Morgunblaðið - 29.10.2022, Síða 14

Morgunblaðið - 29.10.2022, Síða 14
ég líka alltaf verið upptekinn af allskonar smá- atriðum, sem merkilegt nokk geta léð lengri þáttum trúverð- ugleika þó login séu,“ segir Þór- arinn um sagna- gerð sína. Rit- höfundarferill hans spannar bráðum hálfa öld og verkin eru fjölbreytt; ljóð handa börnum og fullorðnum, smásögur, skáldsögur og ótal þýðingar af ýmsu tagi. Þannig mætti áfram telja. Sumir tættu þáttanna gætu jafnvel kall- ast örsögur en aðrir nálgast þjóð- legan fróðleiksstíl. Með gömlum gripum og beinagrindum Blaðamaður settist niður með Þórarni í vikunni á kaffistofunni í Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Uppvaxtarár á Þjóðminjasafninu, brosleg atvik á Bessastöðum, und- arlegar húsvitjanir sendifulltrúa Norður-Kóreu í Svíþjóð, guðlast í húsi biskupsins yfir Íslandi, leikur á sviði Þjóðleikhússins eða í sjón- varpsmynd um Snorra Sturluson. Willys-jeppi keyptur fyrir texta- skýringar í útgáfu á Sturlungu, drápur fluttar í norrænum kon- ungshöllum og kattakyn í háskóla- hverfi. Margra grasa kennir í bókinni Tættir þættir eftir Þórarin Eld- járn, sem nú er að koma út. Þar er að finna ýmsar mislangar sögur og frásagnir af því sem höfundinn hefur hent, atvik sem hann hefur skráð og sum hver fært í stílinn frá bláköldum veruleika. „Mér getur orðið nánast allt að söguefni. Í því sem ég skrifa hef aldri og fram undir tvítugt. Faðir hans, Kristján Eldján, síðar forseti Íslands, var þjóðminjavörður og því tilheyrði að búa í safnhúsinu, vörðurinn skyldi að sjálfsögðu verja gripina. „Börn líta gjarnan á sitt daglega umhverfi sem eðlilegan veruleika en svona eftir á að hyggja var safnið, þar sem við systkinin vor- um oft á ferli, vissulega æv- intýraleg veröld að alast upp í með öllum sínum salarkynnum og göml- um gripum og beinagrindum,“ seg- ir Þórarinn. Í bókinni vitjar hans æskuheimilisins; íbúðar í safnhús- inu þar sem Kristján og Halldóra Eldjárn bjuggu með börnunum sínum fjórum. Vistarverum þess- um var síðar umbylt og plássið meðal annars nýtt undir fyrir- lestrasal. Íbúðin er þó enn til í huga Þórarins sem í Tættum þátt- um segir: „Ég stíg inn fyrir í huganum og er nú staddur í forstofunni. Ég heyri rúðurnar í hurðinni glamra dálítið þegar ég loka á eftir mér. Beint framundan eru innri dyrnar og yfir þeim hreindýrshorn sem pabbi kom með frá Grænlandi 1937. Upp við vegginn hægra meg- in standa Mövehjólin okkar Ólaf- ar.“ Íslensk fyndni er sælgæti Í tímans rás segist Þórarinn gjarnan hafa skrifað hjá sér minn- ispunkta úr daglegu lífi, efni sem síðan megi moða úr og setja í sam- hengi. Þannig hafi Tættir þættir orðið til. „Kaflarnir eru kannski ekki neitt sérstaklega samhang- andi – og þó. Þegar að er gáð skapa smáatriði í einum þætti stundum tengingar og þræði – eig- inlega nánast óvart – við aðra kafla,“ segir Þórarinn. „Í bókinni eru 37 þættir, sama tala og eðlilegur líkamshiti. Sumir þættirnir geta kallast minninga- brot. Engin heildstæð lína er samt til staðar svo úr verði eitthvað sem kalla mætti ævisögu. Flest af þessu eru bara sjálfstæðir þættir,“ segir Þórarinn sem oft spinnur eitthvað í kringum smáatriði og setur í spaugsamt ljós. Slíkt segir hann að sé raunar bráðnauðsyn- legt fyrir framvindu frásagna. Í sumum smærri þáttanna segist hann vera undir talsverðum áhrif- um frá Íslenskri fyndni, riti sem út kom um árabil og naut vinsælda. „Margir tala um að húmorinn í Íslenskri fyndni sé oft svo furðu- legur að iðulega sé erfitt að ráða fram úr því hvað í sumum sagn- anna átti að vera fyndið. En svona hefur tíðarandinn breyst enda þótt Íslensk fyndni standi enn fyrir sínu, rit yfirfullt til dæmis af per- sónufróðleik og kveðskap og fleiru sem fyrir mér er hreint sælgæti.