Morgunblaðið - 13.10.2022, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 13.10.2022, Qupperneq 14
14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2022 VIKUR Á LISTA 4 1 9 2 2 1 1 1 3 1 UNDIRYFIRBORÐINU Höfundur: Freida McFadden Lesarar: Katla Njálsdóttir, Erna Hrönn Ólafsdóttir ELSPA - SAGAKONU Höfundur: Guðrún Frímannsdóttir Lesari: Valgerður Guðrún Guðnadóttir ÖRLAGARÆTUR Höfundur: Anne Thorogood Lesarar: Svandís Dóra Einarsdóttir, Berglind Björk Jónasdóttir KÓSÝKVÖLDMEÐ LÁRU Höfundur: Birgitta Haukdal Lesari: Birgitta Haukdal GÁTAN Höfundar: Camilla Läckberg, Henrik Fexeus Lesari: Þórunn Erna Clausen STÚLKAN Í TRÉNU Höfundur: Jussi Adler-Olsen Lesari: Davíð Guðbrandsson SYSTURNAR Höfundur: Laila Brenden Lesari: Lára Sveinsdóttir ÞAR SEM BRIMALDAN BROTNAR Höfundur: Guðrún frá Lundi Lesari: Þórunn Erna Claessen DAGBÓKKIDDAKLAUFA: ALLTÁHVOLFI Höfundur: Jeff Kinney Lesari: Oddur Júlíusson GAMLÁRSKVÖLDMEÐ LÁRU Höfundur: Birgitta Haukdal Lesari: Birgitta Haukdal 1. 2. 3. 4. 7. 8. 6. 10. 9. 5. › - - - - TOPP 10 VINSÆLUSTU HLJÓÐBÆKURÁ ÍSLANDI VIKA 40 hverrar lóðar verði heimilt að byggja eitt íbúðarhús á 1-2 hæðum með hámarksbyggingarmagni 400 fermetra og hámarkshæð níu metra frá gólfkóta neðri hæðar. Húsin verða almennt á einni hæð en geta verið á tveimur hæðum ef landhalli gefur tilefni til. Einnig verður heim- ilt að hafa aukahús á einni hæð innan hverrar lóðar að hámarki 80 fer- metrar og hámarkshæð 4,5 metrar. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti 31. ágúst sl. að tillögur að breytingu á aðalskipulagi Þingeyj- arsveitar 2010-2022 og deiliskipulagi Skóga í Fnjóskadal yrðu auglýstar. Einnig var skipulagsfulltrúa falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna að breytingu á aðalskipulaginu varð- andi Skóga til athugunar. nokkuð grösugir, með allmörgum trjáplöntum sem eru sjálfsánar frá nálægu skóglendi. Lóðirnar sem um ræðir eru frá rúmlega 4.000 fer- metrum upp í um 6.700 fermetra. Allt að tvö stakstæð hús geta verið á hverjum byggingarreit, þ.e. íbúðar- hús og eitt minna hús, sem getur t.d. verið bílskúr, gestahús eða vinnu- stofa. Stofnæð hitaveitu liggur meðfram þjóðveginum um dalinn en neyslu- vatn fæst úr lindum í fjallshlíðinni. Þingeyjarsveit rekur grunnskóla á Stjórutjörnum, sem er ekki langt frá Skógarhlíð. Leyft að byggja 400 m2 hús Í breytingartillögu við deiliskipu- lag fyrir Skóga kemur fram að innan Guðni Einarsson gudni@mbl.is Áhugi á búsetu í Fnjóskadal hefur aukist með tilkomu Vaðlaheiðar- ganga. Þau gjörbreyttu tengingu dalsins við Eyjafjörð og Akureyri. Göngin eru sögð gera búsetu í Fnjóskadal áhugaverðan kost fyrir þá sem starfa á Akureyri eða vilja sækja nærþjónustu þangað. Gangamunninn Fnjóskadals- megin er í landi jarðarinnar Skóga. Eigendur Skóga hafa óskað eftir því að níu frístundalóðir í Skógarhlíð verði skilgreindar sem íbúðabyggð í aðalskipulagi. Skógarhlíð er ofan Ill- ugastaðavegar og rétt sunnan við gangamunnann. Þrjú íbúðarhús í byggingu „Öll uppbygging er jákvæð fyrir okkur, hvort sem hún er þarna, í kringum þéttbýliskjarnana okkar eða annars staðar. Fjölgun íbúa og fleiri byggingar er jákvætt,“ segir Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. Hann segir að það hafi verið viðbúið að meiri ásókn yrði í Fnjóskadal og nágrenni eftir að Vaðlaheiðargöng komu. Ekki hafi verið mikið um húsbyggingar þar undanfarin ár en nú eru þrjú íbúðar- hús í byggingu á bújörðum á svæð- inu. Það tengist því að yngri kyn- slóðir eru að snúa heim. Þá er mikil ásókn í sumarhús. Allt að tvö hús á hverri lóð Í breytingartillögu að aðal- skipulagi Þingeyjarsveitar 2010- 2022 vegna íbúðabyggðar í landi Skóga í Fnjóskadal segir m.a. að í Skógarhlíð séu nú melar og móar, Undirbúa íbúðabyggð við Vaðlaheiðargöng - Áhugi á búsetu í Fnjóskadal jókst með jarðgöngunum Tölvuteikning/ALTA Skógarhlíð Gangamunni Vaðlaheiðarganga í Fnjóskadal er til hægri. Fyrirhuguð íbúðabyggð í landi Skóga er afmörkuð með hvítum ramma. