Morgunblaðið - 13.10.2022, Page 55

Morgunblaðið - 13.10.2022, Page 55
ÍÞRÓTTIR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2022 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu verður ekki með á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári eftir ótrúlega svekkj- andi tap gegn Portúgal. Dómari leiksins, Frakkinn Stéphanie Frappart, gerði ís- lenska liðinu engan greiða þegar hún rak Áslaugu Mundu Gunn- laugsdóttur mjög óverðskuldað af velli í upphafi síðari hálfleiks en á sama tíma áttu varnarmenn ís- lenska liðsins að vera löngu búnir að koma boltanum í burtu. Íslenska liðið spilaði hins vegar miklu betur einum leik- manni færri, heldur en það gerði í rúmlega 50 mínútur þegar jafnt var í liðum. Það var eins og órétt- lætið hefði kveikt í liðinu, eitthvað sem hefði átt að vera óþarft fyrir jafnstóran leik. Það má líka setja spurningar- merki við þá ákvörðun þjálfara- teymisins að fara inn í framleng- inguna með þrjá varnarmenn. Vissulega virkaði það vel fyrri part síðari hálfleiks en það sást alla leið til Íslands að nokkrir leik- menn voru orðnir bensínlausir á 70. mínútu. Íslenska liðið hefur spilað fimm mjög stóra leiki á árinu, úr- slitaleiki ef svo má segja, og hefur ekki ennþá tekist að vinna einn þeirra, sem er dapurt. Maður von- aðist til þess að liðið myndi taka skref fram á við eftir Evrópumótið í sumar en leikirnir gegn Hollandi og Portúgal einkenndust á stórum köflum af allt of háu spennustigi þar sem leikmenn þorðu ekki að halda í boltann eða taka áhættu í uppspilinu. Niðurstaðan í Portúgal er sér- staklega svekkjandi í ljósi þess að þetta var líklegast síðasta tæki- færi Dagnýjar Brynjarsdóttur, Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur, Söndru Sigurðardóttur og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur til þess að spila á HM. Einhverjir „Twitter-sérfræð- ingar“ hafa kallað eftir endurnýj- un á liðinu, líklegast þeir sömu og kölluðu eftir endurnýjun á karla- liðinu á sínum tíma. Brandara- kallar. Kvennalandsliðið þarf enga endurnýjun, enda allt frábærir leikmenn, en þær þurfa að fara að spila boltanum betur á milli sín til þess að halda í við aðrar þjóðir sem eru að taka fram úr okkur, eins og til dæmis Portúgal. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð, með stuðningi Íslands og Færeyja, hafa lagt fram umsókn um að halda lokakeppni EM kvenna í fótbolta á Norðurlöndunum árið 2025. Leikið yrði í átta borgum í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og færi úrslitaleikurinn fram á Friends Arena í Stokkhólmi, en hann tekur 50.000 manns í sæti og er stærsti völlur Norðurlanda. Frakkland hefur einnig lagt fram umsókn, sem og Pólland og Sviss, en ákvörðun verður tekin fyrir 25. janúar á næsta ári. Norðurlöndin vilja halda EM Morgunblaðið/Eggert 2025 Íslendingar létu sig ekki vanta á Evrópumótinu á Englandi í sumar. Jóhann Kristinn Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Þórs/KA í knattspyrnu og skrifaði hann undir þriggja ára samning við félagið. Hann þekkir vel til hjá félaginu en hann tók fyrst við liðinu árið 2011 og gerði Þór/KA að Íslands- meisturum árið 2012. Hann stýrði liðinu í fimm ár áður en hann lét af stöfum árið 2016 þeg- ar hann tók við Völsungi. Þór/KA hafnaði í sjöunda sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð með 17 stig. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Jóhann Kristinn stýrði Þór/KA frá 2011 til ársins 2016. Jóhann tekur við Þór/KA EVRÓPUBIKARINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Markmiðið var alltaf að komast áfram í næstu umferð og það tókst,“ sagði Mariam Eradze, leikmaður Vals, eftir að liðið tryggði sér sæti í 3. umferð Evrópubikars kvenna í handknattleik um síðustu helgi. Valur mætti Dunajská Streda frá Slóvakíu í 2. umferð keppninnar. Báðir leikirnir fóru fram ytra og vann Valsliðið viðureignina saman- lagt 57:53 en Mariam skoraði tíu mörk í leikjunum tveimur. „Við vorum slakar í fyrri leiknum en á sama tíma vissum við lítið um andstæðinginn og höfðum séð lítið af honum. Við spiluðum líka við Fram miðvikudaginn 5. október, þremur dögum fyrir leikinn í Slóvakíu, og það fór ákveðið púður og einbeiting í þann leik. Við fórum því ekki að hugsa um þessa Evrópuleiki í Sló- vakíu fyrr en á fimmtudaginn síð- asta og það hafði smá áhrif. Um leið og við fundum aðeins taktinn hjá slóvakíska liðinu þá átt- uðum við okkur fljótlega á því að þetta var mótherji sem hentaði okk- ur ágætlega. Við spiluðum fyrri leik- inn ágætlega en vorum sjálfum okk- ur verstar ef svo má segja. Við gerðum ákveðin tæknimistök og klikkuðum á dauðafærum líka, nokk- uð sem við áttum ekki að gera, og við löguðum það bara í seinni leiknum,“ sagði Mariam. Fúlar