Morgunblaðið - 13.10.2022, Side 38

Morgunblaðið - 13.10.2022, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2022 Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is „Ég held því fram að bollar séu lífið og ég safna þeim eins og þeir séu ástin í lífi mínu,“ segir tónlistar- konan unga Tara Mobee sem mætti með sinn eigin bolla í Ísland vaknar á K100 á dögunum. Hún ræddi um lífið og tónlistina í þættinum en hún var að gefa út sína fyrstu EP-plötu á dögunum, plötuna „Weird Timing“. „Ég er búin að vera að vinna rosa mikið í [plötunni] og annars bara að lifa lífinu. Verða eldri og klárari en ekki sniðugri,“ sagði Tara við þau Kristínu Sif og Ásgeir Pál. Fimm lög eru á nýju plötunni en Tara semur lögin öll sjálf og segir þau afar persónuleg. „Þetta kemur bara svona út. Þetta er smá eins og að skrifa dagbók. Svo ákveð ég alltaf að deila því með öll- um heiminum sem er kannski sér- kennilegt skref fyrir suma. En það mætti segja að þetta væru daglegar hugsanir sem enda með smá hljómum undir.“ Spurð hvort hún telji tónlistina al- varlega sefir Tara að það fari algjör- lega eftir því hvernig manneskja horfi á það. „Mér finnst þetta mjög alvarlegt. Þetta er gríðarlega alvarlegt þar sem þetta er allt sem kemur upp á í mínu lífi. Og hvernig ég ætla að tækla það – eða ekki tækla það og hunsa það. Fyrir mér er þetta allt mega persónulegt. En fyrir aðra er þetta létt „bobs“ á laugardags- morgni.“ Céline Dion eins og guð Ef þú mættir sjá hvaða hljómsveit eða tónlistarmann sem er akkúrat núna, hverja/hvern myndir þú vilja sjá? „Céline Dion. Ég elska Célina Dion, ég lifi fyrir Céline Dion. Hún er á svona svipuðum stalli og guð fyrir mér,“ sagði Tara. „Hún er með töluvert öðruvísi tónlist en ég en að sjálfsögðu er hún fyrirmynd að einhverju leyti. Það er erfitt að líta ekki upp til mannveru sem er svona stórkostleg.“ Annað lagið á plötunni, For Now, var spilað í þættinum en Tara ræddi um lagið sérstaklega. „Þetta lag er um það að vera í þessari stöðu þar sem það er eitt- hvað sem þú ættir að vera að díla við en þú ákveður að gera það ekki,“ sagði Tara. „Fleiri bollar, fleiri lög“ „Þú bara sleppir því þangað til seinna. Þetta er svolítið um press- una sem kemur frá einhverjum öðr- um, fólki í kringum þig sem er að reyna að vera þarna fyrir þig en þú ert ekki að biðja um neitt. Þú ert bara að vera til. það er svona utanað- komandi pressa. Fólk má túlka það eins og það vill,“ sagði Tara sem seg- ir að fram undan hjá sér sé enn meiri tónlist. „Ég er komin til að vera núna. Fleiri bollar, fleiri lög. Ennþá meiri tónlist, hamingja og gleði,“ sagði hún. Hægt er að hlusta á plötuna „Weird timing“ á öllum helstu streymisveitum. „Ég er komin til að vera núna“ Tónlistarkonan Tara Mobee mætir alltaf með eigin bolla í útsendingu. Hún mætti með grísabolla í Ísland vaknar og ræddi um nýja plötu, tónlistina og lífið. Weird Timing Tara Mobee hefur gefið út sína fyrstu stuttskífu. Bollaást Tara Mobee kom með sinn eigin bolla í viðtal í stúdíói K100 í Hádegismóum. Fasteignir Þarftu að láta gera við? FINNA.is Ve 13 Við to rét Pe 21 reynsla Við fe pa 13 FITUEYÐING Sprautumeðferð • Eyðir fitufrumumámeðferðarsvæði •Varanlegur árangur • Einföld og fljótlegmeðferð Hringdu í okkur og bókaðu ráðgjöf núna! Góður árangur án mikils inngrips Sprautumeðferðmeð fituleysandi efni brýtur niður fitufrumur á meðferðarsvæði og skilar góðumvaranlegumárangri án alvarlegs inngrips. Um þjónustuna Við leggjum okkur fram um að viðskiptavinir okkar fái persónu- lega þjónustu. Við veitum faglega ráðgjöf um hvaða vörur henta hverjum og einum. Heimsendum vörur á höfuðborgar- svæðinu næsta virka dag og póstsendum út á land. Nánari upplýsingar veitir Tanja Björk í síma 412 4463. Við kynnum þjónustu á stóma- og þvagvörum Tanja Björk Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, tekur á móti viðskiptavinum í verslun Stoðar í Hafnarfirði, Trönuhrauni 8. Skannaðu kóðann til að fylgjast með fréttum af stóma- og þvagleggja- tengdum vörum. Sérhæft starfsfólk Tanja Björk hefur síðustu árin þjónustað viðskiptavini með stóma- og þvagvörur og einnig starfað á kvenlækningadeild LSH. Opnunartími Þjónusta hjúkrunarfræðings er frá 8:30-12:00 og 12:30-16:00 alla virka daga í Trönuhrauni 8. Vöruafhending í verslun er frá 08:00-17:00. Vöruframboð Við bjóðum upp á stómavörur og þvagleggi sem eru í samningi við Sjúkratryggingar Íslands. 412 4463 hjukrun@stod.is www.stod.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.