Morgunblaðið - 29.10.2022, Side 30

Morgunblaðið - 29.10.2022, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2022 Það er komið haust með öllum sínum fallegu lit- brigðum náttúr- unnar. Við í Úthlíðinni viljum minn- ast fallegrar manneskju sem fallin er nú allt of fljótt frá. Fjölskyldan mín fékk að verða samferða þeim sómahjón- um, Kaju og Kjartani, og krökkunum þeirra á uppvaxt- arárum krakkanna okkar sam- an í Úthlíð 12. Það var mikil gæfa að kynnast þeirri fjöl- skyldu á neðri hæðinni í húsinu okkar frá 1997, en þá fluttu þau inn. Kaja og Kjartan urðu okkar bestu nágrannar og góðir vinir á þessum skemmtilegu og gef- Karitas H. Gunnarsdóttir ✝ Karitas H. Gunnarsdóttir fæddist 27. júní 1960. Hún lést 16. október 2022. Útför Karitasar fór fram 25. októ- ber 2022. andi árum í lífi okkar allra, í okkar kæra hverfi Hlíð- unum. Krakkarnir voru í sama árgangi í Háteigsskóla. Oft var mikið fjör og skemmtun á milli hæða og í stiga- ganginum sjálfum eftir skólatímann, en við áttum hann sameiginlegan. Gaukur átti marga góða bekkjarfélaga sem oft komu heim eftir skóla og mikið líf og fjör var í æskunni í þeim stigagangi! Yndislegir krakkar og vináttan mikil milli þeirra. Þau voru öll í einstak- lega góðum árgangi saman. Kaja var yndisleg manneskja með stórt hjarta, mikla mann- kosti, sýndi nærveru og um- hyggju þegar á þurfti að halda sem allir tóku eftir sem kynnt- ust henni. Alltaf sýndi hún krökkunum mínum, Kristínu og Stefáni Ara, mikinn áhuga og vildi ávallt fylgjast með unga fólkinu sem nú var orðið full- orðið og flutt að heiman. Hafði áhuga á öllu mannlífi kringum sig og gaf frá sér mikla hlýju og sýndi umhverfi sínu áhuga. Betri nágranna var ekki hægt að hugsa sér en þau sómahjón. Heimili þeirra var alltaf opið og allir velkomnir hvenær sem var. Við minnumst örugglega öll árlegrar og glæsilegrar skötuveislu á Þorlák á heimili þeirra. Þá buðu þau nágrönn- um, fjölskyldu sinni og vinum til glæsilegrar veislu ár hvert. Stundum komu um og yfir 100 manns allan daginn á opið hús, kræsingar og skötulyktin frá eldhúsinu um og yfir allt! Sýnir það einstaklega mikla gestrisni og hve vinamörg þau voru sam- an. Alltaf voru krakkarnir okk- ar heldur ekki langt undan í þeirri veislu. Við sendum nú Kjartani, Gauki og Guðmari og fjölskyld- um þeirra allra okkar dýpstu samúðarkveðjur við fráfall Kaju okkar. Finnum styrkinn í lif- andi minningum um hana og megi hún nú hvíla í friði í fal- legu haustlitum náttúrunnar. Ragna, Stefán Ari og Kristín. Mér er ljúft að minnast Kar- itasar Gunnarsdóttur við ótíma- bært fráfall hennar eftir skammvinn en erfið veikindi. Minningarnar ber allar að sama brunni. Þær eru minningar um glaðværð, hugulsemi og heilindi sem einkenndu Karitas í leik og starfi. Frískleiki hennar hreif fólk með sér og gaman var að eiga við hana samtöl um lífið og tilveruna. Að sama skapi var Karitas samviskusöm í störfum sínum. Hún hafði mikinn metnað fyrir framgangi menningarmála sem hún sinnti af alúð. Í mennta- málaráðuneytinu áttum við Karitas gott samstarf frá því að hún hóf störf árið 1995 