Morgunblaðið - 13.10.2022, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.10.2022, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2022 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elsku föður míns, sonar og bróður, MAGNÚSAR ARNAR SÖLVASONAR, sem lést föstudaginn 23. september. Okkar innilegustu þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Landspítala fyrir umhyggju og stuðning við erfiðar aðstæður. Vigdís Hrefna Magnúsdóttir Hrefna Magnúsdóttir Sölvi Steinn Alfreðsson Cathleen Doran Alfreðsson Steinþór Benediktsson Heiðdís Anna Marteinsdóttir Maríus Lawrence Sölvason Guðbrandur W. Sölvason Kamila Kinga og aðrir ástvinir Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR ÓLADÓTTUR, Kirkjusandi 1, Reykjavík. Guðrún Björnsdóttir Trausti Sigurðsson Arndís Björnsdóttir Sigurður Einarsson Jens Gunnar Björnsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku eiginkona mín, mamma okkar, tengdamamma, amma, dóttir, tengdadóttir og systir, EVA HRUND PÉTURSDÓTTIR iðjuþjálfi, Hlíðarbraut 13, Blönduósi, sem lést 21. ágúst, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 18. október klukkan 13. Beint streymi frá athöfninni verður á vefnum skjaskot.is/evahrund Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast Evu er bent á styrktarreikning fjölskyldu hennar, reikningsnúmer 0307-26-4701, kennitala 470169-1689. Kári Kárason Sandra Dís Káradóttir Björn Þór Sveinbjörnsson Hilmar Þór Kárason Heba Björg Þórhallsdóttir Pétur Arnar Kárason Rakel Reynisdóttir Karen Sól Káradóttir Ásgeir Þröstur Gústavsson Pétur Guðmundsson Kári Snorrason barnabörn og systkini Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR SAMÚELSSON, lést sunnudaginn 2. október á hjartadeild Landspítalans. Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju mánudaginn 17. október klukkan 15. Guðrún Jóhannsdóttir Samúel Guðmundsson Halldóra Kristín Helgadóttir Jóhann Guðmundsson Hafdís Rósa Sæmundsdóttir Ingimundur Guðmundsson Harpa Hafberg Gunnlaugsd. afa- og langafabörn Elsku hjartans móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona og amma, LINDA FINNBOGADÓTTIR VENEGAS hjúkrunarfræðingur, lést á Huntington-sjúkrahúsinu í Pasadena, Kaliforníu, 5. október. Duftker hennar verður flutt til Íslands og jarðsett í kyrrþey. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Letta Björk Venegas Felipe Lara Carlota Björk Venegas Björk Finnbogadóttir Ólafur Steingrímsson Karl Finnbogason Víðir Finnbogason og barnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF B. JÓNSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 2. október. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 14. október klukkan 10. Magnús Atli Guðmundsson Guðrún Torfhildur Gísladóttir Jón Pálmi Guðmundsson Þórhildur Lilja Ólafsdóttir og ömmubörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA HALLGRÍMSDÓTTIR frá Brekku, Fljótsdal, lést á hjúkrunarheimilinu Dyngju föstudaginn 30. september. Útförin fer fram frá Valþjófsstaðarkirkju laugardaginn 15. október klukkan 14. