Morgunblaðið - 13.10.2022, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 13.10.2022, Qupperneq 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2022 ✝ Guðmundur Magnússon fæddist í Leirvog- stungu í Mosfells- sveit 14. apríl 1934. Hann lést á hjarta- deild Landspítalans 27. september 2022. Foreldrar hans voru Magnús Sveinsson bóndi í Leirvogstungu, f. 3. ágúst 1900, d. 20. september 1958, og Steinunn Guðmundsdóttir húsfreyja í Leirvogstungu, f. 28. mars 1909, d. 29. apríl 1977. Hálfbróðir Guðmundar sam- feðra var Haraldur Sveinn, f. 27. október 1928, d. 4. maí 2019, og saman áttu Magnús og Steinunn Hlyn Þór, f. 5. mars 1947, d. 28. des. 2017, auk Guðmundar. Hinn 1. desember 1957 kvænt- ist Guðmundur Selmu Bjarna- dóttur, f. 23. mars 1939. Börn þeirra eru: Steinunn Ósk, Magn- ús, Sesselja Sigrún og Bjarni Sv. Guðmundur og Selma eiga 29 barna- og barna- börn. Guðmundur ólst upp í Leirvog- stungu í Mosfells- sveit og bjó þar nánast alla tíð. Hann starfaði alla starfsævina sem vörubifreiðastjóri og bóndi í hjáverk- um en Guðmundur tók við búi föður síns 1958. Guðmundur var mikilvirkur í sínu samfélagi og lét til sín taka í sveitarstjórn- armálum og íþróttastarfi í Mos- fellssveit, hann sat í stjórn vörubifreiðastjórafélagsins Þróttar og svo tók Guðmundur við formennsku í veiðifélagi Leirvogsár og sat í stjórn þess í um hálfa öld. Útför Guðmundar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 13. október 2022, og hefst athöfnin kl. 15. Elsku pabbi okkar, Guðmund- ur Magnússon, er fallinn frá 88 ára að aldri. Það er með sorg í hjarta sem við hugsum nú til þess að hann mun ekki senda okkur fleiri tölvupósta eins og hann gerði fram á það síðasta og nú mun hann ekki hringja í okkur til að ræða um hin ýmsu mál. Hann mun heldur ekki lengur geta hugsað um elsku mömmu af um- hyggju og ást eins og hann gerði fram á síðasta dag. Pabbi var sterkur persónuleiki og eitt af hans helstu einkennum var réttlætiskennd, heiðarleiki og dugnaður og hann gerði kröfur til samferðamanna sinna um hið sama og að orð skyldu standa í samskiptum. Alla starfsævi sína var hann vörubílstjóri og hann sinnti því starfi af elju og áhuga og alltaf voru bílarnir hans hreinir og fínir. Stundum var Volvo besti vörubíll í heimi og stundum var það Scania, allt eftir því hvaða bíl hann átti hverju sinni. Við bræðurnir eigum góðar minningar úr æsku þegar við fórum með pabba í vinnuna í vörubílnum og vorum við stund- um með okkar eigið stýri. Pabbi eignaðist marga góða vini og fé- laga í vörubílaheiminum og sinnti einnig ýmsum trúnaðarstörfum á þeim vettvangi, m.a. fyrir Vörubíl- stjórafélagið Þrótt. Pabbi átti ekki mörg áhugamál utan vinnunnar en eitt af því sem hann sinnti af brennandi áhuga í frístundum um margra ára skeið var formennska í veiðifélagi Leir- vogsár. Það hlutverk tók hann al- varlega og hann vann ötullega að því með góðum samstarfsfélögum að rækta upp laxastofninn í ánni. Það þolinmóða starf skilaði sér í því að Leirvogsá varð ein fengsæl- asta veiðiá landsins og fengum við bræður um margra ára skeið að njóta þess að veiða í Leirvogsá í hans boði. Í slíkum veiðiferðum fylgdist hann grannt með afla- brögðum okkar þó að hann veiddi aldrei sjálfur. Pabbi hafði líka mikinn áhuga á knattspyrnu seinni árin og var hann dyggur stuðningsmaður Manchester United og talaði um Alex Ferguson fyrrverandi þjálf- ara liðsins af mikilli aðdáun. Hann fylgdist líka grannt með Knatt- spyrnufélagi ÍA á Akranesi en var ekki ánægður með gengi liðsins undanfarin ár. Ræddi hann stund- um um að það þyrfti að kalla til Óla Þórðar eða aðrar eldri hetjur Skagamanna á knattspyrnuvellin- um til að hrista upp í málunum. Margar minningar streyma fram á kveðjustund en það sem stendur upp úr er að alltaf stóð pabbi þétt við bakið á okkur í gegnum súrt og sætt þótt hann væri ekki alltaf sammála um allt sem við tókum okkur fyrir hend- ur. Það er með þakklæti sem við kveðjum pabba okkar eftir langa samfylgd og við munum ylja okk- ur við minningar um þennan kraftmikla og eljusama mann. Takk elsku pabbi og farnist þér vel á nýjum slóðum. Við systkinin hugsum um mömmu og vitum að þú fylgist vel með. