Morgunblaðið - 13.10.2022, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.10.2022, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2022 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Hólmfríður María Ragnhildardóttir Þorsteinn Ásgrímsson Inga Þóra Pálsdóttir Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ og formaður Rafiðnaðar- sambandsins, segir, spurður hvort raunhæft sé að sátt náist innan sam- bandsins, það ekki sjálfgefið. „Við þurfum að leggja orku í þetta samtal og taka okkur tíma í þessa vinnu.“ Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari Efl- ingar og frambjóðandi til forseta ASÍ, telur það komið undir þre- menningunum Sólveigu Önnu, Ragnari Þór og Vilhjálmi að sátt ná- ist innan ASÍ. „Það er náttúrlega að mestu leyti undir Sólveigu, Vilhjálmi og Ragnari komið. Það eru þau sem taka þessa ákvörðun að draga framboð sín til baka. Það er þeirra að vera tilbúin að vinna með ASÍ,“ sagði Ólöf í samtali við mbl.is í gær. Kristján Þórður telur það hafa verið rétta ákvörðun að fresta þingi sambandsins fram á næsta ár, enda hafi aðstæðurnar sem upp voru komnar verið „fordæmalausar“. Kristján Þórður sem var í fram- boði til fyrsta varaforseta ASÍ, hefur ekki tekið ákvörðun um hvernig hann muni haga framboði sínu á næsta ári, en eins og stendur býður hann sig áfram fram til fyrsta vara- forseta. Líkt og greint var frá í gær var þingi ASÍ frestað fram á næsta ár. Tillaga þess efnis var samþykkt með miklum meirihluta á þinginu um há- degisbil í gær, enda taldi margur þingfulltrúinn ekki stætt á að halda því áfram undir þeim kringumstæð- um sem höfðu myndiast með klofn- ingi ASÍ. Tillagan var borin upp í kjölfar uppákomu mánudagsins, þegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, for- maður Eflingar, og Vilhjálmur Birg- isson, formaður Starfsgreinasam- bandsins og Verkalýðsfélags Akra- ness, greindu frá því að þau væru búin að draga framboð sín til mið- stjórnar ASÍ til baka. Þá gengu for- menn VR og Eflingar af þinginu ásamt flestum þingfulltrúum sínum. Að öllu óbreyttu mun Kristján Þórður skipa embætti forseta ASÍ fram að næsta þingi og gerir hann ekki ráð fyrir því að segja sig frá for- mannsembætti Rafiðnaðarsam- bands Íslands fyrir komandi kjara- viðræður. Réttasta niðurstaðan „Ég held að þetta hafi verið rétt- asta niðurstaðan á þessum tíma- punkti við þessar aðstæður. Ég tel að við hefðum illa getað gert eitthvað annað,“ sagði Kristján Þórður í sam- tali við mbl.is í gær. Samkvæmt dagskrá átti stjórnar- kjör að fara fram eftir hádegi í gær. Ljóst er að ekkert varð úr því. Eftir að Ragnar Þór dró sitt framboð til forseta til baka á mánudaginn var Ólöf Helga Adolfsdóttir ein eftir í framboði. Hún stendur enn við fram- boð sitt. Ragnar stendur við sitt Í samtali við mbl.is. í gær, eftir að ljóst var að þinginu yrði frestað, sagðist Ragnar Þór vera staðfastur í sinni ákvörðun. Hann ætlar ekki að bjóða sig fram til forseta ASÍ. Þá kallaði hann eftir því að hann fengi vinnufrið til þess að sinna sínu félagi og gagnrýndi málflutning Halldóru Sigríðar Sveinsdóttur, for- manns stéttarfélagsins Bárunnar. Hún sagði í viðtali við mbl.is að at- burðarás mánudagsins hefði ekki komið sér á óvart og sagði hana hafa verið hannaða fyrir þingið. „Þetta lýsir í rauninni bara ná- kvæmlega ástæðunni fyrir því að ég ákvað að stíga til hliðar. Ég vissi það í hjarta mínu að árásum þessa fólks myndi aldrei linna – þó ég næði kjöri sem forseti, að þau myndu aldrei hætta. Þau hafa kallað mig ofbeldis- mann, hafa kallað mig valdasjúkan, hafa talað um að ég hafi ætlað mér að reka starfsfólk VR ítrekað, ítrekað,“ sagði Ragnar við mbl.is í gær. „Ég vil bara fá frið, ég vil fá vinnu- frið til þess núna að vinna fyrir mitt félag. Hvernig væri ef þau myndu bara gefa mér þennan frið? Ég sagði mig frá þessu til að gefa þessu fólki rými