Morgunblaðið - 01.11.2022, Síða 24
DÆGRADVÖL24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2022
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is
Eigum úrval af
miðstöðvar- og handklæðaofnum
hafðu það notalegt
Unnur Anna Halldórsdóttir, djákni og leikskólakennari – 80 ára
Kristin gildi og mannúð
U
nnur Anna Hall-
dórsdóttir fæddist 1.
nóvember 1942 í Þing-
holtunum í Reykjavík
í miðri heimsstyrj-
öldinni, langyngst 5 systkina. „Það
hefur oft verið þungt að framfleyta
stóru heimili með umtalsverðum
gestagangi og stopulli vinnu. Því
fann ég aldrei fyrir og naut alúðar
og ástríkis í hvívetna.
Sumrin voru löng og hlý í minn-
ingunni, það voru nokkuð mörg
börn í hverfinu og næsti róluvöllur
var Freyjugöturóló. Þangað var
aðeins of langt að jafnaði. Það
voru því malargöturnar, stígarn-
ir og sundin sem voru leiksvæði
krakkanna. Það voru afar fáir bílar
á ferð, góðar girðingar að klifra yfir
og fljótgert að safna í hóp til að fara
í brennó, hlaupa sto og fleira þannig
háttar. Eini gallinn var þegar rauða-
mölin var borin á götuna, það var
svo skelfilega vont að detta í hana.“
Á barnsaldri kynntist Unnur
starfsemi K.F.U.K. m.a. í gegnum
sumardvalir í Vindáshlíð. „Í þessu
umhverfi naut ég líka félagslífs ung-
lingsáranna. Það var bæði gefandi
og þroskandi félagsskapur.“
Skólaganga Unnar byrjaði í
Ísaksskóla og síðar í Miðbæjarskól-
anum. Hún hóf svo nám í Gaggó
Aust árið 1957. „Þegar því lauk
þótti sjálfsagt að verða sér úti um
menntun til þess starfs, sem maður
vildi leggja stund á til framtíðar.
Þar var Fóstruskóli Sumargjafar
fyrir valinu, sem þá var til húsa
þar sem ég byrjaði í skóla, þ.e.a.s. í
Grænuborg sem þá var á núverandi
lóð Landspítalans. Þar kynntist ég
skemmtilegum konum og naut góðs
og gagnlegs náms undir styrkri
stjórn Valborgar Sigurðardóttur.“
Strax að loknu námi í Fóstruskól-
anum veitti Unnur forstöðu barna-
heimili Ríkisspítalanna á Kleppi.
Eftir nokkra veru þar fór Unnur til
náms við Samariterhemmet í Upp-
sölum í Svíþjóð í í djáknafræðum.
„Ég vildi gjarna bæta við þekk-
ingu mína, þar sem kristin gildi og
mannúð voru höfð í hávegum, þar
sem mér finnst þau skipta megin-
máli í samskiptum manna á milli
og í uppeldi og daglegri umgengni
við börn. Það var einkar gefandi og
dýrmætur tími. Að því loknu tók
við starf í Þjóðkirkjunni þar sem ég
hef síðan átt margar innihaldsríkar
og ánægjulegar stundir með góðu
fólki.“
Unnur vígðist til starfa hjá
Hallgrímssöfnuði og Æskulýðs-
starfi kirkjunnar fyrsta sunnudag í
aðventu árið 1965. Hallgrímskirkja
var þá í byggingu og töluvert af
börnum í sókninni sem sóttu vel
barna- og unglingastarfið sem þar
fór fram í hálfkláruðu húsnæði.
Sumarbúðastarf Æskulýðsstarfs-
ins, sem Unnur undirbjó, skipulagði
og starfaði við, stóð á þessum árum
í miklum blóma og var rekið á sjö
stöðum sumarlangt.
Árið 1969 gekk Unnur í hjóna-
band með Tómasi Sveinssyni, sem
þá var prestur á Norðfirði og flutt-
ist hún þangað og kynntist þá fyrst
búsetu utan höfuðborgarinnar. „Það
var afar lærdómsríkt, jók skilning
á mismunandi högum og þörfum
fólks sem öllum er hollt.“ Árið 1971
fluttu þau hjónin í Skagafjörðinn á
Sauðárkrók. „Á Króknum var líka
lærdómsríkt og skemmtilegt að búa
en á allt annan hátt en fyrir austan.
