Morgunblaðið - 29.10.2022, Side 37
ÍÞRÓTTIR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2022
Ég fagna komu skemmtikraft-
anna frá Suður-Ameríku, Darwin
Núnez og Antony, í enska bolt-
ann. Báðir hafa þeir sætt nokk-
urri gagnrýni en af misjöfnum
ástæðum þó.
Núnez, úrúgvæskur sóknar-
maður Liverpool, hefur verið
gagnrýndur fyrir að vera klunna-
legur með boltann og taka oft
vondar ákvarðanir.
Antony, brasilískur vængmað-
ur Manchester United, hefur ver-
ið gagnrýndur fyrir tilgangslaus
trikk og að vinna ekki nægilega
vel til baka. Báðir hafa þeir, þrátt
fyrir gagnrýnina, farið vel af
stað.
Hinn 23 ára gamli Núnez hef-
ur skorað sex mörk og lagt upp
annað í 13 leikjum í öllum keppn-
um fyrir Liverpool, þar sem hann
hefur byrjað um helming þeirra.
Hinn 22 ára gamli Antony
hefur skorað þrjú mörk í sex
deildarleikjum og byrjað alla leiki
í Evrópudeildinni, þar sem hann
hefur þó ekki komist á blað.
Núnez er eldfljótur, stór og
sterkur og einfaldlega stór-
hættulegur. Þrátt fyrir að taka
oft vondar ákvarðanir er hann
frábær í að koma sér í færi og
með aukinni ró fyrir framan
markið ætti mörkunum að fjölga
enn frekar.
Antony er sömuleiðis eldfljót-
ur, einstaklega leikinn með
knöttinn og býr sér sjálfur til
stórhættuleg skotfæri í hvívetna.
Ekki kæmi það mér á óvart ef
mörkunum fari sömuleiðis að
fjölga enn frekar hjá honum. Þá
er Antony spyrnumaður góður
og bara tímaspursmál hvenær
hann fer að bæta stoðsending-
um við í rauðu treyjunni.
Spilamennska þeirra
beggja einkennist af einskærri
leikgleði. Þeir eru skemmtikraft-
ar sem lífga upp á leiki liða sinna
í ensku úrvalsdeildinni og
Evrópukeppnum.
Persónulega er ég hæst-
ánægður með að fá að horfa á
leikmenn sem njóta þess þetta
mikið að spila íþróttina sem
manni þykir svo vænt um. Ég
vona í það minnsta að þeir haldi
áfram um ókomna tíð að gera
kaótíska og skrítna hluti, sem
stundum enda sem tærasta
snilld.
BAKVÖRÐUR
Gunnar Egill
Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
KNATTSPYRNA
Besta deild karla, lokaumferð:
Kópavogur: Breiðablik – Víkingur........ L13
Akureyri: KA – Valur............................. L13
Meistaravellir: KR – Stjarnan .............. L13
Kaplakriki: FH – ÍA............................... L13
Hásteinsvöllur: ÍBV – Leiknir R .......... L13
Keflavík: Keflavík – Fram ..................... L13
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Eyjar: ÍBV – FH ................................ S13.30
Ísafjörður: Hörður – Afturelding.......... S16
Skógarsel: ÍR – Selfoss ..................... S19.30
KÖRFUKNATTLEIKUR
VÍS-bikar karla, 16-liða úrslit:
Hlíðarendi: Valur – Hrunamenn ........... S16
Stykkish.: Snæfell – Skallagrímur ... S16.30
Keflavík: Keflavík – Fjölnir .............. S19.15
Ásgarður: Stjarnan – ÍR ........................ S20
VÍS-bikar kvenna, 16-liða úrslit:
Dalhús: Fjölnir – Valur ..................... L16.15
Skógarsel: ÍR – Ármann........................ L18
Meistaravellir: KR – Grindavík........ L19.15
Stykkish.: Snæfell – Breiðablik ............. S14
Keflavík: Keflavík – Tindastóll .............. S16
Ásgarður: Stjarnan – Þór Ak................. S17
Austurberg: Aþena/LU – Njarðvík....... S18
Ásvellir: Haukar – Hamar/Þór .............. S18
UM HELGINA!
en Thelma og Valgarð, sem eru mun
reyndari, eiga góða möguleika á að
vera vel fyrir ofan miðjan hópinn og
það er okkar markmið.
