Morgunblaðið - 15.11.2022, Síða 6

Morgunblaðið - 15.11.2022, Síða 6
FRÉTTIR Innlent6 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2022 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Fámenni Líf og fjör er í skólanum í Hofgarði. Hér sjást nemendurnir þrír, þau Þórður, Alexandra og Jón Emil, taka upp kartöflur á skólalóðinni. Á bak við þau er Peter Ålander matráður, skólabílstjóri og íþróttakennari. Þrír nemendur í fá- mennasta skólanum lSkólahald í Grunnskólanum íHofgarði í Öræfum Grunnskólinn í Hofgarði í Öræfum er sá fámennasti á landinu. Þar er haldið uppi kennslu fyrir þrjú börn, eitt í fyrsta bekk, eitt í þriðja og eitt í fjórða. Undir sama þaki er leikskóli og þar eru nú sjö börn. „Svo það má segja að það sé björt framtíð svona miðað við Öræfin,“ segir skólastjórinn Hafdís Sigrún Roysdóttir og bætir við að Öræfi séu nokkuð fámenn sveit. Starfsmenn skólans eru fimm, eitt og hálft stöðugildi kennara er skráð við grunnskólann og tvö við leikskólann. Auk þess er einn starfsmaður í senn í hlutverki matráðs, skólabílstjóra og íþótta- kennara. Næsti grunnskóli er í sveitarfé- laginu Höfn í Hornafirði en þangað eru um 120 kílómetrar frá Hofi þar sem skólinn er til húsa. „Við förum þangað í sundferðir, bæði á haustin og vorin. En það er gott að þurfa ekki að keyra það daglega. Það er svo langt að fara,“ segir Hafdís. Að öðru leyti halda kennararn- ir tveir uppi kennslu samkvæmt námskrá grunnskólanna. Að vísu segir Hafdís að við skólann sé ekki tónmenntakennari en lagt sé upp úr því að reglulega sé sungið við undir- leik í skólanum. „Það er það sem nálgast það að geta heitið einhvers konar tónlistarkennsla. Svo er það kannski tölvukennslan, hún er ekki mjög beysin.“ Þegar blaðamaður sló á þráð- inn til skólastjórans var árshátíð nemenda í undirbúningi. Þar munu nemendurnir þrír auk þess elsta úr leikskólanum koma fram, syngja, leika og lesa upp. „Þetta er mikil hátíð í þeirra aug- um en þetta er líka heilmikið nám þótt þeim finnist þau ekkert vera að læra. En nú eru tveir nemendur af fjórum veikir og það hleypir öllu í uppnám. Við ætluðum að halda árshátíðina á degi íslenskrar tungu, á miðvikudag, en nú er óvíst hvort okkur tekst það,“ segir Hafdís. „Það skiptir miklu máli að allir séu á staðnum því það verða allir svo mikilvægir í fámenninu. Þetta verður náttúrlega svolítið eins og fjölskylda. Þau finna mikið til ábyrgðar sinnar gagnvart hvert öðru. Þau geta ekki valið sér vini svo þau þurfa að láta sér koma saman þvert á aldur og kyn.“ Börnin geta verið í skólanum út 10. bekk en stendur einnig til boða að fara í grunnskólann á Höfn í 8.- 10. bekk en þá þurfa þau að treysta sér til þess flytja að heiman. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Blönduós Innheimta meðlaga flyst þangað samkvæmt frumvarpi. Talið er að innheimtu meðgjalda verði best komið fyrir hjá innheimtu- miðstöð sýslumannsins á Norðurlandi vestra á Blönduósi. Þetta kemur fram í drögum að frumvarpi að breyting- um á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga sem voru til umsagnar í samráðsgátt. Umsagnarfrestur rann út í gær. Þar kemur fram að innviðaráðu- neytið og dómsmálaráðuneytið hafi komist að sameiginlegri niðurstöðu um þetta. Hún er byggð á langri reynslu sýslumannsembættanna lStarfsmenn verða áfram á Ísafirði Innheimtameð- laga til Blönduóss af innheimtu ýmissa opinberra gjalda og góðum árangri innheimtu- miðstöðvarinnar á Blönduósi. Að- setur starfsmanna verður áfram á höfuðborgarsvæðinu og á Ísafirði þótt forræðið fari til Blönduóss. Er það einnig í samræmi við tillögur Ríkis- endurskoðunar í nýrri skýrslu hennar um Innheimtustofnun sveitarfélaga. Tilgangur frumvarpsins er eingöngu að leggja til lágmarksbreytingar á lögum um Innheimtustofnun sveitar- félaga og öðrum lögum sem gera til- færsluna mögulega. gudni@mbl.is Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir leitina að Friðfinni Frey Krist- inssyni enn standa yfir. „Það er enn leitað,“ segir Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri hjá slysavarnafélaginu Landsbjörg, og bætir við að staðan sé óbreytt frá því í fyrradag er leit hófst að Friðfinni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur uppfært tilkynningu sína en hún hljóðar svo: „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Friðfinni Frey Kristinssyni, 42 ára. Síðast er vitað um ferðir Frið- finns síðdegis fimmtudaginn 10. nóv- ember þegar hann fór frá Kugguvogi. Friðfinnur var klæddur í gráa peysu með BOSS-merki á og gráar jogging- buxur. Hann er 182 cm að hæð, grann- vaxinn, brúnhærður og með alskegg. Íbúar í hverfinu eru beðnir að skoða nærumhverfi sitt, s.s. geymslur, stiga- ganga og garðskúra. Þá eru þeir sem eru í forsvari fyrir autt húsnæði í hverfinu beðnir að skoða slíka staði. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Friðfinns eru beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 112.“ lSást síðast á fimmtudag í Kugguvogi Leita ennað Friðfinni Frey Leit Friðfinnur Freyr Kristinsson, 42 ára, er 182 cm að hæð, grannvaxinn, brúnhærður og með alskegg. Hann var klæddur í gráa peyu og buxur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flogið Þyrla Landhelgisgæslunnar á leið yfir Gufunesið í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.