Morgunblaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2022 Votlendissjóðurinn er tilnefndur til Um- hverfisverðlauna Norðurlandaráðs sem afhent verða í kvöld í Helsinki. Þau eru veitt starfsemi eða einstak- lingi á Norðurlöndum sem sett hefur for- dæmi með því að sam- þætta virðingu fyrir umhverfinu starfi sínu, eða með því að sýna frumkvæði á annan hátt að sértæk- um aðgerðum umhverfinu til góða. Þema umhverfisverðlauna Norður- landaráðs 2022 er „Náttúrumiðaðar lausnir – alhliða svar við hinum stóru um- hverfisáskorunum samfélagsins“. Fyrir um einu og hálfu ári fór Votlend- issjóður að skoða leiðir til þess að fá alþjóðlega vottun á þær kolefnis- einingar sem leiða af endurheimt votlendis. Verkfræðistofan Efla vann fyrir sjóðinn minnisblað um hvað væru bestu kostirnir í stöðunni og eftir að hafa kynnt okk- ur nokkrar leiðir í þessu var ákveðið að sækjast eftir samstarfi við Verra www.verra.org. saman í greinar sem fengju ritrýnda meðferð í viðurkenndum vísinda- ritum. Samhliða þessu er Votlendis- sjóður að vinna umsóknina. Næsta skref í þeirri vinnu er fundur með ráðherra og helstu sérfræðingum umhverfis-, orku- og loftslagsráðu- neytisins í þeirri von að ráðuneytið komi eitthvað að þessu með sjóðn- um. Það er áhugavert að einnig er mögulegt að fá vottun á verkefni Votlendissjóðs sem unnin hafa verið fram til dagsins í dag undir umsjón Landgræðslunnar. Það yrði því óvænt og ánægjuleg búbót fyrir landeigendur og kaupendur eining- anna að geta uppfært einingar sínar yfir í vottaðar einingar. Það er von stjórnar sjóðsins að á næsta ári verði allar seldar einingar sjóðsins vottaðar með alþjóðlegri vottun frá Verra. Það verður ekki sagt nógu oft að Votlendissjóðurinn er óhagnaðar- drifinn sjálfseignarsjóður sem starf- ar á frjálsum frumkvæðismarkaði fyrirtækja, stofnana og einstaklinga sem vilja styðja sjóðinn í okkar veg- ferð, sem er ekki bara stöðvun los- unar koldíoxíðs á ódýran og kraft- mikinn hátt heldur líka aðgerð í endurheimt vistkerfa og stuðningur við náttúrulegan fjölbreytileika sem aldrei verður metinn til fjár að fullu. Við sjóðinn vinnur einn starfsmaður og stjórnin er skipuð fólki sem ekki þiggur laun eða hlunnindi fyrir sína vinnu. Sjóðurinn nýtur engra fjár- framlaga frá ríkinu. Votlendissjóðurinn, umhverfis- verðlaun og alþjóðlegar vottanir Einar Bárðarson » Votlendissjóðurinn er tilnefndur til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs sem afhent verða í kvöld í Helsinki. Einar Bárðarson Höfundur er framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Það kom á daginn í þessari vinnu Eflu að það eru alls ekki margir sem bjóða upp á vottaða ferla í endur- heimt votlendis. Vinnunni hefur stýrt Alexandra Kjeld, umhverfisverkfræðingur hjá Eflu, og þá hefur Helga Bjarnadótt- ir efna- og verkfræðingur, sviðstjóri hjá Eflu og stjórnarmaður, verið sjóðnum innan handar líka. Sérfræðingar Landgræðslunnar og Landbúnaðarháskólans hafa einnig aðstoðað við ferlið. Ein af aðalforsendunum í þessu ferli er að fá meðaltalslosun hektara á Íslandi staðfesta. Verkefni Eflu þessa dag- ana er að taka saman helstu rannsóknargögn Landgræðslunnar og Landbúnaðarháskólans og setja landsins og neitar okk- ur, þessum nýju litlu, um vörur sem hann flyt- ur inn. Athygli vekur að Golíat þessi neitar að staðfesta það við mig í tölvupósti að hann vilji ekki taka inn fleiri smá- söluaðila, sem mér finnst eindregið benda til að