Morgunblaðið - 29.10.2022, Síða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2022
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Komdu í BÍLÓ!
BMW X5 45E M SPORT
Nýskráður 01/2021, ekinn 21 þ.km, bensín/rafmagn (plug in hibryd með
87km drægni), sjálfskiptur (8 gíra). Hlaðinn búnaði og alveg eins og nýr!
20“ aukafelgur og dekk. Raðnúmer 252335
0
Þessir síungu strákar eru klárir
í að selja bílinn þinn
Eigum laus
sölustæði fyrir
bílinn þinn!
Hlökkum til!
Indriði Jónsson
og Árni Sveinsson
M.BENZ EQA 250 POWER
Nýskráður 03/2022, ekinn 3 þ.km,100% rafmagn (429 km drægni),
sjálfskiptur. AMG line innan og utan, 19“ AMG álfelgur. Einstakur litur!
Raðnúmer 255128
0
AUDI E-TRON 50 SPORTBACK S-LINE
Nýskráður 12/2021, ekinn 16 þ.km, 100 % rafmagn, sjálfskiptur. 21“ felgur,
S-line innan og utan. Stórglæsilegur bíll!
Raðnúmer 255127
Ó
frávíkjanleg regla sem
varðar röðun taflmanna í
Fischer-random, sem líka
hefur fengið nafnið Chess
960 eða Chess 9LX, varðar stöðu
kóngsins. Hann skal vera stað-
settur milli hrókanna svo hróker-
ing geti átt sér stað á „drottning-
arvæng“ eða „kóngsvæng“ þ.e.a.s.
svæðinu sem við skilgreinum út frá
hefðbundnu upphafsstöðunni.
Á tæknifundi fyrir heimsmeist-
aramótið var lögð áhersla á að allar
venjulegar skákreglur væru í gildi;
vilji menn hrókera má kóngurinn
t.d. ekki fara yfir valdaðan reit og
það má heldur ekki hrókera úr
skák. Nú skyldi maður halda að
heimsmeistari í greininni væri með
þetta á hreinu. En þá gerðist ein-
kennilegt atvik:
HM í Fischer-random 2022:
Nepomniachtchi – So
Þessi staða kom upp eftir 18.
leik Nepo, Da2-a8+. Riddari Rúss-
ans hafði ógnað drottningu So sem
vék henni frá c8 til e6, en ekki til
c6 sem var betra. En hann taldi sig
geta svarað drottningarskákinni
með því að hrókera. Það myndi þá
gerast þannig að kóngurinn stykki
yfir hrókinn og beint í skjólið á g8.
Nepo benti mótherja sínum á að
slíkt samræmdist ekki reglunum.
Nú var kallaður til dómari sem úr-
skurðaði þegar í stað að „hróker-
ing“ væri ólöglegur leikur og svart-
ur gat því aðeins borið fyrir
skákina sem þýddi liðstap og von-
lausa stöðu. So gafst upp en áskildi
sér rétt til að áfrýja dómnum til
æðra dómstigs. En hann tók samt
úrskurðinum með brosi á vör.
Miklir erfiðleikar strax
í byrjun tafls
Ég ræddi örlítið um þessa nýju
keppnisgrein við Peter Heine
Nielsen sem verið hefur aðstoð-
armaður Magnúsar Carlsen til
margra ára. Hann kvað skjólstæð-
ing sinn hrifinn af þessu keppnis-
formi en taldi að menn þyrftu
miklu meiri tíma til að átta sig á
stöðunum en þær 25 mínútur + 5
mínútur og 5 sekúndna viðbót eft-
ir 30 leiki sem eru tímamörkin á
mótinu. Sumar byrjunarstöður eru
afar krefjandi og furðu algengt að
menn séu komnir með óteflandi
tafl eða tapað eftir 5-10 leiki!
Úsbekinn Abdusattorov tefldi á
1. borði fyrir lið Úsbekistans sem
vann til gullverðlauna á síðasta ól-
ympíumóti. Það er ekki ólíklegt að
þessi ungi piltur eigi eftir að ná
langt en hann var nú samt með
tapað tafl í tveimur skáka sinna
gegn Hjörvari Steini sl. fimmtu-
dag. Lítum á fyrri skákina:
HM í – Fischer-random 2022:
Hjörvar – Abdusattorov
Í þessari skák var hvítur kom-
inn með unnið tafl eftir 10 leiki!
Ekkert lagaðist staðan í næstu
leikjum en það er athyglisvert
hvernig „vélarnar“ meta þessa
stöðu. Hjörvar lék 13. Rc5 og hélt
vinningssstöðu en „Stockfish“
hrópaði á 13. Re4! sem „vél“
greinarhöfundar telur lakari leik.
Þá getur svartur ekki leikið 13. …
axb3 því að svarta staðan er alveg
vonlaus eftir 14. Rxf6 ásamt 15.
dxe5 og peðaflaumur hvíts gerir
út um taflið. Framhaldið varð 13.
… Bxc5 14. dxc5 Hxd5 15. Re4
Dg7 og nú vildi Hjörvar koma
kónginum í skjól og hrókeraði
langt, 16. O-O-O. Slíkan leik má
kalla vanviðbrögð og þau voru
stærstu mistök Hjörvars í þessari
skák. Svartur lék 16. … Hxd1+
17. Hxd1 O-O-O! og staðan er í
jafnvægi. Eftir 16. b4! eða fyrst
16. Bf2 og síðan b2-b4 er svarta
staðan strategískt töpuð því allir
menn svarts eru bundnir í báða
skó.
