Morgunblaðið - 29.10.2022, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2022
N
ýjabrumið er ekki farið
af heilgrímulistinni, þó
Hríma sé þriðja sýningin
þar sem Aldís Davíðsdótt-
ir og Ágústa Skúladóttir rannsaka
tjáningarmögleika hinna frosnu
andlita, að þessu sinni með Orra
Hugin Ágústsson sem meðleik-
stjóra. Enn vekur þessi sérkennilegi
angi leiklistarinnar furðu. Hvað
verður sagt án orða og svipbrigða?
Hvað leggja áhorfendur með sér
í túlkun þess sem fram fer? Enn
horfum við ekki síst eftir því sem
formið sjálft gengur út á, stundum
á kostnað þess að láta viðfangsefnið
eða söguna gagntaka okkur.
Við vitum þó, eftir reynsluna af
Hjartaspöðum og Hetju, að gaman
og harmur liggja álíka vel fyrir
heilgrímum Aldísar. Þar hjálpar
vitaskuld hin ljóðræna nákvæmni
í hreyfingum og umgengni við
leikmuni, sem einkennir gjarnan
sýningar Ágústu, og Aldís sjálf
nær sífellt þéttari en um leið mýkri
tökum á, og mótleikarar hennar
oftast líka. Tímasetning viðbragða
og óvænt uppbrot endurtekningar-
innar skilar hlátri, jafnvel þegar
viðfangsefnið er jafnmyrkt og það
er að þessu sinni.
Einbúinn Hríma hefur búið um
sig fjarri mannheimum til að bæla
eftirköstin af ofbeldi í fortíðinni.
Um leið nærir hún og viðheldur
skaðanum – getur ekki annað. Allt
í lífi hennar er í föstum skorðum
allt þar til óvæntur gestur birtist,
sest að og hristir stoðirnar þannig
að draugar fortíðarinnar sleppa úr
fjötrum sínum. Dásamleg leikmynd
– réttnefnd leiktjöld – Auðar
Aspar Guðmundsdóttur og Högna
Sigurþórssonar mynda skjólið sem
Hríma hefur. Varnarvirki en jafn-
framt fangelsi. Veikburða himnur,
og um leið og almennilega gustar í
tilfinningarótinu halda þau auðvitað
hvorki veðri né vindum.
Sagan er dramatísk, en um leið
dæmigerð. Hefur oft verið sögð
áður. Þögult leikhús á borð við þetta
ræður betur við hið almenna en
hið einstaka. Dýpri skoðun kallar á
smáatriði og sérstöðu í aðstæðum
og atvikum, samhengi samfélags
og menningar, sem illa komast til
skila í þessu formi. Á móti kemur
hið skáldlega afl tákna og líkinga
sem skorður grímuleiksins kveikja
hjá áhorfandanum. Það hættir ekki
að vekja gleðiblandna lotningu hve
lifandi grímurnar verða í gangi
leiksins. Maður getur næstum svar-
ið að víst sýni þær svipbrigði!
Að þessu sinni leiddi atburða-
rásin athyglina að því hvað þessi
svipbrigðasjónhverfing magnast
mikið frá því að Hríma stendur ein
á sviðinu með engan annan mótleik
en frá kaffikönnu og þvotti á snúru,
til þess sem gerist þegar hrakinn
bréfberinn álpast inn í híði hennar.
Þá fyrst byrja grímurnar að tala
fyrir alvöru – sem endurspeglar
auðvitað hvernig Hríma endur-
heimtir líf sitt í rótinu sem kemst
á líf hennar við heimsóknina, við
samneyti við annað fólk.
Aldís sjálf nær sífellt traustari
tökum á að kveikja líf í grímunum,
auk þess að vera sjálf hönnuður
þeirra og höfundur. Að þessu sinni
er Þórey Birgisdóttir mótleikarinn
og skilar sínu með miklum sóma.
Persónuleiki gestsins verður aldrei
fyllilega heilsteyptur, en þetta er
heldur ekki sagan af honum.
Tónlist Sævars Helga Jóhanns-
sonar er sérlega falleg og vel
hugsuð, gegnir mikilvægu hlutverki
í framvindu og mótun andrúms-
loftsins. Lýsing Ólafs Ágústs
Stefánssonar skilar einnig sínu til
að magna heildaráhrifin.
Það er ástæða til að hvetja
áhugafólk um tjáningarmöguleika
sviðslistanna til að sækja Hrímu
heim í Tjarnarbíó og verða vitni að
galdri sem er sér á parti í flórunni.
Vonandi heldur vegferð Aldísar
Davíðsdóttur í rannsókn á lífinu
sem leynist í föstum andlitsdráttum
heilgrímunnar áfram lengi enn.
Einveran
Ljósmynd/Eva Ágústa Aradóttir
Galdur „Það er ástæða til að hvetja áhugafólk um tjáningarmöguleika sviðslistanna til að sækja Hrímu heim í
Tjarnarbíó og verða vitni að galdri sem er sér á parti í flórunni,“ skrifar rýnir meðal annars um leiksýninguna.
