Morgunblaðið - 29.10.2022, Síða 8

Morgunblaðið - 29.10.2022, Síða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2022 Snorrabraut 56, 105 Reykjavík feldur.is info@feldur.is 588-0488 Morgunblaðið hafði í gær eftir framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins að kjaraviðræður væru komnar á fleygiferð, og að hafin væri „alvöruatlaga að gerð kjarasamnings“. Þetta þarf ekki að koma á óvart þar sem núverandi samningar renna út næstkomandi þriðjudag og því full ástæða til að þeir sem hafa tekið að sér að semja sitji við samningaborðið og geri sitt besta til að ljúka samningum. Viðsemjendur SA að þessu sinni eru með yfir eitt hundrað þúsund launþega innan félaga sinna og því er mikið í húfi að vel takist til. Gangi þessir samningar eftir má ætla að þeir verði grundvöllur allra annarra samninga á íslenskum vinnumarkaði í þessari lotu. - - - Um leið og allir hljóta að gleðj- ast yfir því að stórir aðilar á vinnumarkaði sitji yfir samninga- gerð vekur athygli að eitt stórt stéttarfélag er algerlega undan- skilið. Stéttarfélagið Efling stendur utan við þær kjaraviðræður sem nú standa yfir, og ekki nóg með það, stéttarfélagið Efling er ekki einu sinni búið að móta kröfugerð sína eða hefur fundað með SA vegna komandi kjarasamninga. - - - Sólveig Anna Jónsdóttir greindi frá því í gær að verið væri að „leggja lokahönd á kröfugerð fé- lagsins“ og að stefnt væri að því að afhenda hana viðsemjendunum á mánudag, degi áður en samningar renna út. - - - Forystan hefur gefið sér drjúgan tíma til að standa í valdabar- áttu innan verkalýðshreyfing- arinnar, en að sinna kjaramálum fé- lagsmanna er bersýnilega ekki forgangsmál. Sólveig Anna Jónsdóttir Valdabaráttan fékk forgang STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Töluverður munur er á fjölda og lengd skólafría barna og ungmenna í Evrópulöndum samkvæmt nýbirtum samanburði milli landa í Eurydice- skýrslu um lengd og fyrirkomulag skólastarfs í grunn- og framhalds- skólum í 37 löndum Evrópu á skóla- árinu 2022 til 2023. Einnig er nokkuð misjafnt hvenær skólaárið byrjar síðsumars eða á haustin í löndunum. Þannig byrja t.d. skólarnir 1. september í 15 löndum en í átta löndum, þar á meðal á Íslandi, mæta börnin í skólann í ágúst. Samanlagður fjöldi skólafrídaga í grunnskólum yfir skólaárið (sumarfrí, jólafrí o.fl.) er mismun- andi en í meirihluta landanna sem samanburðurinn nær til ná fríin yf- ir 100 til 120 daga eða 14 til 17 vikur. Algengast er að sumarfrí í skólum séu níu til tólf vikna löng. Ísland er í hópi landa þar sem sumarfríin í grunnskólum eru á bilinu tíu til tólf vikna löng en sumarfrídagarnir eru nokkru færri hjá öðrum Norður- landaþjóðum. Skólabörn á Möltu, Ítalíu og í Lettlandi fá aftur á móti nokkru lengra sumarfrí, eða í 13 vikur, en sumarfríin í Danmörku eru á hinn bóginn styst eða að hámarki í sex vikur samkvæmt samanburðinum. Skólar í Evrópu með mislöng frí - Frídagar í grunn- og framhaldsskól- um 14-17 vikur í flestum Evrópulöndum Morgunblaðið/Ernir Hjólað úr skólanum Sumarfrí barna eru mislöng í löndum Evrópu. Það var mikil stemning meðal krakkanna í Þorlákshöfn í gær þeg- ar hátíðin Þollóween náði hámarki. Hátíðin hefur staðið alla vikuna og í gær var búningadagur bæði í grunn- og leikskólanum. Það var ágætisupphitun fyrir kvöldið þegar krakkarnir gengu á milli húsa og kröfðust þess að fá grikk eða gott. Eins og sjá má á myndinni að ofan voru búningar krakkanna afar fjöl- breyttir að þessu sinni. Í vikunni hefur verið boðið upp á ýmsa viðburði, svo sem skelfilega skrautsmiðju, draugagarð og köku- keppni. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Hrekkjavaka Krakkarnir í skólanum í Þorlákshöfn tóku þátt í Þolloween. Hrikalegar fígúrur á ferðinni í Þorlákshöfn Skelfileg Meira að segja kökurnar í bænum vekja skelfingu hjá fólki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.