnu heimili og
eru að reyna að fjarlægja sig því
með því að fara nýjar leiðir í lífinu.
Eldri systirin, Ragnhildur, er á leið
inn á þing fyrir flokk sem systirin
telur ekki endilega réttan og hún á
þennan ríka mann, þennan flotta
sumarbústað og er með meistara-
gráðu frá London. Hún fetar þá
leið en systir hennar er ung og
upprennandi tónlistarkona, reiður
pönkari, með heiminn á herðum sér
og öll spjót úti,“ segir Adolf frá.
Systurnar eigi svo menn sem séu
ákveðnar táknmyndir karlmannsins
í dag, dálítið týndir og ríghaldi í
ákveðin hlutverk. Einn er „prima-
loft, grillandi uppi“, eins og Adolf
lýsir honum en hinn „kristinn fót-
boltadrengur“ sem vill að allir njóti
lífsins og séu góðir hver við annan.
Sá er unnusti pönktónlistarkon-
unnar reiðu, yngri systurinnar.
„Þetta eru náttúrlega persónur af
holdi og blóði og realískar á sviðinu
en líka táknmyndir hugmynda eins
og allar leikpersónur eru,“ útskýrir
Adolf.
Heilbrigt samband
Sýningin er nú í höndum leik-
stjórans Ólafs Egils Egilssonar og
segist leikskáldið spennt að sjá af-
raksturinn. Hann hafi setið sam-
lestur en ekki enn séð verkið á
sviði. Adolf segir leikaravalið virki-
lega gott og mikinn heiður fyrir
hann að slíkt einvalalið komi að
sýningunni. Leikstjórinn komi auð-
vitað með sína nálgun og hafi komið
með hugmyndir um það á hverju
mætti skerpa. „Það er bara mjög
heilbrigt samband leikstjóra og
leikskálds,“ segir Adolf um sam-
vinnu þeirra Ólafs.
Verkið er dramatískt en Adolf er
engu að síður spurður að því hvort
það sé ekki líka fyndið á köflum.
„Það er bráðfyndið. Ég er alltaf að
reyna að selja allt sem ég geri sem
háalvarlegt en aðrir vilja auglýsa
það sem bráðfyndið,“ svarar hann
sposkur. „Ætli þetta sé ekki þetta
hefðbundna, alvarlegir undirtónar.
Brecht sagði að besta leiðin til að
breyta lýðnum væri að skemmta
honum, að pólitíkin væri best þegar
hún væri skemmtileg,“ bendir hann
á. Best sé að ná heilbrigðu jafnvægi
milli gamans og drama. Hlutverk
leikhúss sé enda meira en bara að
skemmta fólki, það þurfi líka að
takast á við samtímann og gagn-
rýna hann.
Vill vera evrópskur leikstjóri
Það er nóg um að vera hjá Adolfi
þessa dagana. Nýtt leikrit frum-
sýnt í kvöld á Íslandi, í gær var
sýning hans í Prag endurfrumsýnd
í DISK-leikhúsinu og óperan Ekk-
ert er sorglegra en manneskjan
sýnd á íslenskri sviðslistahátíð í
Póllandi eftir þrjá daga, 11. októ-
ber. Hann segir þetta einmitt þá
stöðu sem hann hafi sóst eftir þeg-
ar hann hélt til Tékklands. „Þetta
er það sem ég vil vera. Ég vil vera
evrópskur leikstjóri,“ segir Adolf,
sem heldur úti vefsíðunni adolf-
smari.com, þar sem má kynna sér
verk hans og feril.
Sumarbústaðurinn er okkar stofa
Ljósmynd/Ekaterina Fonina
Leikskáld „Ég fer alla leið í þykjustuleikinn,“ segir Adolf Smári Unnarsson.
Ljósmynd/Jorri
Sumar Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Björn Thors, Hilmar Guðjónsson og Ebba Katrín Finnsdóttir í hlutverkum sínum.
- Nokkur augnablik um nótt, nýtt leik-
rit eftir Adolf Smára Unnarsson, verður
frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld
- Systur hittast í bústað með mökum
sínum - Drama sem er þó ekki laust við
að vera fyndið, segir höfundurinn
Fernir tónleikar
verða haldnir á
WindWorks-
tónlistarhátíðinni
2022 sem fram
fer um helgina.
Tvennir tónleikar
verða í Sjóminja-
safninu í dag kl.
14 og 15 og
Safnahúsinu við
Hverfisgötu á morgun kl. 14 og 15.
„Frábærir ungir gestir frá Ítalíu
fylla sali safnanna með suðrænum
tónum,“ segir í tilkynningu, en allir
tónleikar eru um 30 mín. að lengd.
Enginn aðgangseyrir er á tón-
leikana en greiða þarf aðgangseyri
inn á söfnin. Flytjendur eru Fran-
cesco Rigermo Spinelli saxófónleik-
ari, Alice Morosi, flautuleikari, Pa-
mela De Sensi flautuleikari og Helga
Björg Arnardóttir klarinettuleikari.
Þau frumflytja m.a. verk eftir F.
Borghetti og T. Sagrazzini.
Fernir tónleikar á
WindWorks-hátíð
Alice Morosi
Tveir pott-
ar mjólk
nefnist
sýning
sem Loji
Höskulds-
son opnar
í Komp-
unni
Alþýðuhúsinu á Siglufirði í dag,
laugardag, kl. 14. Listamaðurinn
verður á staðnum í dag og tekur á
móti gestum. Sýningin verður síðan
opin daglega milli kl. 14 og 17 til
23. október. Loji útskrifaðist úr
myndlistardeild LHÍ 2010. „Í mynd-
list sinni kannar Loji hefðbundnar
og nýjar leiðir í útsaumi, tækni sem
hann hefur þróað út frá móður
sinni en hún er atvinnusaumakona
og útsaumssnillingur. Í útsaumi
hans er viðfangsefnið fengið úr
hversdagsleikanum; plöntur, ávext-
ir og hlutir sem finnast á heim-
ilum,“ segir í tilkynningu.
Tveir pottar mjólk
í Kompunni
Útsaumur Verk eftir Loja.
Fyrstu tónleikar
nýs starfsárs
Kórs Langholts-
kirkju verða í
Langholtskirkju
í dag kl. 16. Kór-
inn fær „til sín
góða gesti frá
Björgvin í Nor-
egi, tónlistarhóp-
inn Collegium
Musicum, kór og
hljómsveit, sem skipar sér í fremstu
röð tónlistarhópa þar í borg, og er
sérstakt ánægjuefni að fá hann
hingað til landsins,“ segir í tilkynn-
ingu. Á efnisskrá eru tvö verk eftir
Händel, Zadok the Priest og Dixit
Dominus, sem kórarnir flytja í sam-
einingu, ásamt íslenskri messu eftir
Magnús Ragnarsson, sem stjórnar
tónleikunum. Kór Langholtskirkju
frumflutti messuna 2021 og er hún
væntanleg á streymisveitur. Miða-
sala fer einungis fram við inngang.
Tveir kórar syngja
í Langsholtskirkju
Magnús
Ragnarsson