Morgunblaðið - 29.10.2022, Side 34
DÆGRADVÖL34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2022
Guðjón Guðmundsson, fyrrverandi alþingismaður – 80 ára
Aldrei leiðst í vinnunni
G
uðjón Guðmundsson
fæddist á Akranesi
29. október 1942 og
hefur búið þar alla ævi.
Fjögurra ára gamall
fékk hann mænuveiki og lamaðist
á fótum. Þetta háði honum öll
uppvaxtarárin, en ökklar voru
festir þegar hann var uppkominn
og breytti það miklu. „Hugurinn
stefndi á sjóinn og á að verða
skipstjóri eins og pabbi minn en
fljótlega kom í ljós að fæturnir
leyfðu það ekki. Mín sjómennska
var því að skreppa á sjó á trillu sem
við bræður áttum í áratugi.“
Árið 1962 réð Þorgeir Jósefsson
hann á skrifstofu Þorgeirs og
Ellerts hf. Starfaði hann þar í 29
ár, fyrst sem gjaldkeri en síðan
skrifstofustjóri og staðgengill fram-
kvæmdastjóra.
„Þorgeir Jósefsson var einstakur
maður, víðsýnt góðmenni sem ég
lærði meira af en nokkrum öðrum.
Hann hafði aldrei einkaskrifstofu en
hafði aðsetur á minni skrifstofu milli
þess sem hann fór um fyrirtækið
og ræddi við starfsmenn. Það var
oft gestkvæmt á skrifstofunni því
Þorgeir hafði gaman af að spjalla við
útgerðarmenn og skipverja á bátum
sem komu til viðgerða.“
Guðjón starfaði hjá Þ&E þar til
hann var kosinn á Alþingi árið 1991.
Þar sat hann í 12 ár sem þingmaður
Vesturlandskjördæmis og eftir kjör-
dæmabreytinguna í 4 ár sem vara-
þingmaður NV-kjördæmis og kom
oft inn á þing á þeim tíma. Hann
starfaði rúmt ár á Hagstofunni
en var ráðinn framkvæmdastjóri
hjúkrunar- og dvalarheimilisins
Höfða 2005 og lauk þar starfsferlin-
um 2013.
„Ég er svo heppinn að mér hefur
aldrei leiðst í vinnunni. Þegar ég var
hjá Þ&E hófst mikil uppbygging,
keypt var skipalyfta, reist skipa-
smíðastöð og þar voru byggð 20
stálskip; fiskibátar, togarar, sem-
entsferja og bílaferja auk skemmti-
snekkju úr áli. Starfsmönnum
fjölgaði úr 50 í 130. Þ&E var mikil
uppeldismiðstöð iðnaðarmanna.
Þorgeir útskrifaði yfir 600 iðn-
nema á ferli sínum sem trúlega er
Íslandsmet.
Starfið á Höfða var einnig mjög
skemmtilegt. Þar voru 78 íbúar og
um 80 starfsmenn, úrvalsfólk og
starfsandi frábær. Ég hafði mikla
ánægju af að spjalla við heimil-
isfólkið sem hafði frá mörgu að
segja. Á þessum árum réðumst við
í miklar framkvæmdir við stækkun
og endurbætur húsnæðisins, m.a. til
að allir gætu búið í einbýli.
Ég hef verið mjög félagslynd-
ur síðan ég man eftir mér, var í
Taflfélagi Akraness frá 10 ára aldri
og tefldi mikið árum saman. Þaðan
lá svo leiðin í bridge og stundaði
ég keppnisbridge í aldarfjórðung.
Spilafélagi minn í 20 ár var Ólafur
Grétar Ólafsson, afbragðsfélagi og
góður vinur minn. Ég varð að hætta
þegar ég fór á þing, vinnutíminn þar
fór ekki saman við bridgefundi á
Akranesi.“
Guðjón hóf ungur að starfa
fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var
formaður fulltrúaráðs sjálfstæðis-
félaganna á Akranesi árum saman,
hefur setið í flokksráði Sjálfstæðis-
flokksins frá 1984 og á sæti í stjórn
sambands eldri sjálfstæðismanna.