þar til ég hvarf til annarra starfa skömmu eftir síðustu aldamót. Við starfslok í febrúar sl. hugðist Karitas njóta samvista sinna nánustu og hugsaði sér að sinna ýmsu sem ekki hafði gef- ist tóm til. Það er sárt að henni auðnaðist ekki lengri tími. Á sorgarstundu er það hugg- un að Karitas átti góðu gengi að fagna í lífinu og sjálf var hún gleðigjafi fjölskyldu sinnar og vina. Við missi Karitasar votta ég Kjartani, eiginmanni hennar, og allri fjölskyldunni innilega sam- úð. Guðríður Sigurðardóttir. ✝ Ásdís Sím- onardóttir fæddist í Hafnar- firði 28. mars 1944. Hún lést á líknardeild Landa- kots 11. október 2022. Foreldrar henn- ar voru Símon Nikulásson, f. 1898, d. 1960, og Sigurlaug Sigurð- ardóttir, f. 1914, d. 2000. Bróðir Ásdísar var Jónas Sím- onarson, f. 1935, d. 2015. Eft- irlifandi eiginmaður Ásdísar er Bjarni Garðarsson, f. 1943. Börn þeirra eru: 1) Hrefna, Barnabarnabörn Ásdísar og Bjarna eru fjögur; Ásdís Alba, Hrafntinna Malín, Hrefna Lív og Sylvía Mist. Ásdís ólst upp í Hafnarfirði og gekk þar í skóla en flutti til Ísafjarðar árið 1962 til að starfa á sjúkrahúsinu þar. Á Ísafirði kynntist hún manni sínum Bjarna og giftu þau sig árið 1965. Ásdís var mikil húsmóðir og naut þess að sinna heimili og fjölskyldu. Þá starfaði hún lengi í Nið- ursuðuverksmiðjunni á Ísa- firði. Hún hafði ómælda ánægju af handavinnu og prjónaði mörg listaverkin í gegnum tíð- ina. Árið 2000 fluttust þau hjón í Arnarás 1 í Garðabæ. Ásdís starfaði á Hótel Holti og í Fjarðarkaupum þar sem hún lauk starfsferli sínum. Útför Ásdísar fór fram 20. október 2022. f. 30.10. 1964, d. 31.12. 2020. Eig- inmaður Hrefnu var Gunnar Helgi Guðmundsson og dætur þeirra eru Ásdís og Katrín. 2) Þröstur, f. 23.5. 1969. Sambýlis- kona Þrastar er Áslaug Þórðar- dóttir og dætur þeirra eru Hólm- fríður og Margrét. 3) Sigur- laug María, f. 28.9. 1974. Eig- inmaður Sigurlaugar er Halldór Eraclides og börn þeirra eru Lovísa Ósk, Sophia Kristín, Bjarni og Símon. Elsku amma. Ég veit varla hvar ég á að byrja. Þótt ég muni lítið eftir búsetu ykkar á Ísafirði þá man ég eftir öllum flugferðum sem ég kom til ykkar í Hafnar- fjörðinn og þaðan í Garðabæinn. Öll sumrin sem þú komst vest- ur til að vera með systkini mín. Bakarísferðirnar og frönsku vöfflurnar sem þér þótti svo góð- ar. Allar andvökunæturnar með þér að horfa á sakamálaþætti langt fram eftir nóttu og spjalla um lífið og tilveruna. En allra best eru síðustu ár. Þú varðst mér svo ótrúlega náin og þótt þú hafir alltaf verið mér kær þá varðstu mitt leiðarljós. Þú gekkst í gegnum erfiða kafla í líf- inu með mér og varst alltaf til staðar. Ég gat alltaf leitað til þín og sagt þér allt. Þegar ég bjó fyrir sunnan elskaði ég ekkert meir en að kíkja til ykkar afa og sitja við eldhúsborðið í marga tíma og spjalla við þig. Reyna að svara spurningunum þínum eftir bestu getu þar sem þú vissir alltaf allt betur en ég og ef ég sagðist ekki vita kom glott á þig sem ég gleymi aldrei eins og ég ætti að vita það. Þú komst alltaf hreint fram við mig og ég gerði það sama. Allar kaffihúsaferðir og stað- irnir