LEIKLIST
ÞORGEIR
TRYGGVASON
Tjarnarbíó
Hríma
Eftir Aldísi Davíðsdóttur, Ágústu
Skúladóttur, Orra Hugin Ágústsson og
Þóreyju Birgisdóttur.
Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir og Orri
Huginn Ágústsson. Tónlist: Sævar
Helgi Jóhannsson. Grímugerð: Aldís
Davíðsdóttir. Leikmynd: Auður Ösp
Guðmundsdóttir og Högni Sigurþórs-
son. Búningar: Auður Ösp Guðmunds-
dóttir. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson.
Leikendur: Aldís Davíðsdóttir og Þórey
Birgisdóttir. Frumsýnt í Tjarnarbíói
sunnudaginn 16. október 2022.
Fagna útgáfu Land-
vættanna fjögurra
Steinalda
heldur útgáfu-
tónleika í kvöld
kl. 21 í Mengi
vegna hljóm-
plötunnar
Landvættirnar
fjórar sem kom
út í gær en
Steinalda er
tónlistarhópur
sem sérhæfir
sig í tónsmíðum Guðmundar
Steins Gunnarssonar. Leikin
verða verk af nýju plötunni
auk eldri og nýrri verka. Það
er bandaríska útgáfan Carrier
Records sem gefur plötuna út.
Guðmundur Steinn
Gunnarsson
Staður sem er
listamanninum kær
Soffía Sæmundsdóttir mynd-
listarmaður opnar í dag kl. 16
sýningunaUm stað/ About a
Place í Grafíksalnum í Hafnar-
húsi. Viðfangsefnið er staður
á Suðurlandi sem er henni
persónulega kær og hefur verið
innblástur að ýmsum verkum
gegnum tíðina. „Hvað er þar,
kannski einhver óljós þráður?
Glitofin perla upplifana og skynj-
unar í fylgsnum hugans sem hún
finnur þörf fyrir að koma frá sér í
ýmsamiðla. Með því að kortleggja
svæði minninga og færa í orð er
dregin fram breytt landnotkun
sem opnar á nýja nálgun. Skrá-
setning lita og upplifana í gróðri
og náttúrufari er ómarkviss en
rétt. Niðurstaðan tilviljunum háð
og alls ekki ígrunduð,“ segir í til-
kynningu. Samhliða sýningunni
gefur Soffía út bókverkið Sveitin
mín – Leiðarvísir í 100 tölusettum
og árituðum eintökum.
Í Grafíksal Soffía Sæmundsdóttir.
Bresk og íslensk tónverk á kórtónleikum
Kór Hallgrímskirkju heldur hausttónleika sína á
morgun, sunnudag, kl. 17. Mun kórinn flytja bresk
tónverk eftir Britten, Howells, Carter ogMacmillan
fyrir kór og orgel auk glænýrra íslenskra kórverka
sem samin voru sérstaklega fyrir kórinn. Höfundar
þeirra eru Hjálmar H. Ragnarsson, Hildigunnur
Rúnarsdóttir, Þorvaldur Örn Davíðsson og Sigurður
Sævarsson.
Stjórnandi kórsins er Steinar Logi Helgason og
Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel. Einsöngv-
arar á tónleikunum eru úr röðum kórfélaga.
Miðasala fer fram við innganginn og einnig á
miðasöluvefnum tix.is. Miðaverð er 3.500 kr.
Björn Steinar
Sólbergsson
Mattheus ungi í Grafarvogskirkju
SýninginMattheus ungi
verður sýnd í Grafarvogs-
kirkju í dag, 29. október, kl.
16 og í Eldborgarsal Hörpu 5.
nóvember kl. 15. Er hún eitt
stærsta verkefni hátíðar-
innar Óperudaga að þessu
sinni og lýst sem leikrænni
aðlögun sem unnin er upp
úr upprunalega verkinu, þ.e.
Mattheusarpassíu eftir J.S.
Bach. Segir í tilkynningu að
markmiðið sé að kynna verk-
ið fyrir nýjum áheyrenda-
hópum frá 8-9 ára aldri og
leyfa þeim sem til þekkja að
uppgötva verkið upp á nýtt.
Texti passíunnar er tekinn úr 26. og 27. kapítula Mattheusarguðspjalls
og ofinn við hugleiðingar um píslarsögu Jesú Krists eftir þýska skáldið
Picander og þekkta lúterska sálma. ÍMattheusi unga flytja fimm
einsöngvarar, þrír hljóðfæraleikarar, kór og kórstjóri brot úr passíunni
um leið og söguþráðurinn og leikarar kynna verkið á aðgengilegan hátt.
Leikgerðina gerði hollenski leikstjórinn Albert Hoex og íslenska þýð-
ingu á henni þær Anna Vala Ólafsdóttir og Salka Guðmundsdóttir.
Á Óperudögum Kynningarmynd fyrir
Mattheus unga í Grafarvogskirkju.