þetta sé í raun ekki löglegt, eða hvað finnst ykkur, er þetta bara allt í lagi og eðli- legt? Annar Golíat er stór framleiðandi á ákveðinni vöru og einnig stærsti heildsali landsins á því sviði, sem er kannski allt í fína, nema það að við, viðskiptavinir þessa Golíats, sitjum ekki við sama borð. Sumir viðskipta- vinanna eru stórir og miklir á mark- aðnum og fá vörurnar á allt öðru verði en við þessi litlu, sem er auðvitað fyrir neðan allar hellur. Ég skil vel að magninnkaup gefi ákveðinn afslátt, það er eðlilegt, en fyrr má nú rota en dauðrota þegar útsöluverðið hjá þess- um stóru viðskiptavinum Golíats er lægra en við þessi litlu getum keypt það á í heildsölu hjá honum, og það þarf enginn að segja mér að stóru við- Undirrituð rekur lítið fyrirtæki á landsbyggð- inni sem glímir alla daga við Golíat. Mér finnst orðið tímabært að fjalla um hann á opinberum vettvangi þótt einhver annar væri trúlega bet- ur til þess fallinn en ég hvað varðar reynslu og pennafærni svo ekki sé nú talað um yfirvegun. Yfirvegun hefur aldrei verið mín sterka hlið enda skapið stórt. Minn rekstur inniheldur kaffihús sem og blóma- og gjafavöruverslun, því við hér á landsbyggðinni verðum oftar en ekki að „múltítaska“ eins og ungdómurinn segir stundum, bara til að geta lifað af. Við á landsbyggðinni viljum gjarn- an geta boðið sama vöruúrval og sést í borginni og stærri stöðum en eitt dæmið sem ég fjalla um segir frá Golíat nokkrum sem kemur viljandi í veg fyrir það. Þetta er stór risi í heildsölu og, sem er óeðlilegt að mínu mati, líka eigandi nokkurra stærstu „lífsstílsverslana“ skiptavinirnir hafi þessar vörur hjá sér án þess að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Er ég bara svona skrýtin, eða finnst ykkur þetta í lagi? Ég flutti um tíma sjálf inn nokkuð af gjafavöru. Það gekk bara nokkuð vel þótt mér þætti flutningskostn- aður allsvaðalegur á köflum. Haustið 2018 keyrði þessi flutningskostnaður fram úr hófi; fór úr því að vera 30 í 34% ofan á vöruverðið hjá mér, en þótt það væri svona hátt tókst mér samt að hafa vörurnar hjá mér ódýr- ari en stóru búðirnar í borginni sem fluttu inn sömu vörur í mun meira magni og var ég nú heldur betur montin af sjálfri mér. En hvað um það, þetta haust voru tilboðin sem ég fékk í flutninginn komin í um 50% ofan á vöruverðið og það auðvitað gengur ekki. Mér fannst þetta ansi skrýtið og ákvað að gera smá tilraun; fékk gamlan vin minn, sem vinnur hjá einum risanum á inn- flutningsmarkaði, og bað hann að fá tilboð í flutning á mínum vörum sem og hann gerði, og viti menn, haldið ykkur nú, tilboðið sem hann fékk var helmingi lægra en það verð sem ég fékk! Ég verð ekki oft kjaftstopp en varð það svo sannarlega við þessar upp- hæðir og ég get því á ekki á neinn hátt túlkað þetta öðruvísi en að við, þessi litlu, séum að greiða niður flutninga stóru aðilanna á markaðnum. Enda rifjaðist það upp fyrir mér þegar einn Golíatinn sagði í fréttum að flutnings- kostnaður í vöruverði hjá þeim væri svona 5-10%, ef við gefum okkur að hann hafi sagt rétt frá. Enn og aftur; finnst ykkur þetta allt í lagi? Ég gæti haldið lengi áfram í raun, t.d. um óréttlætið í umræðunni, því stundum eru hlutirnir dýrari á lands- byggðinni, auðvitað gleymist það oft að við þurfum að greiða stórar upp- hæðir til að fá vörur frá birgjum. Að fá t.d. einn blómakassa kostar um það bil 7.000 krónur, sem að sjálfsögðu er og verður alltaf hluti af vöruverðinu. Það