Morgunblaðið - 13.10.2022, Síða 24

Morgunblaðið - 13.10.2022, Síða 24
24 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2022 Málþing í tilefni af 10 ára afmæli U3A Reykjavík verður haldið laugardaginn 15. október, kl. 13.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Enginn aðgangseyrir. Hægt er að nálgast dagskrána og skrá sig á u3a.is Öll velkomin. Seinni hálfleikur Fræðsla og virkni alla ævi Danir hafa markað þá stefnu í lofts- lagsmálum að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 70 pró- sent árið 2030 borið saman við árið 1990 og ná kolefnishlutleysi árið 2050. Þetta kom fram í máli Glendu Napier, framkvæmdastjóra Orku- klasa Danmerkur, á ráðstefnu sem Orkuklasinn stóð fyrir nýlega undir yfirskriftinni Klasar sem drifkraftur nýsköpunar. „Markmið okkar er að viðhalda og styrkja hlut Danmerkur sem fyrir- myndar í þróun grænnar nýsköp- unar í alþjóðlegum lausnum í orku- málum,“ sagði Napier, samkvæmt útskrift af erindi hennar, sem Morg- unblaðið hefur fengið. Sagði Napier að nýsköpun væri lykill að því að ná loftslagsmarkmiðunum og þau yrðu því ekki aðskilin Orkuklasa Dan- merkur. Napier sagði frá reynslu sinni við uppbyggingu danska orkuklasans og fór yfir hlutverk hans í aðgerðum Dana hvað viðkemur loftslagsað- gerðum og orkuskiptum. Að sögn Napier tóku Danir upp opinbera klasastefnu árið 2013 og sú stefna er ein af lykilstoðum nýsköpunarstefnu þeirra. Klösunum er skipt upp í hér- aðsklasa, landsklasa og alþjóðlega klasa og sagði Napier nauðsynlegt að vera í návígi við uppsprettu verð- mætanna til að skapa alþjóðlegar tengingar. Napier sagði mikilvægt að klasar fyndu lausnir á ágreiningsefnum. Því þyrfti að liggja fyrir skýr stefna um það hvernig klasinn forgangs- raðaði fjármunum til verkefna og hvernig áherslur og leiðir væru skil- greindar í nýsköpun með það fyrir augum að auka skilvirkni og samlegð í klasasamstarfi á landsvísu og for- gangsraða fjármunum til klasa þar sem þekking og geta er sannarlega fyrir hendi. Guðlaugur Þór Þórðarson,um- hverfis-, orku- og loftslagsráðherra, flutti einnig ávarp á ráðstefnunni og sagði m.a. að brýn þörf væri á nýjum lausnum vegna óvissu í orkumálum Evrópu og svo vegna loftslagsbreyt- inga. Benti hann á að uppbygging Ís- lendinga til að nýta jarðvarma hefði gert kleift að skipta út innfluttri óendurnýjanlegri orku yfir í inn- lenda og endurnýjanlega orku. Þetta skapaði þjóðinni ávinning sem næmi um 7% af árlegri landsframleiðslu þjóðarinnar. Framkvæmdirnar hefðu einnig bætt þjóðaröryggi sem kæmi vel fram í því að um um þessar mundir væri þjóðin að miklu leyti varin fyrir áhrifum stríðsátaka í Evrópu sem meðal annars hefði valdið verðhækkunum á olíu og verð- bólgu. Þá væru innviðir í kringum endurnýjanlega orku mikilvægir til að gera okkur kleift að standa við al- þjóðlegar skuldbindingar um lofts- lagsmarkmið og orkuskipti. Danir stefna að því að ná kolefnishlutleysi 2050 - Nýsköpun lykill að því að ná loftslagsmarkmiðunum Orkuklasar Glenda Napier flytur erindi á ráðstefnu Íslenska orkuklasans. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Mynstrið í skemmtanalífinu hefur breyst,“ segir Rafn Hilmar Olsbo Guðmundsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann starfar á stöðinni við Hverfis- götu í Reykjavík sem meðal annars sinnir löggæslunni í miðbænum, þar sem fjöldi skemmtistaða er. Allt fram á árið 2020 eða þar um bil tók fyrir mannamót í langan tíma vegna heimsfaraldurs kórónuveir- unnar og var algengt að fólk sem ætlaði á skemmtistaði mætti í mið- bæinn um miðnæturbil og væri á svæðinu gjarnan fram til klukkan 5 og 6 á morgnana. Verkefnum lögreglu hefur fækkað Eftir að hömlum og samkomutak- mörkunum var aflétt í byrjun þessa árs er gangurinn æ oftar sá að fólk mætir í bæinn snemma kvölds. Sum- ir jafnvel síðdegis þegar á ölstofum eru tilboð undir merkjum „happy hour“. Í framhaldinu fara margir til dæmis á dansstaðina en halda svo heim á leið milli klukkan þrjú og fjögur. „Áður var mjög algengt að fjöl- mennt væri í miðbænum alveg fram til klukkan fimm og jafnvel til sjö á morgnana um helgar. Nú er sárafátt á svæðinu á þeim tíma og því fögn- um við í lögreglunni. Verkefnum okkar í miðbænum á þessum tíma hefur fækkað, enda þó alltaf sé eitt- hvað um ölvun, pústra og minnhátt- ar árásir. Heilt yfir er ástandið þó mun betra en áður var,“ segir Rafn Hilmar spurður um stöðu mála. „Miðborgarlífið um helgar ræðst annars af mörgum þáttum. Veður hefur mikið að segja og fyrsta helgi í mánuði, þegar unga fólkið eru ný- lega búið að fá laun útborguð, kemur alltaf sterk inn. Svo er alltaf rólegra yfir á prófatíma í framhalds- skólunum. Þetta segi ég án þess að byggja á rannsókn en þessi atriði eru þó engin vísindi fyrir lögreglu- mönnum sem hafa verið í miðborg- inni flestar helgar í mörg ár,“ segir Rafn. Hann bætir við að þótt borgar- bragurinn um helgar sé heldur rórri nú en fyrrum var sé ekkert gefið í löggæslunni. Fjölgað sé á miðborg- arvöktum um helgar. Sérstaklega sé þá horft til þess að alltaf sé mann- skapur á varðpóstum í Austurstræti og Kvos, enda séu margir skemmti- staðir þar og mannfjöldi oft mikill. Kunnugir segja enga leið að nefna hve margir sæki næturlíf miðborg- arinnar um helgar. Hundruð eða þúsund? Talan er óþekkt nema hvað jafnan eru fleiri í bænum á föstu- dags- en laugardagskvöldi. „Fólk mætir fyrr en áður. Í rekstri skemmtistaða er líka alveg stílað upp á slíkt, enda byrjar dagskrá kvöldsins nú gjarnan fyrr en áður,“ segir Jónas Óli Jónsson sem starf- rækir næturklúbbinn Hax, sem er á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs. Sá rekstur hófst í ágúst síðastliðn- um og hefur rúllað vel hingað til. Sunnudagurinn nýtist betur „Á pöbbum eru stundum tilboð fyrri hluta kvöldsins. Hjá okkur sem rekum dansstaðina er plötusnúður- inn svo stundum byrjaður upp úr klukkan 10 á kvöldin, mun fyrr en áður. Núna er líka mjög algengt að fólk sem fer út á laugardagskvöldi fari heim af djamminu kannski milli klukkan tvö og þrjú á nóttunni í stað þess að vera úti fram til klukkan fimm eða sex. Með þessu kemst fólk fyrr í hvíld og þá nýtist sunnudag- urinn betur,“ segir Jónas Óli Jón- asson um stöðu mála. Næturgleðin við völd á nýjum tímum Morgunblaðið/Ari Páll Reykjavíkurnætur Margir fara í miðbæinn um helgar og á skemmistaðina þar. Bragurinn hefur þó breyst og færri eru að alveg fram í morgunsárið. Áður var algengt að miðborgin væri full af fólki á heimleið við dagrenningu. Jónas Óli Jónasson Rafn Hilmar Guðmundsson - Breyttur taktur í skemmtanalífinu í Reykjavík eftir heimsfaraldur - Fólkið er fyrr á ferðinni - Ástandið er betra að mati lögreglu - Veður stór áhrifaþáttur - Dagskrá byrjar fyrr á kvöldin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.