Morgunblaðið - 29.10.2022, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 29.10.2022, Qupperneq 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2022 ✝ Árni Gunn- arson frá Reykjum á Reykja- strönd fæddist í Reykjavík 9. sept- ember 1936. Hann lést á Landspítalan- um 11. október 2022. Foreldrar Árna voru Gunnar Guð- mundsson, rafiðn- fræðingur, f. 27.6. 1898, d. 30.7. 1976, og Ingibjörg Guðrún Árnadóttir frá Stóra- Hrauni, húsmóðir, f. 20.7. 1908, d. 19.2. 1999. Bróðir Árna sam- mæðra var Gísli Geir Hafliðason rafvirkjameistari, f. 27.9. 1931, d. 26.5. 2012, maki Ólöf Jóns- dóttir, f. 24.12. 1931, d. 19.4. 2016. Bróðir Árna samfeðra var Helgi Guðmundur Gunnarsson, f. 2.12. 1921, d. 28.2. 2011, maki Guðríður Guðjónsdóttir, f. 7.10. 1931, d. 20.9. 2002. Árni kvæntist Elísabetu Beck, f. 9.3. 1941, þann 17.6. 1960. For- eldrar Elísabetar voru Svafar Steindórsson, skipstjóri, og El- ísabet Beck, saumakona og hús- móðir. Árni átti eina dóttur fyrir með Marsibil Agnarsdóttur, Helgu Sigríði, f. 26.9. 1956. Börn henn- ar og Jóns Pálma Gíslasonar eru: Jóhannes Gísli (látinn), eignaðist þrjú börn með Helgu Jónsdóttur. Sveinbjörg Sigrún, Eva Hrönn, sambýlismaður hennar er Ársæll Örn Heiðberg og eiga þau tvö börn. Marsibil Sara, maki henn- ar er Jens Kristinn Elíasson og eiga þau tvö börn. Eiginmaður Helgu Sigríðar er Þórður Grétar Gauti Hauksson, f. 17.6. 1972, og á hann dæturnar Ólöfu Sunnu, Filippíu Svövu og Jóhönnu Lilju. Jón Gauti, f. 29.5. 1973. Árni ólst upp á Reykjum á Reykjaströnd. 17 ára gamall út- skrifaðist hann sem búfræðingur frá Bændaskólanum á Hólum og stundaði hefðbundna búfjárrækt á Reykjum auk árstíðabundinnar sigmennsku, eggjatöku og fleka- veiða í og við Drangey. Meðfram því kenndi hann um skeið börn- um í Skarðshreppi. Haustið 1967 flutti Árni ásamt fjölskyldu sinni inn á Sauðárkrók eftir að íbúðar- húsið að Reykjum brann. Þar stundaði hann ýmis störf til sjós og lands. Hann rak um tíma skreiðarverkun og saltfiskverk- un á Sauðárkróki og í Hafn- arfirði. Hann sótti sér réttindi sem ferskfisksmatsmaður og síð- ar saltfisksmatsmaður og starf- aði við það víða um land um all- langt skeið. Árni var mikill félagsmaður og var m.a. aðal- hvatamaður að stofnun Ung- mennafélagsins Grettis í Skarðs- hreppi og fyrsti formaður þess. Hann kom einnig að stofnun tveggja karlakóra á Sauðárkróki og söng í kórum fram á efri ár. Árni var mikill hestamaður og áhugamaður um hrossarækt og náði þar eftirtektarverðum ár- angri á landsvísu. Seinustu árum ævinnar eyddi Árni að mestu við skriftir, meðal annars fyrir Sögufélag Skagfirðinga, Eiðfaxa o.fl. Einnig liggja eftir hann tvær ævisögur. Árni var einn af stofn- félögum Strandveiðifélags Ís- lands en hann var mikill bar- áttumaður fyrir breyttu fisk- veiðistjórnunarkerfi og eflingu strandveiða við Ísland. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Andrésson. Börn Árna og El- ísabetar eru: Gunn- ar Ingi, f. 21.11. 1960. Dóttir hans og Ingu Láru Sigur- jónsdóttur, f. 21.2. 