eftir fyrri leikinn Valsliðið tapaði fyrri leiknum 26:29 en vann seinni leikinn örugg- lega, 31:26. „Við vorum hundfúlar eftir fyrri leikinn enda allar meðvitaðar um að við áttum og gætum gert miklu bet- ur. Það var því auðvelt að hvetja sig áfram fyrir seinni leikinn sem og við gerðum. Við vorum meðvitaðar um það að við þyrftum að vinna með meira en tveimur til þess að eiga möguleika á að komast áfram en um leið og dómarinn flautaði til leiks vorum við bara að einbeita okkur að leiknum sjálfum. Þegar langt var liðið á seinni hálf- leikinn þá læddist þessi hugsun aft- ur að okkur og þá fór þetta að snúast meira um það að reyna að skora eins mikið af mörkum og við gátum. Þeg- ar við náðum þriggja marka forskoti um miðjan síðari hálfleikinn þá fór okkur að líða mjög vel og eftir það sigum við bara hægt og rólega fram úr og uppskárum mjög sanngjarnan sigur.“ Evrópubikarinn gulrót Valskonur hafa byrjað tímabilið af miklum krafti og eru með fullt hús stiga eða 6 stig í efsta sæti úrvals- deildarinnar, Olísdeildarinnar. „Það er ótrúlega gaman að taka þátt í svona Evrópukeppni og þetta er fyrst og fremst frábær reynsla fyrir okkur leikmennina. Það eykur fjölbreytnina í þessu að mæta þessum erlendu liðum sem spila oft allt öðruvísi en liðin heima og ég held að þegar allt kemur til alls þá geri þetta okkur að betri hand- boltakonum að taka þátt í svona keppni. Hversu langt við förum þarf svo bara að koma í ljós en við ætlum okkur eins langt og mögulegt er. Það er ákveðin gulrót að taka þátt í þessu verkefni og þetta snýst líka um að vera heppinn með drátt. Þegar allt kemur til alls þá förum við í hvern einasta leik til þess að vinna hann, alveg eins og við gerum í leikj- unum hérna heima,“ sagði Mariam í samtali við Morgunblaðið. Dregið verður í 3. umferð Evrópu- bikarsins hinn 18. október í höfuð- stöðvum EHF í Vínarborg í Austur- ríki. „Ætlum eins langt og mögulegt er“ Morgunblaðið/Eggert 10 Stórskyttan Mariam Eradze lék mjög vel fyrir Valskonur í Evrópubik- arnum og skoraði tíu mörk í leikjunum tveimur gegn Dunajská Streda. - Valur er kominn áfram í 3. umferð Evrópubikarsins eftir sigur í Slóvakíu Subway-deild kvenna Breiðablik – Fjölnir.............................. 65:69 ÍR – Njarðvík........................................ 70:78 Valur – Keflavík ................................. (49:49) _ Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Staðan fyrir leik Vals og Keflavíkur: Keflavík 3 3 0 258:196 6 Haukar 4 3 1 321:252 6 Njarðvík 4 3 1 322:310 6 Valur 3 2 1 230:190 4 Fjölnir 4 2 2 286:297 4 Breiðablik 4 1 3 246:306 2 Grindavík 4 1 3 275:303 2 ÍR 4 0 4 240:324 0 1. deild kvenna Snæfell – Ármann................................. 62:54 Aþena – Þór Ak................................... 73:100 Stjarnan – KR....................................... 87:79 Staðan: Snæfell 5 4 1 362:281 8 Stjarnan 4 4 0 336:281 8 Þór Ak. 5 4 1 375:307 8 KR 4 3 1 314:279 6 Ármann 4 1 3 250:269 2 Aþ/Lei/UM 4 1 3 329:317 2 Hamar-Þór 4 1 3 274:273 2 Tindastóll 4 1 3 264:253 2 Breiðablik B 4 0 4 148:392 0 4"5'*2)0-# Urté Slavickaité var stigahæst hjá Fjölni þegar liðið vann nauman sigur gegn Breiðabliki í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway- deildinni, í Smáranum í Kópavogi í 4. umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með 69:65-sigri Fjölnis en Slavickaité skoraði 20 stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Mikið jafnræði var með liðunum en Blikar leiddu 47:45 að þriðja leik- hluta loknum. Fjölnir var hins vegar sterkara liðið í fjórða leikhluta og landaði sínum öðrum sigri í deildinni. Dagný Lísa Davíðsdóttir skoraði 15 stig fyrir Fjölni, ásamt því að taka ellefu fráköst, en Sabrina Haines var stigahæst í liði Breiðabliks með 27 stig. _ Þá fór Aliyah Collier á kostum fyrir Njarðvík þegar liðið vann öruggan sigur gegn ÍR í Skógarseli í Breiðholti. Leiknum lauk með 78:70- sigri Njarðvíkur en Collier skoraði 29 stig, tók 18 fráköst og gaf sjö stoð- sendingar. Njarðvíkingar leiddu með átta stigum í hálfleik, 38:30, og ÍR-ingum tókst aldrei að ógna for- skoti Íslandsmeistaranna í síðari hálfleik. Raquel Laniero skoraði 18 stig fyrir Njarðvík, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar en Jamie Cherry var stigahæst í liði ÍR með 19 stig og sjö fráköst. _ Leik Vals og Keflavíkur var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun en umfjöllun um hann má nálgast á mbl.is/sport/korfubolti. Fjölnir sterkari á lokamínútunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Vörn Fjölniskonan Dagný Lísa Davíðsdóttir og Blikinn Isabella Ósk Sigurð- ardóttir eigast við í Smáranum en þær voru báðar atkvæðamiklar í leiknum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.