Morgunblaðið - 29.10.2022, Page 40
MENNING40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2022
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
Túnikur, buxur og vesti
Vinsælu
velúrgallarnir
í haust litunum
komnir í verslunina
Stærð XS - 4XL
Stakar velúrbuxur
svartar, bláar og gráar
Úrval af fallegum
vetrarpeysum
Þ
að er bara einn Hörður
Grímsson rannsóknarlög-
reglumaður. Í gegnum
tíðina hefur hann orðið
fyrir mörgum áföllum, en hann
reynir að halda áfram, hvað sem á
dynur. Stundum bugast hann, en
jafnoft rís hann upp aftur. Hrylling-
ur eins hann gerist verstur er langt
því frá allra en rauðhærði risinn
kallar ekki allt ömmu sína. Samt
getur hann fengið upp í kok og of
mikið blóð getur
reynst honum
ofviða.
Stefán Máni
kynnti Hörð
Grímsson til
sögunnar fyrir
rúmum áratug
og síðan hefur
rannsóknarlög-
reglumaðurinn
leitt lesendahóp sinn í gegnum súrt
og sætt. Hrjúfur rumur, sem fer sín-
ar eigin leiðir, þrjóskur og ákveðinn
en umhyggjusamur, þegar á reynir,
í raun sanngjarn laganna vörður,
sem gerir allt sem hann getur til að
stöðva glæpamenn; berdreyminn
og vinnusamur einfari, sem þrífst
illa í margmenni og á auðvelt með
að ganga fram af fólki, fá það upp á
móti sér, en trúr réttlætinu og það
getur kostað fórnir.
Þegar Hörður bjó einn var hann
þunglyndur og leiður á lífinu en
eftir að hann kynntist Bíbí og fór
að búa með henni virðist hann hafa
öðlast einhvern sálarfrið. Þriggja
ára sonur þeirra veitir honum
auk þess ákveðna lífsfyllingu, en
heimilislífið heldur honum ekki, þó
hann þrái það. Auðvelt er að leita
í áfengið og tóbakið en þá kemur
samviskan til sögunnar. Það getur
verið vandlifað, ekki síst fyrir þá
sem vita ekki í hvorn fótinn þeir
eiga að stíga.
Í Hungri, nýjustu spennusögu
Stefáns Mána, reynir heldur betur
á Hörð. Honum leiðist ekki að borða
en er stöðugt truflaður, þegar hann
nærir sig, og það fer ekki vel í hann.
Hungur er aldrei af hinu góða.
Hörður sýnir á sér nýja hlið, gerir
svokallaðan prófíl um morðingja
að bandarískri fyrirmynd, stjórn-
ar rannsóknarteymi í kjölfarið
og þrengir hringinn jafnt og þétt.
Birkir er langt frá því sáttur við
Hörð og aðferðir hans og gerir
honum lífið leitt. Er auðvitað rauð-
ur, leiðinlegi maðurinn í bókinni,
sjálfviti, sem allir kannast við í
raunheimum en fáir eða engir þola.
Góð mannlýsing og eftirminnileg,
en Hörður hefur ekki sagt sitt síð-
asta orð, þó að honum sé sótt.
Rauður litur er alltumlykjandi í
bókinni. Hann getur verið fullkom-
inn, þegar eldurinn logar glatt fjarri
mannabyggð norður á Ströndum,
sólin sest blóðrauð, himinninn
er dimmrauður og blóðbergið er
kryddið besta hjá rauðhærðum risa.
En blóðlitaður raunveruleiki mann-
lífsins í austurhluta Reykjavíkur á
nýliðnum áratug er ekki dans á rós-
um heldur hryllingurinn uppmálað-
ur, brjálæði að hætti vampíra.