Annars er aðalmarkmiðið okkar
að sýna góðu frammistöðu og flotta
fimleika. Það er ekki aðalatriði að ná
ákveðnu sæti eða neitt slíkt, bara að
við gerum ekki stór mistök og sýn-
um hvað við getum á stóra sviðinu.“
Aðspurður frekar út í möguleika
okkar fólks til þess að komast upp úr
undanúrslitum og inn í úrslitin sjálf
sagði Róbert að hann minntist þess
ekki að Ísland hafi nokkurn tímann
átt keppanda meðal þeirra 24 bestu
á HM.
„Það yrði þá helst á tíma Rúnars
Alexanderssonar en ég er alls ekki
viss. Maður verður að horfa til þess
hvernig við höfum staðið sem fim-
leikaþjóð í alþjóðlegum samanburði.
Við erum alltaf að færast nær þeim
allra bestu og á meðan þróunin er í
þá átt munum við ná takmarkinu
einn daginn.“
Ekki hleypa efanum að
Róbert var sjálfur fimleikamaður
í fremstu röð og hefur reynslu af al-
þjóðlegri keppni. Hann segist að-
spurður geta miðlað reynslu sinni til
keppendanna en hann segir mik-
ilvægast að þau hafi trú á eigin getu.
„Þetta eru allt saman flottir fim-
leikakrakkar og þau eru orðin virki-
lega góð. Þau þurfa að mæta og taka
sitt pláss og hafa trú á sér sjálfum og
verkefninu. Þau mega ekki láta
hausinn trufla sig og ekki hleypa ef-
anum að,“ sagði Róbert Kristmanns-
son, annar landsliðsþjálfara Íslands
á heimsmeistaramótinu í áhaldafim-
leikum í Liverpool.
Þær Hildur Maja og Thelma
keppa í undanúrslitum í kvenna-
flokki í kvöld en þeir Jónas Ingi og
Valgarð í undanúrslitum karlamegin
á mánudag. Úrslitin í kvennaflokki
fara fram á fimmtudag en í karla-
flokki á föstudag.
Fjórir eru framar vonum
- Góð frammistaða og flottir fimleikar markmið íslensku keppendanna á HM í
Liverpool, segir Róbert - Hildur og Thelma keppa í undanúrslitunum í kvöld
Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands
Liverpool Róbert Kristmannsson þjálfari, Valgarð Reinhardsson, Hildur Maja Guðmundsdóttir, Thelma Aðalsteins-
dóttir, Jónas Ingi Þórisson og Ferenc Kováts þjálfari í keppnishöllinni í Liverpool þar sem mótið fer fram.
FIMLEIKAR
Ólafur Pálsson
oap@mbl.is
Heimsmeistaramótið í áhaldafim-
leikum hefst í Liverpool á Englandi í
dag. Ísland sendir fjóra keppendur
til leiks. Fulltrúar Íslands hlutu fjöl-
þrautarsæti eftir góðan árangur á
Evrópumótinu í áhaldafimleikum í
ágúst síðastliðnum.
Í kvennaflokki verða Hildur Maja
Guðmundsdóttir og Thelma Að-
alsteinsdóttir fulltrúar Íslands. Í
karlaflokki verða þeir Jónas Ingi
Þórisson og Valgarð Reinhardsson
okkar fulltrúar. Öll koma þau úr
Fimleikafélaginu Gerplu.
Landsliðsþjálfararnir Ferenc Ko-
váts og Róbert Kristmannsson eru
með okkar fólki í Liverpool. Róbert
sagði í samtali við Morgunblaðið að
það færi vel um hópinn.
„Við erum á stað þar sem breska
meistaramótið hefur verið haldið
síðan árið 2011. Keppnishöllin er í
næsta húsi við hótelið en hér eru
hótel allt í kring og keppnissvæðið
er sett upp þannig að öll umgjörð er
fyrsta flokks. Þau eru með allt upp á
tíu hér í Liverpool,“ sagði Róbert.
Róbert sagði Alþjóðafimleika-
sambandið í fyrsta sinn í ár hafa sett
upp strangt úrtökuferli fyrir heims-
meistaramótið.
„Hingað til hefur Fimleika-
samband Íslands og landsliðsþjálf-
arar hverju sinni ákveðið hver lág-
mörkin eru inn á HM fyrir okkar
fólk. Það er því stórt að ná inn kepp-
endum í ár og hvað þá fjórum tals-
ins. Það má segja að það eitt og sér
sé framar vonum.“
Mikið afrek að komast áfram
„Auðvitað er markmið okkar að
komast upp úr undanúrslitunum en
það yrði engu að síður mikið afrek.
