Morgunblaðið - 15.11.2022, Síða 1
STYTTIST Í
HEIMSMEIST-
ARAMÓTIÐ
A-RIÐILL 26
UPPSKERUHÁTÍÐ
EVRÓPSK KVIKMYNDAVEISLA 28
HVER KAUPIR
BÍL NÚMER
20.001?
BÍLAR 24 SÍÐUR
• Stofnað 1913 • 268. tölublað • 110. árgangur •
ÞR IÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2022
Nemendur Réttarholtsskóla unnu Skrekk, hæfileika-
keppni grunnskóla í Reykjavík, í Borgarleikhúsinu í
gærkvöldi.
Nemendur skólans fluttu atriðið Þetta unga fólk. Þórdís
Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar afhenti hópnum
verðlaunin. Í öðru sæti varð Fellaskóli með atriðið Efra-
Breiðholt og í þriðja sæti Seljaskóli með atriðið Yndislegt
líf. Alls tóku 614 unglingar úr 24 skólum þátt í keppninni
þetta árið.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Réttarholtsskóli
bar sigur úr
býtum í Skrekk
Ísland
stikla á leið
fuglaflensu
Ísland var stikla á leið hinnar skæðu
asísku fuglaflensuveiru yfir Norð-
ur-Atlantshaf, að því er fram kemur
í grein í vísindatímaritinu Emerging
Infectious Diseases. Talið er að
smit hafi borist með farfuglum frá
Norður-Evrópu til Norður-Ameríku
um Ísland en fuglaflensuveira af
sömu gerð og greinst hefur hér á
landi fannst í tveimur svartbökum í
Kanada síðla ársins 2021.
„Það er ný sviðsmynd í faralds-
fræðinni að fuglaflensa berist frá
Evrópu, líklega um Ísland og Græn-
land, til Norður-Ameríku,“ segir
Brigitte Brugger, einn höfunda
greinarinnar. » 10
Morgunblaðið/Eggert
Hrafn Fuglaflensan er skæð.
VR, Landssamband íslenskra verslun-
armanna (LÍV) og Starfsgreinasam-
band Íslands (SGS) ákváðu í gær að
vísa kjaraviðræðum sínum við Sam-
tök atvinnulífsins (SA) til ríkissátta-
semjara. Ragnar Þór Ingólfsson for-
maður VR segir það mikil vonbrigði
að SA hafi ekki sýnt þeirri viðleitni
VR, SGS og LÍV að ljúka kjaravið-
ræðum fljótt og vel meiri skilning.
„Við lögðum mikla áherslu á að gera
alvarlega atlögu að því að ná sam-
an um kjarasamning og við vorum í
góðri trú með að það sama væri hjá
Samtökum atvinnulífsins. Síðan kom
í ljós að sú stefna er ekki fyrir hendi
að nálgast þessar viðræður af alvöru,“
segir Ragnar Þór.
Vísunin breyti litlu
Í tilkynningu sagði Halldór Benja-
mín Þorbergsson framkvæmdastjóri
SA að vísun deilunnar til ríkissátta-
semjara breytti litlu. „Verkefnið er
áfram hið sama: að ná samningum
hratt og örugglega til að verja kaup-
mátt heimilanna. Þar skiptir mestu
máli að skapa skilyrði fyrir lægri verð-
bólgu og lækkun vaxta.“
Kristján Þórður Snæbjarnarson for-
maður Rafiðnaðarsambandsins segir
þolinmæðina á þrotum hjá félögum
iðnaðar- og tæknimanna og því hljóti
að styttast í að aðilar vísi viðræðunum
til ríkissáttasemjara. Sjöundi samn-
ingafundur iðnaðarmannahópsins
með SA er boðaður í dag.
lVR, LÍV og SGS vísa viðræðum við SA til ríkissáttasemjara
Nálgist kjaraviðræð-
ur ekki af alvöru
Steinþór Stefánsson
Ómar Friðriksson
Þolinmæði á þrotum …» 14
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Samningafundur Samtök atvinnulífsins funduðu með Eflingu í gær.
Þrjú börn í minnsta
skóla landsins
Í minnsta skóla landsins eru
aðeins þrjú börn, hvert í sínum
bekknum, en það er í grunn-
skólinn í Hofgarði í Öræfum.
Undir sama þaki er raunar einnig
leikskóli og þar er ögn þéttsetnari
bekkurinn. Hins vegar eru
starfsmenn skólans fimm, tveir
grunnskólakennarar, tveir leik-
skólakennarar og einn þúsund-
þjalasmiður, sem sér um matinn,
skólaakstur og íþróttakennslu.
Það leysir þó ekki allan vanda,
svo aka þarf 120 km leið til sund-
kennslu í næsta grunnskóla, sem
er á Höfn í Hornafirði. Að öðru
leyti halda kennararnir tveir
uppi kennslu samkvæmt námskrá
grunnskóla.
Börnin geta verið í skólanum
út 10. bekk eða haldið í skólann á
Höfn í 8.-10. bekk.» 6
Örskóli Það er fámennt en góðmennt
í skólanum í Hofgarði í Öræfum.