er nefnilega ekki bara það að við þessi litlu þurfum að kaupa vöruna dýrar en hinir stóru, heldur bætist við flutningskostnaður hjá okkur á lands- byggðinni. Þó eru til birgjar sem greiða flutninginn ef verslað er fyrir X upphæð, en hjá flestum er hún svo há að við þessi litlu getum ekki nýtt okkur það, sem aftur þýðir að Golíat fær enn betri kjör á kostnað okkar hinna. Ég fer ekki ofan af því að það er rangt gefið í þessu umhverfi okkar. En svona í lokin, þar sem líður senn að jólum með öllu því sem fylgir þar á undan. Hugsaðu þig um hvar þú verslar. Skilurðu peningana þína eftir þar sem þeir nýtast áfram hér á landi eða seturðu þá í skúffu á Tortóla? Verslaðu við einyrkjann og fjöl- skyldufyrirtækið. Ekki versla við fyrirtæki sem þú veist ekki hver á, ekki versla við fyrirtæki þar sem eig- andi er þessi kennitala og þessi um- sjónarmaður, og svo önnur kennitala og svo framvegis og svo framvegis, sem svo endar í skúffu á Tortóla eða öðrum viðlíka skattaskjólum. Eigið ljúfa og notalega haust- og vetrarmánuði fram undan. Kertaljós og huggulegheit er málið næstu vik- urnar. Sigurlaug Gísladóttir Sigurlaug Gísladóttir »Undirrituð rekur lít- ið fyrirtæki á lands- byggðinni sem glímir alla daga við Golíat. Höfundur er verslunareigandi á Blönduósi. hunabudin@gmail.com Sagan af íslenska Golíat Einn af orkusöl- unum auglýsir: „Það tekur aðeins eina mín- útu að skipta um raf- orkusala.“ Hugsum aðeins! Hvernig má það vera að það taki aðeins eina mínútu að skipta um orkusala? Hvernig má það vera að rafmagnið rofnar ekki einu sinni sekúndubrot við það að skipta um orkusala? Svarið er einfalt. Það breytist einfaldlega ekkert annað en bankareikningurinn sem pening- arnir þínir sogast inn á 24 tíma á sól- arhring. Raforkan er nákvæmlega sú sama, frá sömu virkjuninni (sem við eigum) og fer um sömu lagnirnar (sem við eigum líka). Til þess að verða „orku- sali“ þarf ekkert nema nettengda tölvu og bankareikning. Kröfurnar eru eingöngu fjárhagslegs eðlis, eigið fé sem svarar gömlum Range Rover og trúverðugar rekstraráætlanir. Þá geturðu farið að mjólka neytendur fyrir orkuna sem framleidd er í virkj- unum í almenningseign og leidd um dreifikerfi sem neytendur eiga sjálfir, og hlegið svo alla leið í bankann að þessum vitleysingum. Þetta er draumastaða fjárgróðabrallara; að sitja við tölvuna og horfa á peningana rúlla inn dag og nótt 365 daga á ári án þess að þurfa að lyfta litla fingri. Best af öllu er að bora sér eins og hvert annað sníkjudýr inn í viðskipti sem almenn- ingur kemst ekki hjá. Annar orkusali aug- lýsir ókeypis flutnings- kassa ef þú flytur við- skipti þín til hans. Hugsum aðeins. Hverjir haldið þið að borgi kass- ana? Þessir kassar eru léttvægir borið saman við peningana sem þessi orkusali á eftir að sjúga upp úr buddunni hjá fólki allan sólarhringinn allan ársins hring. Allt er þetta í boði Evrópusam- bandsins og orkupakkanna í nafni samkeppni. Hvernig í ósköpunum á það að verða neytendum til hagsbóta að bæta við algerlega óþörfum millilið- um sem liggja á sníkjunni? Hugsum aðeins. Það verður að binda enda á þessa þvælu. Einn bensínsalinn sagði forðum: „Fólk er fífl!“ Ætlum við að láta það sannast? Er fólk fífl? Árni Árnason Árni Árnason »Hvernig í ósköp- unum á það að verða neytendum til hagsbóta að bæta við algerlega óþörfum milliliðum sem liggja á sníkjunni? Höfundur er vélstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.