Hrókeringar – löglegar eða
ólöglegar – voru því miklir örlaga-
valdar sl. fimmtudag!
Það má ekki
hrókera úr skák
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Hákon Pálsson.
Fyrsti leikurinn Guðni Ágústsson hefur taflið fyrir Wesley So á fimmtudaginn.
Sigurjón Árni Ólafsson
fæddist 29. október 1884 á
Hvallátrum, vestustu byggð á
landinu, rétt við Látrabjarg.
Foreldrar hans voru Ólafur
Jónsson, f. 1853, d. 1947, síðar
bóndi í Króki á Rauðasandi, og
Guðbjörg Árnadóttir, f. 1858,
d. 1892, húsmóðir.
Sigurjón lauk stýrimanna-
prófi 1906 og var háseti og
stýrimaður í siglingum og á
fiskveiðum 1900-1917 og skip-
stjóri 1918-1919. Hann var af-
greiðslumaður Alþýðublaðsins
í Reykjavík 1919-1927, fá-
tækrafulltrúi 1922-1927 og af-
greiðslumaður og verkstjóri
hjá Skipaútgerð ríkisins 1930-
1942.
Hann var formaður Sjó-
mannafélags Reykjavíkur
1920-1951 og alþingismaður
fyrir Alþýðuflokkinn 1928-31,
1934-42 og 1946-48. Hann var
einnig forseti ASÍ 1940-42, átti
sæti í félagsdómi 1938-1944 og
í sjó- og verzlunardómi
Reykjavíkur frá 1930 til ævi-
loka, var yfirskoðunarmaður
ríkisreikninganna 1938-1943
og frá 1947 til dauðadags, og
sat í Landsbankanefnd 1936-
1953.
Eiginkona Sigurjóns var
Guðlaug Gísladóttir, f. 1892, d.
1951, húsmóðir. Þau eignuðust
tólf börn.
Sigurjón lést 15.4. 1954.
Merkir Íslendingar
Sigurjón A.
Ólafsson
Unglingadeildin
Trölli á Sauðárkróki
var stofnuð árið 1992 og
hefur því verið starf-
rækt í þrjátíu ár.
Á þeim tíma hafa
hundruð unglinga tekið
þátt í starfi deild-
arinnar; fengið þjálfun í
fyrstu hjálp, leitar-
tækni og samvinnu,
eflst í félagslegum
þroska, öðlast þekkingu
á ábyrgari ferða- og útivistarhegðun
og svo mætti lengi telja. Ungling-
arnir öðlast heilmikla þekkingu sem
skilar sér út í samfélagið. Þekkingu
sem aldrei verður tekin af þeim og
mun ávallt nýtast þeim á einhvern
hátt í lífinu.
Að hafa rúllað hundruðum ung-
linga í gegnum unglingastarfið þýðir
líka að tugir félaga í björgunar-
sveitum hafa sinnt starfinu; gefið af
sínum tíma til þess að efla ung-
lingana, til þess að efla björgunar-
sveitarstarfið til framtíðar og leggja
til samfélagsins. Sá tími er ómetan-
legur og sér í lagi vegna þess að allir
stunda þeir einnig æfingar, fjárafl-
anir og útköll með sveitinni.
Þegar rýnt er í þann hóp sem er á
útkallslista í dag má ljóst vera að
stærstur hluti þeirra sem þar eru hóf
störf sín í unglingadeildinni Trölla.
Mikilvægi unglingadeildar er því
mikið og eru félagar fullkomlega
meðvitaðir um það. Í dag eru fimm
félagar Skagfirðingasveitar sem hafa
skipað teymi sem heldur utan um
starfið hjá unglingadeildinni. Þar að
auki koma aðrir félagar inn og að-
stoða á æfingum og öðrum við-
burðum.
Unglingadeildin æfir einu sinni í
viku, mætir á tvo stærri viðburði á
vegum félagsins ár hvert; miðnæt-
urmót í Vatnaskógi og Landsmót
unglingadeilda, auk
annarra smærri við-
burða. Starfið telur
fleiri hundruð klukku-
stunda á ári hverju. Þar
að auki fá þeir félagar
unglingadeildarinnar
sem eru komnir á fram-
haldsskólaaldur að
mæta á æfingar hjá
eldri deildinni. Þar
tengjast ungir og aldn-
ir; þeir ungu fá aukna
ábyrgðartilfinningu og
erfiðari æfingar og þeir
eldri fá tækifæri til að miðla sinni
þekkingu, allir eflast.
En hver ætli sé mikilvægasti þátt-
ur unglingastarfsins? Að mínu mati
er það sú þekking sem við skilum til
samfélagsins og tilfinning unglings-
ins varðandi það að tilheyra ein-
hverjum.
Í björgunarsveit eru allir velkomn-
ir og styrkleikar hvers og eins njóta
sín í mismunandi verkefnum. Það
eina sem einstaklingur þarf til að til-
heyra björgunarsveit er félagslegur
þroski til að tilheyra hópi, virða aðra
og geta unnið með öðrum og það æf-
um við í unglingadeildinni.
Við stöndum í þakkarskuld við þá
sem starfa með unga fólkinu okkar og
leggja tíma sinn að veði – ungling-
arnir eru framtíðin.
Hafdís Einarsdóttir
»Unglingadeildin
Trölli hefur starfað í
30 ár. Fjallað er um
mikilvægi unglinga-
starfsins og framlag
björgunarsveitarfólks
til þess.
Hafdís Einarsdóttir
Höfundur er formaður
björgunarsveitarinnar
Skagfirðingasveitar.
hafdiseinarsdottir@hotmail.com
Unglingadeildin
Trölli
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS