Morgunblaðið - 29.10.2022, Síða 16
16 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2022
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Sími 4 80 80 80
25 ára reynsla
JEPPABREYTINGAR
VERKSTÆÐI
VARAHLUTIR
SÉRPANTANIR
RYÐVÖRN
merki Jafnvægisvogarinnar. Jafn-
vægisvogin veitti viðurkenningar til
fimmtíu og níu fyrirtækja, sex sveit-
arfélaga og ellefu opinberra aðila úr
hópi þeirra 209 þátttakenda sem
hafa undirritað viljayfirlýsingu.
Markmið Jafnvægisvogar um 40/60
kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi
var haft til hliðsjónar við matið. Stór
hluti þeirra þátttakenda sem hafa
skrifað undir viljayfirlýsingu Jafn-
vægisvogarinnar hafa náð góðum ár-
angri á þessu sviði og fjölgaði þeim
þátttakendum, sem hafa náð mark-
miðunum, um 23 á milli ára.
- - -
Þjótandi ehf. er nú að byggja
gríðarstórt aðstöðuhús fyrir starf-
semi sína austan við veginn að Gadd-
staðaflötum. Húsið er um 1.800 fm að
stærð og kemur til með að kosta
nokkur hundruð milljónir króna.
Þjótandi er stórt verktakafyrirtæki
ÚR BÆJARLÍFINU
Óli Már Aronsson
Hellu
Framkvæmdir standa nú yfir við
fyrsta áfanga stækkunar grunnskól-
ans á Hellu. Grunnflötur stækkunar-
innar er 520m² og hljóðaði kostn-
aðaráætlun upp á 390 millj. króna.
Reiknað er með að stækkunin kom-
ist í notkun haustið 2023. Ekki veitir
af að styrkja innviðina því íbúafjölg-
un nam 3.5% á síðasta ári og er orðin
sú sama á þessu ári. Aukin eftir-
spurn er eftir byggingarlóðum og
stendur til að bjóða út nýjar gatna-
framkvæmdir á næsta ári til að
mæta henni.
- - -
Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn
Rangárþings ytra leggja til að komið
verði á fót hverfaráðum í Rangár-
þingi ytra. Í greinargerð með tillög-
unni segir að eitt meginverkefni
sveitarstjórnar sé að vinna að gagn-
særri og opinni stjórnsýslu. Einnig
að tryggja skilvirkni í þjónustu við
íbúa og atvinnufyrirtæki í sveitarfé-
laginu og gefa íbúum möguleika á að
koma að stefnumótun og ákvörð-
unum sveitarstjórnar.
Hverfaráðin verði samráðsvett-
vangur íbúa en hafi ekki endanlegt
vald til ákvarðana eða fjárúthlutana.
Það er skoðun flytjenda tillögunnar
að með stofnun hverfaráða í sveitar-
félaginu skapist mikilvægur vett-
vangur fyrir íbúa til að hafa meiri
áhrif á sitt nánasta umhverfi auk
þess að þau skapi gott tækifæri til
þess að efla og styrkja samskipti
íbúa og sveitarstjórnar.
- - -
Frystihólf í Þykkvabæ hafa nú
verið rekin í fjölda ára með útleigu til
einstaklinga. Ljóst er að búnaður í
frystigeymslum í Þykkvabæ er úr
sér genginn og fer að kalla á verulegt
viðhald eða endurbætur. Byggðaráð
leggur til að frystigeymslan verði
rekin áfram út ágúst 2023 með þeim
fyrirvara að ekki þurfi að ráðast í
kostnaðarsamar aðgerðir á bún-
aðinum, komi til þess að hann bili.
Frystihólfin hafa alltaf verið rekin
með tapi og ekki er hægt að treysta á
að þeim verði haldið gangandi mikið
lengur. Notendur þurfa því að vera
viðbúnir því að tæma frystihólfin,
komi til bilunar.
- - -
Rangárþing ytra hlýtur gull-
með heimilisfang á Hellu. Á sama
svæði er Þjótandi að koma fyrir olíu-
tönkum í jörð og byggja púða undir
nýja bensínstöð Orkunnar. Þar verð-
ur einnig rafhleðslustöð og sjálfvirk
þvottastöð.
- - -
Kaldbakur er sauðfjárrækt-
unarbú ársins 2021 í Rangár-
vallasýslu.