sem við þræddum til að smakka fisk á mismunandi veit- ingastöðum þó að enginn hafi toppað fiskinn þinn í raspi. Öll símtölin okkar sem voru aldrei styttri en klukkutími í senn. Þetta er tími sem ég mun ætíð minnast og geyma. Og munu börnin mín fá að vita hversu ótrúlega sterk og flott kona þú varst með sterkan karakter. Orð fá ekki lýst hvað ég er þakklát fyrir að hafa átt þig að sem ömmu. Það verður skrítið að sjá þig ekki lengur í glugganum vinka bless þegar við keyrum úr heim- keyrslunni þinni. Sama hvað var, þá varstu alltaf þar þegar við fór- um þótt ég trúi því að þú verðir enn þar að vinka okkur og fylgjast með okkur. Lovísa Ósk E. Halldórsdóttir. Ásdís Símonardóttir Missir okkar er sár, en menn eins og Sæmundur finnast ekki á hverju strái. Við tvíburarnir sögðum alltaf við mömmu að hún fengi sko ekki að ná sér í nýjan mann eftir að pabbi féll frá nema hann væri eiginlega alveg eins og hann. Svo kom dagurinn sem hún sagðist vera búin að eignast vin sem vildi fá að hitta okkur. Við vorum ekk- ert að fara að samþykkja það og spurðum og spurðum, en hann stóðst öll próf og hundur í kaupbæti. Betri föðurímynd ✝ Sæmundur Guðlaugur Friðriksson fæddist 24. október 1949. Hann lést 9. októ- ber 2022. Útför hans fór fram 24. október 2022. hefðum við ekki getað eignast. Einn með öllu eins og ég hef oft sagt. Sæmi var alltaf sanngjarn. Hann hlustaði ekki á neitt bull og ef við vorum ekki sam- mála þá var hann alltaf til í að rök- ræða við okkur. Oftast hafði hann rétt fyrir sér. Í þau fáu skipti sem maður gerði hann kjaft- stopp varð maður voða rogginn því það var ekki oft sem hann Sæmundur Friðriksson varð kjaftstopp. Hann hafði gaman að því að espa mann upp í ein- hvern fíflagang. Honum þótti fátt eins skemmtilegt og að ná að hrekkja mann eða bregða. Eins þegar við vorum að velta puttanum hans fyrir okkur sem hann sprengdi af sér þegar hann var átta ára. Við fengum að pota í puttann og þá kom oft úr honum „búmm“. Puttinn á fleygiferð og hjartað í okkur í keng. Alltaf féllum við fyrir sama djókinu. Svo voru misjöfn ráðin sem hann notaði til að kenna okkur að vakna á morgnana, en við systur höfum ekki verið þær fljótustu fram úr á morgnana. Hann fékk Spauga með sér í lið og lét hann bíta í sæng- urnar og hlaupa með þær í burtu. Þá var ekki hægt að snúa sér á hina hliðina og halda áfram að sofa því hund- urinn var farinn upp stigann með sængina og Sæmi uppi hlæjandi. Þegar kom að því að taka bílpróf var Sæmi ekki nógu sáttur með ökukennarann og fannst við ekkert vera að læra af viti. Hann ákvað því að kenna okkur sjálfur að keyra og hugsa um bíl. Þegar fáir dagar voru í prófið valdi hann ískalt haustkvöld til loka- kennslu. Allt í einu heyrist: „Beygðu hérna og stoppaðu bílinn.“ Ég geri það og þá heyrist: „Jæja, nú er sprungið á bílnum, þú þarft að skipta um dekk.“ Ég fer út og kem til baka alveg með það á tæru að hann hefði sko aldeilis rangt fyrir sér. Fæ þá svarið: „Nei það veit ég allt um, en þú átt samt að ímynda þér það og skipta um dekk því þú segist kunna það og það vil ég sjá.