1968, er Tara Björk, maki Sigurð- ur Smári Fossdal og eiga þau tvö börn. Börn Ingu Láru og stjúpbörn Gunnars eru Karen Ösp, maki Ragnar Heiðar Ragnarsson, og á hún einn son, Daniel Þór og Patrick Örn, maki Sólveig Heiða Foss og eiga þau einn son. Steindór, f. 20.12. 1961, maki Jóna Björk Sigurðardóttir, f. 27.6. 1963, og eiga þau einn son, Árna Ragnar. Sambýliskona hans er Dagbjört Vestmann og eiga þau einn son. Pála María, f. 25.7. 1964, maki Kristján Theodórsson, f. 19.8. 1963. Sonur Pálu og Jóhanns Freys Aðalsteinssonar er Orri Freyr. Börn Kristjáns og Pálu eru Bríet Ósk og Theódór. Sam- býliskona Theódórs er Sian Bliss. Gyða, f. 15.10. 1966, börn hennar og Tómasar Hallgríms- sonar, f. 1.10. 1963, eru Valgeir, sambýliskona Íris Hrefna Haf- steinsdóttir. Styrmir, sambýlis- kona Ásdís Stella Löve. Styrmir á eina dóttur með Guðrúnu Sif Gunnarsdóttur. Vala, f. 19.4. 1969. Börn hennar og Þorbergs Auðuns Viðarssonar eru Óttar Ingi, sambýliskona Eva Þor- steinsdóttir og eiga þau tvær dætur. Elísabet Huld, sambýlis- maður Pétur Örn Jónsson. Sam- býlismaður Völu er Sigurður Elsku pabbi. Nú þegar þú ert skyndilega ekki lengur við borð- ið í Stórholtinu er orðið tómlegt hjá mömmu og kisunni Monsu. Síðastliðið ár reiddi maðurinn með ljáinn oft hátt til höggs en þú sást jafnan við honum, líkt og Sæmundur sá við Kölska forð- um. Þú valdir þinn tíma og lagðir í þína hinstu ferð þegar þú sjálf- ur varst tilbúinn. Þetta varst bara þú. Hvatvís og þrjóskur gáfumaður sem fórst þínar eigin leiðir og gast rökrætt flesta í þrot allt fram í andlátið. Það er ekkert einfalt að setj- ast niður og ætla að minnast þín í fáum orðum. Mér líður líka svo- lítið eins og séra Hjálmar komst að orði um ykkar hittinga; „Nú þarf ég að vanda mál mitt.“ Þú varst engum líkur og fórst þínar eigin leiðir að þínum markmið- um. Ég minnist þess þegar þú færðir mér fyrstu bókina sem tækifærisgjöf eftir að ég hafði náð þeim áfanga að teljast flug- læs. Bókin var myndskreytt saga um Robinson Crusoe. Svolítið þung lesning við hlið Enid Bly- ton-bókanna sem voru í uppá- haldi. Ég stautaði mig þó í gegn- um hana einhverjum sinnum og ræddum við hana okkar á milli öðru hverju. Seinna færðirðu mér Sjómannslíf eftir Rudyard Kipling. Þú hafðir þá verið á ver- tíðum hér og þar og taldi ég að bókin ætti að fræða mig um sjó- mennsku og vertíðalíf, sem var þó ekki raunin. Bókin sú var ekki síðri áskorun í lestri þar sem ég beið eftir næstu bók um Frank og Jóa. Síðan þegar ég var 16 ára og lá á spítalanum eftir botn- langaaðgerð færðirðu mér bæk- ur af bókasafninu og þeirra á meðal var bókin Sjóari á hest- baki, ævisaga Jacks London. Ég hélt þú hefðir skilið hana eftir fyrir slysni þar sem ævisögur, í mínum huga, voru dægradvöl fyrir afa og ömmur en ekki boð- leg lesning fyrir ungmenni. Ég hóf þó lesturinn en gat svo ekki hætt. Þegar spítalavistinni lauk, skilaði ég bókinni á safnið og fór og keypti mitt eigið eintak sem ég gluggaði í öðru hverju í mörg ár á eftir. Ástæðan var líkindin sem mér fannst oft með harð- neskjulegu lífshlaupi ykkar J.L. Auk þess fannst mér þú alltaf vera úti á sjó eða í einhverju