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat. Fjölskyldur kona hans er Thelma Sif Krist- jánsdóttir, f. 1991, sonur þeirra er Gunnar Kári, f. 2022; Steinar Snær, f. 2001, kærasta hans er Sylvía Birgisdóttir, f. 2001. Snemma í bernsku Eyglóar urðu foreldrar hennar veikir og féllu frá þegar hún var ung. Hennar ósk um framhaldsnám eftir gagnfræðapróf varð ekki að veruleika og olli það henni miklum vonbrigðum. Þar mætti hún lokuðum dyrum því ætlast var til að foreldralaus ung stúlka færi strax út í atvinnulífið. Sautján ára flytur hún til Reykjavíkur. Eygló var fróð og hafði mikinn áhuga á listum, tón- list og bókmenntum. Hún starf- aði um tíma i bókabúð Lárusar Blöndal og Útvegsbankanum. Eygló var heimavinnandi hús- móðir á meðan börnin uxu úr grasi. Eygló ásamt manni sínum keyptu jörðina Gerðar í Land- eyjum þar sem hún var bóndi og húsráðandi löng sumur til margra ára. Fjölskyldan var með hestabúskap og því fylgdi mikil vinna, heyskapur, mat- reiðsla og viðhald. Eygló fór aft- ur út á vinnumarkaðinn. Þá var hennar starfsframi aðallega inn- an heilbrigðisgeirans við mót- töku skjólstæðinga, í Sjúkra- þjálfun Kópavogs, Sunnuhlíð, Landakoti, Læknavaktinni og á Borgarspítalanum. Eygló bjó börnum sínum fallegt og gott heimili, var ástkær og hjálpsöm. Eygló barðist við erfiðan sjúk- dóm frá 75 ára aldri og dvaldi síðustu sjö ár sín á hjúkr- unarheimilinu Ísafold. Útför Eyglóar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 13. október 2022, klukkan 13. skildu 1983. Börn þeirra eru fjögur 1) Örn Karlsson, f. 1960, verkfræðing- ur, var giftur Björgu Ólafsdóttur f. 1959, börn þeirra eru Ólafur Örn, f. 1990, Karl Gottlieb, f. 1993, og Egill Örn, f. 1994. Dóttir Arnar og Ilonu Milcha, f. 1978, er Eygló Anna, f. 2011. Dóttir Arn- ar og Maríönnu Rúnarsdóttur, f. 1979, er Emma Rún, f. 2011. 2) Benedikt Karlsson f. 1962 húsa- smíðameistari, var giftur Sigríði Ingunni Elíasdóttur, börn þeirra eru Haukur Elías, f. 1985, og Eygló, f. 1987, gift Kent Lien, f. 1985, börn þeirra eru Sól Lien, f. 2013, og Stormur Lien, f. 2021. Dóttir Benedikts og Áróru Bryn- dísar, f. 1972, er Eva Katrín, f. 2003. Sonur Benedikts og Eddu Margrétar Bóasdóttur, f. 1981, er Ýmir Örn, f. 2010. 3) Sóley Karlsdóttir, f. 29.1. 1964, arki- tekt, maður hennar er Per Bros- stad, f. 1963. Börn þeirra eru Eir, f. 1989, gift Rune Stavnes, f. 1978, börn þeirra eru Snorri, f. 2014, og Bragi, f. 2017; Hrafn, f. 1992, og Embla, f. 2000. 4) Lauf- ey Karlsdóttir, f. 29.1. 1964, mat- vælafræðingur og MPM, maður hennar er Guðmundur Gunnar Sigurbergsson, f. 1964. Börn þeirra eru Hraunar Karl, f. 1991, ✝ Eygló Sigur- björg Hall- grímsdóttir fæddist á Akureyri 12. mars 1936. Hún andaðist á Ísafold í Garðabæ 28. september 2022. Foreldrar henn- ar voru Hallgrímur Einarsson, ljósmyndari, f. á Ak- ureyri 1878, d. 1948, og Laufey Jónsdóttir, húsfreyja, f. á Klaust- urhólum í Grímsnesi, f. 1907, d. 1953. Systkini Eyglóar voru tíu. Alsystkini hennar voru: Magnús, f. 1932, d. 2020, kvæntur Hlíf Ólafsdóttur, f. 1927, d. 2012; Ólafur Hallgrímsson, f. 1934, kvæntur Kirsten Aarstad Hall- grímsson, f. 1935 og Einar Thorlacius, f. 1941, d. 1997, kvæntur Valgerði Helgadóttur, f. 1938, d. 2018. Hálfsystkini Eygló- ar, samfeðra voru: Einar Thorla- cius, f. 1912, d. 1938; Ásta, f. 1914, d. 1916; Jónas, f. 1912, d. 1977, Olga Þorbjörg Hallgríms- dóttir, f. 1917 , d. 2010, gift Guð- mundi Óskari Ólafssyni, f. 1914, d. 1981; Kristján Vilhelm, f. 1919, d. 1963, sambýliskona hans var Alfa Hjaltalín, f. 1932, d. 1997; Gyða Vilhelmína, f. 1922, gift Kåre Hjelseth, f. 1918, d. 2010; Ástríður Marta, f. 1924, d. 1944. Eiginmaður Eyglóar var Karl Gottlieb Senstius Benediktsson, f. 1933, framkvæmdastjóri. Þau Elsku Eygló, föðursystir okkar, er látin. Þakklæti kemur upp í huga okkar systra þegar við hugs- um um hversu heppnar við vorum að eiga hana að í æsku okkar. Hún var alltaf tilbúin að rétta hjálpar- hönd og gaf frá sér svo mikla hlýju og elsku. Minnisstæðar eru sum- ardvalirnar á Gerðum þar sem við, ásamt börnum hennar, upplifðum ævintýraheim sem alltaf mun lifa í minningum okkar. Eygló var ein- staklega falleg kona með yndis- lega nærveru og fallegt bros. Nú er hún búin að kveðja þennan heim og höfum við trú á því að vel verði tekið á móti henni af föður okkar, hennar litla bróður sem þótti svo vænt um hana. Elsku Örn, Benni, Sóley, Lauf- ey og fjölskyldur, innilegar sam- úðarkveðjur. Minning um góða konu lifir. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir við færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Ella, Laufey og Ólöf Einarsdætur. Nú hefur hún kvatt þennan heim, fallega, blíða móðursystir mín. Eygló var hluti af lífi mínu frá fyrstu tíð, að mörgu leyti eins og stóra systir sem ég gat montað mig af, tíu árum eldri en ég. Hún fylgdist með nýjustu tísku og straumum, vissi hvaða jólabæk- ur okkur Hallgrím langaði mest í, svo ekki sé nefnt hvaða dægurlög voru efst á baugi hverju sinni. Ein- hvern veginn hafði henni snemma tekist að eignast plötuspilara sem óspart var notaður. Mig minnir að Alfreð Clausen hafi verið í miklu uppáhaldi, svo ekki sé minnst á Erlu Þorsteinsdóttur, sem við gát- um spilað aftur og aftur og tárfellt yfir. Iðulega voru tekin spor við tónlistina og Eygló kenndi mér það sem hún kallaði púðadans en þá svifum við um herbergið hennar með púða í fangi. Eygló þurfti eitt sinn á þessum árum að leggjast inn á Landakots- spítala vegna liðagigtarsjúkóms. Í Tjarnarbíó var þá verið að sýna myndina „Maðurinn sem vissi of mikið“ með Doris Day og James Stewart. Hana langaði óskaplega til að sjá myndina, enda Doris Day ein af gyðjunum okkar. Til þess þurfti að fá útivistarleyfi sem ekki var sjálfsagt en það hafðist að lok- um. Við fórum á fimmsýningu þar sem ég tiplaði inn á tánum til að sýnast stærri því þá voru myndir iðulega bannaðar innan tólf ára. Eftir sýninguna svifum við saman upp Túngötuna, sungum í kór eins og hátt og við gátum „Que sera sera“ og samsömuðum okkur al- gjörlega Doris, Eygló dökkhærð og falleg, ég lítil með rauðar flétt- ur og freknótt. Leikkonuvíman hvarf reyndar snögglega þegar upp í Landakot var komið en þar biðu nunnurnar strangar á svip, við höfðum farið langt fram yfir útivistarleyfið. Margar ljúfar minningar tengj- ast Eygló og hinum móðursystk- inum mínum. Ég minnist til dæm- is fallegs sumardags í garðinum við Stýrimannastíg. Gyða var á landinu, Kiddi í Reykjavík, kaffið drukkið úti og við Hallgrímur, Einar og Eygló skiptumst á að spila badminton og sparka í mark. Eins og í lífi ungra stúlkna birt- ist Eygló auðvitað riddarinn á hvíta hestinum og ekki löngu seinna fæddist gullmolinn Örn og síðan þrír aðrir ekki síðri molar. Móður- og húsmóðurstarf beið Eyglóar og hún naut þess í botn. Hún var fagurkeri af guðs náð eins og Olga systir hennar, móðir mín, hafði ánægju af fallegum föt- um og munum og gaman af að ferðast og njóta náttúru, bæði inn- anlands og utan. Sem ung stúlka vann hún í bókabúð og alla tíð hafði hún áhuga á bókum, ekki síst ljóðum, en eftir móður hennar liggja mörg falleg ljóð. Eygló móðursystir mín kvaddi þennan heim hæglát og blíð, eins og hún hafði lifað lífinu. Við kveðj- um hana með þakklæti og hlýju. Sylvía Guðmundsdóttir. Það var ekki sérlega uppburð- armikið vinnumannsefni á 11. ári sem mætti til starfa á Gerðum í Landeyjum sumarið 1980. Hús- bóndinn lét sér þó hvergi bregða, tilkynnti snáðanum að hann væri með réttindi á Massey-Ferguson, jafnvel Land-Roverinn svona í bæjarlandinu, en lét þess reyndar getið að það þyrfti að kaupa stóra fötu af síld fyrir strákinn strax í næstu bæjarferð. En ég átti mér