Morgunblaðið - 13.10.2022, Síða 28
28 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2022
13. október 2022
Gjaldmiðill Gengi
Dollari 144.71
Sterlingspund 160.43
Kanadadalur 104.98
Dönsk króna 18.914
Norsk króna 13.498
Sænsk króna 12.789
Svissn. franki 145.43
Japanskt jen 0.9941
SDR 184.87
Evra 140.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.6854
VIÐTAL
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
„Hér á landi eru almennir fjárfestar
í Nasdaq-kauphöll á Íslandi um 31
þúsund sem jafngildir um 8% af
mannfjöldanum. Á mörkuðunum í
Eystrasaltsríkjunum er hlutfallið
svipað en í Svíþjóð er það 20%. Það
er hlutfall sem stefna mætti á hér á
landi á komandi árum.“ Þetta segir
Arminta Saladziene, framkvæmda-
stjóri Evrópumarkaða hjá Nasdaq.
Hún settist niður með Morgun-
blaðinu í gær og ræddi stöðu hluta-
bréfamarkaða hér á landi og er-
lendis.
Horfum til stærri markaða
„Við getum sagt að stóru mark-
aðirnir í Skandinavíu séu eins og
Pólstjarnan. Við stefnum þangað en
íslenski hlutabréfamarkaðurinn, rétt
eins og þeir sem byggðir hafa verið
upp á síðustu þremur áratugum í
Eystrasaltsríkjunum, eru skil-
greindir sem vaxtarmarkaðir. Þeir
eru ekki eins þroskaðir og t.a.m. sá
sænski en þeir þokast í rétta átt.“
Hún bendir raunar á að sænski
markaðurinn sé nokkuð sér á báti í
allri Evrópu. Mikil dýnamík sé þar
og þótt sænska hagkerfið standi að-
eins undir 4% af þjóðaframleiðslu
ESB þá hafi þriðjungur allra frum-
útboða á hlutabréfamarkaði farið
fram þar í landi árið 2021 og fjórð-
ungur þess fjármagns sem safnaðist
í slíkum útboðum hafi komið í gegn-
um þau.
„Svíþjóð er að kenna okkur
margt, ekki aðeins varðandi mark-
aðinn og stóru fyrirtækin heldur
einnig minni og meðalstór fyrirtæki
og hvernig þau geta nýtt sér mark-
aðinn til að sækja sér hagkvæma
fjármögnun.“
Saladziene segir að fleiri mæli-
kvarðar bendi til þess að íslenski
hlutabréfamarkaðurinn eigi mikið
inni.
„Enn sem komið er er umfang
markaðarins tiltölulega lítið í saman-
burði við hagkerfið í heild og þá er
þátttaka erlendra fjárfesta mun
minni en í mörgum samanburðar-
löndum.“
Vísar hún þar m.a. til þess að hlut-
deild erlendra fjárfesta í íslenskum
skráðum félögum er aðeins um 10%
en hlutfallið er í kringum 50% ann-
ars staðar á Norðurlöndunum.
Er það gjaldmiðillinn, bitur
reynsla frá bankahruninu eða smæð
hagkerfisins sem ræður þessu?
„Það er margt sem kemur til og
allt eru þetta hlutir sem hafa þarna
áhrif. En það eru líka styrkleikar
sem markaðurinn og hagkerfið hér
býr yfir sem haft getur jákvæð áhrif
og nú er margt sem eykur líkurnar á
því að erlent fjármagn muni í aukn-
um mæli koma inn á markaðinn.“
Vísar Saladziene m.a. til þeirrar
staðreyndar að FTSE hefur fært ís-
lenska hlutabréfamarkaðinn í flokk
nýmarkaðsríkja (e. Secondary
Emerging Markets). Olli það því að
15 fyrirtæki í Kauphöllinni komust
inn í hina svokölluðu FTSE Global
All Cap-vísitölu og frá og með 19.
september síðastliðnum tóku vísi-
tölusjóðir ekki síst að ota sér inn á
markaðinn hér heima.
„Þetta gekk mjög vel og með
þessu kemst markaðurinn, ekki að-
eins þessi fyrirtæki heldur fleiri, í
kastljósið hjá fjárfestum. Bæði þess-
um passívu en einnig öðrum.“
Segir Saladziene að markaðsaðilar
meti það sem svo að ákvörðun FTSE
leiði til erlendrar fjárfestingar sem
nemi 350-400 milljónum dollara.
„Í þessu felast tvíþætt tækifæri.
Annars vegar að fyrirtæki öðlast
fleiri tækifæri til að fjármagna sig og
stækka, það kallar aftur á fjölgun
starfa og aukinn hagvöxt, og hitt að
þetta skapar tækifæri fyrir fjárfesta
til að ávaxta fé sitt.“
Ísland færist ofar á skörinni
Það hafði einnig sín áhrif árið 2020
þegar MSCI færði Ísland í flokk ný-
markaðsríkja. Margt bendir til þess
að innan tíðar geti íslenski mark-
aðurinn færst skör ofar á þeim lista.