“ Ég reyndi að mótmæla sökum veðurs og svarið var: „Já það getur sprungið í hvaða veðri sem er.“ Í mígandi rigningu skipti ég um á heilu dekki bara til að sanna að ég kynni að skipta um dekk. Svo sest ég rennandi blaut inn í bíl, þá heyrist: „Ég hélt nú að þú myndir mótmæla aðeins meira en fyrst þú varst svona til í þetta þá bara fínt.“ Svo skellihló hann alla leiðina heim. Ég gæti skrifað heila bók um minningar okkar um Sæma. Hann var ótrúlega góð- ur afi dætra okkar systra. Allt- af til staðar og fyrstur ef eitt- hvað var. Hvort sem var að sækja á æfingar, skutla í skóla eða græja og gera fyrir afa- prinsessurnar hvað sem var. Alltaf var hægt að leita til hans og treysta a hann. Elsku Sæmi okkar, þín verð- ur sárt saknað og munum við varðveita þig í hjarta okkar. Góða ferð. Ágústa Óskarsdóttir og fjölskylda. Sæmundur Guðlaugur Friðriksson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BYLGJA BJÖRK GUÐJÓNSDÓTTIR, lést á gjörgæsludeild Landspítalans mánudaginn 10. október. Útförin fór fram í kyrrþey 28. október. Þeir sem vilja minnast Bylgju geta lagt inn á styrktarreikning Laufs, Félags flogaveikra, 0334-26-008237, kt. 610884-0679. Árni Þór Steinarsson Þóra Kristín Þórhallsdóttir Daníel Örn Steinarsson Ásdís Björk Jóhannsdóttir Dóra Björk Steinarsdóttir Björn Ingi Björnsson barnabörn og barnabarnabarn Okkar ástkæra KATRÍN GERÐUR JÚLÍUSDÓTTIR lést á Spáni 9. september. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Birgir H. Pétursson Sigrún Kristjana Gylfadóttir Júlíus Gylfason Katrín Katrínardóttir barnabörn og barnabarnabarn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR MÁS SIGURÐSSONAR. Ragnhildur G. Karlsdóttir Brynhildur Guðmundsdóttir Ivica Gregoric Inga Hanna Guðmundsdóttir Þorvaldur Henningsson Gunnlaug Guðmundsdóttir Michael Tran Þórir, Bríet, Gabríela, Rebekka, Hrafnkell Ivan, Eva og Katla Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, SNORRI S. ÓLAFSSON VESTMANN frá Vestmannaeyjum, til heimilis á Ási, Hveragerði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi miðvikudaginn 19. október. Útförin verður gerð frá Akraneskirkju þriðjudaginn 1. nóvember klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Elínborg Einarsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓHANNES V. ODDSSON Hamraborg og Grenjum, lést sunnudaginn 23. október. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 2. nóvember klukkan 13. Hlekk á streymi má nálgst á mbl.is/andlat Þóra A. Sigmundsdóttir Ragnheiður Jóhannesdóttir Sigurjón Gunnlaugsson Hrafnhildur Jóhannesdóttir Jógvan Hansen Þóra María, Sindri, Jóhannes Ari og Ása María Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN JÓNASSON, Akurhvarfi 12, Kópavogi, varð bráðkvaddur í Orlando, Flórída, laugardaginn 1. október. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 1. nóvember klukkan 13. Kristín Brynjólfsdóttir Kristín H. Kristjánsdóttir Sigurður Gestsson Bryndís Björk Kristjánsdóttir Júlíus Smári Elmar Freyr Kristjánsson Karin Erna Elmarsdóttir og afagullin tíu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.