Morgunblaðið - 01.11.2022, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2022
allt að falla til jarðar. Þetta er líka sú
nótt þar sem tjaldið á milli heima
hinna lifandi og dauðu opnast. Það
kemur glufa og inn stökkva verur
sem búa í andaheimum og þess vegna
klæðum við okkur upp, svo þær átti
sig ekki á að erum ekki eins og þær
og geri okkur fyrir vikið ekki mein.“
Hún segir að hátíðin marki jafn-
framt hin fornu áramót Kelta sem
bjuggu á Írlandi, Skotlandi og í Norð-
ur-Frakklandi. „Þegar Keltar héldu
áramót sín slökktu allir heimaeldana
og komu að aðalbálinu og náðu sér í
nýjan eld fyrir nýtt ár og nýja byrjun.
Losuðu sig um leið við eitthvað and-
legt og eitthvað veraldlegt á bálið.“
Og svo er það sjálft einkennismerki
hrekkjavökunnar, graskerið. Það á
sér langa sögu. „Lugtar-Jakob var ill-
ur járnsmiður á Írlandi. Hann hafði
gert samkomulag við djöfulinn um að
djöfullinn tæki ekki við sér þegar
hann dæi. Þegar Jakob dó ákveður
hann að arka upp í himnaríki en guð
vildi ekki sjá hann. Því bankaði hann
upp á hjá djöflinum sem stóð við lof-
orð sitt og neitaði að taka við honum.
Í kveðjuskyni henti hann logandi
kolamola í Jakob. Fyrir einhverja
slysni var Jakob með rófu á sér og
skar út úr henni lugt sem hann setti
kolamolann ofan í. Síðan hefur hann
alla tíð arkað um jörðina með lugtina
sína,“ segir Björk.
Þessi siður hefur fylgt mörgum síð-
an. „Írar skáru alltaf út í rófur og
settu á dyraþrepið sitt svo hinir illu
andar kæmu ekki. Þegar hungurs-
neyðin gekk yfir Írland og þeir fóru
til Bandaríkjanna rákust þeir á gras-
kerin sem auðveldara var að skera út.
Við höfum nú verið að ýta undir að
fólk hér á Íslandi noti rófurnar sem
vaxa hér. Það er upprunalega græn-
metið sem skorið var út í,“ segir
Björk sem meðal annars starfar á
Árbæjarsafni. Þar var mikil hrekkja-
vökuhátíð í gær og þar voru vitaskuld
eingöngu notaðar rófur.
Hrekkjavakan nýtur orðið mikilla
vinsælda hér á landi og það fer vart
fram hjá mörgum þegar fer að líða að
hátíðahöldunum. Verslanir auglýsa
grasker og ýmsar skreytingar auk
sælgætis. Biðraðir eru í búninga-
verslunum. Það er þó ekki langt síðan
hátíðin ruddi sér til rúms á Íslandi.
„Hrekkjavakan kemur líklega hing-
að á níunda áratugnum í gegnum
stúdenta í enskudeild Háskóla Ís-
lands. Hátíðin hefur mögulega verið
aðeins fyrr að skjóta rótum í Njarðvík
og Keflavík af því Kaninn var á vell-
inum. Svo verður sprenging fyrir um
15 árum. Búningabúðir taka þátt í
þessu, bakaríin, Krónan, söfnin og öll
litlu samfélögin um allt land. Nú er
þetta skipulagt á netinu, hvert fólk
getur farið og beðið um grikk eða gott.
Hluti af þessari hátíð er kaupæðið,
því miður. Það kemur frá Bandaríkj-
unum. Við reynum hins vegar að
hvetja fólk til að taka ekki þátt í því,
frekar lesa þjóðsögurnar okkar og
búa sér sjálft til búninga sem tengjast
okkur. Við eigum Djáknann á Myrká,
Miklabæjar-Solveigu, við eigum
skottur sem eru með húfuna öfugt á
hausnum, íslensku mórana sem eru í
alltof síðum mórauðum ullarpeysum
með ermarnar langt niður á hné og
barðastóra hatta með ljót andlit og
grimm, við eigum drauga með rauð
augu og margt fleira. Við þurfum
ekkert fleira. Heimagerðir búningar
eru flottastir.“
Nammi, börn og hryllingur
- Hrekkjavökuhátíðin nýtur sívaxandi vinsælda hér á landi - Hátíðin snýst um fleira en sælgæti,
grasker og skreytingar að sögn þjóðfræðings því ræturnar eru fornar - Nota rófur í stað graskera
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hátíðarhöld Hrekkjavökunni var fagnað á Árbæjarsafni í gær. Þar voru útskornar rófur í stað graskerja.
