Morgunblaðið - 01.11.2022, Page 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2022
BEYONDAIR
Bylting í
loftgæðum
með ActivePure Air®
;1 3(&2'.%4 %"$1 - *%)68(+:6,0+%#! 55/ 779 ;<1
Kíktu á beyondair.is
• Vörn gegn ofnæmi og asma vegna
mengunar í lofti.
• Eykur framleiðni vegna heilnæmara og
hreinna lofts í rýminu.
• Vörn gegn sjúkdómum af völdum vírusa og
baktería.
• Færri veikindadagar hjá starfsfólki.
• Hentar heimilum, fyrirtækjum og stofnunum.
• Hannað fyrir Nasa og Alþjóða
Geimvísindastöðina.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Tímalína verður að standast
- Bæjarstjórinn í Hafnarfirði ánægður með áform Landsnets um færslu á línum
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það eru mjög góðar fréttir að þeir
hyggist setja Hamraneslínur í jörð á
þessum hluta, gott fyrir okkur. Það
liggur á að koma þeim frá vegna
frekari uppbyggingar í þessum ný-
byggingahverfum okkar,“ segir
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í
Hafnarfirði.
Landsnet hefur tilkynnt að það
muni fresta lagningu nýrra há-
spennulína fjarri byggð á höfuðborg-
arsvæðinu. Í staðinn verði ráðist í
viðhald Hamraneslína og þær lagðar
að hluta í jörðu. Þá verði Ísallínur
færðar lengra frá atvinnusvæðinu.
Einnig verði hluti af Suðurnesjalínu
1 lagður í jörð, næst tengivirkinu.
Rósa segir að bærinn sé búinn að
bíða í 13 ár eftir að þessar línur verði
færðar endanlegum flutningi.
Hamraneslína hafi verið flutt til
bráðabirgða á kafla en núna verði
hún flutt varanlega og sett í jörð að
hluta. Það komi sér vel vegna áforma
um frekari uppbyggingu í Hamra-
nes- og Áslandshverfum. Einnig sé
gott að ætlunin sé að færa Ísallín-
urnar, þannig að þær verði fjær at-
vinnusvæðinu á Hellnahrauni. Þar sé
mikil eftirspurn eftir atvinnulóðum
og hafi verið síðustu tvö til þrjú árin.
Ekki sjái fyrir endann á því.
Þarf að komast á áætlun
Rósa segir að bærinn muni vinna
að því að Ísallínurnar verði tengdar
við nýtt tengivirki í Hrauntungu, í
stað Hamraness. Það þurfi að kom-
ast á áætlun hjá Landsneti. Skipti
það miklu máli varðandi hljóðvist og
ásýnd fyrir íbúa í nágrenninu og veg-
farendur. „Við leggjum mikla
áhersla á að tímalína Landsnets
haldi varðandi færslu á línum í jörð
og fjær byggðinni,“ segir Rósa.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hamranes Mikið er byggt í nýjum
íbúðahverfum í Hafnarfirði.
Þing Norður-
landaráðs var sett
í gær í Helsinki í
74. sinn. „Þingið
er haldið í skugga
stríðsins og því
eru öryggis- og
varnarmál mjög
ofarlega á baugi
hjá þingmönnum,“
segir Bryndís
Haraldsdóttir, for-
maður Íslandsdeildar Norðurlanda-
ráðs, og bætir við að stríðið í Úkraínu
liti eðlilega alla umræðu. Þar af leið-
andi verði norrænt samstarf einnig
mikið til umræðu, sérstaklega í ljósi
væntanlegrar inngöngu Svía og
Finna í Atlantshafsbandalagið.
Bryndís nefnir einnig að orkumálin
verði ofarlega á baugi.
Innt eftir því hvað Ísland muni
leggja til málanna á þinginu, er kem-
ur að málefnum Úkraínu, segir
Bryndís samstöðu með úkraínsku
þjóðinni gríðarlega mikilvæga. „Það
er ofboðslega mikilvægt að við styðj-
um Úkraínu áfram. Við sjáum það
núna að um leið og augu heimsins
leiða okkur eitthvert annað, það ger-
ist eitthvað annað í heiminum, þá
notar Pútín tækifærið og sendir
sprengjur yfir Úkraínu.“ Þinginu
lýkur 3. nóvember, en verðlaun
Norðurlandaráðs verða afhent í
kvöld.
Samstaðan
skiptir gríð-
arlegu máli
Bryndís
Haraldsdóttir
- Þing Norður-
landaráðs hófst í gær
Þrír jarðskjálftar urðu um þrjúleyt-
ið síðdegis í gær með nokkurra
mínútna millibili, en nokkuð hefur
verið um jarðskjálfta undanfarna
tvo sólarhringa.
Kl. 14:56 mældist skjálfti í Bárð-
arbungu sem var 2,7 að stærð. Inn-
an við mínútu síðar skalf aftur, nán-
ast á sama stað, og var sá 4,2 sam-
kvæmt mælingum Veðurstofunnar.
Fylgdu nokkrir eftirskjálftar í kjöl-
farið.
Þremur mínútum síðar, eða kl.
15:00, mældist svo þriðji skjálftinn,
að þessu sinni við Herðubreið, og
var hann 3,2 að stærð.
Fjöldi minni skjálfta varð einnig í
gær, bæði við Grímsey og á Reykja-
nesskaga.
Skjálftar við Herðu-
breið og Bárðarbungu
Hverasvæðið við Kleifarvatn, hjá Seltúni, er vin-
sælt meðal ferðamanna. Skemmtilegir skuggar
myndast þegar sólin er jafnlágt á lofti og hún er
fyrstu vetrardagana. Vissara er að halda sig við
útsýnispalla og göngustíga, enda stórhættulegt
að stinga niður fæti við sjóðheita hverina.
Hver er hver og hvers við hverinn?
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sjúkratryggingar Íslands hafa gert
nýjan rammasamning um sál-
fræðiþjónustu sjálfstætt starfandi
sálfræðinga. Nýjung í samningnum
er að við bætist þjónusta við ein-
staklinga á öllum aldri vegna gruns
um eða staðfestrar greiningar á
vægum eða meðalalvarlegum kvíða
eða þunglyndi. Í öllum tilvikum er
þjónustan veitt á grundvelli tilvís-
ana.
Í tilkynningu segir að samning-
urinn hafi verið uppfærður með
það að leiðarljósi að auka aðgengi
að sálfræðiþjónustu.
Þá standa vonir til þess að fleiri
sálfræðingar sjái sér fært að starfa
samkvæmt nýjum samningi, þar
sem viðmiðum um starfsreynslu
hefur verið breytt.
Áfram tekur samningurinn til
þjónustu sem verið hefur samnings-
bundin um árabil og tekur til sál-
fræðimeðferða fyrir börn og ung-
linga sem eru með alvarlegar geð-,
hegðunar- og þroskaraskanir. Heil-
brigðisráðherra hefur staðfest
samninginn og hefur hann þegar
tekið gildi.
Auka aðgengi að
sálfræðiþjónustu