Morgunblaðið - 01.11.2022, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 01.11.2022, Qupperneq 32
LC02 Leður – Verð frá 339.000,- HÆGINDASTÓLL CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa / Euro) í allt að 6 mánuði. Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Opið virka daga 10-18 Rósalind Gísladóttir, sópran og messósópran, mun koma fram á hádegistónleikum í dag kl. 12 í Hafnarborg með Antoníu Hevesi píanóleikara. Tón- leikarnir bera yfirskriftina Söngkonan sem kam- eljón og á efnisskránni eru aríur úr óperum eftir tónskáldin Bizet, Rossini, Mascagni og Verdi. Rósa- lind lærði í Söngskólanum í Reykjavík og hélt síðan til Spánar þar sem hún stundaði nám í Madríd og Barcelona. Síðast sótti hún tíma hjá Kristjáni Jó- hannssyni og hefur farið í einkatíma og sótt mast- erklassa. Árið 2012 varð Rósalind í 1. sæti í söng- keppninni Barry Alexander Vocal International Competition og var í kjölfarið boðið að syngja í Carnegie Hall í New York. Rósalind hefur sungið á fjöl- mörgum tónleikum og sýningum, m.a. á vegum Óp-hópsins, hádeg- istónleikum hjá Íslensku óperunni og í Hafnarborg, Tíbrá í Salnum og komið fram erlendis auk þess sem hún hefur verið í kór Íslensku óp- erunnar undanfarin ár. Söngkonan sem kameljón Fram er einu stigi frá Val á toppi Olísdeildar karla í handbolta eftir 34:32-útisigur á Haukum á Ásvöllum í gærkvöldi. Framarar hafa komið skemmtilega á óvart í vetur og hefðu fáir búist við liðinu í öðru sæti, með að- eins einn ósigur í fyrstu átta leikjunum. Tímabilið hefur hins vegar verið vonbrigði hjá Hauk- um. Leikurinn var sá fjórði í röð án sigurs og er liðið að- eins með tvo sigra í fyrstu sjö leikjunum. Fyrir vikið eru Haukamenn í áttunda sæti, einu stigi fyrir ofan ÍR, sem er í fallsæti. »26 Framarar einu stigi frá toppsætinu Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þorvaldur Friðriksson, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu um árabil, hefur í áratugi kynnt sér sögu Kelta á Ís- landi, flutt fræðsluerindi um efnið og nú sent frá sér bókina Kelta. Áhrif á íslenska tungu og menningu, sem Sögur útgáfa gefur út. „Ég hef um árabil skoðað íslensk orð og örnefni, sem ekki virðast norræn og niður- staðan er í bókinni,“ segir hann. „Hún er nýmæli því menn hafa ekki ímyndað sér að svona hátt hlutfall orða í íslensku séu ekki norræn heldur gelísk, sem bendir til þess að hér hljóti að hafa verið töluð gel- íska.“ Lokaverkefni Þorvaldar í forn- leifafræði, sem hann lærði í Svíþjóð, var um keltneskar byggingar á Ís- landi, borghlaðin hús eins og til dæmis fiskbyrgi, fjárborgir og sælu- hús. „Þessi byggingarstíll er mjög algengur á Írlandi, Skotlandi og eyj- unum þar um slóðir en nánast óþekktur í Skandinavíu,“ upplýsir hann. Mikið orðasafn Eftir að Þorvaldur flutti aftur til Íslands segist hann hafa tekið eftir öllum þeim orðum sem við notum í íslensku, orðum sem ekki eru til í dönsku, sænsku og norsku. Við nán- ari skoðun megi finna þau flest í gel- ískum orðabókum. „Þetta eru nöfn húsdýra; grundvallarorð í íslensku eins og strákur, stelpa, æska, elli; nöfn fiska, fugla og örnefni, nöfn fjalla, fjarða, flóa og stórbýla, sem eru óútskýranleg út frá norrænu, en flest auðskýranleg út frá gelísku.“ Í því sambandi bendir hann á við- tekna skýringu á eldfjallinu Kötlu. Katla á að hafa verið vinnukona á Þykkvabæjarklaustri og hún hafi drekkt vinnumanninum Barða. Þeg- ar upp hafi komist um morðið hafi hún stungið sér ofan í eldfjallið og því heiti það Katla. „Þetta er næst- hættulegasta eldfjall Íslands og hef- ur eytt stórri byggð, sem var á Mýr- dalssandi, en Katla þýðir sú er eyðir á gelísku. Þannig má rekja sig um allt land.“ Bolungarvík sé sögð heita eftir bolungi eða bolungum sem rek- ið hafi þar upp á sandinn. „Þar er enginn reki og skrítið að víkin heiti eftir einhverju sem er ekki þar. En þar er Syðradalsvatn, sem Ósinn rennur úr sem Óshlíð heitir eftir og bolung á gelísku þýðir stöðuvatn.“ Í bókinni rekur Þorvaldur söguna og birtir skýringar við fjölmörg orð og örnefni. Hann bendir á að Agnar Helgason hjá Íslenskri erfðagrein- ingu hafi komist að því að 63% land- námskvenna hafi verið Keltar. Þetta háa hlutfall hafi væntanlega skilið miklu meira eftir í menningunni en viðurkennt hafi verið, en það komi berlega í ljós við skoðun á tungumál- inu og örnefnunum. Gísli Sigurðs- son, prófessor á Árnastofnun, og nokkrir aðrir fræðimenn hafi rann- sakað áhrifin í fornbókmenntum og þjóðsögum, sem séu mikil. Þorvaldur fjallar um keltneska kristni og líklega skýringu á því hvers vegna Íslendingar urðu stór- veldi í bókmenntum á miðöldum. Hann bendir á að megineinkenni á framburði á íslensku sé svokallaður aðblástur, sem sé einkenni á gel- ískum málum. Íslenska hljómi eins og gelíska. „Allir Íslendingar tala ensku með keltneskum framburði, mjög svipað og Walesbúar gera. Þetta styður að Íslendingar hafi orð- ið fyrir málskiptum og hér hafi verið töluð gelíska.“ Þorvaldur vekur at- hygli á að skoskir fræðimenn haldi því fram að annarrar kynslóðar Norðmenn á Suðureyjum hafi talað gelísku. Auður djúpúðga og systkini hennar kunna því að hafa talað gel- ísku. „Fjölskyldan dreifði sér sem stórhöfðingjar um allt Ísland, sem gæti skýrt hvers vegna mikilvæg ör- nefni á Íslandi eru af gelískum rót- um runnin.“ Fjöldi örnefna á gelísku vekur athygli - Segir því líklegt að gelíska hafi verið töluð á Íslandi Ljósmynd/Wikipedia Í Kverkarhelli Rannsókn bendir til að hellirinn hafi verið höggvinn út fyrir 870. Þorvaldur segir mannsmyndina geta sýnt Krist með þyrnikórónu. Höfundur Þorvaldur Friðriksson með bókina um áhrif Kelta. ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 305. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 822 kr. Áskrift 8.880 kr. Helgaráskrift 5.550 kr. PDF á mbl.is 7.730 kr. iPad-áskrift 7.730 kr. ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.