Morgunblaðið - 13.10.2022, Síða 18

Morgunblaðið - 13.10.2022, Síða 18
18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2022 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Án þess að neinar forsendur séu gefnar er alveg ljóst að stofnunum ráðuneytisins verður fækkað,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverf- is-, orku- og loftslagsráðherra. Endurskoðun til breytinga á rekstri og fyrirkomulagi þeirra stofnana sem undir ráðu- neyti hans heyra stendur nú yfir. Vinnan hófst á vormánuðum og meðal annars var gerð könnun meðal starfs- manna stofnana um viðhorf þeirra til uppstokkunar á málum. Stofnanir um- hverfis-, orku- og loftslagsráðuneyt- isins eru 13 talsins og stöðugildi við þau eru um 500, enda þótt starfs- mennirnir séu fleiri. Stofnanir þess- ar eru Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR), Landmælingar Íslands, Minjastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrurannsóknarstöðin við Mývatn, Orkustofnun, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Umhverfis- stofnun, Úrskurðarnefnd umhverf- is- og auðlindamála, Úrvinnslu- sjóður, Vatnajökulsþjóðgarður, Veðurstofa Íslands og Þjóðgarð- urinn á Þingvöllum. Árangur af starfi verði sem mestur Flestar hafa fyrrgreindar stofn- anir höfuðstöðvar í Reykjavík, en eðli mála samkvæmt eru starfs- stöðvar þeirra víða. Starfsmenn stofnananna eru um 500 og tæpur helmingur þeirra sem svöruðu spurningum í könnun Maskínu telja mikil og eða jafnvel mjög mikil tækifæri felast í því að sameinast. „Í ráðuneytum sem ég hef stýrt hef ég alltaf lagt áherslu á að fara yfir stofnanaumhverfi þeirra með það fyrir augum að árangur af starfi verði sem mestur og bestur. Við- skiptavinir okkar eru almenningur og skattgreiðendur og við eigum ávallt að hafa hagsmuni þeirra í huga við ákvarðanir sem þessar,“ segir Guðlaugur Þór. Í samtölum sínum við forstöðumenn stofnana hafi skýrt komið fram vilji þeirra til sameiningar stofnana og að spilin verði stokkuð upp. Þar megi til dæmis nefna rannsóknir og náttúru- vöktun, sambærileg verkefni sem sé sinnt af starfsmönnum fleiri en einnar stofnunar. Einnig sé land- vörslu sinnt í þremur stofnunum, það er Umhverfisstofnun, Vatnajök- ulsþjóðgarði og Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Í þessu efni megi hugs- anlega breyta málum, eins og leitast sé nú við í starfi, m.a. með utan- aðkomandi ráðgjöfum. „Ríkisrekstur hefur breyst mikið á undanförnum árum og kröfur hafa aukist, meðal annars vegna mann- auðs- og persónuverndarmála. Starfsemi lítilla stofnana er því orð- in talsverð áskorun og kallar á end- urskoðun,“ segir Guðlaugur Þór. Þá tekur hann fram að alls séu 52% ís- lenskra stofnana með færri en 50 starfsmenn, aðeins 9% með fleiri en 250 starfsmenn og 66% íslenskra stofnana séu á höfuðborgarsvæðinu. Samráð við starfsfólk og hugsanlega lagabreytingar Ráðherra væntir þess að á næstu vikum liggi fyrir tillaga að því hvaða stofnanir ráðuneytis hans verði sameinaðar og hvernig verkaskipt- ingu verði breytt. Til þess að svo megi verða þurfi hugsanlega að breyta lögum auk þess sem samráð við starfsfólk sé afar mikilvægt. Ekkert sé þó fast í hendi eða úti- lokað, svo sem að aðsetur einhverra stofnana verði flutt út á land, sam- anber að höfuðstöðvar ásamt að- alskrifstofu Vatnajökulsþjóðgarð hafa nú verið fluttar á Hornafjörð. Sérstakt markmið með endur- skoðun á stofnunum nú sé raunar að styrkja starfsstöðvar á landsbyggð- inni. Ráðherra skoðar að stokka upp stofnanir - Fækkun í undirbúningi - Ríkisreksturinn hefur breyst Morgunblaðið/Sigurður Bogi Náttúra Starfsemi stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis er m.a. norður í Mývatnssveit þar sem landvörslu og rannsóknum er sinnt. Guðlaugur Þór Þórðarson LC02 Leður Verð frá 339.000,- CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa / Euro) í allt að 6 mánuði. HÆGINDASTÓLL Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Örugg og traust þjónusta í fasteignaviðskiptum í áratugi arsalir@arsalir.is, s. 533 4200 Hagstætt verð. Glæsilegt skrifstofuhúsnæði. Sér inngangur. Tangarhöfði 6 - 2. hæð - 110 RVK ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN 533 4200 TIL LEIGU Auka aðalfundur Spoex verður haldinn í húsnæði félagsins, Bolholti 6, fimmtudaginn 20 október n.k. kl 17:30 Vignir Ö. Hafþórsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir útlit fyrir að atvinnuleysi á Íslandi verði að meðaltali 2-3 prósent á næsta ári. „Við væntum þess að það verði að meðaltali minna atvinnuleysi á næsta ári en í ár sem þýðir skort á vinnuafli á vissum landsvæðum myndi ég telja og neikvætt atvinnu- leysi,“ segir Vignir um horfurnar. Mælist allt niður í 0,7% Atvinnuleysi mælist nú 2,8% á landinu og hefur ekki mælst jafn lítið síðan í desember 2018, líkt og Morg- unblaðið hefur fjallað um síðustu daga. Þá mælist atvinnuleysið á Norðurlandi vestra 0,7%, 1,1% á Austurlandi, 1,2% á Vesturlandi og 1,3% á Vestfjörðum. „Á þessum landsvæðum mælist at- vinnuleysið svo lítið að það gefur til kynna að það vanti fólk á svæðið,“ segir Vignir. Spurður hversu mörg störf muni skapast í hagkerfinu á næsta ári kveðst Vignir ekki hafa nákvæma áætlun um það. Hins vegar megi ætla að hátt hlutfall þessara starfa sé þegar í boði, enda sé umframeftir- spurn eftir fólki í sumum greinum. Stór verkefni að fara af stað „Svo eru stór verkefni að fara af stað, á borð við innanvinnu í nýjum Landspítala. Atvinnuleysi hefur minnkað hratt í byggingariðnaði og ferðaþjónustu á landsbyggðinni og það kæmi mér ekki á óvart ef sama yrði upp á teningnum á höfuðborgar- svæðinu,“ segir Vignir. Hann líkir stöðunni á vinnumark- aði við árin 2015 til 2018 sem voru mikil uppgangsár í ferðaþjónust- unni. Árið 2017 hafi atvinnuleysi lægst farið í 1,8%. Hins vegar sé at- vinnuleysið meira en 2006 og 2007 (sjá graf). baldura@mbl.is Atvinnuleysi frá ársbyrjun 2005 til sept.2022* 12% 9% 6% 3% 0% '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 '22 Heimild: Vinnumálastofnun *Almennt atvinnuleysi, við bætist atvinnuleysi vegna skerts starfshlutfalls í faraldrinum í mars 2020 til maí 2021 3,0% 2,8% 12,8% Atvinnuleysi verði 2-3% á næsta ári - Sérfræðingur segir skorta vinnuafl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.