“ Kúlukertin og Nixon Kristján Eldjárn var kjörinn for- seti Íslands árið 1968 og flutti þá með fjölskyldu sinni að Bessastöð- um. Þar með varð Þórarinn Álft- nesingur fyrsta árið þar, áður en hann hélt utan til náms. Bjó þar einnig 1972-73 með Unni Ólafs- dóttur konu sinni og syni þeirra, Kristjáni. Vorið 1973 komu þeir Nixon Bandaríkjaforseti og Pom- pidou Frakklandsforseti til fundar á Íslandi og því fylgdi að sjálf- sögðu móttaka á Bessastöðum. Og þannig vildi til að þegar Banda- ríkjaforseti kom í húsið voru Þór- arinn, Unnur og Kristján yngri, jafnan kallaður Eldjárn, stödd á efri hæð Bessastaðastofu þar sem eins árs drengurinn hafði hand- samað kúlukerti og næstum tekist að smeygja þeim yfir stigahandrið. „Það má reyna að ímynda sér hver viðbrögð lífvarðanna í mor- móna-frökkunum hefðu orðið ef tvær rauðar kúlur með kveik út úr, ekkert ósvipaðar sprengjum í Andrésblöðum, hefðu komið svíf- andi niður í holið í sömu andrá og Nixon gekk í bæinn. Kannski hefði hann fengið þau í hausinn meðan hann skrifaði í gestabókina,“ segir í kaflanum Nokkrar Bessastaða- sögur í bókinni Tættir þættir sem vert er að gefa gaum. Mér verður nánast allt að söguefni - Ný bók eftir Þórarin Eldjárn - Und- ir áhrifum Íslenskrar fyndni - Kúlu- kerti á Bessastöðum í heimsókn Nixons Morgunblaðið/Sigurður Bogi Höfundur Ævintýraleg veröld, segir Þórarinn um æskuárin á Þjóðminjasafninu þar sem myndin er tekin. Þjóðminjasafninu, húsi sem tekið hefur miklum breytingum frá því að hann átti þar heima frá eins árs 14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2022 Bókin Tættir þættir er gefin út af Gullbringu, forlagi sem Þórarinn Eldjárn og fjölskylda hans standa að. Þótt Forlagið, undir ýmsum merkjum, hafi gefið út margar bækur Þórarins í gegnum tíðina segist hann kunna því vel að vera sjálfur forleggjari. Í þessari útgáfu segist hann líka njóta liðsinnis margra sem kunna til verka. „Unnur Ólafsdóttir, konan mín, sér um flestar praktísku hliðarnar og Halldór sonur okkar er fílefldur hönnuður og umbrotsmaður. Með því að standa sjálfur að útgáfunni kemst maður á margan hátt miklu nær lesandanum en ella,“ tiltekur Þórarinn sem áfram er með mörg járn í eldinum. Ritstörfin segir hann að séu rauði þráðurinn í líf- inu en á næstu mánuðum ætli hann að gefa sig að yrkingum. Þess má geta að fjölskyldufor- lagið heitir eftir Gullbringu í Svarf- aðardal, sumardvalarstað Þórarins og hans fólks, upphaflega hjáleigu frá Tjörn þaðan sem Kristján Eld- járn forseti var ættaður. Gullbringa gefur bókina út RITSTÖRFIN RAUÐUR ÞRÁÐUR Í LÍFINU Hönnunarperla á besta stað í Fossvogi Einstakt 286 fm einbýlishús í Fossvogsdal auk alrýmis í kjallara sem býður upp á mikla möguleika. Stórar stofur með fallegum arni, sjónvarpsherbergi. Fimm svefnherbergi, tvö baðherbergi. Mjög gott skipulag. Granít og teppi á gólfum. Stór og gróinn garður, hiti í stétt. TILBOÐ Nóatún 17 | 105 Reykjavík | valborg@valborgfs.is | Sími 419 7900 Skoðumogverðmetum eignir samdægurs Allar upplýsingar veita: EINBÝLI - FOSSVOGUR Elvar Guðjónsson Viðskiptafræðingur Lögg. fasteignasali Sími 895 4000 elvar@valborgfs.is María Sigurðardóttir Viðskiptafræðingur Lögg. fasteignasali Sími 820 1780 maria@valborgfs.is valborgfs.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.