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við þurfum að átta okkur á því hvernig við nýtum hliðarstrauma frá öðrum framleiðendum okkur til framdráttar. Áburðarverð er orðið svo hátt að við þurfum að leita ann- arra lausna í anda hringrásar- hagkerfisins,“ segir Gunnar Þor- geirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Samtökin halda ráðstefnu með yfirskriftinni Græn framtíð á morgun á svokölluðum degi landbún- aðarins sem haldinn er í tilefni af opnun sýningarinnar Íslenskur land- búnaður. Gunnar vísar til þess með orðum sínum að á ráðstefnunni á morgun verður meðal annars kynnt verkefni sem Bændasamtökin og fyrirtæki í landeldi á laxi vinna saman að. Segir Gunnar að frá landeldinu og vinnslu afurðanna komi laxamykja, fóður- leifar, dauður fiskur og slóg. Verk- efnið snúist um það hvernig hægt sé að nýta þessi efni til áburðarfram- leiðslu hér á landi. Verksmiðju komið á fót Segir Gunnar að með uppbyggingu matfiskeldis í landeldisstöðvum og seiðastöðva sé magnið af þessum úr- gangi að verða vinnsluhæft og því sé horft til uppbyggingar verksmiðju í Ölfusi eða á Reykjanesi þar sem unn- inn verði áburður úr efninu. Áður verði búið að sía þurrefnið úr affalls- vatninu til að draga úr kostnaði við flutninga. Jafnframt þurfi að safna húsdýraáburði til að nota með. Áburðarefnin þurfi að dauðhreinsa svo hægt sé að dreifa þeim hvar á landinu sem er. Á ráðstefnunni kynnir Rúnar Þór Þórarinsson, yfirmaður sjálfbærni og nýsköpunar hjá Landeldi, verkefnið. Gunnar Þorgeirsson segir að Bænda- samtökin og Landeldi hafi í samein- ingu sótt um styrk til verkefnisins úr sjóði Evrópusambandsins sem hugs- aður er til að efla hringrás- arhagkerfið. Ráðstefnan Græn framtíð verður á Hótel Nordica og stendur frá klukk- an 10 til 12 á morgun. Eins og yfir- skriftin ber með sér verða flutt fleiri erindi um sjálfbærni í landbúnaði og loftslagsmál. Að loknum erindum verða pallborðsumræður. Sýningin Íslenskur landbúnaður 2022 verður haldin í Laugardalshöll- inni um helgina, frá 14. til 16. októ- ber. Er þetta önnur landbúnaðar- sýningin sem Ólafur M. Jóhannesson stendur fyrir en sú fyrri var 2018. Fyrirhugað var að halda aðra sýn- ingu á síðasta ári en því var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Raunar er löng hefð fyrir landbún- aðarsýningum hér á landi, eins og fram kom í grein í síðasta Bænda- blaði. Fyrsta búsáhaldasýningin var í Reykjavík árið 1921. Síðan hafa nokkrar sýningar verið haldnar í Reykjavík og á Suðurlandi. Margir minnast enn stórrar sýningar sem haldin var í Laugardalshöll árið 1968. Fjölbreytni og hreinleiki Markmið sýningarinnar er að kynna fjölbreytni íslensks landbún- aðar og hreinleika íslenskrar mat- vælaframleiðslu, að því er fram kem- ur í tilkynningu. Sýningin á jafnframt að vera öflugur vettvangur fyrir þjónustufyrirtæki í landbúnaði þann- ig að bændur og aðrir geti kynnt sér það nýjasta í tækjum og hvers konar rekstrarvörum. Laugardaginn 15. október verður fyrirlestraröð á sýningunni þar sem kynntar verða ýmsar nýjungar í landbúnaði, tækifæri, búráð og rann- sóknir. Gunnar Þorgeirsson er ánægður með að landbúnaðarsýning skuli vera haldin. Vonast hann til að margir neytendur muni sækja hana, auk bænda sem væntanlega geri það til að upplifa nýjustu tækni. „Það er mikilvægt fyrir landbúnaðinn að upp- lýsa fólk um það að mjólkin, kjötið eða grænmetið verður ekki til úti í búð. Það þarf að hafa heilmikið fyrir því að framleiða afurðirnar,“ segir Gunnar. Áburður unninn úr laxamykju - Verkefni Bændasamtakanna og Landeldis um nýtingu á úrgangi frá laxeldi á landi kynnt á degi landbúnaðarins - Landbúnaðarsýningin Íslenskur landbúnaður haldin í Laugardalshöll um helgina Morgunblaðið/Eggert Landbúnaðarsýning Ungur áhugamaður fékk að setjast í ekilssæti stórrar dráttarvélar á sýningunni 2018.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.