Hildur Maja og Jónas Ingi eru mjög
ung og nýstigin upp í fullorðinsflokk
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Guðmundur Magnússon er sá leik-
maður sem verður mest í sviðsljós-
inu í dag þegar lokaumferð Bestu
deildar karla er öll leikin frá og
með klukkan 13.
Guðmundur freistar þess að ná
markakóngstitli deildarinnar úr
höndum Nökkva Þeys Þórissonar
en Nökkvi lauk keppni í lok ágúst
með 17 mörk í 20 leikjum fyrir KA
þegar Akureyrarfélagið seldi hann
til Beerschot í Belgíu.
Guðmundur er
kominn með 17
mörk í 25 leikj-
um með Fram,
sem sækir Kefla-
vík heim í við-
ureign tveggja
efstu liðanna í
neðri hluta deild-
arinnar. Ef ein-
hvers staðar
verða skoruð
mörg mörk í dag þá er Keflavík-
urvöllur líklegur vettvangur. Bæði
lið hafa skorað ríflega 50 mörk á Ís-
landsmótinu í ár og þau mættust í
tólf marka leik í Úlfarsárdal í haust
þegar Keflavík vann ótrúlegan sig-
ur, 8:4.
Guðmundur þarf eitt mark til að
fara upp fyrir Nökkva. Skori hann
tvö jafnar hann markametið sem
fimm leikmenn deila, en takist Guð-
mundi að skora þrennu í dag verð-
ur hann fyrstur í sögunni til að
skora 20 mörk á einu tímabili í
efstu deild karla.
Íslandsbikarinn fer á loft á Kópa-
vogsvelli um klukkan 15, eftir við-
ureign Breiðabliks og Víkings.
Blikar eru löngu orðnir meistarar
og gætu unnið deildina með allt að
þrettán stiga mun.
Víkingar eru í baráttu við KA um
silfurverðlaunin, og þeir verða að
leggja Blikana að velli og treysta á
að Valur taki stig af KA-mönnum á
Akureyri á meðan.
Fallbaráttan verður endanlega
útkljáð þegar FH mætir ÍA í Kapla-
krika. Þar þurfa þó undur og stór-
merki að gerast því Skagamenn
verða að vinna leikinn með tíu
marka mun til að bjarga sér frá
falli og senda FH niður í 1. deild.
Verður Guðmundur markakóngur?
- Þarf eitt mark til að skáka Nökkva - Þrennu til að verða fyrstur í 20 mörk
Guðmundur
Magnússon
Þóra Kristín Jónsdóttir lék sem
fyrr vel með liði sínu Falcon í
dönsku úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik kvenna og var stigahæst
þegar liðið vann nauman 77:72-
sigur á Herlev í toppslag deild-
arinnar í gær.
Þóra Kristín skoraði 23 stig, tók
fjögur fráköst og gaf þrjár stoð-
sendingar á 30 leiknum mínútum.
Falcon er áfram á toppi deild-
arinnar þar sem liðið er með fullt
hús stiga, 10 stig eftir fimm leiki.
Herlev er í öðru sæti með 6 stig og
á leik til góða á Falcon.
Stigahæst í topp-
slag í Danmörku
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
23 Þóra Kristín Jónsdóttir fór fyrir
Falcon í naumum sigri í gær.
Fjórir leikmenn Breiðabliks koma
til greina í valinu á besta leik-
manni Bestu deildar karla í fót-
bolta en Íslenskur Toppfótbolti
kynnti í gær hvaða fimm leikmenn
hefðu orðið efstir. Sigurvegarinn
verður tilkynntur eftir loka-
umferðina í dag. Þetta eru Dagur
Dan Þórhallsson, Höskuldur Gunn-
laugsson, Ísak Snær Þorvaldsson,
Jason Daði Svanþórsson, en sá
fimmti er Nökkvi Þeyr Þórisson
úr KA. Fimm eru tilnefndir sem
efnilegasti leikmaðurinn, Ísak
Snær er líka einn þeirra en hinir
eru Ari Sigurpálsson, Danijel Dej-
an Djuric og Kristall Máni Ingason
úr Víkingi og Ísak Andri Sigur-
geirsson úr Stjörnunni.
Fjórir Blikar
koma til greina
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bestir Fjórir Blikar eru tilnefndir
og Ísak Snær í báðum flokkum.