Morgunblaðið - 01.11.2022, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2022
Á andriki.is hefur á síðustu dögum
verið gerður samanburður á
árangri Íslands og Svíþjóðar í gegn-
um kórónuveirufaraldurinn. Þar
segir að komið sé á daginn að um-
framdauðsföll í far-
aldrinum hafi verið
svipuð í þessum
tveimur löndum
þegar horft er frá
árinu 2020 þegar
faraldurinn hófst
og til okkar tíma.
Af þessum sökum
gagnrýnir Andríki
hve langt var geng-
ið hér á landi þegar
faraldurinn gekk yfir, að landinu
hafi verið „nánast skellt í lás“, að ým-
is borgaraleg réttindi hafi verið
skert og fólk lokað inni á „veikum
grunni hömlulausra fjöldaskimana“.
- - -
Sænsk yfirvöld hafi farið aðra og
vægari leið og það hafi orðið til
þess að áhrifin á skuldasöfnun hins
opinbera hafi verið mun minni: „Í
stuttu máli safnaði hið opinbera á Ís-
landi sexfalt hærri skuldum en hið
sænska í faraldrinum. Við skuldir
Svía bættust 1,8% af vergri lands-
framleiðslu en 10,9% prósentustig
við sameiginlegar skuldir Íslendinga.
Danir bættu við 3,1% og Finnar
6,2%.“
- - -
Andríki segir skuldasöfnun Ís-
lands í faraldrinum hina sömu
hlutfallslega og meðaltal Evrópu-
sambandsríkjanna 27. „Svíþjóð er
með lágan umframdauða í saman-
burði við flest ríki Evrópu og safnaði
minni skuldum en öll nema eitt.
Svíar beittu vægustu aðgerðum
Evrópuríkja gegn veirunni,“ segir
Andríki.
- - -
Þetta eru áhugaverðar ábend-
ingar og hljóta að þurfa að vera
meðal þess sem kemur til skoðunar
við mat á því sem gert var en ekki
síður til lærdóms fyrir næsta far-
aldur.
Árangur í
faraldrinum
STAKSTEINAR
Hátúni 6a, 105 Reykjavík | Sími 822 1574 | hotelrekstur.is
Komdu og skoðaðu úrvalið í glæsilegri verslun
Það skiptirmáli hvað ernæst húðinniog viðheldurraka hennar
HÓTELREKSTUR OG HEIMILI
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Rjúpnaveiðitímabilið hefst í dag og
stendur til 4. desember. Óvissa er
um ástand rjúpnastofnsins og líklega
er hann lélegur á NA-landi, að sögn
Áka Ármanns Jónssonar formanns
Skotvís. Hann segir að ástandið ætti
að vera betra annars staðar en samt
óvíst hvað hretið sem olli viðkomu-
bresti hjá rjúpum á NA-landi náði
víða. „Við hvetjum rjúpnaveiðimenn
til að gæta hófs við veiðar, eins og
alltaf, og að passa sig sérstaklega vel
á Norðausturlandi,“ segir Áki. Ekki
má veiða á miðvikudögum og
fimmtudögum og segir Áki að
ástandið verði orðið ljósara eftir
næstu helgi þegar hann reiknar með
að flestir fari til veiða. Fjöldi félags-
manna í Skotvís hefur nær þrefald-
ast á fjórum árum.
„Það stefnir í að það rofi til og víð-
ast hvar ætti að vera bjartviðri og
góð fjallasýn,“ segir Einar Svein-
björnsson veðurfræðingur um veðrið
í dag. Úrkoma verður óvíða og mjög
óveruleg og vindur hægur. Útlit var
fyrir að fryst gæti til fjalla í nótt,
einkum N- og NV-lands.
Leyft er að veiða frá föstudegi til
þriðjudags en veiðar bannaðar á
miðvikudögum og fimmtudögum.
Veiðitíminn hvern dag hefst kl. 12.00
á hádegi og stendur á meðan birtu
nýtur. gudni@mbl.is
Rjúpnaveiðitímabilið hefst í dag
- Veiðimenn hvattir til að gæta hófs
- Góðar veðurhorfur í dag á landinu
Morgunblaðið/Ingó
Rjúpnaveiði Veiðimenn eru hvattir
til að gæta hófs við rjúpnaveiðarnar.
Nýliðinn októbermánuður var hæg-
viðrasamur á landinu en ekkert af-
brigðilega samt, segir Trausti Jóns-
son veðurfræðingur. Margir hafa
eflaust haldið annað.
Október í fyrra var ámóta og fyrir
fimm árum var enn hægviðrasam-
ara, bætir Trausti við. Á tíðarfars-
yfirliti Veðurstofunnar má lesa að
október 2017 var einkar hægviðra-
samur. Vindhraði á landsvísu var 0,9
m/s undir meðallagi síðustu tíu ára á
sjálfvirku stöðvunum.
Sumarið er jafnan hægviðrasam-
ast hér á landi og þar af er júlí hæg-
viðrasamastur. „En það einkennir
hins vegar október að þá er mjög
farið að draga úr dægursveiflu vind-
hraða. Þannig eru dagar þegar nán-
ast er logn dag og nótt jafnvel al-
gengari þá en að sumarlagi – þótt
meðalvindhraði þeirra mánaða sé
minni,“ segir Trausti. En október er
oft illviðrasamur eins og dæmin
sanna.
Þótt mánuðurinn hafi ekki verið
illviðralaus er tilfinningin samt sú að
fremur vel hafi farið með veður
lengst af – sérstaklega um landið
sunnan- og vestanvert, en úrkoma
norðanlands aftur á móti með allra
mesta móti. Þetta kom fram á bloggi
Trausta Jónssonar þegar hann gerði
upp 20 fyrstu daga október.
Það eigi ekki aðeins við Eyjafjörð,
heldur einnig Húnavatnssýslur og
Skagafjörð.
Úrkoma í Reykjavík mældist 65,7
millimetrar fyrstu 20 daga október
og er það í rétt rúmu meðallagi. Á
Akureyri mældist úrkoman 138,1
millimetri. Hefur hún aldrei mælst
jafnmikil sömu daga, meira en þre-
föld meðalúrkoma, segir Trausti.
sisi@mbl.is
Hægviðrasamur
október kveður
- Metúrkoma mæld-
ist á Akureyri fyrri
hluta mánaðarins
Morgunblaðið/Ásdís
Í Slippnum Vel viðraði til útiverka í
hinum hægviðrasama október.