Stemning Björk Bjarnadóttir þjóðfræðingur við störf á Árbæjarsafni í gær.
„Aðgengi fyrir alla er ekki aðeins
mannréttindi. Það er einnig við-
skiptatækifæri fyrir áfangastaði og
fyrirtæki að geta tekið vel á móti öll-
um gestum,“ segir Elías Bj. Gísla-
son, forstöðumaður hjá Ferðamála-
stofu.
Síðastliðinn föstudag var ýtt úr
vör nýju fræðslu- og hvatningar-
verkefni, Gott aðgengi í ferðaþjón-
ustu. Því er ætlað að hjálpa ferða-
þjónustuaðilum að taka á móti
fötluðum einstaklingum á öruggan
og ábyrgan hátt, þannig að þjónust-
an sé í sem bestu samræmi við þarfir
þessa stóra markhóps. Þau fyrirtæki
sem telja sig uppfylla settar kröfur
um aðgengismál verða auðkennd
sérstaklega í gagnagrunni Ferða-
málastofu. Til að byrja með eru í boði
þrjú mismunandi merki; eitt sem
táknar aðgengi fyrir fatlaða (hreyfi-
hamlaða), annað fyrir sjónskerta og
blinda og það þriðja fyrir heyrnar-
skerta og heyrnarlausa.
Birting merkjanna, t.d. á vef fyrir-
tækisins, er yfirlýsing eða loforð til
viðskiptavina um að aðgengi fyrir
fatlaða sé fullnægjandi hjá fyrir-
tækinu.
Ljósmynd/Bjarney Lúðvíksdóttir
Ferðalög Bæta á aðgengi fyrir fatlaða ferðamenn um allt land á næstunni.
Sérstök merki sem
staðfesta aðgengi
- Úrbætur fyrir fatlaða ferðamenn
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
Túnikur • Kjólar • Pils
Töskur • Hanskar • Húfur
Náttsloppar • Náttkjólar
Vinsælu velúrgallarnir
í haust litunum komnir í verslunina
Stærð XS - 4XL
Stakar velúrbuxur
svartar, bláar og gráar
Ný sending
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Ég segi bara eins og vinur minn, Jón
Jónsson þjóðfræðingur norður á
Ströndum, segir: „Því fleiri hátíðir,
því meira fjör!“ Hrekkjavakan er
stórmerkileg hátíð og það besta er að
hún er fyrir alla,“ segir Björk Bjarna-
dóttir, umhverfis- og þjóðfræðingur.
Björk hefur kynnt sér vel sögu
hrekkjavökunnar sem haldin var há-
tíðleg víða um land í gær. Sums stað-
ar var reyndar tekið forskot á sæluna
í síðustu viku og um helgina en víðast
hvar klæddu börn sig í grímubúninga
síðdegis í gær og gengu milli húsa.
Þar báðu þau um grikk eða gott og
margir komu klyfjaðir heim af sæl-
gæti. Hrekkjavakan er þó meira en
bara sælgætishátíð, graskersluktir og
skreytingar að sögn Bjarkar.
„Ræturnar eru afar fornar og
margslungnar. Það er alveg skiljan-
legt að fólk fussi yfir þessum amer-
íska sið og ýti honum út af borðinu.
Ég gerði það sjálf og hafði engan
áhuga á þessari hátíð fyrr en ég
kynnti mér hana vegna fyrirlesturs
sem ég flutti 2018. Þá kemur í ljós að
þetta er stórmerkileg hátíð sem þjóð-
fræðingar og sagnfræðingar eru ný-
farnir að skoða.“
Björk segir að ástæðan fyrir vin-
sældum og útbreiðslu hrekkjavök-
unnar sé margþætt en aðallega beri
þó að horfa til þess að allir geti tekið
þátt í henni. Sama hvaða trúarbrögð
fólk aðhyllist, af hvaða kyni það er eða
hvaðan það kemur. „Hátíðin tengist
uppskerunni, myrkrinu, haustinu,
dauðanum og endurnýjun. En hún
snýst um að skemmta sér og þess
vegna er þetta svona vinsælt hjá
börnum. Þegar kemur saman nammi,
börn og hryllingur þá verður spreng-
ing.“
Björk rekur að einkennislitir
hrekkjavökunnar séu appelsínugulur
og svartur, haustið og myrkrið. „Þau
eru að takast á og nú erum við að fara
aftur inn í myrkrið. Við erum búin að
taka inn uppskeruna okkar og það er