Hann var vara- og aðalfulltrúi í
bæjarstjórn Akraness 1970-1990,
forseti bæjarstjórnar 1984-1986,
sat í bæjarráði 1984-1990, í stjórn
Rafveitu Akraness 1970-1994, í
raforkunefnd Vesturlands 1976-
1978, í Orkuráði 1991-2014, í stjórn
RARIK 2003-2006, formaður
stjórnar Vélbátaábyrgðafélags
Akurnesinga, var í stjórn Síldar- og
fiskimjölsverksmiðju Akraness,
hraðfrystihússins Heimaskaga og
útgerðarfélagsins Hafbjargar um
árabil, í stjórn Sementsverksmiðju
ríkisins í 10 ár, formaður stjórnar
Skallagríms (útgerðar Akraborgar)
í 3 ár og sat í stjórn Byggðastofnun-
ar 1995-2009. Sat í Knattspyrnuráði
Akraness í 11 ár, í stjórn Bridge-
sambands Íslands í 2 ár, formaður
Íþróttanefndar ríkisins í 8 ár, í
stjórn Afreksmannasjóðs í 5 ár
og stjórnum Taflfélags Akraness
og Bridgefélags Akraness árum
saman. Hann sat á allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna 1991, 1994 og
2001.
„Þau 12 ár sem ég sat á þingi var
Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn
undir forystu þess öfluga leiðtoga,
Davíðs Oddssonar. Þetta var mikill
uppgangstími. Það var gott að
vera þingmaður Vestlendinga. Þar
kynntist ég fjölmörgu afbragðsfólki.
Við Sturla Böðvarsson áttum þar
farsælt samstarf í 3 kjörtímabil
og fylgi Sjálfstæðisflokksins í
kjördæminu jókst verulega í öllum
þessum þrennum kosningum ´91,
´95 og ´99. Ég var andvígur kjör-
dæmabreytingunni og einn þriggja
þingmanna sem greiddu atkvæði á
móti henni. Ég tel að þessi breyting
hafi verið mistök og kjördæmin
séu orðin allt of stór og erfitt fyrir
þingmenn að sinna þeim.“
Guðjón var 2. varaforseti Alþingis
1999-2003 og sat þá í forsætis-
nefnd undir forystu Halldórs
Blöndal. Á þingferlinum sat hann
einnig í iðnaðarnefnd öll árin,
félagsmálanefnd, efnahags- og
viðskiptanefnd, landbúnaðarnefnd
undir forystu Guðna Ágústsson-
ar, en þeir eru systkinasynir, og í
sérnefnd um stjórnarskrármál. Þá
sat hann í 8 ár í Íslandsdeild ÖSE
og var formaður 2000-2001.
„Ég hef verið hamingjumaður í
mínu lífi. Ég kvæntist seint en biðin
borgaði sig því ég eignaðist einstak-
lega vel gerða konu sem hefur stutt
við bakið á mér í öllu sem ég hef
fengist við og er minn besti vinur.
Við eigum góð börn, tengdabörn og
barnabörn og fjölskyldan er mjög
samheldin. Einnig eigum við góða
og trausta vini. Stundum kemur
Stórfjölskyldan Guðjón og Guðný ásamt börnum, tengdabörnum og barna-
börnum árið 2015. Á myndina vantar Ísak Kára sem fæddist 2017.
Í forsetastól Alþingis Guðjón
með góðum vinum, Guðmundi
Hallvarðssyni og Halldóri Blöndal.
Til hamingju með daginn
Stjörnuspá
Haraldur Þór Egilsson
50 ÁRA Haraldur Þór, safn-
stjóri Minjasafnsins á Akureyri,
er borinn og barnfæddur Reyk-
víkingur sem ólst upp í Lang-
holtshverfi og Hlíðunum. „Ég
er ekki lengur viss hvort ég er
meiri Akureyringur eða Reyk-
víkingur.“ segir Haraldur. „Við
hjónin fluttum frá Englandi til
Akureyrar árið 2002 og ætluð-
um að vera á Akureyri í eitt ár.
Hér var bara svo gott að vera
með stelpurnar og verkefnin
skemmtileg.“ Haraldur hefur
starfað á Minjasafninu á Akureyri í 19 ár, þar af sem safnstjóri Minjasafns-
ins sl. 14 ár. Hann er menntaður sagnfræðingur og með framhaldspróf í
ríkiserindrekstri. Aðspurður segir hann að þessi blanda nýtist vel í stjórnun
safnsins, ekki síður en reynslan af því að kenna grunnskólabörnum. „Ég er
forvitinn að eðlisfari og hef alltaf haft áhuga á fortíðinni.“
Þegar Haraldur er ekki með augun á fortíðinni nýtur hann þess að hlusta
á tónlist og elda góðan mat. „Ég þarf að taka mig á í bakstrinum, því ég hef
ekki sinnt honum eins og áður. Ég var svo heppinn að vera lyklabarn þegar
skólarnir voru tvísetnir. Þá fékk maður að spreyta sig í eldhúsinu, ekki síst
í bakstrinum.“
Það hefur alltaf verið mikil tónlist á heimilinu í gegnum báðar dæturnar
og eiginkonuna. Sjálfur segist Haraldur vera atvinnuhlustandi og hafi mik-
inn áhuga á hvers konar tónlist. „Ef ég er ekki að hlusta á tónlist er ég með
bækur í eyrunum, oftast eitthvað tengt sagnfræði eða alþjóðastjórnmálum.