Í upphafi mánaðarins var mikil
stemning á Hellu þegar Dagur sauð-
kindarinnar var haldinn hátíðlegur í
Rangárhöllinni. Mikill drifkraftur er
í sauðfjárrækt í Rangárvallasýslu og
mikill metingur á meðal bænda um
það hver ræktar besta féð. Það var
múgur og margmenni í Rangárhöll-
inni að skoða fallegt sauðfé úr
Rangárvallasýslu, auk þess sem
keppt var í nokkrum flokkum. M.a.
var ræktunarbú ársins verðlaunað
en það er búið á Kaldbak á Rangár-
völlum hjá þeim Sigríði Heiðmunds-
dóttur og Viðari Steinarssyni. Þess
má geta að þau hlutu landgræðslu-
verðlaunin fyrr í sumar.
- - -
Nýtt hesthúsahverfi er farið
að byggjast upp á Hellu. Það liggur
austan við Rangárhöllina og eru
nokkuð margar lóðir tilbúnar þar.
Áður var komið eitt hesthús og
a.m.k. þrjú önnur eru nú í byggingu.
Nokkrum fjölda lóða hefur verið út-
hlutað.
- - -
Hótel Rangá er besta hótelið á
Íslandi að mati lesenda bandaríska
ferðatímaritsins Travel Leisure,
Blue Lagoon Retreat er í öðru sæti
en Fosshótel við Jökulsárlón er í því
þriðja. Travel Leisure er eitt virtasta
ferðatímarit heims og er með yfir 9,2
milljónir lesenda í hverjum mánuði.
Morgunblaðið/Óli Már Aronsson
Gaddstaðaflatir Aðstöðuhús fyrir starfsemi verktakafyrirtækisins Þjótanda rýkur upp þessa dagana. Húsið er um 1.800 fermetrar að flatarmáli.
Þjótandi rýkur upp á Gaddstaðaflötum
Eigandi hússins er Íþaka fast-
eignafélag, en Eykt byggir húsið.
FSRE undirritaði samning um
leigu á húsinu öllu fyrir stofnan-
irnar tvær í júní 2021. Hann var til
30 ára með framlengingarákvæði.
Byggingin er alls um 11.705 fer-
metrar. Skatturinn mun hafa yfir í
9.705 fermetrum að ráða, en Fjár-
sýslan 2.000 fermetrum.
Jarðhæð byggingarinnar verður
helguð móttökurými og sameig-
inlegu mötuneyti stofnananna
þriggja auk þess sem þar er 70
manna ráðstefnusalur, ætlaður
notendum byggingarinnar. Á 2.
hæð verður aðstaða Fjársýslunnar
og á öðrum hæðum mun Skatt-
urinn (áður embætti ríkisskatt-
stjóra og tollstjóra) og skattrann-
sóknarstjóri hafa sínar höfuð-
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Verulega er farið að styttast í af-
hendingu skrifstofubyggingarinnar
í Katrínartúni 6 við Höfðatorg. Þar
verða Skatturinn og Fjársýsla rík-
isins til húsa næstu áratugina hið
minnsta. Í tilkynningu á heimasíðu
Framkvæmdasýslunnar-ríkiskaupa
(FSRE) er byggingin kölluð Hús
íslenskra ríkisfjármála.
Uppsteypu hússins lauk fyrr á
þessu ári og nú er unnið að raf-
lögnum, tæknikerfum og uppsetn-
ingu léttra veggja á hæðunum níu
sem húsið telur, að því er fram
kemur á heimasíðu FSRE. Húsið
verður tilbúið til notkunar fljótlega
á nýju ári. Undir húsinu er tveggja
hæða bílakjallari.
stöðvar. Starfsmenn Skattsins eru
u.þ.b. 480 á 16 starfsstöðvum víðs
vegar um landið, langflestir í
Reykjavík.
Höfuðstöðvar Skattsins hafa um
árabil verið að Laugavegi 166.
Starfsmenn Fjársýslu ríkisins eru
tæplega 90 talsins. Starfsemi Fjár-
sýslunnar er nú á fjórum hæðum í
Vegmúla 3.
„Leiga á nýju húsnæði fyrir
Skattinn og Fjársýslu ríkisins hef-
ur í för með sér aukið hagræði og
minni áhættu fyrir ríkissjóð. Með
flutningunum verður unnt að reka
starfsemina í um þriðjungi minna
húsnæði en nú er, og tækifæri
skapast til að selja óhagkvæmt
húsnæði á dýru markaðssvæði,“
segir m.a. á heimasíðu fjármála-
ráðuneytisins.
Hús íslenskra ríkisfjármála
tekið í notkun á nýju ári
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Katrínartún Nýja húsið (t.v.) er alls um 11.705 fermetrar á níu hæðum. Eftir er að koma fyrir klæðningu utanhúss.