Við erum svo rík að eiga svona mis-
munandi byggðir í landinu okkar
þar sem við erum þó eitt. Deilum
því með okkur og öðrum.“
Til Reykjavíkur fluttu hjónin árið
1976, þegar Tómas tók við prests-
embætti í Háteigssókn. Þá fékk
Unnur tækifæri til að taka öðruvísi
þátt í fjölbreyttu starfi kirkjunnar.
Hún var formaður Djáknanefndar
kirkjunnar sem undirbjó nám í
djáknafræðum fyrir þá sem starfa
vilja í Þjóðkirkjunni. Í nefndinni
voru einnig þau dr. Einar Sigur-
björnsson, prófessor og Ragnheiður
Sverrisdóttir djákni. Valdist Unnur
síðar til formanns í Djáknafélagi
Íslands, sat í stjórn hjúkrunarheim-
ilisins Skjóls og um árabil í Æsku-
lýðsnefnd kirkjunnar.
„Við Háteigskirkju starfaði öflugt
kvenfélag sem bar umhyggju fyrir
kirkjunni og lagði margar góðar
gjafir til byggingarinnar, t.d. kór-
myndina eftir Benedikt Gunnarsson
listmálara, sem er mikil prýði í
kirkjunni. Einnig lagði félagið vel
til góðra verka úti í samfélaginu.
Þar lögðu margar frábærar konur
hug og hönd að verki.“ Unnur var
formaður Kvenfélags Háteigssókn-
ar árin 1981-1997.
„Árið 1991 var mikil vöntun á
samastað fyrir 6-9 ára börn eftir
eða fyrir skóla, enda stóð frístunda-
starf í tengslum við skólann ekki
til boða á þeim tíma. Háteigskirkja
brást við því með því að opna
skjól fyrir þau börn í sókninni sem
þurftu.“ Það var rekið til ársins
1995 að frumkvæði og undir stjórn
Unnar. Eftir það starfaði hún við
Hlíðaskóla og síðustu árin fyrir
starfslok á leikskólanum Sólborg.
„Það var yndislegur vinnustaður.
Svo kemur eftirlaunaaldurinn,
það er góður aldur, þegar heilsan er
góð og maður fær að vera með sínu
kærasta fólki. Ég þakka Guði fyrir
góða ævidaga, gott samferðafólk og
umhyggjusama fjölskyldu.“
Fjölskylda
Eiginmaður Unnar er Tómas
Sveinsson f. 18.8. 1943, fyrrverandi
sóknarprestur. Þau eru búsett í 105,
Reykjavík. Foreldrar Tómasar voru
hjónin Sveinn Jónsson, f. 10.7. 1899,
Stórfjölskyldan Frisbímót haldið í Laugardalnum. Allir mættir nema dótturdóttirin Unnur Balaka.
DjákninnUnnur Anna.
Til hamingju með daginn
Stjörnuspá
Ólafur Þór Jóelsson
50 ÁRA Ólafur Þór ólst upp mestan part á
tveimur stöðum, fyrst í Breiðholtinu og svo
frá 11 ára aldri í Garðabæ, en hann á ættir
sínar að rekja til Akranes og Hafnarfjarðar.
„Ég er ótrúlega þakklátur að hafa fengið að
alast upp á þessum tveimur stöðum, en fólk-
ið sem ég kynntist þar og ég ólst upp með,
á mikinn þátt í hvernig ég mótaðist og er í
dag. Ég gekk í Ölduselsskóla og Seljaskóla í
Breiðholtinu og fór svo yfir í Flataskóla og
Garðaskóla þegar ég flutti í Garðabæinn.
Árið 1992 útskrifaðist ég svo úr Verzló.”
Ólafur er framkvæmdastjóri heildsölu-
sviðs hjá Senu, en hann hefur unnið hjá fyr-
irtækinu frá árinu 1995, en auk starfa sinna
þar hefur hann haldið utan um tölvuleikjamiðilinn GameTíví sem hann
stofnaði árið 1999. „Ég byrjaði að vinna hjá Senu sama dag og PlayStation
1 kom út og var það mitt fyrsta verkefni að koma henni á markað. Hjá Senu
hef ég fengið ótal mörg tækifæri til að reyna mig við fjölmarga hluti og er ég
þakklátur fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt þar. Auk starfa minna á
heildsölusviði fékk ég tækifæri á að koma að rekstri Smárabíós og upp-
byggingu á skemmtisvæðinu þar. Mitt aðalstarf í gegnum tíðina hefur þó
alltaf verið að að sjá um PlayStation á Íslandi og er ég þar núna á fimmtu
kynslóð leikjatölvunnar.