„Ef það gerist mun það hafa meiri
áhrif en þessi ákvörðun FTSE enda
MSCI nokkuð sem stærstu fjárfest-
ar Evrópu miða við í eignasöfnum
sínum.“
Spurð út í hvort Ísland eigi langt í
land með að tryggja sér betri mörk-
un hjá FTSE, svo skömmu eftir nýj-
ustu ákvörðunina, segir hún að það
muni taka tíma.
„Það þarf að stíga nokkuð mörg
skref til þess að af því geti orðið,
m.a. með tilliti til regluverks, að opn-
að verði fyrir ákveðnar heimildir til
skortsölu o.s.frv. en þetta eru allt at-
riði sem leysa má úr. Þess vegna
held ég að vinnan við þetta haldi ein-
faldlega áfram og að erlent fjármagn
muni jafnt og þétt vega þyngra á
markaðnum.“
Að undanförnu hefur talsvert ver-
ið rætt um áherslu fyrirtækja á sam-
félagsábyrgð og einkum umhverfis-
þáttinn. Þykir mörgum sem sú
áhersla sé fokin út í veður og vind í
orkukreppu í Evrópu þar sem Þjóð-
verjar ræsa nú gömul kjarnorkuver
og brúnkol þykja skárri kostur til að
knýja áfram verksmiðjur en að taka
við gasi frá Rússlandi.
Umhverfismálin vega þyngra
„Það er mikil skammsýni að halda
því fram að umhverfismál hafi
minna vægi nú en áður. Við sjáum að
þau fyrirtæki sem lagt hafa áherslu
á þau á síðustu árum koma betur út
úr þessari stöðu en þau sem látið
hafa undir höfuð leggjast að bregð-
ast við. Sjálfbæra orkan er nú á hag-
stæðara verði en sú sem mengar. Ég
held þess vegna að fólk verði að
gæta þess að horfa ekki til skamms
tíma. Til lengri tíma litið munu þau
fyrirtæki lifa af sem rísa undir sam-
félagsskyldum sínum.“
Tvöfalda má fjölda þátttakenda
Ljósmynd/Nasdaq
Reynsla Arminta Saladziene, framkvæmdastjóri Evrópumarkaða hjá Nas-
daq. Hún hefur gegnt lykilstöðum hjá Nasdaq í Evrópu á síðustu árum.
Stækkandi markaður
» Þótt gefi á bátinn þessa
dagana er íslenskur hluta-
bréfamarkaður í sókn.
» Fyrirtækjum á aðal- og First
North-markaði hefur fjölgað.
» Má þar nefna fyrirtæki á
borð við Síldarvinnsluna, Ís-
landsbanka og Play.
» Fleiri skráningar eru í píp-
unum.
- Íslenski hlutabréfamarkaðurinn í sókn að mati framkvæmdastjóra hjá Nasdaq - Gæti færst upp um
flokk hjá MSCI innan tíðar - Áhersla á umhverfismál mun skipta enn meira máli á komandi árum
Örn Valdimar Kjartansson, fram-
kvæmdastjóri félagsins Eskiáss,
áformar að hefja uppbyggingu á
hluta lóðar BM Vallár á Ártúnshöfða
eftir í fyrsta lagi tvö ár. Fram undan
sé vinna við gerð deiliskipulags fyrir
allan reitinn, sem áætlað sé að muni
taka að minnsta kosti eitt ár, og svo
muni BM Vallá ekki flytja sig af
fyrsta hluta reitsins fyrr en ári síðar.
Örn undirbýr uppbygginguna í
gegnum framkvæmdafélagið Höfða
sem er í jafnri eigu M3 fasteigna-
þróunar ehf. og E3 ehf.
Greint var frá kaupunum á Höfða í
tilkynningu en þar sagði að gera
mætti ráð fyrir
allt að 1.000 íbúð-
um, auk skrif-
stofu, verslunar-
og þjónusturým-
is, á heildarreitn-
um.
Mikið útsýni
yfir sundin
Frá lóð BM
Vallár er mikið
útsýni yfir sundin, Vogabyggð og
Bryggjuhverfið og verður fyrirhug-
uð borgarlínustöð á Krossmýrar-
torgi steinsnar frá en hún verður
hverfiskjarni.
Örn Valdimar hefur mörg járn í
eldinum og er nú, ásamt meðfjárfest-
um, meðal annars að reisa íbúðir í
Eskiási í Garðabæ. Hann segist að-
spurður hafa selt 130 íbúðir í Eskiási
1, 2 og 4 og þar af hafi tvö húsin,
númer 2 og 4, verið seld leigufélagi.
Eskiás 3 fari í sölu með vorinu en þar
verði 35 íbúðir. Áformað sé að ljúka
uppbyggingu alls 276 íbúða í Eskiási
síðla árs 2025 og því verði einhver
skörun milli síðasta hluta þeirrar
uppbyggingar og fyrstu skrefanna í
uppbyggingunni á Höfðanum. bald-
ura@mbl.is
Byrja að byggja á
Höfða eftir tvö ár
- Sömu fjárfestar og byggja í Eskiási
Örn Valdimar
Kjartansson
ÁSTRÍÐUR J. ÓLAFSDÓTTIR
Sýning í Gallerí Fold 15.-29. október
FELLINGAR
Opnun laugardaginn 15. október kl. 14
Allir
velkomnir