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Bjarni Sv. Guðmundsson, Magnús Guðmundsson. Nú er Leirvogstungubóndinn allur. Guðmundur Magnússon var síðasti ættliðurinn sem bjó á Leir- vogstungu. Hann tók við búi af föður sínum Magnúsi Sveinssyni 1957. Fjórði ættliðurinn sem bjó þar. Magnús var athafnasamur maður, oddviti um árabil og end- urbyggði öll hús á jörðinni af mikl- um myndarskap. Guðmundur erfði þessa eiginleika föður síns. Hann byggði myndarlegt hús fyr- ir fjölskylduna og hélt uppi góðu búi um árabil ásamt því að stunda fulla vinnu utan heimilisins. Um leið og Guðmundur hafði aldur til keypti hann vörubíl og byrjaði með bílinn í vegavinnu. Svo urðu bílarnir stærri og verk- efnin meiri. G787 varð vel þekkt númer á suðvesturhorninu. Þeir feðgar hófu malarnám á Leirvog- stungumelum og um árabil var Guðmundur í samstarfi við BM Vallá og oft var unnið dag og nótt. Guðmundur giftist Selmu syst- ur minni 1. desember 1957. Selma var hans stoð og stytta. Hún hugs- aði um bú, börn og bókhaldið með- an hann var dögum saman í burtu í vegavinnu. Ég var á sínum tíma kaupamaður hjá þeim og lærði að hugsa um kindur, kýr og svín. Hann sagði við mig í sumar í okkar daglegu símtölum: „Það er gott að það er mikið eftir í hausn- um á mér. Ég ólst upp við skil- vindur og strokka, söðla, aktygi og reipi til að binda heyið af engjun- um, engir traktorar. Nú eru aðrir tímar.“ Mosfellsbærinn fer sístækk- andi og fyrir rúmum 16 árum sá Guðmundur að tími var kominn til að hætta búskap. Guðmundur hugsaði um fram- tíðina og var ljóst að sá tími myndi koma þegar þau Selma þyrftu á að- stoð að halda í daglegu lífi. Hann sótti því um íbúð á Hlaðhömrum, þar sem fór vel um þau. Í byrjun desember síðastliðins varð Selma fyrir því óláni að brotna illa á ökkla og hefur dvalið á sjúkrahúsum síð- an og nú síðast á hjúkrunarheim- ilinu Hömrum. Þar er einstaklega vel hugsað um hana. Það var Guð- mundi þungbært að geta ekki hugsað um hana lengur. Árum saman voru þau reglu- legir gestir hjá okkur í Skotlandi. Sérstaklega minnisstætt er þegar þau komu til að halda upp á gull- brúðkaupsafmæli sitt hjá okkur í skosku hálöndunum. Innkaupa- ferðir til Edinborgar fyrir jól voru reglulega á dagskrá og þau bjuggu alltaf á sama hóteli og áttu orðið góða kunningja þar og einn- ig á ítalska veitingastaðnum La Laterna. Guðmundur var mikill stuðn- ingsmaður Manchester United. Undanfarin ár hafa verið þrauta- ganga fyrir aðdáendur liðsins síð- an sir Alex lagði skóna á hilluna. Í nokkur ár hef ég sent Guðmundi dagatöl frá Manchester United. Nú var svo komið að fyrir nokkr- um vikum sagði hann mér að hætta að senda þetta dót. Man- chester United væri búið að vera. Hann skipti svo um skoðum tveimur vikum seinna. Bjartsýnin réð ríkjum. Hann var búinn að undirbúa allt sem gera þyrfti þegar hann yrði kallaður úr þessum heimi svo allt væri eins auðvelt fyrir fjöl- skylduna og hægt væri. Hann vissi að það gæti gerst mjög fljót- lega eins og raun varð á. Við kveðjum hann í dag með þökk og söknuði og felum hann góðum Guði. Sveinbjörn S. Bjarnason. Héraðshöfðingi fallinn frá. Guðmundur Magnússon í Leir- vogstungu er nú látinn 88 ára að aldri. Mér finnst við hæfi