Morgunblaðið - 29.10.2022, Page 22

Morgunblaðið - 29.10.2022, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Sennilega muna fáir eftir Ekko umferðarspilinu. Það kom út árið 1965 og í auglýs- ingu í Morg- unblaðinu í des- ember það ár sagði útgefandinn að það væri „nauðsynlegt fyrir börn, sem bílstjóra“. Ólíklegt er að borðspil þetta hafi náð miklum vin- sældum. Á því er nefnilega einn megingalli. Það byggist eingöngu á refsingum. Leik- maður þarf að fara fimm reiti aftur á bak vegna þess að hann virti ekki stöðvunar- skyldu eða sitja hjá tvær um- ferðir vegna þess að hann fór yfir á rauðu ljósi. Höfundarnir hefðu getað haft hugmyndaflug til að hygla spilurum fyrir að stöðva fyrir gangandi vegfaranda eða gefa ávallt stefnuljós, en enga umbun er að finna í spilinu. Hugmyndafræðin á bak við Ekko umferðarspilið virðist ráða ríkjum hjá ráðamönnum í borginni um þessar mundir. Þeirra helsta pólitíska mark- mið virðist vera að gera eig- endum bíla lífið leitt. Það er yfirlýst markmið meirihlut- ans að draga úr bílaeign og ráðast gegn þeim ferðamáta, sem borgarbúar hafa flestir kosið sér, en í viðleitninni til þess er aldrei boðið upp á neitt sætt, bara súrt. Nýjasta útspilið er fyrir- ætlanir um að stækka gjald- svæði bílastæða í Reykjavík. Hingað til hefur áherslan verið á að almenningur greiði fyrir bílastæði í miðbænum. Þangað sækir fólk þjónustu af ýmsum toga og á erindi. Ýta gjöld fyrir bílastæði meðal annars undir það að fólk leggi ekki lengur en nauðsynlegt er þar sem bílastæði eru af skornum skammti. Á undanförnum árum hafa gjaldsvæðin verið stækkuð og ná nú til gatna, sem tæpast heyra undir ofangreinda skil- greiningu. Í auknum mæli eru íbúðagötur orðnar að gjald- svæði; götur, sem velta má fyrir sér hvort séu hluti af miðbænum eða bara í grennd við hann. Það vekur spurn- inguna hversu langt eigi að ganga í gjaldskyldu þegar að- eins er um íbúðabyggð að ræða. Borgin veitir íbúum vissulega passa til að leggja, en skammtar aðeins einn á heimili. Það er því ljóst að þeir munu lenda í vandræðum sem eru með fleiri en einn bíl á heimilinu. Mesta breytingin, sem fyrirhuguð er, verður í Vesturbænum. Þar verða gjald- skyldumörkin færð til vesturs frá Ægisgötu að Stýrimannastíg og Garðastræti að Hofsvallagötu. Íbúarnir hljóta að velta fyrir sér hvers vegna þar eigi að vera gjaldskylda frekar en í öðrum íbúðahverfum borg- arinnar. Rökstuðningur fyrir þessari breytingu er sá að mikil og stöðug nýting sé á bílastæðum á jaðri gjaldsvæða. Það gefi tilefni til stækkunar í sam- ræmi við verklagsreglur, seg- ir í tilkynningu frá borginni. Þessi verklagsregla hljómar eins og svikamylla því að allt- af má búast við því að bílum verði lagt við jaðar gjald- svæðis. Þegar mörkin eru færð myndast nýr jaðar og þegar allir fara að leggja við hann leiðir verklagsreglan til þess að enn þarf að stækka. Á endanum leiðir það til gjald- skyldu alla leið upp á Kjalar- nes. Í frétt á mbl.is í gær kom fram að ekki hefði verið haft samráð við íbúa um þessa fyrirhuguðu breytingu. Það rímar ágætlega við bækling, sem í vikunni datt inn um lúgu borgarbúa um íbúalýðræði. Ástæðan fyrir því að ekki er haft samráð við íbúa er auð- vitað að ólíklegt – ef ekki úti- lokað – er að þessar breyt- ingar hefðu fallið í góðan jarðveg. Bifreiðaeigendur í borginni hafa í nokkur kjörtímabil mátt búa við að verulega hefur ver- ið þrengt að þeim. Umferð verður þyngri í borginni með hverju árinu sem líður og á ákveðnum tímum geta bíl- stjórar gert ráð fyrir að sitja fastir í umferðarstöppu. Framkvæmdum, sem gætu greitt fyrir umferð, er hafnað. Umferðarljós eru ekki stillt í takt þannig að umferðin flæði áfram. Þar sem það gæti gerst eru gangbrautarljós stillt þannig að þau kvikni gagngert úr takti við umferðarljósin sitt hvorum megin við af slíkri ná- kvæmni að sú hugsun kviknar að það sé vísvitandi. Svo