Í aukum mæli ganga glæpasögur
út á það að stuða lesendur, hneyksla
þá, ganga fram af þeim. Stefán
Máni veit hvað hann syngur og
Hungur er vel skrifuð og úthugsuð
bók. Hörður veit hvernig er að ótt-
ast um líf barns og það er ekki bara
illa gert gagnvart honum heldur líka
þeim, sem hugnast ekki að blanda
börnum í glæpi fullorðinna, að bera
dráp barna á borð í eins góðri og
spennandi og vel uppbyggðri sögu
og Hungur er. Dýraníðið er yfrið nóg
til þess að koma réttum skilaboðum
á framfæri, að ekki sé minnst á
aðrar blóðsúthellingar.
Andspænis brjálæði
að hætti vampíra
Morgunblaðið/Eggert
Stefán Máni „Hungur er vel skrifuð og úthugsuð bók,“ segir rýnir.
BÆKUR
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
Spennusaga
Hungur
Eftir Stefán Mána.
Sögur útgáfa 2022. Innbundin, 302 bls.
É
g hef beðið með mikilli
eftirvæntingu eftir nýrri
bók frá Bergþóru Snæ-
björnsdóttur – og er
ábyggilega ekki ein um það. Fyrsta
bók hennar, Svínshöfuð, sem kom
út árið 2019 hlaut verðskuldað lof
og var meðal annars tilnefnd bæði
til Fjöruverðlaunanna og Íslensku
bókmenntaverðlaunanna. Ljóðabók
hennar, Flórída, sem kom út árið
2017, vakti einnig og réttilega mikla
athygli. En að mati gagnrýnanda
hefur Bergþóra Snæbjörnsdóttir nú
toppað sig.
Jólabókaflóðið hefst með pompi
og prakt í prósaverki Bergþóru
sem ber titilinn
Allt sem rennur.
Um er að ræða
kaflaskipta bók
í prósastíl, en
lesendur óvanir
prósa eða ljóðum
þurfa ekkert að
óttast þar sem
textinn flæðir,
eða öllu heldur
rennur, einstaklega vel. Frásögnin
og persónur hennar eru grípandi og
nístandi sársauki skín í gegn.
Við fyrstu sýn virðast kaflarnir
ekki tengjast beint. En líkt og í
Svínshöfði tekst höfundi að flétta
saman ólík sjónarhorn og upplif-
anir svo úr verður meistaraleg
frásagnarflétta. Höfundur tekst á
við alvarlegar hliðar hversdagslegra
viðfangsefna – allt frá móður-
hlutverkinu og raunum þess yfir
í vímuefnaneyslu, heimilisofbeldi,
erfið áföll og börn með morð á
heilanum. Textinn er án nokkurs
konar fylliorða og hvert orð
þrungið merkingu. Prósinn rennur
fyrirstöðulaust og raunar svo vel
að ég átti erfitt með að slíta mig
frá lestrinum. Orðaval höfundar
endurspeglar trúverðugan sársauka
og angist persóna á slíkan hátt að
ég fann hreinlega fyrir líkamlegum
viðbrögðum. Hún notar forklifun og
endurtekningar á ýmsum stöðum
til að skapa spennu sem lesandi
finnur vel fyrir í gegnum verkið.
Auk þess leikur höfundur sér með
myndmál vatns og náttúru ásamt
innra og ytra rými kvenlíkamans,
svo vel tekst til. Táknmyndir þessar
auðga verkið og dýpka merkingu
þess svo úr verður heildarmynd þar
sem manneskjan verður ekki svo
auðskilin náttúrunni og skepnum
hennar. Í þessu sambandi má benda
á textabrot á blaðsíðu 136, þar
sem höfundur stillir upp frábæru
dæmi um óljós mörk mannsins og
náttúrunnar:
Deildarstjórinnmeð bleika hárið sem
sápar á henni
hárið er búin að gleyma að stelpan sé
manneskja.
Röddin í henni breytist þegar hún talar
við
stelpuna, verður skrækari, tilgerðarleg,
eins og
þegar fullorðnir tala við lítil börn eða
dýr. Stelpan
svarar auðvitað engu, ekki frekar en
bleytan ímýri
svarar skrækjum í fuglum.Stelpan er
landslag,
náttúruafl, hvaðamáli skiptir lítið fólk
með litlar
hendur, litlar hugmyndir, lítið pláss?