að ég minnist þessa samferðamanns, frænda, vinar, nágranna og sér- staks velgjörðarmanns allt mitt líf. Guðmundur ólst upp í góðri umgjörð foreldra sinna í Leirvog- stungu. Faðir Guðmundar var á uppvaxtarárum hans oddviti sveitar sinnar og því önnum kaf- inn í félagsmálum og hafði m.a. forgöngu og umsjón með bygg- ingu félagsheimilisins Hlégarðs. Búskapurinn í Leirvogstungu hvíldi því mikið á Steinunni móður hans og Guðmundi, tók Guðmund- ur við búi við skyndilegt fráfall föður síns aðeins 59 ára gamals og sinnti því um sinn. En aðalstarf Guðmundar varð samt við akstur vörubifreiðar sinnar um ártuga skeið, ásamt öðrum félagsstörfum fyrir sveit sína eins og faðir hans og var hann í sveitarstjórn um tíma ásamt fleiri félagsstörfum, m.a. var hann formaður veiði- félags Leirvogsár og formaður vörubílastöðvarinnar Þróttar um árabil. Hann var kjörinn til þess að meta laxveiðiár um allt land og var þekking hans á því sviði virt að verðleikum enda mjög fróður um allt sem að því laut. Guðmundur var velgjörðarmaður minn frá fyrstu tíð, hafði hann forgöngu í því að undirritaður fékk inngöngu á vörubílastöðinni Þrótti sem á þessum tíma var lokaður starfs- vettvangur og háður leyfum ráðu- neytis. Þá seldi hann mér minn fyrsta vörubíl þegar hann endur- nýjaði sinn og voru allir greiðslu- hættir mér í vil, þannig að hægt væri fyrir ungan mann að standa við. Faðir Guðmundar hafði selt Reykjavíkurborg námuréttindi í Leirvogstungu og í því fólst réttur á fyrsta bíl í vinnu fyrir borgina í áraraðir, sinnti Guðmundur þeirri vinnu af kostgæfni, vegnaði því vel og var iðulega hæsti skattgreið- andi sinnar sveitar. Atvinna var af skornum skammti á þessum árum og því eftirminnilegt að þegar Guðmundur þurfti frá vinnu sinni að hverfa dag og dag fól hann frænda sínum að hlaupa í skarðið og man ég hvað þetta skipti miklu máli fyrir fjárhag minn. Guð- mundur var áberandi í sveit sinni, umdeildur vegna skoðana sinna og afskipta af hinum ólíklegustu málum enda hreinskilinn, af- burðaduglegur og mjög eftirtekt- arsamur. Gestrisni Guðmundar og Selmu konu hans var einstök og óteljandi voru komur mínar á heimili þeirra, bæði í Leirvog- stungu og seinna á heimili þeirra að Hlaðhömrum. Aðeins viku fyrir andlát Guðmundar gengum við tveir til Selmu sem var vistuð á öðrum stað í húsinu sökum heilsu- brests, þar opnaði hann allar dyr með tölvustýringu, ákveðinn og fljótur að læra á allar aðstæður. Þrátt fyrir heilsubrest var Selma falleg að vanda, fín og vel snyrt. Ég fann á Guðmundi í fyrsta skipti nokkurn bilbug í þessari heimsókn, bauð ég honum í bíltúr um sveitina en hann treysti sér ekki. Eitt símtal áttum við eftir þetta, hann hafði lofað að taka til fyrir mig minningargrein um jafn- aldra sinn sem hann hafði ritað í Morgunblaðið og sannaðist þar að það sem Guðmundur lofaði stóð hann við, orð skulu standa. Minn- ing hans er skýr í mínu minni og eftirsjá er að honum, ég mun ávallt geta hans sem velgjörðar- manns míns. Jón Sverrir Jónsson, Varmadal. Guðmundur Magnússon ✝ Dagur Þor- leifsson fædd- ist 13. október 1933 á Brekkuborg í Breiðdal. Hann lést 26. mars 2022. Foreldrar hans voru Sigríður Þórð- ardóttir, f. 5.12. 1906, d. 1997, og Þorleifur Jóhann Filippusson, f 18.8. 1900, d. 1989. Systur Dags eru Svanbjört, f. 1936, og Lilja, f. 1939. Börn Dags eru: 1) Bryndís, f. 1961, móðir Björk Elín Jóns- dóttir, f. 1939. 2) Úlfhildur, f. 1968. Móðir Áslaug Káradóttir, f. 1941. 3) Þórarinn Hugleikur, f. 1977. 4) Þormóður, f. 1980. Móðir bræðranna Ingibjörg Hjartardóttir, f. 1952. Eftir barnaskólafræðslu í far- skóla í Breiðdal fór Dagur í Samvinnu- skólann á Bifröst og lauk þaðan prófi 1959. Eftir það varð hann blaða- maður og stundaði um tíma nám í blaðamennsku við Journalistinstitutet í Stokkhólmi og kynnti sér útgáfu tímarita í London. Lagði stund á sagnfræði við há- skólann í Gautaborg og lauk prófi í sagnfræði og trúar- bragðasögu við Stokkhólmshá- skóla 1985. Síðari árin starfaði Dagur sem kennari við Námsflokka Reykjavíkur og var stundakenn- ari við guðfræðideild Háskóla Íslands. Útförin hefur farið fram. Í dag hefði hann orðið 89 ára. Man ekki eftir honum úr inntöku- prófunum né rútuferðinni upp í Bifröst. 65 ár liðin síðan. Hann var aðeins á undan mér inn á stráka- ganginn á heimavistinni, loðlubbi í óþarflega skálmastuttum síðbux- um, fékk herbergi 221, ég 220. Kynnin eftir fyrri veturinn orð- in þannig að við fylgdumst að til sumarvinnu: malbikun og steypirí á Keflavíkurflugvelli. Lentum reyndar fyrst í að handgrafa skurði niðri í Nikkol í skófluflokki Matta gamla sæpungs og sett- umst inn í kaffiskúrinn með hinum köllunum. Einn þeirra heilsaði honum með nafni hinn hlýlegasti, Dagur heldur þumbaralegur eins og hann átti til, kom svo og settist hjá mér. „Þekkirðu þennan?“ spurði ég. „Pabbi minn,“ tautaði hann út um munnvikið sem að mér sneri. Hann var ekki svikinn af ætt- erninu, þótt foreldrar hans ættu þá ekki lengur samleið. Ég kynnt- ist líka móður hans smávegis, hún hélt honum og yngri systur hans heimili á Blómvallagötunni. Þar var alltaf vel tekið á móti mér. Vorið eftir útskrift réðumst við blaðamenn á Samvinnuna, hann fullur, ég hálfur. Seinna, þegar ég var farinn að eiga nokkuð undir mér á Vikunni, réð ég hann þang- að. Hann var mikill hugsuður og spekúlant, átti létt með að kasta fram stöku og jafnvel heilu ljóði. Hann var með hugann hér og hvar við eilífðarmálin, þekkti alla æsina persónulega og vissi upp á hár hvað þeir stóðu fyrir. Spekúleraði líka í hindúisma og búddatrú, gott ef hann prédikaði yfir mér jai- natrú. Einhverjum árum eftir að leiðir kvísluðust frá Vikunni fór hann til Svíþjóðar að læra trúarbragða- fræði. Eitthvað fannst Svíum skorta á undirbúningsmenntun hans. Hann leitaði til mín með staðfestingu á hvað hann hefði gert eftir að Samvinnuskólanum lauk og með það skriflegt í hönd- um, tilgreint eftir hans fyrirmæl- um og undirritað af gömlum rit- stjóra sínum (mér), var hann tekinn gildur í námið sem hann lauk með sóma. Upp úr því strjáluðust sam- fundir. Báðir fóru að eignast börn, hann með þremur konum en ég bara einni. Varð aldrei kunnings- skapur milli fjölskyldna. Reynd- um að endurnýja kunningsskap- inn þegar báðir stóðu eftir einir. Það mislukkaðist. Svo frétti ég lát hans nú í vor. Eftir dúk og disk og hann kominn í jörðina. Bekkjarfélagarnir eru farnir að leggja leið sína þangað. Ég kvaddi hann í huganum og hugðist láta þar við sitja. En hvað? Hitti kunnugan. Sá spurði hvort ég ætlaði ekki að segja eitt- hvað fallegt um Dag í Moggann. Ég hummaði við. En þegar annar kunningi, sem ég þekki lítið og vissi ekki að hefði þekkt Dag, hringdi með sama erindi fór ég að hugsa mig um: Einhvern tíma, lík- lega sumarið á Samvinnunni, þeg- ar við leigðum hvor sitt herbergið í góðu húsi á Tómasarhaganum með baðherbergi á milli, kom til orða hjá okkur að sá sem lengur lifði skyldi minnast hins í eftir- mælum. Var þetta aðferð Dags til að minna mig á þetta? Veit ég ekki. En, veistu ef vin átt, virðingu sýna mátt. Hvíla skal hugarrór hann sem af foldu fór. Blessi þig allar góðar vættir, gamli vinur, hvaðan úr trúar- brögðum sem þær koma. Sigurður Hreiðar. Dagur Þorleifsson Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sálm. 86.7 biblian.is Þegar ég er í nauðum staddur ákalla ég þig því að þú bænheyrir mig.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.