er smám saman þrengt að bílnum með ýmsum hætti. Fyrirhuguð stækkun gjald- svæðanna í borginni er bara eitt dæmi, hlutur fyrir heild. Mætti halda að alla vega eitt eintak af Ekko umferðar- spilinu hafi varðveist. Það sé geymt í ráðhúsinu og dregið fram þegar bílaeigendur þykja hafa fengið að paufast of lengi um göturnar óhvekkt- ir af nýjum uppátækjum til að þrengja að þeim. Stækka á gjald- svæði til að leggja bílum og að venju eru íbúar ekki spurðir} Baráttan gegn bílnum F yrir sex árum var almenn og há- vær krafa um að heilbrigðiskerfið yrði sett í forgang. Um 80.000 manns skrifuðu undir kröfu um að til heilbrigðiskerfisins yrði varið 11% af vergri landsframleiðslu líkt og í hinum norrænu ríkjunum. Í dag er um 8,5% af vergri landsframleiðslu varið til heilbrigðismála. Ef farið væri eftir 11% kröfunni frá árinu 2016 þyrfti að bæta við til heilbrigðismála tæpum 100 milljörðum króna. Nágrannaþjóðir okkar fjárfesta mun meira en við í heilsu og lífsgæðum fólks. Enda er það fjárfesting sem borgar sig. Við þurfum og eig- um að hlúa að veiku fólki og umbuna þeim sem hafa helgað sig því starfi með mannsæmandi launum og mannsæmandi vinnutíma. Nú ríkir neyðarástand á bráðamóttöku Landspítalans og starfsaðstæður eru víða óboðlegar. Fjármálaráðherra talar um betri stöðu ríkissjóðs en búist var við. Sú staða er ekki nýtt til að bæta heilbrigðiskerfið en krafa er gerð um að heilbrigðisstarfsfólk hlaupi hraðar og geri meira fyrir minna. Stóri vandinn á bráðamóttöku Landspítalans er skortur á hjúkrunarfræðingum en ástandið er ekki bara slæmt þar. Það er líka slæmt á Suðurnesjum, á Suðurlandi og Akureyri. Hjúkrunarfræðingar hafa ekki samið um launa- kjör sín síðan árið 2011 og eru með tvo gerðardóma á bak- inu. Það verður að bregðast við mönnunarvandanum með afgerandi hætti. Það verður að hækka launin og bæta starfsumhverfi svo hægt sé að veita viðunandi þjónustu. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga eru ekki bara á bráðamóttöku Landspítalans held- ur í öllu kerfinu. Það gerist hægt og hljótt. Starfsfólkið bugast undan álagi og fer. Eftir er starfsfólk sem þarf að vinna undir enn meira álagi. Heilbrigðisstarfsfólk er sett í óviðráð- anlega stöðu en reynir samt að láta allt ganga. Hverjar eru lausnir ríkisstjórnarinnar? Upphæðir fyrri ára eru uppreiknaðar í fjár- lagafrumvarpinu, ára sem þó sýndu alvarlega veikleika í heilbrigðiskerfinu. Fjármálaráð- herrann segir lausnina vera aukinn einka- rekstur sem ríkið greiðir fyrir á meðan heil- brigðisstofnanir eru fjársveltar, starfsfólkið fer vegna álags og slæmra starfsaðstæðna og biðlistar lengjast. Samningar við sérgreinalækna runnu út ár- ið 2019. Sérgreinalæknar innheimta í samningsleysinu aukagjöld af sjúklingum sem kallast komugjöld, upphæðir sem leggjast ofan á þá fjárhæð sem einstaklingur greiðir samkvæmt greiðsluþátttökukerfinu. Komugjöldin eru á milli 2.500-4.000 kr., mismunandi eftir læknastofum og þar á ofan allt upp í 8.000 kr. fyrir speglanir. Kostnaðurinn vegna samningsleysisins fellur á sjúklinga. Farið er ofan í vasa fólks sem stendur veikt fyrir og þarf á þjónustu að halda. Mál er að linni. Sex ár eru síðan ákall 80.000 manna heyrðist um stóraukin framlög til heilbrigðiskerfisins. Ástandið er verra núna. oddnyh@althingi.is Oddný G. Harðardóttir Pistill Krafa fólksins að engu höfð Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is U mboðsmaður Alþingis mælist til þess að innviðaráðuneytið taki leiðbeiningar, sem sam- göngu- og sveitarstjórnarráðuneytið veitti vegna ágangsfjár, í heild sinni til endurskoðunar þar sem þær sam- rýmist ekki lögum. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns frá 14. október sl. Þar kemur fram að leiðbeining- arnar hafi komið til vegna stjórn- sýslu sveitarfélags í tengslum við beiðni um smölun ágangsfjár og vegna þeirrar réttaróvissu sem virt- ist vera um skyldur sveitarfélaga við þær aðstæður sem fyrir hendi voru. „Í þeim kom m.a. fram að til- tekin ákvæði í lögum um búfjárhald annars vegar og lögum um afréttar- málefni, fjallskil o.fl. hins vegar, væru ósamrýmanleg og því skyldu ákvæði fyrrnefndu laganna ganga hinum framar því þau væru yngri. Í því fólst að til þess að banna umgang og beit búfjár í heimalandi, þar sem svo háttaði til að viðkomandi sveitar- félag hefði ekki skyldað umráðamenn búfjár til að hafa það í vörslu, bæri umráðamanni landsins að taka ákvörðun um að friða það í samræmi við nánari skilyrði laga þar um,“ seg- ir í álitinu. Umboðsmaður fjallaði í álitinu um friðhelgi eignarréttar samkvæmt stjórnarskránni og mannréttinda- sáttmála Evrópu. Hann vísaði m.a. til Jónsbókar og réttarbótar Eiríks kon- ungs frá 1294. Umboðsmaður taldi varhugavert að skýra friðunar- ákvæði laga um búfjárhald þannig að vilji löggjafans hefði staðið til þess að kollvarpa aldagömlu réttarástandi og takmarka eignarrétt umráðamanns lands með tilliti til ágangs búfjár, líkt og ráðuneytið virtist hafa gert í leiðbeiningunum. „Eignarréttindi yrðu almennt ekki takmörkuð nema á grundvelli skýrrar lagaheimildar. Ekki væri því grundvöllur fyrir túlk- un ráðuneytisins.“ Sveitarfélagið smalaði ekki Eigandi lögbýlis í tilteknu sveit- arfélagi leitaði til umboðsmanns Al- þingis 2021 og kvartaði yfir úrlausn samgöngu- og sveitarstjórnarráðu- neytisins vegna kvörtunar vegna stjórnsýslu sveitarfélagsins. Hún tengdist beiðni jarðeigandans um smölun ágangsfjár á jörð hans. Landeigandinn stundar skóg- rækt á jörð sinni en er ekki með fjárbúskap. Samkvæmt erindum hans til umboðsmanns var fé annarra margsinnis á beit í landi hans. Hann fór fram á það við bæjarstjóra sveit- arfélagsins að ágangsfé á landi hans yrði smalað og komið til eigenda á þeirra kostnað. Bæjarstjórinn neitaði að verða við því. Landeigandinn leit- aði þá til lögreglustjóra með sama er- indi en fékk einnig neitun. Þá kvart- aði landeigandinn yfir viðbrögðum sveitarfélagsins til ráðuneytisins. Í leiðbeiningum ráðuneytisins kemur fram að ákvæði laga um bú- fjárhald frá 2013 gangi framar ákvæðum laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. frá 1986. Það þýði að um- ráðamanni lands beri sjálfum að ákveða að tiltekið landsvæði sé friðað til að umgangur og beit búfjár sé bönnuð þar. Um leið þurfi umráða- maður landsins að ganga úr skugga um að vörslugirðingar uppfylli kröf- ur búnaðarnefndar og tilkynna sveit- arfélaginu um það. Komist búfé inn á friðað land skuli hann ábyrgjast handsömun þess, koma því í örugga vörslu og fara með það eins og kveðið er á um í lögum um búfjárhald. At- hugun umboðsmanns var afmörkuð við hvort afstaða samgöngu- og sveit- arstjórnarráðuneytisins samrýmdist lögum. Leiðbeiningar ekki í samræmi við lög Morgunblaðið/Golli Kindur Maður sem stundar skógrækt vildi ekki að fé væri á beit á landi hans. Sveitarfélagið neitaði að smala og maðurinn kærði til ráðuneytisins. Leitað var eftir afstöðu inn- viðráðuneytisins til álits um- boðsmanns Alþingis og spurt um viðbrögð. Svar ráðuneyt- isins er svohljóðandi: „Innviðaráðuneytið er með álit umboðsmanns Alþingis (nr. 11167/2021) til skoðunar. Leið- beiningar ráðuneytisins sem fjallað er um í áliti umboðs- manns byggðu m.a. á afstöðu matvælaráðuneytisins en lög- gjöfin sem um ræðir í málinu heyrir undir það ráðuneyti. Inn- viðaráðuneytið mun óska eftir áliti matvælaráðuneytisins um niðurstöðu umboðsmanns áður en það tekur afstöðu í málinu. Það er þó mat innviðaráðu- neytisins að nauðsynlegt sé að breyta lögum sem um þetta gilda enda kemur fram í leið- beiningum ráðuneytisins, eins og umboðsmaður bendir einnig á, að löggjöf um þetta málefni er óskýr og réttaróvissa er um ýmis atriði.“ Breyta þarf lögunum INNVIÐARÁÐUNEYTIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.