Þó bókin sé ef til vill fljótlesin er
ofgnótt af augnablikum sem vert er
að skoða nánar og ég velkist ekki
í vafa um að persónur hennar og
einstakar senur muni sitja eftir hjá
mér um ókomna tíð. Umfjöllunin
um sambýlið og atburðina sem
þar fara fram standa upp úr hjá
mér – ég mun aldrei líta bleikt hár
eða dúkkubörn sömu augum aftur.
Frásögnin er hrá, hröð og falleg
og endurspeglar raunverulega
hryllinginn í samböndum okkur við
annað fólk og í hversdagsleikanum.
Þegar kaflinn „Stelpan sem breytti
sér í fjall“ hófst fór ég að efast um
flæði sögunnar, en ég mátti vita
betur. Því í lok verksins renna
allir þræðirnir saman í óvæntum
hápunkti frásagnarinnar sem erfitt
var að sjá fyrir. Þetta er raunar slík
kúvending, og það vel heppnuð, að
hún gerir gott verk að framúrskar-
andi verki sem hefur skipað sér sess
í hillu minna uppáhaldsbóka.
Líkt og áður segir þurfa aðdáend-
ur Bergþóru því ekki að örvænta
þótt verkið sé ef til vill smærra í
sniðum en Svínshöfuð, hún hefur
jafnmikil – ef ekki meiri – áhrif á
lesandann. Með þessu verki kveður
Bergþóra Snæbjörnsdóttir, ef hún
var ekki búin að því nú þegar, sér
hljóðs sem eitt af okkur fremstu
samtímaskáldum – og það er
tímabært að við hlustum. Hún er
einstakur rithöfundur og við sem
þjóð njótum góðs af skrifum hennar.
Allt sem rennur er að mínu mati
nánast fullkomin bók og það kæmi
mér skemmtilega á óvart ef nokkur
önnur bók jólabókaflóðsins stæðist
samanburðinn.
Nánast fullkomin bókmennt
Morgunblaðið/Eggert
Höfundurinn „Með þessu verki kveður Bergþóra Snæbjörnsdóttir [...] sér
hljóðs sem eitt af okkur fremstu samtímaskáldum,“ skrifar rýnir.
BÆKUR
INGIBJÖRG IÐA
AUÐUNARDÓTTIR
Ljóðsaga
Allt sem rennur
Eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur.
Benedikt, 2022, 158 bls., innbundin.
y = a(x-h)2 + k Heklu Daggar í Y gallery
Listamaðurinn Hekla Dögg Jóns-
dóttir mun í dag, laugardag, kl. 15
opna sýninguna y = a(x-h)2 + k í Y
gallery í Hamraborg 12, í húsnæði
gömlu Olís bensínstöðvarinnar.
Á sýningunni vinnur Hekla Dögg
með sjónrænt samspil tveggja
rýma. Í tilkynningu segir: „Y
gallery er í glerbyggingu frá
áttunda áratugnum með tilheyr-
andi brúnum flísum á gólfinu
sem kallast á við hvítar flísar úr
heitum potti í Laugardalslaug.
Þar er horft í gegnum iðandi
vatnið á flísarnar á botninum og
fylgst því með þegar parabóla
byrjar smám saman að myndast
í hringiðu þegar potturinn yfir-
fyllist. Parabólan er á stöðugri
hreyfingu og á einhvern hvers-
dagslegan hátt stærðfræðinnar
beygir hún veruleikann svo að við
sjáum tífalt meira rými.“
Hekla Dögg stundaði nám við
MHÍ og framhaldsnám í Þýska-
landi og Bandaríkjunum. Síðan
hún lauk MFA-námi árið 1999
hefur Hekla verið virk í sýningar-
haldi og sýningar á verkum henn-
ar verið settar upp víða um lönd.
Morgunblaðið/Einar Falur
Hekla Dögg Á sýningunni vinnur hún
með sjónrænt samspil tveggja rýma.