hestastússi. Það andaði stundum köldu í okkar samskiptum fram- an af, meðan gelgjan var brött, en þarna laumaðirðu uppeldinu aftan að mér í gegnum bók- menntir genginna meistara og sagðir mér þína sögu af mann- raunum og hetjudáðum. Af harð- neskjulegu lífi í óvæginni nátt- úru og átökum við innri djöfla í gegnum aðrar sögupersónur. Sögur um karlmennsku, mann- dóm og þor þar sem uppgjöf var aldrei valkostur. Þannig tókstu á þig mynd Crusoes í huga ung- lingsins. Þú varst Manuel hans Kiplings og þú varst Jack Lond- on. Það er sú mynd sem ég dró upp af þér á þessum árum og hefur fylgt mér síðan. Þannig varst þú, elsku pabbi. Þrátt fyrir að hafa vindinn í fangið lengi framan af þá var uppgjöf aldrei inni í myndinni og þú stóðst keikur, sama hve baráttan var hörð. Hvort sem skilaboðin voru meðvitað uppeldi eða einföld væntumþykja þá hafa þau fylgt mér og verið mitt akkeri og minn styrkur. Takk fyrir allt og allt. Góða ferð. Gunnar Ingi. Það voru sorgartíðindi að heyra að fyrrverandi tengdafaðir minn, Árni Gunnarsson, væri lát- inn. Ég kynntist Árna fyrir hart- nær 37 árum þegar ég kom fyrst á heimili hans á Víðigrund á Sauðárkróki sem verðandi tengdasonur. Mér er það afar minnisstætt hversu vel mér var tekið og hvað í raun það var framandi fyrir borgarpiltinn að koma inn á heimili í hjarta lands- byggðarinnar á Sauðárkróki. Þar var greinilega annar taktur í heimilishaldinu en ég hafði van- ist á mínu heimili, heimilisfólkið kom saman í hádegismat alla daga og lét amstur dagsins ekki trufla nærandi samveru. Ferðirnar á Krókinn urðu fjöl- margar öll árin þar á eftir og það var auðvelt að kunna að meta gestrisnina og væntumþykjuna sem ávallt mætti manni. Árni og Elísabet kunnu svo sannarlega að taka á móti gestum og það var oft þröng á þingi. Oftar en ekki gistum við fjölskyldan hjá Ingi- björgu Árnadóttur í Borgarey, ömmu Imbu, móður Árna, í heimsóknum okkar þangað. Þar draup smjör af hverju strái í bókstaflegri merkingu og alltaf matur á borðum. Ógleymanlegur tími. Árni var hreykinn af uppruna sínum og flestir sem tengdust Skagafirði með einhverjum hætti vissu deili á Árna á Reykjum, eins og hann var gjarnan kall- aður. Hann var félagslyndur og hafði gaman af mönnum og mál- efnum. Hann var góður penni og skrifaði m.a. tvær bækur, „Glymja járn við jörðu“, sem var ævisaga hins landsþekkta hesta- manns Sveins Guðmundssonar á Sauðárkróki, og „Háspenna lífs- hætta“, æviminningar Sigurfinns Jónssonar skotveiðimanns á Sauðárkróki. Auk annarra rit- starfa var Árni iðinn við skriftir í Skagfirskar æviskrár. Hann var söngmaður góður, hagyrtur með eindæmum og vel lesinn. Hann var góður sagnamaður og hafði einstaka kímnigáfu sem litaði sögur hans oft á tíðum. Árni var alla tíð mikill áhugamaður um hesta og sótti hestamannamót um land allt, þar sem hann sinnti dómarastörfum og gleðimennsku ýmiss konar. Fyrr á árum átti hann sjálfur glæsilega gæðinga en í seinni tíð lét hann sér nægja hafa þá sem áhugamál. Hann ólst upp við mikinn söng og tón- list á æskuheimili sínu. Sjálfur var hann söngmaður góður og