Morgunblaðið - 29.10.2022, Page 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2022
www.kofaroghus.is - Sími 553 1545
TIL Á LAGER
Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik
STAPI - 14,98 fm
Tilboðsverð
779.000kr.
25%
afsláttur
BREKKA34 - 9 fm
Tilboðsverð
489.000kr.
25%
afsláttur
NAUST - 14,44 fm
Tilboðsverð
539.000kr.
30%
afsláttur
VANTAR
ÞIGPLÁSS?
Afar einfalt er að reisa
húsin okkar. Uppsetning
tekur aðeins einn dag
TILBOÐÁGARÐHÚSUM!
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Kristrún Frostadóttir er nýr formað-
ur Samfylkingarinnar. Var hún ein í
framboði og hlaut 94,59 prósent
greiddra atkvæða. „Kjörið endur-
speglar ánægju með nýkjörinn for-
mann flokksins,“ segir í fréttatilkynn-
ingu, en Kristrún tekur við af Loga
Einarssyni sem hefur verið formaður
frá 2016 og er því þaulsætnasti for-
maður Samfylkingarinnar hingað til.
Guðmundur Árni Stefánsson var
kjörinn nýr varaformaður flokksins
og var einnig sjálfkjörinn.
Logi Einarsson, fráfarandi formað-
ur, og sá þaulsætnasti sem fyrr segir,
þakkaði fyrir sig með ræðu á lands-
fundinum, leit yfir farinn veg og
hvatti flokkssystkini sín til að styðja
vel við bakið á nýrri forystu.
„Ég var kallaður útfararstjóri
flokksins á sínum tíma en enginn spá-
ir flokknum dauða nú, heldur snýst
gagnrýnin nú fremur um að við séum
ekki enn stærri,“ sagði Logi.
Sagði hann að nú, er hann hyrfi úr
sæti sínu, liði honum svipað og við lok
menntaskóla. „Fékk örugglega slaka
einkunn í stöku áfanga og var stund-
um kallaður inn á beinið en lærði
samt heilmargt, sem hefur nýst mér í
framhaldinu. En það sem stóð upp úr
og kenndi mér kannski allra mest var
félagsskapurinn, maður minn!“ sagði
Logi.
Hæðst að loftslagsmálum
Hann kvaðst áfram myndu berjast
af öllum kröftum fyrir hugsjónum
jafnaðarstefnunnar auk þess sem
hann kæmi til með að styðja nýja for-
ystu með ráðum og dáð. Forysta
flokksins þyrfti öflugt aðhald en einn-
ig öflugan stuðning almennra flokks-
manna sagði Logi og hvatti viðstadda
til að fylkja sér að baki þeirra sem
treyst yrði til að leiða flokkinn.
Formaðurinn fráfarandi sagði
ýmsa eiga það til að hæðast að flokk-
um á borð við Samfylkinguna sem
meðal annars hefði gert loftslags- og
mannréttindamálum hátt undir höfði
og kallað ímyndarstjórnmál.
„Ekkert er fjær sanni. Þetta eru
ekki jaðarmál eða afmarkaðir mála-
flokkar, heldur verða að vera megin-
þráðurinn í öllum hinum pólitíska
vefnaði,“ sagði Logi. „Loftslagsmálin
snúast um bráðavanda sem þarf að
bregðast við með sameiginlegu átaki
alls mannkyns, og verður að móta all-
an hugsunarhátt til ókominnar fram-
tíðar,“ hélt hann áfram.
Mannréttindamálin væru hins veg-
ar barátta sem alltaf hefði fylgt sam-
félagi manna og lyki aldrei þótt hún
tæki vissulega stöðugt á sig nýjar
birtingarmyndir.
„Við sem aðhyllumst jafnaðar-
stefnu viljum að einstaklingar geti
notið sín og hæfileika sinna í atvinnu-
lífinu, í skapandi greinum, í íþróttum
eða á öðrum sambærilegum vett-
vangi. En við lítum ekki á ríkið, opin-
berar stofnanir sem reknar eru fyrir
almannafé og í almannaþágu, sem
ógn við framtak einstaklinganna,“
sagði Logi.
Af virðingu og vináttu
Sameiningarafl Samfylkingarinnar
væru hugsjónir. „Við höfum að sjálf-
sögðu ólíkar hugmyndir um það
hvernig best verði starfað í anda
þeirra hugsjóna og við tökumst á um
það. En við eigum alltaf að gera það
af virðingu og vináttu. Og gleymum
því ekki að við störfum í flokki sem
hefur stefnu sem er stærri en hvert
og eitt okkar, var til á undan okkur
öllum og mun lifa okkur öll,“ sagði
Logi.
Verkafólk við hlið kennara
Þetta hafi dregið hann að Samfylk-
ingunni á sínum tíma, hugsjónirnar,
en einnig jarðsambandið sem hug-
sjónirnar hefðu hjá flokksmönnum.
Þá ræddi hann fjölbreytnina í röðum
félaga flokksins.
„Hér starfar verkafólk við hlið
kennara, heilbrigðisstarfsfólk við hlið
verkfræðinga, sjómenn við hlið forrit-
ara, ungt fólk við hlið roskinna, há-
skólaborgarar, atvinnurekendur,
listamenn, iðnaðarmenn og svona er
hægt að telja endalaust upp, því að
við endurspeglum íslenskt samfélag
og erum þverskurður af íslensku
samfélagi, og við eigum okkur djúpar
rætur í þjóðlífinu,“ sagði formaðurinn
fráfarandi.
