Morgunblaðið - 01.11.2022, Síða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2022
d. 27.5. 1980, verkstjóri hjá Vita- og
hafnarmálastofnun, bjó lengst í
Kópavogi og Jónasína Tómasdóttir,
f. 5.6. 1913, d. 20.10. 1994, húsfreyja,
bjó lengst í Reykjavík. Þau skildu.
Börn Unnar og Tómasar eru
1) Kristín Þórunn Tómasdóttir, f.
16.11. 1970, prestur á Egilsstöðum,
maki: Árni Svanur Daníelsson,
framkvæmdastjóri upplýsingasviðs
Lúterska Heimssambandsins;
2) Dagný Halla Tómasdóttir, f.
23.3. 1972, skrifstofustjóri með-
ferðarsviðs Landspítalans, búsett
í Reykjavík, maki: Gunnar Páll
Jónsson, deildarstjóri Coripharma;
3) Sveinn Bjarki Tómasson, f.
19.11. 1975, kennari/verkefnastjóri
í Melaskóla, búsettur í Reykjavík,
maki: Unnur Helgadóttir hár-
greiðslumeistari; 4) Gunnfríður
Katrín Tómasdóttir, f. 15.11. 1983,
fræðslufulltrúi Múlaprófastsdæm-
is, búsett á Egilsstöðum, maki:
Ólafur Bjartmar Jónsson, vélstjóri
hjá Eimskip; 5) Jóhannes Þorkell
Tómasson, f. 5.2. 1986, tölvunar-
fræðingur hjá Advania, búsettur í
Reykjavík. Barnabörnin eru 12.
Systkini Unnar voru 1) Þorleif
Kristín Halldórsdóttir, f. 1.2. 1924, d.
14.10. 2002, húsfreyja í Reykjavík;
2) Jón Kristinn Halldórsson, f. 9.12.
1925, d. 9.7. 1978, vélstjóri í Hafnar-
firði; 3) Sigríður Finna Auður
Halldórsdóttir, f. 5.11. 1927, d. 6.3.
2021, kennari og framkvæmdastjóri
í Reykjavík; 4) Halldór Geir Hall-
dórsson, f. 28.7. 1929, d. 30.8. 2017,
raf- og bifvélavirki í Reykjavík.
Foreldrar Unnar voru hjónin
Kristólína Þorleifsdóttir, f. 12.9.
1898, d. 21.3. 1962, húsfreyja í
Reykjavík, og Halldór Bjarni Sig-
urðsson, f. 27.8. 1893, d. 30.11. 1981,
beykir í Reykjavík.
Unnur Anna
Halldórsdóttir
Styrgerður Gunnarsdóttir
ráðskona í Kvíarholti
Friðfinnur Friðfinnsson
bóndi í Kvíarholti í Holtum
Friðgerður Friðfinnsdóttir
húsfreyja á Þverlæk
Þorleifur Kristinn Oddsson
bóndi á Þverlæk í Holtum, Rang.
Kristólína Þorleifsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Kristín Eyjólfsdóttir
húsfreyja í Hvammi
Oddur Guðmundsson
bóndi í Hvammi í Holtum
Elín Gottskálksdóttir
húsfreyja á Völlum 2
Friðbjörn Þorláksson
bóndi á Völlum 2 í
Saurbæjarsókn,Eyjafjarðarsveit
Friðfinna Friðbjarnardóttir
húsfreyja á Pétursborg
Sigurður Jónsson
bóndi og sjómaður á Pétursborg
í Kræklingahlíð, Eyjafirði
Björg Þorgeirsdóttir
húsfreyja á Pétursborg
Jón Halldórsson
bóndi á Hofi II í Svarfaðardal
Ætt Unnar Önnu Halldórsdóttur
Halldór Bjarni Sigurðsson
beykir í Reykjavík
Vísnahorn
Úr fórum Þórðar í Skógum
Ég var að blaða í gömlum
pappírum og fann þá bréf
frá Þórði heitnum Tómassyni
í Skógum, dagsett 22. ágúst
2021. Mér finnst það eiga erindi
í Vísnahorn. Þar segir: „Þau
kvöddu dyra hjá mér hjónin
á Fáskrúðarbakka vestra,
Björn Konráðsson og Sigurlaug
Brynjólfsdóttir, og báðu mig
að geta sín. Björn var bróð-
ursonur Gísla Konráðssonar
sagnaritara, stórvel gefinn og
skáldmæltur. Sama máli gegndi
um Sigurlaugu. Hún var at-
kvæðakona til munns og handa.
Sr. Árni Þórarinsson hefur
uppi alþekkta vísu Björns.
Bóndi hafði úthýst þungaðri
stúlku, svo að af hlaust, að hún
varð að ala barn sitt milli bæja
(Hjá vondu fólki bls. 115). Björn
kvað þá til bóndans:
Orðið laka: að úthýsa,
er á baki þínu.
En aldrei rak ég aumingja
undan þaki mínu.
Björn bjó við fátækt og var
á köflum bitur og bölsýnn. Í
heimanbúnaði komst hann eitt
sinn svo að orði:
Ef ég dauður félli frá
í ferða nauða svakki
mikill auður yrði þá
á þér, snauði Bakki.
Sigurlaug var nærstödd,
svaraði að bragði og geri aðrir
betur:
Vertu í tali viðfelldinn,
víl það eykur trega.
Böl þótt ali bágindin
berðu ei kala tilsvörin.“
Niðurlag bréfs Þórðar bíður
næsta Vísnahorns.
Sturla Friðriksson sótti á
brattann í Eistlandi í sept. 2002:
Með víkingum suður ég sendur var
og síðan austur um lendurnar.
Og er hélt ég á brattann
upp brekku-skrattann
þá beit ég í skjaldarrendurnar.
„Ærin þörf“ heitir þessi limra
eftir Davíð Hjálmar Haralds-
son:
Hún Malín þarf mikið að tala
um menntun og útgerð og Scala
og vorfrost og hest
og Viðfjörð og prest
en veit ekki rassgat í bala.
Anna S. Snorradóttir yrkir
um „matarkúr“:
Ég bið yður barasta um eitt:
að borða aldrei neitt sem er feitt.
Þá línurnar endast
og endast og endast
og á endanum verða’ ekki neitt.
„VIÐ VITUM MEIRA ÞEGAR VIÐ FÁUM RISA-
STÓRA BLAÐIÐ MEÐ NIÐURSTÖÐUNUM FRÁ
ÖRSMÁU RANNSÓKNARSTOFUNNI.“
„EKKI ÞINN TÓNLISTARSMEKKUR?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að fá hana til að
skellihlæja.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Æ, Æ! ÞAÐ FLAUG
FUGL Á RÚÐUNA!
GREYIÐ
LITLA
ÉG SKAL FARA OG
HUGA AÐ HONUM
EIGUM VIÐ
FRAM-
LENGINGAR-
SNÚRU?
SKILAÐU
BLAND-
ARANUM
ÉG HATA ÞESSAR
HUNDLEIÐINLEGU
FJÁRÖFLUNAR-
SAMKOMUR!
HÆTTU ÞESSU KVARTI! REYNDU
AÐ FINNA EITTHVAÐ JÁKVÆTT
VIÐ ÞETTA!
ÞETTA LASAGNA ER
BETRA EN ÞITT!
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is