söng í allmörgum kórum um æv- ina. Árni starfaði lengst af sem fiskmatsmaður á Sauðárkróki, en var allt í senn bóndi, hesta- maður og rithöfundur í huga þeirra sem hann þekktu. Árni bjó í Reykjavík undanfarna tvo áratugi, en æskustöðvar hans í Skagafirði voru honum alltaf hugleiknar og umfram allt annað var hann Skagfirðingur. Árni var vinmargur enda bæði skemmtilegur og gamansamur. Hann var hændur að börnum sínum og gladdist alltaf þegar barnabörnin og fjölskyldan kom í heimsókn. Það verður mikill söknuður að Árna og með honum er farinn mikill sómamaður. Um leið og ég þakka honum samfylgdina sendi ég Betu, Gyðu minni, fjölskyldu hans og vinum innilegar samúð- arkveðjur. Tómas Hall- grímsson. Árni Gunnarsson Sálm. 10.14 biblian.is Þú gefur gaum að mæðu og böli og tekur það í hönd þér. Hinn bágstaddi felur þér málefni sitt, þér sem hjálpar munaðarlausum. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ÓLAFSSON Lágengi 12 Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands fimmtudaginn 20. október. Útför hans verður frá Selfosskirkju, mánudaginn 31. október klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja Einstök börn. www.einstokborn.is Gunnþórunn Hallgrímsdóttir Þóra Bjarney Jónsdóttir Elías Þór Baldursson Anna Dóra Jónsdóttir Hilmar Þór Pálsson Margrét Jónsdóttir og fjölskyldur Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs bróður míns og mágs, HELGA ÞORKELSSONAR frá Laugarbrekku, Hellnum, síðar Bogahlíð 9, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Brákarhlíðar í Borgarnesi og annarra sem veittu honum aðstoð í veikindum hans. Reynir Bragason Jónasína Oddsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓR ÞORBERGSSON búfræðikandídat, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 3. nóvember klukkan 13. Arnfríður Margrét Hallvarðsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGIBJÖRG AUÐUR INGVADÓTTIR, Álakvísl 106, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 12. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Dagrún Dagbjartsdóttir Halldór Jónsson Viktoría Dagbjartsdóttir Júlíus Þór Júlíusson Inga Hanna Dagbjartsdóttir Jónas Jón Hallsson Þóra Jóna Dagbjartsdóttir Hlynur Hjörleifsson Dagbjartur V. Dagbjartsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS KR. GUÐMUNDSSON, Þórshamri, Tálknafirði, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Patreksfirði, þriðjudaginn 26. október. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Þökkum ykkur öllum innilega, sem hjálpuðu okkur að kveðja og minnast sonar okkar, SVEINS INGA GARÐARSSONAR, Osló. Kærar þakkir fyrir allar samúðarkveðjurnar og stuðninginn. Dagný Ellingsen Garðar Sigurgeirsson Benedikt Garðarsson Amma okkar, tengdamóðir og langamma, ÁSTA MAGNÚSDÓTTIR, áður til heimilis á Sléttuvegi 15, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli, sunnu- daginn 23. október. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 7. nóvember klukkan 13. Ásta Ottey Bolladóttir Magnús Bollason Bolli Magnússon og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.