til að taka yfir Alþýðusamband- ið, ég hef ekki lýst því yfir að mark- miðin séu einhver önnur. Þau fengu þetta rými, þau voru með yfirlýst markmið um að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að ganga úr skugga um að við næðum ekki kjöri,“ sagði Ragnar enn fremur. Efast um gagnsemi aðildar Sólveig Anna og Ragnar Þór hafa bæði efast um að sín félög eigi heima innan raða ASÍ. Í samtali við mbl.is í gær sagði Sólveig Anna niðurstöðu þings ASÍ, að því skuli frestað til næsta árs, ekki breyta afstöðu sinni. Þá sagðist hún ekki eiga von á því að Efling muni taka þátt í komandi kjaravið- ræðum á vettvangi ASÍ, en fulltrúar stærstu félaga sambandsins hafa tekið þátt í samninganefnd ASÍ, þar sem fjallað er um sameiginleg mál launþega í hreyfingunni. Sáttin um ASÍ ekki sjálfgefin - Forseti ASÍ sáttur við að þinginu hafi verið frestað - Mikill meirihluti samþykkti að fresta - Ólöf Helga heldur ótrauð áfram með sitt framboð - Ragnar Þór óskar eftir vinnufriði fyrir VR Morgunblaðið/Kristinn Magnúss ASÍ Ekki er að sjá á mætingunni á þingið í gærmorgun að meirihluti þingfulltrúa hafi gengið frá störfum þingsins. Samþykkt var að fresta þinginu. Morgunblaðið/Eggert Formaður Halldóra S. Sveinsdóttir, formaður stéttarfélagsins Bárunnar. Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Trúverðugleiki Alþýðusambands Ís- lands er í húfi og ástandið sem skapast hefur innan hreyfingarinnar er þeim, sem hlut eiga að máli, til hneisu. Þetta segir Sumarliði R. Ísleifsson, sagn- fræðingur, í samtali við Morgunblaðið, en hann skrifaði sögu Alþýðusam- bandsins sem kom út árið 2013. „Þetta er náttúrlega verst fyrir fólkið í hreyfingunni, hinn almenna félaga. Hreyfingin virðist vera óstarf- hæf. Þegar maður er bara að berjast við samherja sína fer alveg rosaleg orka í það og fólk hugsar kannski ekki um margt annað,“ segir hann. „Er ekki hægt að orða þetta þann- ig að þetta sé bara fólki til hneisu, fólkinu sem á að standa fyrir sam- stöðu fólks og berjast fyrir sameig- inlegum hagsmunum? Þegar mál hafa þróast svona er trúverðugleiki hreyfingarinnar í húfi.“ Spurður út í áhrif þessarar sundrungar á kjaraviðræður segir Sumarliði: „Kjaraviðræður snúast ekki bara um laun heldur snúast þær líka um alls konar sam- eiginleg mál. Þar hefur þurft að hafa sameiginlegan vettvang, eins og Al- þýðusambandið er. Það er náttúrlega frekar ljóst að Alþýðusambandið stendur ekki sterkt og það er líka ljóst að það er erfitt að ræða sameig- inleg mál við einstök félög. En maður veit ekki hvernig mál þróast.“ Vitaskuld geti komið upp bandalög og þá minnir hann á að VR og Efling standi fyrir býsna stóran hluta verka- lýðsins. „Engu að síður hefur Alþýðu- sambandið gegnt mikilvægu hlut- verki í þessu samhengi.“ Sumarliði telur ómögulegt að segja hvort ASÍ muni lifa af þessa sundr- ungu og hægt verði að koma sam- bandinu á réttan kjöl með nýju þingi. En líta megi á það að núverandi for- seti sambandsins, Kristján Þórður Snæbjarnarson, sitji áfram í nokkurs konar málamiðlunarskyni. „Hann virðist að einhverju leyti standa á milli þessara fylkinga. Það hefur verið barist áður innan verka- lýðshreyfingarinnar og stundum hafa mál verið leyst þannig að það sé kall- aður til aðili sem talinn er geta staðið milli fylkinga. En ég geri ráð fyrir að það þurfi að lækka hitann áður en fólk geti farið að ræða saman af ein- hverju viti. Svo er ómögulegt að segja hvort það er hægt.“ Ástandið fólki til hneisu - Sumarliði R. Ísleifsson segir trúverðugleika ASÍ í húfi - Telur óvíst að óstarfhæfri hreyfingunni verði bjargað Sumarliði R. Ísleifsson Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . Skíðaferða Fjölbreytt úrval 595 1000 www.heimsferdir.is Flug & hótel frá 124.250 Frábært verð!að ve rð br e s f rir va r Í JANÚAR & FEBRÚAR Átökin innan ASÍ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.