Þannig verða brauðin og kökurnar yfirleitt betri.“ Með árunum hefur áhugi
á ljóðlist farið vaxandi hjá Haraldi, sem er kannski óhjákvæmileg afleiðing
þess að vera reglulega í Davíðshúsi, sem er eitt safnanna sem hann hefur
umsjón með.
FJÖLSKYLDA Eiginkona Haraldar Þórs er Sædís Gunnarsdóttir, f. 1973,
minjavörður Norðurlands eystra. Börn þeirra eru háskólanemarnir Una, f.
1999, og Eik, f. 2002. Foreldrar Haraldar eru Jónína Guðrún Haraldsdóttir,
f. 1949, og Egill J. Sigurðarson, f. 1953.
21. mars - 19. apríl A
Hrútur Þú munt að öllum líkindum rifja
upp eitthvað úr fortíðinni í dag. Farðu þér
hægar í framkvæmdunum og þá gengur
dæmið upp að lokum.
20. apríl - 20. maí B
Naut Einhver er tilbúinn til að lána þér
peninga eða hjálpa þér með öðrum
hætti. Margt glepur hugann og þér finnst
freistandi að loka bara augunum og halda
áframmeð þitt.
21. maí - 20. júní C
Tvíburar Það er löngu tímabært að þú
sýnir ástvinum þínum hvern hug þú berð
til þeirra. Þú kemst á sporið þegar þú ferð
að gramsa í gömlu leyndarmáli.
21. júní - 22. júlí D
Krabbi Það er afar brýnt að þú standist
allar freistingar í dag. Það dregur ský fyrir
sólu í stuttan tíma hjá þér en svo fer sólin
að skína aftur.
23. júlí - 22. ágúst E
Ljón Það eru ýmsar breytingar sem þig
langar til að ná fram. Sumt af því sem þú
tekur þér fyrir hendur mætir mótstöðu
makans.
23. ágúst - 22. september F
Meyja Þótt þú hafir margt á þinni könnu
skaltu gæta þess að ofgera þér ekki.
Breyttu því sem þú getur, aðrir verða að
sjá um sig.
23. september - 22. október G
VogAfslöppun er lykilorð dagsins. Vinur
leitar til þín og þú skalt gera allt sem þú
getur til að hjálpa honum.
23. október - 21. nóvember H
Sporðdreki Hugleiddu hvar þú vilt vera
stödd/staddur í starfi að fimm árum
liðnum og settu síðan stefnuna þangað.
Þú munt ferðast mikið á næsta ári.
22. nóvember - 21. desember I
Bogmaður Láttu ekki hugfallast þótt
samskipti þín og vinnufélaga þinna gangi
ekki snurðulaust með öllu. Þú hefur mikla
kímnigáfu, notaðu hana þegar þér finnst
allt ganga á afturfótunum.
22. desember - 19. janúar J
Steingeit Þú þarft að læra betur að láta
allt slúður sem vind um eyru þjóta. Settu
þér mörk og neitaðu að láta draga þig inn í
einhverja vitleysu.
20. janúar - 18. Febrúar K
Vatnsberi Þú vekur athygli annarra. Þér
hefur gengið vel að safna fyrir því sem þig
langar að kaupa, nú er lag.
19. febrúar - 20. mars L
Fiskar Þú stendur frammi fyrir svo
mörgummöguleikum að það er úr vöndu
að ráða. Vertu fyrri til að rétta fram sátta-
hönd, því sjaldan veldur einn þá tveir deila.
Nýjar og
Spennandi
lausnir í
umbúðum
Sími 540 1800 | litlaprent@litlaprent.is | www.litlaprent.is
Skemmuvegi 4, 200 Kópavogi
Sími 540 1818 | midaprent@midaprent.is | www.midaprent.is
Skemmuvegi 4, 200 Kópavogi