hauk í horni þar sem var húsfreyjan á bænum, ömmusystir mín Eygló. Hún sagði kannski ekki mikið en kinkaði bara glettnislega kolli til mín undir ræðu húsbóndans. Eygló kunni þá list öðrum fremur að leggja gott til allra mála á réttum tíma og án há- mæla. Ekki aðeins átti þetta við þegar efla þurfti smásnáða sjálfs- traustið á erfiðri stund heldur einn- ig síðar þegar sá hinn sami gat orð- ið fullmikill fyrir sér eða varð hreinlega á í messunni. Þá var gert góðlátlegt grín fremur en skamm- ast eða talað niður til peyjans en þó með þeim afleiðingum að hann hugsaði sinn gang. Vonandi mann- aðist ég eitthvað á Gerðum en í því tilliti átti Eygló vafalaust ekki minni hlut að máli en síldin góða þótt með ólíkum hætti væri. Vafalaust voru verkefni Eygló- ar á þessum árum ærin og ég bættist auðvitað við hóp þeirra katta sem hún þurfti reglulega að smala, ef svo má að orði komast. En henni virtist fara þetta áreynslulaust úr hendi og með þeirri gleði sem einkenndi hana. Á okkar síðasta fundi var mikið af frænku minni dregið vegna veik- inda en hún var engu að síður sjálfri sér lík, enn sem fyrr skemmtileg, hjartahlý og glæsi- leg. Hennar minnist ég með sökn- uði, þakklæti og væntumþykju. Frænkum mínum og frændum, Sóleyju, Laufeyju, Benna og Erni, svo og fjölskyldum þeirra, votta ég mín dýpstu samúð. Skúli Magnússon. Elsku amma. Nú ert þú komin í hvíld, engill sem vakir yfir okkur öllum sem elskuðum þig svo heitt. Við huggum okkur við allar fal- legu minningarnar sem við eigum um þig. Við vorum svo heppin að fá að búa um tíma við hliðina á þér í Birkihvamminum þegar við vor- um börn, aðeins þunn hurð með gömlum snerli skildi heimilin að. Það var gott að hafa ömmu svona nálægt og voru heimsóknirnar til þín því ófáar. Hjá ömmu var margt að skoða fyrir lítil augu, gersemar leyndust víða og munum við eftir því að gramsa í skápunum hjá þér í leit að leyndum fjársjóðum. Perlufest- ar og smellueyrnalokkar urðu uppspretta ævintýralegra leikja þar sem sjóræningjar og prins- essur komu við sögu. Þú spilaðir fyrir okkur uppá- haldsdjasstónlistina þína á gamla plötuspilarann og last fyrir okkur ljóð eftir Laufeyju langömmu. Þú straukst á okkur hendurnar og fórst með „fagur fiskur í sjó“, taldir alla fingurna, allar tærnar og pant- aðir að eiga litlu tásurnar okkar. Við munum sumardagana á pall- inum í forsælu, umkringd fallegu bóndarósunum þínum og gimstein- unum sem voru geymdir á sínum stað. Þú stóðst á miðjum pallinum með bera handleggi, fallegu frekn- urnar þínar sýnilegar sem ómögu- legt var að telja, og sópaðir rign- ingu gærdagsins burt með rauðum strákústi. Við heyrum ennþá hljóð- ið þegar kústurinn straukst við pallinn og fallegi hláturinn þinn ómar með í þeirri minningu. Þú varst alltaf svo góð, aldrei hækkaðir þú róminn við okkur og munum við ekki til þess að hafa nokkurn tímann séð þig í vondu skapi. Takk fyrir allt hlýja og mjúka ömmukúrið, fullt af ást og kærleika. Minningin um það mun ylja okkur á þeim dögum sem við söknum þín hvað mest. Þú hefur alltaf verið umvafin englum og var Birkihvammurinn fullur af þeim. Við reyndum marg- oft að telja safnið en enduðum allt- af sitt með hvora töluna; þegar við töldum upp á nýtt bættust fleiri englar við. Nú hefur nýr engill bæst við í okkar líf og erum við viss um að þú munir vaka yfir okk- ur öllum um ókomna tíð. Þú munt ávallt eiga stað í hjarta okkar og þú munt alltaf eiga litlu tásurnar okkar. Hvíldu í friði elsku fallega góða amma okkar. Haukur og Eygló. Eygló Hallgrímsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.