Annað verkefni sem ég er einstaklega stoltur af er GameTíví-verkefnið
sem hefur tekið mikið stökk síðustu tvö ár og er í raun orðið að streymis-
sjónvarpsstöð með dagskrá flesta daga vikunnar og fimm mismunandi viku-
lega þætti. Ég er einstaklega heppinn að fá að vinna þar með stórum hópi
hæfileikaríks fólks sem leggur sig 100% fram og hefur kennt mér margt.”
Spurður út í áhugamál þá segist Ólafur vera mikill Tottenham maður og
fylgist stíft með sínu liði hvenær sem tækifæri gefst til, auk þess spilar hann
golf og tölvuleiki af miklum móð.
FJÖLSKYLDA Eiginkona Ólafs er Margrét Sif Hákonardóttir, f. 1968. Börn
þeirra eru Friðrik Þór, f. 2001, Jón Hákon, f. 2001 og Thelma Hlíf, f. 1995.
Foreldrar Ólafs eru Þóra Ólafsdóttir, f. 1951, d. 2019, og Jóel Friðrik Jónsson,
f. 1952.
21. mars – 19. apríl A
Hrútur Einhver gæti sakað þig um
eigingirni og sjálfselsku í dag. Láttu þér
ekki bregða þótt gamall vinur verði þér til
einhverra leiðinda.
20. apríl – 20. maí B
Naut Nú er komið að því að þú fram-
kvæmir það sem þú hefur lengi látið þig
dreyma um. Ef þú leitar svara þarftu að
fara á réttar slóðir til að fá svör.
21. maí – 20. júní C
Tvíburar Það er ekki þitt hlutverk að hafa
alla ánægða og þú átt að hrista af þér
kröfur um slíkt. Maður getur látið drauma
sína rætast – ef maður á sér drauma.
21. júní – 22. júlí D
Krabbi Þú hefur sæst við hlutina sem þú
ræður ekkert við. Vertu opinn fyrir tillög-
um um hvernig þú getur kyrrt hugann og
aukið samúð með náunganum.
23. júlí – 22. ágúst E
Ljón Það er létt yfir þér og þig langar til að
leika þér og stríða fólkinu í kringum þig.
Þér kann að þykja framkoma einhverra
vinnufélaga skrýtin.
23. ágúst – 22. september F
Meyja Þér getur orðið vel ágengt við vinnu
í dag þar sem aðrir sýna þér skilning og
stuðning. Vertu glaðbeittur því þú hefur
byrinn með þér.
23. september – 22. október G
Vog Þú átt í innri baráttu og veist ekki í
hvorn fótinn þú átt að stíga. Gakktu úr
skugga um að þú sért að tala um sömu
hlutina og viðmælendur þínir.
23. október – 21. nóvember H
Sporðdreki Ákveðni þín í að leiða hlutina
til lykta vekur athygli yfirmanna þinna og
þú munt hljóta umbun erfiðis þíns. Vertu
lítillátur, ljúfur og kátur.
22. nóvember – 21. desember I
Bogmaður Þú þarft að gefa þér betri tíma
til að sinna þeim hlutum sem raunveru-
lega skipta máli. Allt annað mun hafa
neikvæð áhrif á stöðu þína.
22. desember – 19. janúar J
Steingeit Ómöguleg vandamál leysast
þegar þú leitar til vina eða eignast nýja.
Hlustaðu á góðar ábendingar um viðskipti.
20. janúar – 18. Febrúar K
Vatnsberi Óraunsæi svífur yfir vötnunum
í dag. Bráðlætið kemur þér ekkert fyrr á
leiðarenda, þú getur alveg eins hallað þér
aftur og notið útsýnisins.
19. febrúar – 20. mars L
Fiskar Þig langar til að kaupa þér einhvern
munað í dag eða til að láta fé af hendi
rakna til einhvers sem biður þig um
aðstoð. Vertu á varðbergi, en gefðu öllu
sinn séns.