Morgunblaðið - 13.10.2022, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 13.10.2022, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2022 iðar aðstæður, það er víða um heim, en þá þarftu að fara aðrar leiðir.“ „Það er þetta verndarkerfi, sem við verðum að slá skjaldborg um. Mis- notkun þess er að ógna tilvist þess, það er það sem er hættulegt.“ Dómsmálaráðherra minnir á að slík misnotkun sé oft tengd skipu- lagðri glæpastarfsemi. „Við erum vöruð við því af Europol og lögreglu í nágrannalöndum okkar, að straumurinn liggi svolítið til Ís- lands. Vatnið leitar þangað sem leiðin er auðveldust.“ Ekki ófyrirséður vandi Jón minnir á að straumur hælisleit- enda til Íslands hafi ekki verið ófyrir- séður, dómsmálaráðherrar undanfar- inna ára hafi ritað minnisblöð þess efnis, en þeim varnaðarorðum hafi ekki verið gefinn gaumur. „Þar standa upp úr þessi lagafrumvörp, sem dómsmálaráðherrar Sjálfstæðis- flokksins hafa verið að leggja fram og reyna að koma í gegnum þingið, en þingið hefur ekki hlustað. Það hefur ekki náðst samstaða um það. Því er ástandið orðið eins og það er. Ef við hefðum brugðist við með breyttri lög- gjöf fyrir tveimur árum eða þremur árum, þá væri staðan ekki eins og hún er í dag,“ fullyrðir Jón. „Ástandið í útlendingamálum hér er fyrst og fremst vegna þess að í okkar löggjöf eru þættir, sem eru öðruvísi en með öðrum þjóðum. Við erum hreinlega að bjóða betur.“ Hann rekur það annars vegar til einstakra lagaákvæða, en einnig til niðurstöðu kærunefndar útlendinga- mála, sem sé algerlega sjálfstæð stofnun og engin leið að bregða frá túlkun hennar á lögum eða niður- stöðum um oft mjög matskennda þætti. Eins séu fyrningarfrestir hér þannig, að beinlínis felist í þeim hvat- ar til að reyna að þvæla mál og hlíta ekki niðurstöðum um að fara úr landi. „Þessir þættir eru öðruvísi í okkar kerfi [en annars staðar], það eru þessir frestir og það er framfærslan. Í mörgum löndum er það þannig að ef þú hefur fengið synjun þá detturðu út af framfærslu eftir 30 daga. Þá færðu ekki lengur félagslega aðstoð, þú átt að fara af landinu, þú ert í ólögmætri dvöl. Hér heldur öll félagsleg þjón- usta og framfærsla áfram þar til þú ert farinn úr landinu. Þetta eru þær breytingar, sem ég er að reyna að innleiða í frumvarpi að nýjum útlend- ingalögum.“ Jón segir bráðnauðsynlegt að breyta þessu, enda virki kerfið nú eins og segull á fólk. „Við erum að bjóða betur en aðrar þjóðir. Þess vegna liggur hlutfalls- lega svona mikill straumur til okkar,“ segir Jón og bendir á að nú séu um 20% hælisleitenda hér frá Venesúela, meira en helmingur fólks frá öðrum löndum en Úkraínu. Það sé innan við 1% á hinum Norðurlöndunum. 4.500 hælisleitendur á árinu „Á þessu ári er reiknað með að það geti orðið allt að 4.500 manns, sem komi inn í verndarkerfið. Það eru ein- ar Vestmannaeyjar á ári, um það bil sami fjöldi og fæðist hér á ári.“ Jón segir vandann blasa við og spyrja verði hvað Ísland beri í þeim efnum. „Hver er geta okkar? Hvenær bresta félagslegir innviðir, skólar, leikskólar, félagsleg þjónusta? Það er þess vegna sem ríkislögreglustjóri lýsir yfir hættustigi á landamærum. Ekki vegna þess að það sé örtröð á landamærunum, heldur í þeim úr- ræðum sem taka við. Þegar skamm- tímaúrræði og langtímaúrræði í hús- næðismálum eru þrotin, það er þá sem hættustigið er sett á.“ Jón hafnar því að hann sé með ein- hvern hræðsluáróður um hælisleit- endur. „Þetta eru staðreyndir, sem við verðum að horfast í augu við. Þjóðin þarf að gera sér grein fyrir þessari mynd og við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvernig við ætl- um að takast á við þennan vanda. Meðan við gerum það ekki mun vand- inn aukast.“ Jón segir ekkert óeðli- legt við að fólk í leit að betra lífi leiti hingað. „Maður hefur fulla samúð með því, en okkar geta til þess að taka á móti þessum mikla fjölda, sem fylgir því að við bjóðum betur en aðr- ir, innviðirnir þola það ekki.