Þegar hann tók við formennsku
hefði sjálfsmynd flokksins verið í
molum, ágreiningur hefði tætt flokk-
inn í sundur og fjárhagurinn verið
mjög erfiður að loknum kosningum.
En með sameiginlegu átaki hefði tek-
ist að sætta sjónarmið, finna taktinn
og rétta úr kútnum. Þakkaði Logi
flokkssystkinum að lokum fyrir sinn
tíma. Og nú segi ég: Takk kæru fé-
lagar, takk fyrir mig.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Að leiðarlokum Logi Einarsson þakkaði fyrir sex ár við formennsku Samfylkingarinnar á landsfundinum í gær.
Kristrún kjörin nýr formaður
- Sjálfkjörin og hlaut umboð 94,59 prósenta flokksmanna - Guðmundur Árni sjálf-
kjörinn varaformaður - Logi Einarsson þakkaði sína formennsku með virktum
Nýr formaður Kristrún tekur við formennsku Samfylkingarinnar.
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
„Þarna kemur skýrt fram að það hafi
verkað til refsiþyngingar að mann-
drápið hafi verið skipulagt, ofsafeng-
ið og framið af einbeittum ásetn-
ingi,“ segir Margrét Valdimars-
dóttir, dósent í lögreglufræðum við
Háskólann á Akureyri, um nýfallna
dóma Landsréttar í Rauðagerðis-
málinu, þrjá 14 ára fangelsisdóma og
einn til 20 ára.
Segir Margrét almennu regluna á
Íslandi síðustu ár hafa verið 16 ára
dóma fyrir manndráp. Í þeim málum
hafi sjaldnast fylgt ásetningur um að
ráða fórnarlambið af dögum, al-
mennt hafi þar alvarleg líkams-
árásarmál endað með dauða.
Þyngri dómur kom ekki á óvart
Manndrápið í Rauðagerðismálinu
sé í eðli sínu ólíkt dæmigerðum ís-
lenskum manndrápsmálum. Þar
leggi fjórar manneskjur á ráðin um
að fremja ódæði og slík skipulagning
og samverknaður horfi til refsiþyng-
ingar. „[Þ]ess vegna kom mér það
ekki á óvart að dómurinn [yfir Ster-
kaj] hefði verið þyngdur,“ segir Mar-
grét og kveður skilaboð dómskerf-
isins ekki til að misskilja.
„Þessi dómur sem féll í dag er að
senda þau skilaboð út í samfélagið að
við líðum ekki svona – skipulagða
brotastarfsemi sem er að enda í
manndrápsmálum, og við ætlum að
taka það mjög alvarlega,“ segir hún.
Aðspurð kveður Margrét dóma af
þessu tagi líkast til hafa varnaðar-
áhrif út í samfélagið. „Það er erfitt
að segja til um það, en ef þungir
dómar hafa varnaðaráhrif í einhverj-
um brotaflokkum, og þegar við horf-
um á manndráp sérstaklega, þá er
það einmitt í manndrápum af þessu
tagi, þar sem ásetningur er mjög
skýr og einbeittur, sem þungir dóm-
ar geta haft varnaðaráhrif,“ segir
Margrét.
Skilaboð dómsins skýr
- „Líðum ekki
svona og ætlum að
taka það alvarlega“
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Afbrotafræðingurinn Margrét tel-
ur varnaðaráhrif dómsins sterk.
Embætti héraðs-
saksóknara hefur
ákært fjóra menn
í stóru kókaín-
máli sem fyrst
var greint frá í
ágúst. Flytja átti
tæplega 100 kíló
af kókaíni til
landsins. Efnin
voru falin í gámi með timbursend-
ingu frá Brasilíu sem hafði viðkomu í
Hollandi á leiðinni til Íslands.
Anna Barbara Andradóttir, sak-
sóknari hjá embætti héraðssaksókn-
ara, staðfesti við mbl.is að ákæra
hefði verið gefin út gagnvart mönn-
unum fjórum, en RÚV greindi fyrst
frá ákærunum.
Efnin fundust við leit hollenskra
löggæsluyfirvalda og var gervi-
efnum komið fyrir í staðinn. Sam-
kvæmt tilkynningu lögreglunnar í
ágúst byggðist leitin á upplýsingum
frá íslenskum löggæsluyfirvöldum
og frumkvæðisrannsóknum á skipu-
lagðri brotastarfsemi.
Einn maður var handtekinn eftir
að hann hafði sótt gám með sending-
unni og þrír aðrir í kjölfarið. Þeir
voru síðan úrskurðaðir í gæslu-
varðhald. Héraðssaksóknari ætlaði
að óska eftir framlengingu varð-
haldsins í gær.
Fjórir
ákærðir í
kókaínmáli
- Ætluðu að smygla
100 kg af kókaíni
Stefán Eiríksson
útvarpsstjóri
segir að ekki hafi
verið staðið
nægilega vel við
bakið á þeim
fréttamönnum
og öðrum starfs-
mönnum sem
lentu í hremm-
ingum fyrir að
hafa verið að
sinna vinnunni sinni, þegar kom að
fréttaflutningi um útgerðarfyrir-
tækið Samherja. Þetta segir hann í
viðtali á heimasíðu Blaðamanna-
félags Íslands um nýjar siðareglur
Ríkisútvarpsins. Reglurnar tóku
gildi í júní og um leið ný stefna
RÚV til ársins 2026. Í nýjum
reglum er siðanefnd lögð niður auk
þess sem ákvæði um tjáningu
starfsmanna RÚV á samfélags-
miðlum var fjarlægt.
Siðanefnd RÚV lögð
niður í nýjum reglum
Stefán
Eiríksson