“ Innviðir þola ekki meira álag - Dómsmálaráðherra í viðtali við Dagmál - Segir breytingar á útlendingalögum bráðnauðsynlegar - Fjöldi hælisleitenda á við einar Vestmannaeyjar á ári - Ástæðan sú að Ísland býður betur en aðrir Morgunblaðið/Hallur Dagmál Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að standa verði vörð um verndarkerfi flóttamanna og koma í veg fyrir að í það sé sótt af öðrum en þeim, sem séu í bráðri lífshættu vegna stríðsátaka, innanlandsófriðar eða ámóta. DAGMÁL Andrés Magnússon andres@mbl.is Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að ekki sé lengur hægt að bíða með að gera breytingar á útlendinga- lögum, meðal annars til þess að sam- ræma þau lagaumhverfi á Schengen- svæðinu, en aðallega þó vegna þess að innviðir landsins þoli ekki þá gríðar- legu fjölgun hælisleitenda, sem hér hafi orðið. Hana megi að miklu leyti rekja til þess að hér sé „boðið betur“ en í öðrum löndum. Þetta kemur fram í viðtali við ráð- herrann, sem birt er í Dagmálum í dag, streymi Morgunblaðsins á net- inu, sem opið er öllum áskrifendum. Dómsmálaráðherra lætur í ljós von um að með frumvarpinu og ýmsum aðgerðum öðrum verði unnt að ná tökum á málefnum hælisleitenda, en móttaka þeirra hefur vaxið kerfinu og innviðum yfir höfuð. Ráðherra segir ekki unnt að bíða lengur með að taka af skarið í þeim efnum, flæðið sé stjórnlaust og bregðast þurfi við tafarlaust. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn, sem lagt er í að breyta þeim, því þetta er í fimmta sinn sem það er gert. Jón seg- ist bjartsýnni á að frumvarpið nái fram að ganga nú en áður og byggir það meðal annars á því að skilningur á eðli málanna og þeim vanda, sem við er að glíma, sé víðtækari en áður, enda hafi vandinn vaxið líkt og spáð var. „Það sem við erum fyrst og fremst að deila um eru flóttamenn, þeir sem koma hingað og eru að leita að vernd,“ segir Jón. Í þeim hópi séu hins vegar ekki allir á flótta undan stríði eða innanlandsástandi og líf fólks í bráðri hættu, líkt og eigi aug- ljóslega við um Úkraínumenn. „Síðan eru margir, sem nýta sér þetta kerfi og koma frá öðrum löndum, sem eru talin örugg, og eru að leita að betri lífskjörum. Það fólk ætti að koma og óska eftir dvalarleyfi og atvinnuleyfi,“ segir Jón. „Líf og limir þessa fólks eru ekki í hættu. Það getur búið við erf- Rennslið úr Grímsvötnum nálgaðist í gær tæpa 300 rúmmetra á sekúndu. Var vöxturinn þá hægari en reiknað hafði verið með. Miðað við þessa þróun er líklegast að hámarksrennsli úr vötnunum verði síðdegis í dag eða aðfaranótt föstudags, að því er Veðurstofan greindi frá í gær. Reiknað er með að það taki hlaup- vatn um sólarhring að renna undir Skeiðarárjökul frá Grímsvötnum og niður í farveg Gígjukvíslar við þjóð- veg 1. Áfram er reiknað með að há- marksrennsli út úr vötnunum verði um 500 rúmmetrar á sekúndu. Lík- legt er að rennslið við brúna yfir Gígjukvísl verði minna en úr vötn- unum sjálfum vegna dempunar hlauptoppsins í lónum framan við Skeiðarárjökul. Rennslið við brúna í þessu hlaupi mun því jafnast á við mikið sumar- rennsli og ekki hafa nein áhrif á mannvirki. Lítil sem engin skjálfta- virkni er í eldstöðinni og í gær hafði enginn gosórói mælst. Ljósmynd/Veðurstofan Grímsvötn Reiknað er með að hlaupið úr jöklinum verði lítið að þessu sinni. Hægðist á rennsli úr Grímsvötnum - Búist við hámarksrennsli í dag SPILAÐU GOLF Í PUNTA CANA, DÓMINÍSKA LÝÐVELDINU 25. NÓVEMBER - 04. DESEMBER BARCELÓ BÁVARO 5* SUPERIOR TVÍBÝLI MEÐ ÖLLU INNIFÖLDU, STAÐSETT VIÐ LAKES GOLFVÖLLINN. VERÐ FRÁ 499.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 GOLF@UU.IS INNIFALIÐ Í VERÐI: BEINT FLUG 5* HÓTEL MEÐ ÖLLU INNIFÖLDU BÓKUN Í BETRI SÆTI INNRITUÐ TASKA 20 KG. FLUTNINGUR Á GOLFSETTI 18 HOLUR Í 6 DAGA GOLFBÍLL INNIFALINN ÍSLENSK FARARSTJÓRN AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.